Fregnir - 01.12.1993, Blaðsíða 2

Fregnir - 01.12.1993, Blaðsíða 2
FREGNia Samstarfsfundur um millisafnalán á Noröurlöndum, Ekonomiska aspekter pá fjárrlán, veröur haldinn nú í mars. Notendafræðsla / - þjónusta Alltaf er þörf á að fylgjast meö því nýjasta á þessu sviði. Gætum viö nýtt okkur betur nýjustu tækni á sviði myndbanda og geisladiska viö notendafræðsluna? Hvemig er hægt að bæta þjónustuna? Hversu langt á að ganga í gjaldtöku fyrir þjónustu? Aðalefni á þinginu í Lillehammer verður Kvalitet i Bibliotek. Norrænt/alþjóðlegt samstarf Samstarfið innan NVBF er einn mikilvægasti þátturinn í starfi félagsins. Við eigum tvo fulltrúa í stjóm sem skipt er um annað hvert ár. Æskilegt væri að hafa bakhóp í því starfi svo að fleiri félagsmenn fylgist með því hvað er að gerast og geti hjálpað til við að skipuleggja þátttöku okkar í því. Þegar er starfandi bakhópur við fulltrúa íslands í NORDINFO og mörg rannsóknarbókasöfn taka þátt í norrænu og alþjóðleg samstarfi. Systurlélög okkar í NVBF huga nú mjög að þátttöku í EBLIDA, sambandi evrópskra bókavarðasamtaka. Stjórnun á bókasöfnum Nýir stjómunarhættir ryðja sér nú til rúms á bókasöfnum sem og annars staðar. Vert er að huga að því hvernig bæta má starfshætti nú á tímum samdráttar. Gerðar hafa verið gæðamælingar á rannsóknarbókasöfnum sem nýta má í þessu sambandi. Tímarit Þurfa bókaverðir, sem sjá um tímartitakaup, ekki aö bera saman bækur sínar? Nú þegar er hægt að fá greinar og jafnvel heilu tímaritin af tölvunetum eða geisladiskum koma upp spumingar í sambandi við höfundarrétt. Einnig fýsir marga að vita hvort það borgar sig að skipta við tímaritamiðstöðvar. Upplýsingamál Félagið hefur tekið að sér að fylgjast með samstarfi á sviði upplýsingamála á Norðurlöndum og taka þátt í því eftir því sem við höfum efni á. Næsta norræna IoD ráðstefna verður haldin í Osló í september 1995. Við þurfum að leggja okkar skerf til undirbúnings og sjá um að kynna hana hér á 2

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.