Vísir - 25.07.1970, Síða 2

Vísir - 25.07.1970, Síða 2
HÉ#§ HIKSTAÐ I FJÖRUTÍU ÁR| Hraðlæs George Twitchen, 43 ár a(( gamall herforingi úr hjálpræöis- hemum setti svolítiö sérstættV met um daginn. Hann náöi þvn marki sem hann hafði einsett sérj en það var aö lesa allar hinar / 27 bækur Nýja testamentisins á^ 19 klukkustundum 27 mínútum.; Herforinginn rak tungunay stöku sinnum í bolla með vatni, í blönduðu hunangi meðan á lestr-t inum stóð, en að öðru leyti nærð / ist hann ekki. Og þar sem Twitchen er sann- ur Breti, þá gat hann ekki látið* vera að veðja við nokkra van- trúaða (bæði á guð og lestrar- hraða Twitahens) 45 pundum. Ogj| auðvitað vann herforinginn og / pundin 45 notaði hann til að(j kaupa biblíur sem gefnar vorut sunnudagaskóla einum. Cari Clawson í>/ ára ganiall maður frá Sacramento 1 Kali- fomíu hefur hikstaö næstum lát- laust í 40 ár. Núna hefur réttur einn loks- ins ályktað, að vegna þessa leið- inda hiksta sé Clawson ekki fær um að vinna, og telur rétturinn ómannúðlegt að ætlast til þess af honum að hann hafi atvinnu. Clawson sagði fyrir réttinum að hann hefði nokkrum sinnum misst atvinnu vegna þess aö fólk það er hann átti viðskipti við starfsins vegna hefði kært hann fyrir atvinnurekandanum og talið að hikstinn væri ekkert annað en brennivínshiksti. Clawson var lengi slökkviliðs- maður og skyldaði rétturinn þ» f eftirlaunasjóð slökkviliðsmanna^ til að greiða Clawson 537 dollara mánaðarlega unz hann nær 65*j) ára aldri. Einnig skyldaði réttur- inn tryggingasjóð slökkviliðs- manna tii að greiða Clawson aft- ur 9.866 dollara sem hann hefur greitt þvi. Clawson sagði fyrir réttinum að hikstinn kæmi og færi hvenær( sem „honurn", þ. e. hikstanum þóknaðist, hvort sem væri ájS nóttu eða degi, og aldrei hefði/j hann upplifað eina klukkustundw) án þess að fá hiksta. Sarrit fór(ji það nú svo, að hann hikstaði ekkitó í eift einasta skipti á meðan hannijí var fyrir réttinum. Bananaát Og menn keppa f hinum furðu- lfegu&tu iþróttum: Steyen Nel, þrítugur Suður-Afríkubúi um daginn heimsmet í bananaáti hann át 50l/2 banana á 10 mín- útrnn. Segir sagan að þegar 10 mínútumar voru liðnar, hafi N1 rokið upp frá borðinu og hlaup- ið eitthvað framfyrir. Er hann kom aftur sagði hann: „Ég tók þátt í keppninni vegna þess að ég er fþróttamaður af lífi og sál, og ég naut keppninnar, en gjörið svo vel að bjóða mér ekki fleiri banana“. Annar í röðinni í þessu bananaáti varð 17 ára skóladreng ur, „Robert Gillespie, sem át 32 banana á jafnlöngum tíma. í* Harold Lloyd er löngum heí-J ur verið kallaður einn mesti grín- leikari allra tíma og meistari> þöglu myndanna er nú 76 ára/ Jfann heldur ágætri heilsu ennþá.L en þó voru nýrun eitthvað farin/ að angra hann, svo hann léty skera sig upp og er nú í góðum^ afturbata. Bjórmiði Keith Hooper, tuttugu ogl| tveggja ára gamall Englendingur var um daginn sektaður um tvö', pund fyrir að líma miða af bjór-A flösku á framrúðu bíls síns. Bjór/j flöskumiðinn er nefnilega mjögS líkur skoðunarmiðanum sem þeiri festa á rúður bíla í Englandi^ þetta árið og villti fyrir lögreglu- (4 og eftirlitsmönnum. W Auk sektarinnar var Keith^ skyldaður til að fara með bílinnV sinn f skoðun. ^ (4 V Þrátt fyrir stríðið fyrir uotni Miðjarðarhafsins sækir Israel sig stöðugt sem ferðamannaland. Fyrstu sex mánuði þessa