Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 04.05.1995, Blaðsíða 20
20 > * Algjör er- indisleysa f* THE ROAD TO WELLVILLE REGNBOGINN O The Road to Wellville hefur líklega átt að verða snargeggjuð kómedía. Melurinn er bara sá að hún þarf að hafa afar mik- ið fyrir því að vera geggj- uð. Raunar ber hún vott um leiðinlega normalt hugmyndaflug. Ég held að Náttúrulækningafélagið í Hveragerði hafi verið miklu geggjaðra á tíma síns óskiljanlega rifrildis en hælið hans doktor Kellogs í Wellville. Kannski hefur þetta átt að verða ádeila á heilsu- ræktarbrjálæðinga, nýald- arfólk, sértrúarsöfnuði, nektardýrkendur og alls kyns slíka kverúlanta sem vissulega óðu uppi á fyrstu árum aldarinnar, ekki síð- uren nú. Ekki hefur Alan Parker orðið kápan úr því klæðinu. Ekkert seng þarna er kemur manni hót við; Aldrei hlær maður, hneykslast eða yerður hugsi. Alltaf sér maður fyr- ir hvað Parker er að fara, löngu áður en hann kemst þangað. Maður bíður eftir þessu litla sem er, ör- magna af leiða, tregafullur yfir því að svona margt fólk skuli fara svona mikla eriridisleysu. -EGILL HELGASON FIM Ivl T U DAG U “ Ivl AI 1935 Leiklist TveirJöklar í Reykjavík Leikhúsfólk um allt land virð- ist vera að enduruppgötva Jökul Jakobsson. Ástæðan er áreiðan- lega fyrst og fremst heildarút- gáfa leikrita hans, sem kom út í fyrrahaust. Hún er bæði vönduð og aðgengileg og hljóta allir áhugamenn um leiklist og bók- menntir að vera þakklátir fyrir hana. Og nú er verið að leika tvö verka Jökuls hérna í henni Reykjavík sem ég vona satt að segja að sé ekki meira fagnaðar- efni en menn gera sér almennt grein fyrir. KERTALOG Ekki var ég í landinu þegar þetta verk var frumsýnt í Iðnó fyrir 21 ári síðan. En ég hafði les- ið það og gert mér einhverjar hugmyndir um það á sviði. Og ég var ekki aðeins viss um að þarna væri besta verk Jökuls komið á bók, heldur líka að þarna væri eitt albesta leikhúsverk eftir ís- lenskan höfund, fyrr og síðar. Þess vegna fannst mér gríðar- lega spennandi að fara á sýningu leikhópsins Erlendur, sem nú gengur í Borgarleikhúsinu. Frumsýningin var þriðjudaginn 25. apríl, en ég komst ekki fyrr en á aðra sýningu, síðastliðinn sunnudag. Önnur sýning er sjaldnast mikil glanssýning, menn hafa þá oft ekki náð sér eft- ir spennufallið sem verður að lokinni frumsýningu og vildu margir, bæði leikarar og áhorf- endur, helst hlaupa yfir hana ef hægt væri. Svokallaðir gagnrýn- endur ættu því að sjá sóma sinn í að horfa framhjá þeirri sýningu. En ég gat ekki beðið. Og ég er feginn að ég fór, því það voru ekkert alltof margir áhorfendur til að trufla mig, og leikendur voru greinilega ekkert á þeim buxunum að láta deigan síga, þrátt fyrir eðlilegt mótlæti í lífs- ins ólgusjó. Þessi leikhópur, Erlendur, samanstendur mestanpart af kornungum leikurum sem hafa stundað nám í útlöndum án við- komu í Leiklistarskóla íslands. Þó var þarna með Halla Margrét Jóhannesdóttir, sem útskrifaðist úr Leiklistarskólanum í fyrra. Ég hef ekki séð til hópsins áður, en þarna hugnaðist mér hann ágæt- lega og væri Ijómandi ef hann héldi starfinu áfram, þó að ein- stakir leikarar hljóti að vinna sér pláss á öðrum sviðum með tím- anum. Alltaf bætast nýir í dans- inn. Leikstjóri þessarar sýningar er kornungur, og nýkominn úr námi í Rússlandi, Ásdís Þórhalls- dóttir. Hún er einnig skrifuð fyrir svonefndri leikgerð, sem er reyndar hugtak nokkuð á reiki. í þessu tilfelli felst „leikgerðin“ í að stytta verkið gróflega og snúa því á ýmsa vegu til að fella það að stærð og getu leikhópsins. Þetta er gert af góðum vilja og talsverðri kunnáttu, en það er auðvitað vafamál hvort svona útúrsnúningar varða ekki við lög um höfundarrétt. Ekki ætla ég nú samt að fara að setjast í dómara- sæti þess vegna. Kertalog fjallar um lífsvonina sem hrjáðir einstaklingar halda í dauðahaldi hvernig sem viðrar. Aðalpersónurnar, stúlkan Lára og pilturinn Kalli, eru tíma- bundnir vistmenn á geðveikra- hæli og um leið fulltrúar tveggja andstæðra þjóðfélagshópa. Með þeim takast ástir, þau sameinast í voninni um frelsi frá fortíðinni og veikindunum. En uppruni þeirra er ólíkur og orsök veikinda þeirra líka. Hann á efnaða foreldra og er í ödipus- arflækju, hún er dóttir skúringa- konu og þjáist af^ sektarkennd yfir’ voveiflegum af- drifum yngri hálf- systur. En draum- ar þeirra geta ekki ræst. Þar er helst um að kenna brotalöminni í Kalla, sem auðvit- að getur ekki rifið sig frá meðfæddri þjóðfélagsstöðu og móðurástinni. Þeg- ar hann er sloppinn af Kleppi og orðinn stúdent á leiðinni