Helgarpósturinn - 13.07.1995, Qupperneq 5
FERÐAKYNNING
Flmm-TUJ ÐWGU R*!©
Breiðfirskir sægarpar og sístritandi alþýðufólk
Eggjataka og dúnleit. Mynd Óskar Gíslason
Þrátt fyrir að lífsbarátta væri
hörð á Breiðafjarðareyjunum
voru þær gjöfular matarkistur
og öldum saman var þar byggð
á hartnær fimmtíu eyjum, á
jörðum sem þóttu einhverjar
þær bestu á landinu. Og sam-
göngur um Breiðafjörðinn
voru einnig í þá daga mun
betri en annars staðar fyrir
tíma bílsins. í dag búa þar þó
eingöngu örfáar hræður á eyja-
skara sem lengi vel var talinn
óteljandi.
Þjóðsagan segir að þrjú tröll
hafi í fyrndinni ætlað að moka
sund milli Vestfjarða og hins
landsins, nálægt því Sem það
er mjóst, milli Gilsfjarðar og
Kollafjarðar. Þó höfðu þau
annan tilgang með þessu, þann
að búa til eyjar af því sem þau
mokuðu.
Þrátt fyrir að nóg væri af
hlunnindum, fiski, sel og fugli á
Breiðafjarðareyjum var nýting
þeirra erfið og stritið mikið
enda voru flestir eyjabændur
leiguliðar og greiddu jarðeig-
endum í fiski dún eða hreins-
uðum fiski. í mörgum eyjum
var vatnskortur einnig mann-
vist til baga. Óskar Gíslason
Konungur hefur
veittJóni Björnssyni
í Flatey Þorleifsson-
ar uppgjöfsaka að
hann lá konu
bróðursíns og átti
með henni barn,-
Yfirvöld á íslandi
eru áminnf að
hann hafi ekki fyr-
irgert arfi með
broti sínu.
Öldin sextánda
kvikmyndagerðarmaður festi
atvinnuhætti á Breiðafirði á
kvikmynd fyrir tilstuðlan Barð-
strendingafélagsins. Sumt af
því voru sviðsetningar gamalla
vinnubragða enda hafði eyja-
bændum fækkað mjög mikið
þá þegar.
HERGILL HiyAPP-,
RASS OG GISLI SURS-
soni
Nú er aðeins búið í tveimur
eyjum, það er, Flatey og Skál-
eyjum en í Skáleyjum bjó á
fyrri hluta 19. aldar Einar Ólafs-
son og Ástríður kona hans, en
út frá þeim hjónum komu
margir þjóðkunnir listamenn,
til dæmis Matthías Jochumsson,
Guðmundur Thorsteinssom.
Muggur, Theodóra Thoroddsen
og skáldkonurnar, Ólína og Her-
dís Andrésdætur. Sögufrægasta
eyjan er þó án efa Hergilsey,
sem er hæst Vestureyja Eynn-
ar og er getið í Landnámu og
Gísla Sögu Súrssonar. Hergils
Hnapprass, sonur Þrándar í
Flatey, bjó þar og síðan In-
gjaldur sonur hans. Sagan seg-
ir að Börkur digri hafi rekið In-
gjald úr Hergilsey vegna lið-
veislu við Gísla Súrsson. Til
gamans má geta þess að Her-
gilseyjarfíflið er fyrsti fjölfatl-
aði einstaklingurinn sem
kemst á spjöld íslenskrar sögu.
Eyjan hefur ekki verið byggð
frá árinu 1946 en þar var þó á
tímabili stórbúskapur.
Fimmtug kona
vestur í Breiðafirði
ól barn og er það
sögulegast að hún
kenndi það tólfára
gömlum förupilti.
Öldin sextánda
ELLEFU ÁRA SÆ-
GARPUR
Eggert Björnsson skipstjóri í
Hólminum er kominn af einum
Nefntersem
dæmi um einangr-
un byggða í þess-
um eyjum að á fyrri
hluta þessarar aldar
giftust fimm systk-
ini úr Saurlátrum
fimm systkinum úr
Höskuldsey.
Árbók
Ferðafélagsins 1986
frægasta sægarpi Breiðafjarð-
areyja, Gísla Gunnarssyni, en
Eggert hefur skírt alla sína
báta I höfuðið á þessum lang-
afa sínum enda hefur hann þá
trú að Gísli gangi aftur í bátn-
um og þá til heilla, hann segist
vera vakinn á óútskýranlegan
hátt þegar eitthvað bjáti á.
Sjálfur er Egggert alin upp Arn-
ey en var um tíma vitavörður í
Elliðaey og Höskuldsey. Eggert
réri þá oft með lækna og
presta í eyjarnar undir furðu-
legum kringumstæðum, enda
tók fólk upp á því að veikjast í
verstu veðrum og oft um miðj-
ar nætur eins og gengur og
gerist.
