Fréttabréf Bókavarðafélags Íslands - 17.07.1971, Page 4
4.
allan þann fróðleik sem: blað hefur verið festur frá upphafi, hefur þó talsvert
áunnist. Minniskerfi tölva hafa rdm fyrir ótrúlega mikið magn upplýsinga, en helztu
vandamálin eru kostnaðarhliðin og hið gífurloga magn prentaðs máls sem nú þegar e-'
til.
En ef svo stefnir sem nú horfir má húast við því í framtíðinni, að sett verði upp
hókasafnskerfi, þar sem mörg söfn hefðu aðgang að sömu tölvunni. Spara mætti þennig
bokakaup og vinnuafl. Bjartsýnustu menn tclja jafnvel að framtíðin feli í skauti
sér eitt alheimsbókasafnskerfi þar sem öll lönd veraldar yrðu tengd einum alheims-
upplýsingabrunni þar sem rík lönd jafnt sem fátæk hefðu sama aðgang að mannlegri
þekkingu og fróðleik. Hver þjóð hefði þá "ína þýðingartölvu fyrir sitt tungumál.
Þessi draumur er að vísu nokkuð fjarlægur en þó ekki óhugsandi lengur. ~ v „
Aðalfundur Bókavarðafólags Islands var haldin í Norræna Húsinu 20. júni s. 1.
Stjómina skipa nú eftirtalins
Eise Mia Sigurðsson formaður
Krístín H. Pétursdóttir varaformaður
ölafur P. Hjartar ritari
Guðný Sigurðardóttir gjaldkori
Ragnhildur Helgadóttir
Þorbjörg Bjömsdóttir • vara.maður
IFLA RAÐSTEPNA
Eins og margir vita efnir IFLA (Alþjóðasamband bókasafna.) til ráðstefnu í Liver-
pool í Englandi dagana 27. ágúst til 4» september næstkomandi.
Til umræðu verður bókavarðastarfið (the Organization of the Library Profession).
Tvær alþjóðasýningar verða haldnar í sambandi við ráðstefnunas
Tæknilegar hliðar bókasafnsins og efnisútvegun,
Bókasafnsfélögs Saga þeirra, þjónusta og útgáfustarf.
Héðan rrrunu fara nokkrir þátttakendur, en ekki cr ndariega vitað um f jölda þeirra.
Reynt verður að segja nánar frá ráðstefnunni í næsta frétta.bréfi. Má ætla, að dag-
skrárefni hennar veki forvitni margra þcirra, sem starfa við bókasöfn í hinum ýmsu
þjóðlöndum.
Siðasta ráðstefna IFLA - hin 35. í röðinni - var haldin í Kaupmannahöfn árið 1969.
Þoir sem vilja vita meira um IFLA geta flett upp í "LIBRI", en það er tímarit um
bókasafnsmál gefið út af Munksgaard í Kaupmannahöfn fjórum sinnum á ári.