Helgarpósturinn - 13.07.1995, Side 7
FERÐAKYNNING
Fl M M-TUJ ÐWGlll R“1«
íirMn<á?UR
UÓSUM PRÝDD BORG
En við skulum líta á mannlíf í
Hólminum árið 1948 með augum
tólf ára gamallar stúlku sem
fluttist búferlum með foreldrum
sínum úr Elliðaey það sama ár
og er búsett í Hólminum enn
þann dag í dag komin hátt á sex-
tugsaldur.
„Mér fannst þetta vera stór-
kostleg og ljósum prýdd borg,
fólkið var svo fínt til fara og
merkilegt og heldra slektið fór út
að spássera í sparifötunum á
sunnudögum, þá var sagt að það
talaði dönsku sín á milli en ég
vissi það ekki fyrir víst enda úr
eyjunum og við töldumst ekki til
betri borgara, sýslumenn, prest-
ar og kaupmenn, þetta hélt sig
svolítið sér.“
SKELilU KOM TIL
BJARGAR
Eins og áður sagði hefur tog-
araútgerð ekki fest rætur í Hólm-
inum og um tíma var deyfðar-
ástand í atvinnulífi Hólmara,
þorskurinn flúinn eða búinn og
hver kom þá til bjargar nema
skelfiskurinn sem fáir gátu hugs-
að sér að væri matur. Ekki var
óalgengt að erlendir ljósmyndar-
ar tækju sér far með bátum sem
voru á veiðum á Breiðafirði enda
er auðugra myndefni vandfund-
ið. Einhverju sinni er franskir
Ijósmyndarar frá hinu víðlesna
tímariti National Geographic
voru staddir með skelfiskveiði-
Árni hljóp einnig
undir bagga með
bláfátækri vinnu-
konu úr eyjunum
þegar hún vildi gefa
út handrit að Ijóða-
bók. Bókin, Stúlka,
eftir Júlíönu Jóns-
dóttursem kom út
árið 1876 varð
fyrsta Ijóðabók
konu sem prentuð
var hérlendis.
mönnum í slíkum túr fylgdust
þeir áhugasamir með sjómönn-
um draga inn trollið. Brátt blasti
við mannhæðarhá hrúga af alls
kyns skeljum og ígulkerjum auk
krabbanna sem iðuðu alls staðar
í hrúgunni. Það var tekið til við
að handtína úr hrúgunni og byrj-
að á kröbbunum og þeim grýtt
Norska húsið átti sér fyrir-
mynd meðal sumardvala-
húsa norskra auðmanna á
sínum tíma en stíllinn á
upptök sín hjá Andrea Pallat-
ino, eins merkasta arkitekts
ítala á seinni hluta 16. ald-
ar. Það hýsir nú byggða-
safn Stykkishólms.
útbyrðis með lítilli eftirsjá. La
krabe sögðu Frakkarnjr með tár-
in í augunum og böðuðu út
höndunqm. La krabe en íslensku
sjómennirnir létu sér fátt um
finnast enda aldrei dottið í hug
að éta krabba fremur en mar-
glyttur. En fáir Hólmarar lögðu
sér heldur skelfisk í munn áður
en skelfiskveiðar hófust og
margir gera það ekki enn þann
dag í dag þrátt fyrir að þeir hafi
lifibrauð sitt af þessum veiðum.
Eggert Björnsson sem er úr Arney
var fyrsti smábátaskipstjórinn
sem hóf skelfiskveiðar.
„Fólk hélt að ég væri orðin vit-
laus.“ „Það var hlegið um allan
bæ,“ bætir Unnur kona hans við.
Sjálf borða þau ekki skelfisk. „Ég
hef stundum fengið hann á hótel-
um,“ segir Unnur með lítilli hrifn-
ingu. En Stykkishólmur hefði
sjálfsagt ekki komist út úr þreng-
ingunum nema með aðstoð skel-
fisksins en vinnsla hans er í stöð-
ugri þróun. Nýleg ígulkera-
vinnsla er á staðnum en hrognin
eru herramannsmatur og stað-
festar fréttir herma að Japanir
éti mulin ígulker til að efla kyn-
getuna. Atvinnuástandið er við-
unandi í dag og uppbygging á
síðasta áratug er töluverð og
fólksfjöldi hefur staðið í stað.
