Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.06.1965, Blaðsíða 4
ALFRÆÐASAFN Alfrœðasafn AB er nýr bókaflokkur um þýðingarmikil svið vis- inda og tœkni, sem hafa vaxandi þýðingu fyrir hvern einstakl- ing í heimi hraðrar framþróunar. Alfrœðasafnið er með sama sniði' og bókaflokkurinn Lönd og þjóðir og er róðgerð útgófa a.m.k. 10 bóka. Koma bœkurnar samtímis út í 12 Evrópulöndum. Hver bók er um 200 bls. að stœrð og í hverri þeirra eru um 110 myridasíður, þar af 70 í litum, auk fjölda smœrri skýringarmynda. Texti bókanna, sem skrifaður er af kunnum vísindamönnum, og hið fjölbreytta myndaefni þeirra, gera þessi þekkingarsvið auðskiljanleg hverj- um manni. í hverri bók er rakin þróunarsaga ýmissa tœkni- og vísindagreina og lesendumir kynnast fjölda heimsfrœgra vís- indamanna, lífi þeirra og vandamólum. Atriðisorðaskró fylgir hverri bók. Ritstjóri Alfrœðasafns AB er Jón Eyþórsson, veðurfrœðingur. FRUMAN i þýðingu dr. Sturlu Friðrikssonar, erfðafrœðings, er fyrsta bók- in í ALFRÆÐASAFNI AB. Gerir bókin ýtarlega grein fyrir frum- unni, grundvallareiningu alls lífs á jörðinni og segir fró því, hvernig hún starfar, hvernig henni fjölgar og hvernig hún verst órósum. Hún fjallar einnig um það, hvernig þekking mannsins á frumunni auðveldar baróttuna fyrir betra lífi. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ þýð. dr. sturla friðriksson

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.