arktitektúr í Sviss, þá sér maður á eftir verðandi ógæfu- manni. Lára á meiri von, alein og yfirgef- in, eigandi alls ekki neitt nema póetíska sál sína, því hún er hrein í veikleika sínum. Með hlutverk Láru fer Rann- veig Björk Þorkelsdóttir. Þetta er margslungið hlutverk á lýriskum nótum og veltur mikið á að tíma- skyn og tóneyra leikarans sé í lagi. Leikstjórinn hefði vel mátt gefa þessu betri gaum. StrELX í upphafi klikkaði þetta, fyrsta ein- ræðan, sem er í rauninni fuil- komið ljóð, sem náði þarna því miður ekki fluginu. Sama má segja um Vilhjálm Hjálmarsson í hlutverki Kalla, sem er að vísu ekki eins viðkvæmt. En þau áttu samt til mjög hrífandi og einlæg- an samleik. Sigrún Gylfadóttir og Marteinn Arnar Marteinsson voru í hlut- verkum móður og föður Kalla. Það var svosem allt í lagi með þau: dálítið venjulegar „týpur“. Halla Margrét leikur lækninn (og fer með texta frænku í byrj- un) og það hefði mátt skerpa meira á honum fyrir minn smekk. Kostulegt vitleysingatríó; mað- urinn, konan og þriðji maðurinn, er leikið af Gísla Ó. Kærnested, Ragnhildi Rúriksdóttur og Skúla Ragnari Skúlasyni. Þau eru öll býsna sannfærandi og takast stundum á loft í græskulausri SKOKKNAMSKEIÐ Ný 15 vikna námskeið hefjast 8. maí Kennt verður á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Á námskeirjunum verður boðið upp á eftirfarandi: BYRJENDUR FRAMHALDSHÓPUR Kennsla kl. 19” - 2115 Kennsla kl. 1 715 - 19” Þrekmælingar Þrekmælingar E i nstakl i ngsáætlan i r/hópar Einstaklingsáætlanir Mataræði M j ó 1 k u rsýr u mæl i ngar Teygjur og teygjuæfingar Að laga hlaupastílinn (videóupptaka af Þrekmælingar hverjum og einum) Upphitun fer fram í leikfimisal, hlaupið úti, teygjuæfingar og þrekhringir í sal að hlaupi loknu. Kennari: Jakob Bragi Hannesson. Þátttakendur fá 25% afslátt af Asics hlaupaskóm hjá Gísla Ferdinandssyni og byrjendur fá sérstakt tilboð í byrjun námskeiðs á hlaupagreiningu hjá Kolbeini Gíslasyni stoðtækjafræðingi. ^asics Kennsla fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1. STOÐTÆKNl k Ai INNRITUN hefst 2. maí. Upplýsingar í síma 12992 og 14106. Gisli Ferdinandsson hf Tveir Jöklar. Til hægri Kertalog í Borgarleikhúsinu og Hlæðu Magdalena hlæðu, sem sýnt er í Kaffileikhúsinu, til vinstri. leikgleði. Það er langur listi af hjálpar- hellum í þessari sýningu og öll- um hefur þeim tekist vel miðað við aðstæður. Það hefur ekki verið auðvelt að ná á þetta rétt- um svip inní leyfunum af kúlis- sonum í Galdra Lofti. En það hef- ur tekist prýðilega undir forustu Stígs Steinþórssonar. Það sem helst má finna að þessari sýningu er að póetísk dulmögnun textans fer ansi mik- ið forgörðum. Hún er of einlit og hraðaskyn leikstjórans er ekki nógu gott. Þetta er vissulega að- eins „beinagrindin" að verki Jök- uls, sem við eigum vonandi eftir að sjá við aðrar aðstæður í ná- inni framtíð. En þetta er lifandi beinagrind, og hún hleður á sig holdi og blóði við nánari um- hugsun. HLÆDU MAGDALEIUA, HLÆDU í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpan- um má þessa dagana sjá eitt af smáleikritum Jökuls Jakobssonar, formstúdíu mannlegs veruleika á óhugnanlegum nótum. Þetta er perlan Hlæðu Magdalena, hlæðu. Þarna eru tvær stútungs lesbí- ur að kvelja hvor aðra og njóta kvalarinnar í skringilegum skollaleik tilfinninganna. Leikur Jökuls að endurtekningum og óljósum, ógnvekjandi minning- um er þarna í fullu veldi, gerður af meistarans hug og hendi. Magdalena og Ingiríður,sem leiknar eru af Höllu Margréti Jó- hannesdóttur og Sigrúnu Sól Ólafs- dóttur, reka tau- og tölubúð í fínu gömlu húsi. Magdalena er greini- lega „af góðu fólki“ en Ingiríður óttaleg „alþýða“. Forretningin er greinilega í dauðateygjunum og samband þeirra vinkvennanna líka. Eða eru þær kannski systur? Það má setja spurningamerki við margt í þessari sviðsetningu Ásdísar Þórhallsdóttur. Af hverju er Ingiríður látin vera svona af- gömul og Magdalena svona ung? Af hverju er verið að sprikla og hjóla út um öll gólf í staðinn fyrir að taka almennilega á textanum? Af hverju og af hverju, hérumbil útí það óendanlega. En... Þó að þetta sé alls ekki leiðin- leg sýning, og hún sé í sjálfu sér ágætis ábót á baunamatinn hennar Steinunnar, sem svíkur þó engan, þá hefði ég kosið að farið væri dýpra í saumana á margslunginni höggstokkskó- medíu Jökuls og án nokkurs hæ, hó og hoppsasa. En þetta er eflaust vel meint og í öllu falli eru þær Halla Margrét og Sigrún Sól hreint og beint yndislegar. l.þ.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.