Þau hjónin Eggert og Unnur eru
þung á brún þegar talið berst að
krókaleyfum og veiðileyfum og
öðrum hömlum. Eggert kastar
fram vísu sem honum finnst að
segi það sem segja þarf um
þessa hluti.
Okkar stjórn er œði bág
eykst nú þjóðaruandi
bráðum kemur kvóti á
konurnar í landi
Hifemkf þú sefur
í Stykkishófi mi
Hótel Stykkishólmur er búið
rúmgóðum herbergjum með
síma og sjónvarpi með báðum
stöðvum, veitingasal og bar.
Golfarar geta spilað frítt á golf-
velli hóteisins og þar er einnig
guíubað og starfsfólk hótelsins
leiðbeinir þér góðfúslega hvað
varðar möguleika á afþreyingu í
nágrenninu. Hótelið er með sér-
stök tilboð frá 1. september til
30. apríl þar sem sérlega er
reynt að höfða til starfsmanna-
félaga og hópa. Tilboðið sam-
anstendur af rútuferð frá
Reykjavík til Bjarnarhafnar þar
sem tekið er á móti hópnum
með hákarli og brennivíni, en
þaðan er ekið áfram til Stykkis-
hólms þar sem við tekur þrí-
réttaður kvöldverður og dans
ásamt gistingu með morgun-
verði og allt kostar þetta ein-
ungis 7.600 krónur á manninn,
og ef gist er í tvær nætur 9.600.
Upplagt er að nota tækifærið og
sigla um eyjarnar eða fara í
ferðir uppá jökulinn og blaðið
mælir sérstaklega með danska
hiaðborðinu á laugardags- og
sunnudagskvöldum, en þess
má njóta fyrir 2.450 krónur eða
ef farið er í hádegi á sunnudegi,
þá kostar það 1.500 krónur.
Bensínstöðin selur tjald-
svæði á 230 krónur fyrir hvern
tjaldbúa en það er frítt fyrir
börn.
Eyjaferðir reka hótel og gisti-
heimili en á því síðarnefnda er
hægt að velja milli herbergja
með uppbúnum rúmum og
svefpokapláss. Hótelið kostar
frá 6.500 til 7.900 fyrlr tveggja
manna herbergi en svefnpoka-
plássið kostar 2.950. Allir eiga
kost á gistingu við sitt hæfi.
Hvad á að gera í
Stykkishólmi?
Fyrir utan það að skoða hús,
söguslóðir og fara í siglingar
býður Stykkishólmur upp á
margs konar afþreyingu. Það er
hægt að fara í golf, leigja hesta
eða reiðhjól og fá sér sund-
sprett. Það er hægt að njóta
mannlífsins, til dæmis fá sér öll-
ara með Hólmurum á Knudsen
sem er þorpskráin. Það er hægt
að fara í kvöidgöngu upp í Súg-
indisey og virða fyrir sér útsýn-
ið í kvöldsólinni sem er óvenju-
lega falleg í þessu umhverfi en
einn Hólmari sagði að eyjan
væri ástarhreiðrið á staðnum
og stundum jafn fjölfarin og
Laugavegurinn á kvöldin.
Gissur Tryggvason, eigandi
Bensínstöðvarinnar, sem er
reyndar líka æðabóndi, sagðist
vera of upptekinn við dúntekju í
maí og júní til að notfæra sér
mikið þá afþreyingu sem væri í
boði í Hólminum en hann er
eyjabóndi og á í félagi við aðra
tvö íbúðarhús í Svefneyjum,
sumarhús í Þorvaldsey og gam-
alt íbúðarhús í Bjarneyjum.
Hann vildi þó mæla með göngu-
ferðum upp í Sauraskóg sem er
mjög skemmtilegt svæði.
„Eg geri mikið af því að ganga
þangað bæði á vorin og haustin
svo og á veturna. Bensínstöðin
á staðnum er mjög sérstök að
því leyti að þar lifa allar olíu- og
bensíntegundir í sátt og sam-
lyndi en það er einnig til marks
um andrúmsloftið þar innan-
dyra sem er mun hlýlegra en al-
mennt gengur og gerist á
greiðasölum, bæði blóm og
gardínur bjóða gesti velkomna.
Allir sem koma í Stykkishólm
stoppa þar við til að kaupa
bensín eða þiggja veitingar.
