Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.10.1995, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.10.1995, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1995 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Október* Tíðarfarið var með fádæmum erfitt á norðanverðu landinu einkum um og eftir miðjan mánuð. Mjög úrkomusamt var norðan- og austanlands en þokkalegt tíðarfar sunnanlands. I byijun mánaðarins var djúp og víðáttumikil lægð suðvestur af landinu. Austan hvassviðri eða stormur var við suður- og austurströndina og á Vestíjörðum fram eftir degi. Rigning var í öllum landshlutum en mest sunnan- og austanlands. Næstu daga var lægðin að þokast austur fyrir sunnan land og var fremur hæg norðaustanátt nema á norðanverðum Vestfjörðum þar var stekkingsvindur. Rigning var norðan- og austanlands en þurrt að mestu sunnan- og suðvestanlands. Þ. 5. þokaðist úrkomusvæði vestur yfir land og þykknaði upp á öllu landinu með rigningu eða slyddu. Hvassviðri var á Vestfjörðum. Dagana 6.-10. voru enn norðaustlægar áttir ríkjandi. Lágþrýstisvæði var skammt norðvestur af Bretlandi og lágu frá því lægðardrög til norðurs og vesturs. Þ. 6. var norðaustan hvassviðri og slydda eða rigning á norðvestanverðu landinu en mun hægri vindur og úrkomulítið í öðrum landshlutum. Þ. 7. var rigning um norðanvert landið en verulega dró úr veðurhæðinni og létti þá til suðvestanlands. Síðdegis þ. 8. þokaðist úrkomusvæði norður austanvert landið með rigningu og súld. Þ. 9. lægði verulega og kólnaði. Við suðaustur- og austurströndina var rigning eða súld, suðvestanlands var léttskýjað og smáél voru norðanlands. Síðdegis þ. 11. nálgaðist lægð suðausturströndina með hvassri norðaustanátt. Rigning og slydda var austast á landinu en mun hægari vindur og úrkomulaust að mestu annars staðar. Dagana 12. - 13. var lægðin að fjarlægjast landið og hæðarhryggur myndaðist yfir því. Hæg norðlæg átt var og smáél fyrir norðan þ. 12. en austlæg átt og smáskúrir eða él sunnan- og austanlands þ. 13. Þ. 14. nálgaðist dýpkandi lægð suðausturströndina með hvassri norðaustanátt þegar leið á daginn. Slydda og rigning var á öllu landinu næstu nótt. Þ. 15. þokaðist lægðin norðaustur með austurströndinni og dró úr veðurhæðinni. Stytti upp um sunnan- og austanvert landið síðdegis en á norðvestanverðu landinu var áfram hvöss norðaustanátt og slydda eðarigning. Þ. 16. herti vind um vestanvertlandið og fór að snjóa á Vestfjörðum. Næstu nótt versnaði veðrið einnig austan til á landinu og var slydda eða rigning um allt norðanvert landið. Aðfaranótt þ.17. lægði heldur á Vestfjörðum og síðdegis gekk norðanáttin niður um tíma en um kvöldið þykknaði upp með vaxandi suðaustanátt suðvestanlands þegar djúp lægð þokaðist norðaustur Grænlandshaf. Hlýnaði og rigndi í öllum landshlutum um nóttina. Þ. 18. var fremur hæg suðvestanátt og skúrir víða um land en næstu nótt gekk í hvassa norðan- og norðaustanátt um leið og lægðin þokaðist austur yfir land. É1 voru norðan til á landinu en léttskýjað sunnan til. Þ. 19. lægði og létti til um allt land þegar hæðarhryggur teygði sig inn á land úr suðri og þokaðist austur. Þ. 20. var lægð á vestanverðu Grænlandshafi að þokast norðaustur. Þykknaði upp með sunnan- og suðaustan átt. Urkomusvæði þokaðist norðaustur yfir land um nóttina og næsta dag var hæg suðlæg átt og skúrir eða él. Aðfaranótt þ. 22. snerist til norðaustanáttar með éljum norðanlands og var mjög hvasst á norðanverðu landinu næsta morgun. Þ. 23. nálgaðist dýpkandi lægð landið úr suðri og gekk í hvassa austnorðaustanátt um allt land. Éljagangur og skafrenningur var víða um land og fór að rigna á Suðaustur- og Austurlandi næstu nótt og síðar einnig í öðrum landshlutum. Á Vestfjörðum var slydda og snjókoma. Þ. 25. dýpkaði lægðin við suðaustur- ströndina og vindátt varð norðlæg. Stormur var um allt norðanvert landið og slydda og snjókoma. Mjög slæmt veður var á öllu landinu en um morguninn þ. 26. gekk veðurhamurinn niður austan til og heldur dró úr veðurhæðinni vestan til um kvöldið. Þ. 27. var fremur hæg norðlæg átt á landinu. Víða var snjókoma á Vestfjörðum, rigning eða súld norðanlands en bjart sunnanlands. Aðfaranótt þ. 28. snerist vindátt til austurs um leið og lægð fór austur fyrir sunnan land. Strekkingsvindur var syðst á landinu en úrkomulaust að mestu. Næsta dag létti víða til og kólnaði. Sá 30. ásamt þeim 22. voru köldustu dagar mánaðarins að tiltölu. Aðfaranótt þ. 30. hlýnaði snögglega þegar þykknaði upp með suðvestanátt og fór að rigna er úrkomusvæði fór norður yfir land. I kjölfarið var hæg suðvestlæg átt og þokusúld um sunnanvert landið. Hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu var sá 31. 2. útgáfa v/galla í fyrstu prentun. (73)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.