Fréttabréf Bókavarðafélags Íslands - 17.07.1971, Page 3

Fréttabréf Bókavarðafélags Íslands - 17.07.1971, Page 3
3. Þá skal ncfndur sá þaftur scfræðibðkasafnanna, sem ekki er minnst áríðandi, og það er bókavörðurinn cða bókaverðirnir, ef um stór söfn er að ræða„ Vegna eðlis þessara safna er nauðsynlogt, að þeir sem bera ábyrgð á þeim, hafi einhverja þekkingu á starfsemi þeirri, sem unnin er á viðkomandi stofnun, og mjög æskilegt, að þeir hafi , sérhæft sig áfram yfir venjulega menntun í bókasafnsfræði- Þörfin á slíkri sérhæf- ingu er þó að sjálfsögðu misjafnlega mikil, en hún hlýtur þó alltaf að verða til góðs, bæði bókavörðunum og notendum safnannao Þess er að vænta, að sérfræðibókasöfnun muni fjölga á næstu árum og áratugum og þau sem fyrir eru, muni stækka og eflast. Þá e^kst líka þörfin fyrir velmenntaða bóka- verði, með þekkingu á sérsviðum hinna ýmsu starfsgreina. Að því verkefni verður Bókavarðafélag Islands að vinna. q ^ EPST A BAUGI A NORÐURLÖNDUM E. Allerslev Jensen bóks,safnsstjóri sagði nýlega í viðtali við "Bogens Verden" að menn verði að horfast í augu við þá sts,ðreynd, að bókaverðir sóu "ácömmtunarvara" í Danmörku. I sama blaði er ennfremur sagt frá því, að Danmörk, Noregur og Svíþjóð hafi nýlcga skipað nefnd NOVU en hún á að rannsaka hvort ekki verði unnt að ná til hinna menntunarsnauðustu hópa þjóðfélagsins með samræmdu fræðslukerfi. I "Arboidorbladet" í Oslo segir Hans Flegstad bcrgarbókavörður, að bráðlega muni fyrsti bókabíllinn aka um götur borgarinnar. Þá segir Flegstad, að fjárframlög dugi ekki tn að standa undir þeirri auknu starfsemi, sem bókasafnslögin nýju gera ráð fyrir. Flegstad bendir um leið á nauðsyn kynningar út á við. Hann nefnir sem dæmi \im breytta afstöðu bókasafnsst jómenda til lánþega (gesta), að í hans eigin safni hafi verið sett upp skilti með áletruninnis SPYRJIÐ í staðinn fyrir UPPLYSIHGAR. I Finnlandi or nú unnið ósleitilega að undirbúningi 12. norræna bóka,varða,þingsins, en það verður haldið í ágúst 1972. Islandi er heimilt að senda 20 þátttakendur á þingið. Dagskrá þingsins er mjög fjölbreytileg. Gert er ráð fyrir að menn geti ferð- ast í hópum um ýmis héruð Finnlands en einnig til Leningrad. v q EFST A BAUGI I 3ÖKASAFNSMALUM VESTANHAFS Þróun bókasafnsmála vestanhafs hefur verið ákaflega hröð á undanförnum árurn og má rekja orsakir þess til aukinnar menntunar almennings, stórkostlegra framfara á sviði raunvísinda og aukinna tengsla milli þjóða. Það má með miklu sanni segja að skólagöngu í Bandaríkjunum ljúki ekki fyrr en með jarðarförinni. Stöðugt er lagt að fólki að fylgjast með nýjungum á öllum sviðum. Húsmæður fara á söfn til að kynna sér gæði nýrra vörumerkja, eða nýja tækni í vinnu- hagrædingu á heimilum, háskólamenntað folk fer á söfn til þess að halda við þekkingu sinni á starfssviði sínu og börn innan skólaskyldualdurs fara á söfn til að hlusta á sögur eða skoða myndabskur. Það má segja að bókasafnið sé orðinn óaðskiljanlegur þáttur í lífi hvers borgara. Framfarir á sviði vísinda koma fram í gífurlegu magni prentaðs máls sem berst til bókasafnanna. Talið er að um 50•000 tímarit séu gefin út í heiminum í raunvísindum einum saman auk bóka og bæklinga. Það er því ekki nóg að söfnin geti tekið á móti öllu þessu flóði prentaðs máls og fundið því stað á hillum, heldur verður skipulagn- ingin að vera þannig að hægt sé að ná til þess með örstuttum fyrirvara. Títt er einnig að vísindamenn af ólíkum þjóðernum séu að vinna við samskonar verk- efni svo að ekki er lengur hægt að einskorða sig við það sem útgefið er á ensku, heldur er nú krafist tímarita á rússnesku, jaðönsku og jafnvel enn fjarlægari málum. Það sparar vísindamönnum bæði tíma og fó að hafa aðgang að og geta lcsið um allt það sem út hefur komið um ákveðið efni áður en þeir byrja rannsólcn á því sviði. Afleiðingin af þessu prentflóði er sú að reynt hcfur verið að finna nýjar aðferðir til að geyma þennan fróðleik á ódýran og hagkvæman hátt. I þessu tilgangi má benda á. framfarir á sviði rafeindatækni. sem nú er að byrja að ryðja sér til rúms. Enda þótt langt sé enn í land með að heimurinn eignist óskasafn, sem hefði undir höndum

x

Fréttabréf Bókavarðafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Bókavarðafélags Íslands
https://timarit.is/publication/285

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.