„Ég var skipstjóri í minni
fyrstu ferð ellefu ára gamall en
þá fékk mamma jóðsótt og ég
þurfti að róa eftir ljósmóður
uppá Hnúk ásamt fjórtán ára
gamalli stúlku. Það var fallið á
myrkur og vont í sjóinn og
þetta var erfið og tvísýn sjó-
ferð. Ég hugsa að börn í dag
eigi erfitt með að ímynda sér
hana.“
Um lífið í eyjunum segir Egg-
ert að það hafi oft verið erfitt.
„Menn þurftu að vera algerlega
sjálfbjarga, kunna allt til sjós
og lands, þeir smíðuðu meira
að segja bátana sjálfir. Ein-
angrunin var líka oft erfið,
verst þegar ísinn lá yfir öllu.“
Eggert gekk aldrei í skóla.
„Það kom farandkennari og
veitti okkur einhverja tilsögn."
Samkvæmt jarðabók voru
sautján verbúðir árið 1702
í Höskuldsey. Eyjan er svo
flatlend að sjór gengur yfir
í norðan- og vestanátt.
Erfitt er fyrir nútímamann-
inn að ímynda sér lífið hjá
vermönnum við þessar að-
stæður.
PRJÓIUAAÐFERÐ
Unnur Lára Jónasdóttir, kona
Eggerts, sem er alin upp í Ell-
iðaey, segir að mamma sín og
amma hafi kennt sér að lesa
eftir prjónaaðferðinni. „Þær
bentu á stafina og kváðu að. í
eldhúsinu var líka allt merkt og
við tókum ótrúlega fljótt við
okkur. Ég var fluglæs sex ára
gömul. Margföldunartöfluna
lét mamma okkur þylja meðan
hún var við mjaltir, og allt
lærðist þetta mjög eðlilega.
Þegar ég kom í í fyrsta skipti
inn í skólastofu, þá þrettán ára
gömul, var ég ósköp feimin og
asnaleg. En ég stóð skólafélög-
unum ekki að baki hvað lær-
dóminn snerti.“
Unnur átti fjórar systur en
aðrir heimilismenn voru auk
kaupavinnufólks á sumrin
tveir hásetar. „En við fórum lít-
ið á milli eyjanna. Það var helst
á sumrin, þá var farið í eina
skemmtiferð. Þetta var svo
mikið strit, það auk annars bú-
skapar að taka dún og kofna-
far. Við höfðum alltaf nóg að
starfa.“
Eyjaferðir lóðsa fólk um Suðureyjar
fiulai murawin
kynötvandi
Iqullferahrogr
ila med
Við fórum af stað með Eyja-
ferðir árið 1986 en þá vorum
við með aðeins minni bát,“
segir Svanborg Siggeirdóttir^
annar eigandi fyrirtækisins. „I
dag höfum við lóðsað um 70
þúsund farþega um Suðureyj-
arnar, suma oftar en einu
sinni. Það eru alltaf einhverjir
sem koma aftur og aftur enda
er hver ferð að einhverju leyti
sérstök. Báturinn sem rúmar
mest 60 farþega siglir alveg
upp að eyjunum og farþegum
gefst kostur á að njóta fjöl-
skrúðugs fuglalífs og virða fyr-
ir sér sjaldgæfar bergtegundir
og listaverk sem náttúran hef-
ur meitlað í steininn.
1 ferðinni er einnig varpað
út botnsköfu og skrapaður
botninn og farþegarnir hand-
leika mismunandi skeldýr þeg-
ar aflinn er kominn upp. Þar
gefur að líta ígulker og krabba,
hörpuskel og jafnvel kross-
fiska. Farþegar smakka aflann
ef þeir vilja og skola því niður
með hvítvíni sem er framreitt í
plaststaupum sem eru seld um
borð fyrir 300 krónur glasið,
hvítvínið sjálft er ókeypis.
„Hjón eru gjarnan að ota
ígulkerahrognunum hvert að
öðru eftir að spurðist út að
þau hefðu kynörvandi áhrif,“
sagði Svanborg hlæjandi.
„Auk þess að vera með þess-
ar ferðir frá morgni til kvölds
þá geta hópar tekið sig saman
og ferðast með bátnum en þá
tekur ferðin mið af þörfum og
séróskum þeirra. „Fólk getur
þá farið í land í eyjunum og
eins verið með grillveislur. Við
erum líka með sérútbúinn skel-
fiskrétt um borð ef fólk viil og
leggjum okkur fram um að
koma til móts við allar hug-
myndir.
Leiðsögnin um borð þykir
vera mjög góð og fuglalífið er
mjög fjölbreytt, eyjarnar eru
líka mjög áhugaverðar hvað
varðar jarðfræði og svo eru
þetta miklar söguslóðir. Við
siglum líka að Hvammsfjarðar-
Aflinn kominn um borð.
röstinni þar sem straumhvörf
eru mjög sterk vegna þess
hversu þétt eyjarnar liggja.“
Það er stórfenglegt að sigla
þessa leið, ekki síst í kvöldsól
og í raun ógleymanleg reynsla
sem óhætt er að mæla með,
verðið er líka hóflegt, 1.950
krónur fyrir fullorðna og hálft
gjald fyrir 8 til 13 ára. Vissara
er þó að panta fyrirfram því að
oft komast að færri en vilja.