Helgarpósturinn - 13.07.1995, Síða 6
Þrátt fyrir að byggðin í Stykkishólmi sé á einu fallegasta bæjarstæði á íslandi, hinu
fornfræga Þórsnesi, segir sagan að hrein og klár hagsýni hafi ráðið öllu um staðarval-
ið því að í sundinu milli lands og eyja eru hin ákjósanlegustu hafnarskilyrði. Það sem
fyrst grípur þó ferðamanninn föstum tökum er stórkostlegt útsýni út á Breiðaijörðinn
og hin háa og tignariega stuðlabergseyja Súgindisey, en bærinn dregur nafn sitt af
litlum klapparhólma sem heitir Stykkið en hann er nú að mestu horfinn undir haf-
skipabryggjuna. Á þessu breiðfirska höfuðbóli hefur verið verslað í nærri fjórar ald-
ir en talið er að verslun hafi hafist þar sex árum fyrir einokun eða árið 1596. Byggð
varð þó ekki í Stykkishólmi fyrr en konungur tilskipaði vetursetu kaupmanna árið
1777.
PJATTROFA OG
GRUSKARI
Sá sem leggur leið sína í
Stykkishólm kynnist því að þar
er ekki bara fagurt útsýni held-
ur og einnig óvenju mörg göm-
ul og falleg hús, yfir hundrað
ára gömul og þar ber hæst
Norska húsið sem reist var ár-
ið 1828 af Árna Thorlacius. Hús-
Árni Thorlacius var góð
skytta en pjattaður og var
selaskutull hans sleginn
silfri en á byssuna var
grafinn haus af bjarndýri
og Ijóni.
Stykkishólmi eru talin gefa
góða mynd af þróun íslenskrar
húsagerðarlistar allt frá lokum
18. aldar. Norska húsið átti sér
fyrirmynd meðal sumardvala-
húsa norskra auðmanna á sín-
um tíma en stíllinn á upptök
sín hjá Andrea Pallatino, eins
merkasta arkitekts ítala á
seinni hluta 16. aldar. Húsið
hefur verið gert upp og fært í
upprunalegt horf og hýsir nú
Byggðasafn Stykkishólms.
Arni sem mun hafa verið
íþróttamaður, skartmaður og
eyðslukló hin mesta flutti allan
efnivið í húsið frá Noregi á
kaupskipi sínu en húsið var
eitt það alflottasta á landinu í
sína tíð. Hann var góð skytta
en pjattaður og var selaskut-
ull hans slegin silfri en á
byssuna var grafinn haus af
bjarndýri og ljóni.
KOIVI UPP BOKA-
SAFIUI
Árni var sonur Ólafs Thorlaci-
us, kaupmanns í hólminum, og
Guórúnar konu hans, sem rak
verslunina eftir dauða manns
síns og sendi Árna til Kaup-
mannahafnar til náms í tungu-
málum og verslunarfræði. Árni
tók til við verslun í Stykkis-
hólmi eftir dvölina erlendis en
stóð stutt við í kaupmennsk-
unni og lifði af eignum sínum
eftir það en hann var einnig
umboðsmaður Arnarstapa og
Skógarstrandajarða. Hann ein-
beitti sér að fræðistörfum en
hann rannsakaði tímatal í ís-
lendinga sögum, örnefni í
Þórsnesþingi og ættartölur
auk þess sem hann gerði merk-
ar veðurathuganir. Árni átti
stærstan þátt í því að koma
upp bókasafni í Stykkishólmi
en bókhlaðan frá 1960 stendur
á grunni þeirrar gömlu.
FYRSTA EJÓDABÓK
KOIUU
Sigurdur Breiðfjörð, hið
breyska skáld og beykir, var
fæddur í Rifgirðingum en ólst
uppi í Bíldsey, fallegri eyju rétt
fyrir utan Stykkishólm. Hann
átti reyndar vingott við Árna
Thorlacius sem kostaði prent-
un og útgáfu margra bóka
hans. í þakklætisskyni tileink-
aði Sigurður honum Númarím-
ur sem er hans besti rímna-
bálkur. Árni hljóp einnig undir
bagga með bláfátækri vinnu-
konu úr eyjunum þegar hún
vildi gefa út handrit að ljóða-
bók. Bókin, Stúlka, eftir Júlíönu
Jónsdóttur sem kom út árið
1876 varð fyrsta ljóðabók konu
sem prentuð var hérlendis.
„Um eina borg er sagt; sjá Napólí og dey. Ég segi: sjáið Stykkishólm og lifið,"
segir Jón Björnsson sýsfumaður og staðhæfir líka að Stykkishólmur sé byggð-
ur á sjö hæðum eins og Róm.
GLÆSIMEIUnil FER
FALLIT
Mestur athafnamaður í
Stykkishólmi eftir aldamótin
var Sæmundur Halldórsson,
fæddur 1861. Helgi Hjörvar lýsti
honum sem fyrsta glæsimenn-
inu sem hann leit augum.
„Honum fylgdi framandi ilm-
ur af vindlum með gullnu
bandi, fötin hans þunn og
mjúk og eitthvert handbragð á
þeim sem var langt að komið,
allt var glæsilegt sem honum
kom við, reiðtygin hans, tví-
hleypan hans, stígvélin hans.“
Sæmundur gerði út fimm
fiskiskip þegar mest var og
hafði um iangt skeið mestu
fiskverslun allra kaupsýslu-
manna á Miðvesturlandi.
Kauptúnið óx jafnt og þétt
meðan fyrirtæki hans döfnuðu
en eftir heimsstyrjöldina fyrri
þegar verðhrunið fylgdi í kjöl-
farið varð Sæmundur gjald-
þrota árið 1929 og olii það aft-
urkipp í vexti kauptúnsins sem
varði fram til 1940. Auk lækk-
andi fiskverðs varð breytt fisk-
veiðitækni og minnkandi afli
fyrirtækinu að falli en togara-
útgerð hefur aldrei náð að
festa rætur í Stykkishólmi.