Fyrir utan bensín og olíu get-
ur ferðamaðurinn keypt sér
kaffi pylsur, smurt brauð eða
hamborgara. Þar er einnig að
finna allt fyrir útileguna, grill- og
gasvörur, hitunargræjur en auk
þess seljum við tjaldstæði fyrir
þann aðila sem sér um það.
Bensínstöðin er auk þessa eins
konar miðstöð bæjarins. Þarna
stoppar rútan úr bænum og
þegar rútan er að fara safnast
fólk saman þar og gönguhópar
hittast á bensínstöðinni. Núna
nýverið var settur upp ferða-
vaki á staðnum og þar má sjá
bæði færð og veður á ýmsum
stöðum á landinu fyrir utan alls
kyns upplýsingar um hótelgist-
ingu og bátsferðir.
En sjoppan er líka notuð sem
samkomustaður, líkt og víðast
hvar annars staðar hanga
krakkar í sjoppunni á kvöldin og
sú skemmtilega hefð hefur
skapast að iðnaðarmenn í bæn-
um koma þarna í morgun og
miðdegiskaffi og hafa þá með-
ferðis nestið sitt og kaupa kaffi
og sitja þarna og rabba saman
og allir vita að á ákveðnum tíma
dags er hægt að ganga að þeim
vísum þarna.“
NUMMURMAR HAFA
AÐDRATTARAFL
Fransiskusystur hafa rekið
klaustur í Hólminum frá árinu
1936, en þrátt fyrir víðtæka þjón-
ustu systranna, barnaskóla og
sjúkrahús hefur enginn í þorpinu
tekið kaþólska trú að vitað sé
Áður fyrr voru tvær
sýningar á viku í þessu
gamla og skemmtilega
bíóhúsi. Nú eru bíósýningar
aflagðar í Stykkishólmi.
undurfagra bæjarstæði sem
heita má umlukið sæ á alla vegu,
en er þó dyggilega landfast. Þá
spillir ekki hið fagra og heillandi
útsýni. En ekkert er fullkomið.
Eitt af því sem vantar í Stykkis-
hólm er pýramídabygging fyrir
stjórnsýslu á hólinn norðan við
íþróttahúsið við Borgarbraut.
Um eina borg er sagt; sjá Na-
pólí og dey. Ég segi sjáið Stykkis-
hólm og lifið."
sem hlýtur að vera dálítið sér-
stakt enda þótt systurnar hafi
ekki stundað trúboð með bein-
um hætti. Eyþór Benediktsson
kennari hefur einstöku sinnum
farið með ferðamenn um svæðið
en hann segir að íslendingar hafi
ekki síst áhuga á Klaustrinu enda
séu nunnur ekki á hverju strái
hérlendis en sögufrægar slóðir
togi einnig í þá og þá er um auð-
ugan garð að gresja í Hólminum
en Þórsnesið er eitt stærsta
sögusvið íslendingasagnanna.
Á SJÖ, HÆDUM LÍKT
OG ROM
„í Stykkishólmi bera borgir og
hæðir höfðanöfn og ása og þeg-
ar saman er talið mun sannast
að Stykkishólmur er byggður
á sjö hæðum eins og Róm,“
skrifar Jón Björnsson, fyrr-
verandi sýslumaður, í
þorpsblaðið Stykkis-
hólmspóstinn sem fáir
bæjarbúar láta fram hjá
sér fara. „Það er ekki ein-
göngu átakalaus samruni
gamla og nýja tímans í
byggingum og mannlífi
sem gerir Stykkishólm
einn fegursta bæ lands-
ins. Ekki síður er það hið
Skipavík hefur farið ósködduð í gegnum samdrátt síðustu ára
Þekkir ckki gamla
BreidaiQardarlagid
Ólafur Sigurðsson hjá Skipavík
sagðist aðspurður ekki þekkja
gamla Breiðafjarðarlagið í báta-
smíði enda væri það fyrir hans
tíð. „Við erum með skipasmíða-
stöð en það eru strangt til tekið
ekki smíðuð ný skip heldur er-
um við í viðhaldi og þjónustu,
sérlega við skelveiðar og ígul-
keravinnslu en við höfum aflað
okkur sérfræðikunnáttu í því
sem snertir skelveiðibáta og
veiðarfæri og vinnslutæki.
