Vísir


Vísir - 23.07.1969, Qupperneq 3

Vísir - 23.07.1969, Qupperneq 3
V1S IR . Miðvikudagur 23. júlí 1969, 3 Karlmenn í náttkjóhim ó Poptónlist á milli sundgreina Kveðjumót íslenzka Iandsliðsins { sundi var haldið í Laugardals- sundlauginni. Var það allnýstár- legt og virtust áhorfendur hafa hina mestu skemmtun af. Mótið var haldið til þess að styrkja liðið til utanfarar og er það ekki í fyrsta skipti, sem slíkt hendir hér á landi á þessum timum fjárskorts og aflaleysis. Mótið var allt hið fjörlegasta og hófst með því að unglingahljóm- sveit lék af óskapar krafti til þess að koma blóðinu á hreyfingu hjá áhorfendum og keppendum. Þá var keppnin sjálf og voru aðeins syntar stuttar vegalengdir. Árangurinn var nokkuð góður, þegar tekið er tillit til þess að sundfólkið hefur að undanfömu stundað erfiðar æfingar. Meöal annars settu bæði kvenna- og karlasveitimar ný landssveitarmet í 4x100 m fjórsundi. Kvennasveit- in synti á 5:12,7 en fyrra metið sem Ármann átti var 5:17,5. Met karlasveitarinnar er nú 4:32,4 en var áður 4:36,2. En svo byrjaði aðal grínið. Lands- liðsfólkið ásamt fleirum keppti i blööruboðsundi og náttfataboð- sundi. Klæddust þá karlmennirnir náttkjólum, en stúlkumar vora í náttfötum. Vakti þetta mikla kátínu enda ekki á hverjum degi, sem boðið er upp á slíka skemmtua Landsliðið mun nú taka sér hvíld þar til lagt verður af stað í keppn- isferðina til Skotlands og Dan- merkur, en það verður næstkom- andi mánudag. Landsliðssveitir kvenna og karla. Vinmngaskrá liggur frammi í Skátabúðinni. Happdrætti Hjólparsveitar skáta Vatnabátur Fallegur nýr Vatnabátur, 12 feta, til sölu. Uppl. í SÍma 22131. Maður vanur bílamdlun óskast Uppl í síma 33895 og 84344 á kvöldin. Eftirlitsmabur óskast nú þegar við byggingu FÉLAGSHElMILIS STÚDENTA. — Reikna má með því, að uffl sé aö rseða hálfs dags starf í 2 ár. Upplýsingar um menntun og fyrri störf fylgi umsókn. Skila skal umsóknum á 6krifstofu Félagsstofnunar stúdenta, Gamla Garði, í slðasta lagi laugardaginn 26. júll. Félagsstofnun stúdenta. Múrnrar — Húsbyggjendur ■ Hjá okkur fáið þið hin vinsælu sjávarefni: SAND og MÖL í steypuna PÚSSNINGASAND, bæði grófan Og fínan SKELJASAND til fóöurs, áburðar eöa fegrunar FYLLIN HAREFNI f götur og grunna. ■ Kynnið ykkur hagstætt verð og efnisgæöi. BjÖRGUN H.F. Vatnagörðum, sími 33255.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.