árs^ komu 194.000 manns í heimsókníf til Israel sem er talsverð aukn-’ ing frá 1968, en þá komu þangað 188.900 manns fyrstu sex mán- UðÍML Það viðgengst margt skrítið i veröidinni. Sex stoltar mæður ... sex feit og pattaraleg ungbörn á nnjám þeirra. Og við erum komin á ungbarnasýningu í Bretlandi. Sérhvert þorp hefur vænleiks- keppni eða sýningu einu sinni á ári. Og varla er þaö fyrirtæki til, að það haldi, ekki slíka kroppa- sýningu á börnum starfsmann- anna. („Þá kynnist maður konum vinnufélaganna — þú veizt“). Þær hafa lengi verið vinsælar ungbarnasýningar í Bretlandi, en nú hafa nokkrir læknar skorið HÁRRÚLLUR Susie Hill reynir ætið að vera almennilega til fara og vel greidd, einkum þó á sunnudögum, og þá hjálpar mamma hennar henni v;ð að setja rúllur í háriö. Hún hefur á hverjum sunnudegi frá því hún fæddist sett rúllur í hár- ið sitt, og þeir sunnudagar eru reyndar ekki svo margir, þvi Susie er aðeins 15 vikna gömul. Þegar hún fæddist var hárið á henni sex þumlunga langt og það hékk niður fyrir augu, svo hún sá ekki veröldina í skýru ljósi fyrr en ljósmóðirin klippti toppinn. Hún var ekki með venju legt barnshár, heldur þykkt og liðað eins og á a. m. k. fjögra ára barni: Móðir hennar, Beryl Hill frá Cheshire, Englandi segir að í hvert sinn sem einhver sem ekki þekkir barnið líti hár henn- ar haldi sá hinn sami að stúlkan litla sé með hárkollu. KENNARI 1 SJÖTÍU ÁR upp herör gegn þessu og heimta/il að sýningarnar verði bannaðari*) með lögum. Læknarnir segja að vænleikskeppni ungbama sé ó-1 holl börnunum og niðurlægjandi fyrir þær mæöur sem ekki eiga1 þau börnin eða það barnið sem verðlaunað er. T, X Læknamir segja að þetta minniT alit of mikið á hrútasýningar ogx auk þess séu slíkar ungbarna-Z samkomur og svona sýningar^ gróðrarstiur fyrir sýkla og ó-/j þrif. A a Edith Cockerill er nú loksins að segja skilið við skólann sinn, en hún verður 90 ára eftir 3 mán- uði. Edith hefur verið í og við þennan sama skóla síðan árið 1885 er hún innritaðist í hann sem nemandi. Þetta er skóli heil- ags Nikulásar og er barnaskóli, en á þeim tíma sem Edith Cock- erill innritaðist I henn luku ensk börn skyldunámi við 14 ára ald- ur. Og strax ári eftir að Edith lauk skyldunni, var hún skráð við skólann sem barnakennara- nemi. 8 árum síðar, er hún var orðin 22 ára, var henni gefið op- inbert leyfi til að takast á hendur barnakennslu. Og auðvitað þáði hún stöðu við skóla heilags Nik- ulásar. Þar starfaði hún síöan sem kennslukona unz hún varð skólastjóri. 1936 varð hún að hætta sem skólastýra en var bá gerð að formanni skólaráðs :>g hélt áfram fullum störfum í þágu skólans. Á þessum tíma sem hún hefur þjónað menntastofnun heilags Nik ulásar hafa verið 6 þjóðhöfðingjar i Bretlandi. „Ég er viktoríönsk og mun ætlð verða", segir Edith „mér geðjast bezt að félagsskap viktorlansks fólks. Nei, ég felli mig ekki við allt þetta tal um uppeldismál og uppeldis- fræði“, segir hún „og svo þykj- ast þeir ætla að fara að kenna börnunum allt um kynferðismál! Nei, ég vil að börnin séu böm eins lengi og hægt er, þau eiga að vera „hrein" unz þau sjálf komast að vissum hlutum!‘‘ „Þegar ég byrjaði að kenna, kenndu kennararnir hvaða fag sem var, en núna er ekkert ann- að en sérhæfing. Sérfög og hærra kaup“.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.