Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1980, Side 2

Frjáls verslun - 01.07.1980, Side 2
íslensk fyrirtæki komin út Bókin „íslensk fyrirtæki 1980“ er nú komin út í ellefta sinn. Nú er í fyrsta sinn í bókinni skipaskrá með gagnlegum viðskiptaupplýs- ingum, en lengi hefur verið þörf fyrir slíka skrá. Eru í bókinni mestu og ítarlegustu upplýsingar um íslensk fyrirtæki, sem hirtar eru á einum stað. Aðalkaflar bókarinnar eru: * Vöru- og þjónustuskrá, með lista yfir fleiri en 1.500 vöru- flokka og þjónustugreinar. * Umboðaskrá. þar sem skráð eru 4.275 erlend vörumerki og fyrirtæki og umboðsaðilar þeirra. * Útflytjendaskrá með vöru- flokkum. * Fyrirtækjaskrá. með upplýs- ingum um nöfn, heimilisföng, síma, telex, söluskattsnúmer, nafnnúmer, stofnár, fjölda starfsmanna, starfssvið, stjórn, framkvæmdastjórn, helstu starfsmenn, umboð, vörur og þjónustu. * Dagbók með upplýsingum um kaupstefnur og vörusýningar. * Viðskiptaupplýsingar um ísland á ensku. í bókinni eru upplýsingar um öll starfandi fyrirtæki á landinu. Það er einnig athyglisvert að í vöru- og þjónustuskránni eru upplýsingar um fyrirtæki í öllum landshlutum. „íslensk fyrirtæki 1980“ er unnin í samstarfi við stjórnendur fyrirtækjanna og ferðuðust starfsmenn útgefanda út um allt land til að afla upplýsinga. Allar upplýsingar eru geymdar í tölvu, og með henni er aðal- skráin flokkuð niður í undirskrár. Þetta gerir alla gagnavinnslu öruggari og fljótlegri. Ritstjóri „íslenskra fyrirtækja 1980“ er Hákon Hákonarson, en hann hefur starfað við útgáfuna undanfarin ár. Bókin er 849 blaðsíður að stærð. Áskriftarsímar íþróttablaðsins 82300 - 82302 Gerist áskrifendur!

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.