Síðan erum við auðvitað með
venjulegt viðhald á tréskipum
og stálskipum. Fyrirtækið var
stofnað 1967 og stendur mjög
vel og er nánast eina stöðin sem
hefur farið ósködduð I gegnum
síðustu ár niðurskurðar og
hremminga," segir Ólafur. „En
við erum mjög óánægðir með
þá viðleitni ríkisins að veita
styrkjum inn í dýrar fram-
kvæmdir. Til dæmis styrkja þeir
núna verkefni sem fara yfir tíu
milljónir. Við erum í smærri
verkefnum og njótum því aldrei
góðs af slíku."
Áður fyrr þóttu breið-
firskir bátar einkar létt-
byggðir og góðir enda
var mikið upp úr því lagt
þar sem sigla þurfti
grunna voga við hey-
flutninga. Flutningabát-
urinn Egill var stærsta
áraskip Breiðfirðinga á
fyrsta áratug aldarinnar.
En fyrirtækið stendur vel og
þar starfa 25 manns, en veltan
fyrir síðasta ár var 106 milljónir
og stefnir í að verða mun meiri
fyrir þetta ár. Skipavík sem er
að hluta til í eigu bæjarins rekur
einnig byggingavöruverslun og
er rekstraraðili að áfengisútsöl-
unni í bænum.
HVERNIG
ÞÚ
KEMST
TIL
STYKKIS-
HÓLMS
Þeir sem ekki eru á eigin
bifreið eða kunna rútuferð-
um vel fyrir aðrar sakir
þurfa ekki að kvíða ferða-
laginu. Það hefur mikið
vatn runnið til sjávar í
samgðngumálum Snæfell-
inga síðan fyrsta bifreiðin,
overlandbíll, kom þangað
árið 1928.
Helgi Pétursson
sem átti og rak
samnefnt rútufyr-
irtæki á sér langa
sögu í ferðum á
Snæfellsnesið,
þessi þótti góður
farkostur á fjórða
áratugnum.
Þú getur byrjað í Reykja-
vík klukkan níu og tekið
rútu frá Helga Péturssyni
að Búðavegamótum en
þar skiptirðu um bíl og sá
bíll byrjar á því að fara að
Hótel Búðum og þaðan á
Arnarstapann en þar er
hægt að kaupa bæði gist-
ingu, tjaldstæði og ferðir
uppá jökulinn auk annarr-
ar þjónustu. Bíllinn stoppar
þar í tvo tíma viljirðu fara
áfram án frekari tafar en
hann fer næst sem leið
liggur út á Hellissand og
bílstjórinn er tileiðanlegur
til að stoppa á leiðinni fyrir
myndatökur. Því næst er
haldið til Ólafsvíkur og þar
er hægt að skipta um bíl
og fara til Grundarfjarðar
og þaðan til Stykkishólms.
Eftir allt þetta geturðu snú-
ið aftur til Reykjavíkur og
verið komin þangað átta til
hálfníu um kvöldið. Flestir
farþegar kjósa þó að
stoppa á einum hinna fjöl-
mörgu viðkomustaða, eða
öllum, og njóta þess sem
þar býðst. Öll rútuferðin
kostar fimmþúsund og
sexhundruð krónur og það
erfarið alla virka daga.
Þennan rúnt má fara rang-
sælis auk þess sem minni
hringir bjóðast og þá fyrir
minna verð.
Þeir sem kjósa að fara
beint til Stykkishólms með
rútunni geta lagt upp
klukkan sjö á morgnana
frá Reykjavík og verið
komnir í Hólminn klukkan
hálftíu, í tæka tíð til að
taka ferjuna Baldur út í
Flatey, eða jafnvel siglt alla
leið út á Brjánslæk þaðan
sem bjóðast rútuferðir um
Vestfirðina.
Það er góð hugmynd að
fara með rútu því að þá
þarf ekki að hafa áhyggjur
af því að bíllinn bili, eða
verði bensínlaus fjarri
mannabyggðum. Rútu-
ferðalangar þurfa ekki að
hafa augun é veginum
heldur geta notið alls sem
fyrir augu ber á leiðinni
auk þess sem það er hægt
að hafa félagsskap af öðr-
um farþegum. Hvernig
væri það?