Vísir - 01.08.1970, Síða 3

Vísir - 01.08.1970, Síða 3
VlSIR . Laugardagur 1. ágúst 1970. „NÁTTÚRA hefur aldrei verið betri44 „Yellíðan og ólyfjan44 Ríó-tríó Útg.: Fálkinn Þetta er þriðja platan með Ríó tríóinu, en sú fyrsta eftir að Ágúst Atlason gerðist Ríó meðlimur. Ég haifði satt að segja búizt við meiri áhrifum frá hon um á þessari plötu hvað varðar lög og texta en Ágúst var bú- inn að sanna það alláþreifan lega með tilleggi sínu á LP- plötu Nútímabarna að hann er virkilega hæfur laga og texta- smiður, Bæði lögin eru erlend og hæfa Ríó sérlega vel, „Við viljum lifa", er hressilegt lag, söngur- inn er f anda textans, sem er fullur h'fsgleði, en höfundur hans er Helgj Pétursson. í und irleiknum er harmoníka einna mest ráðandi, og fellur vel inn í heildarflutning lagsins. „Tár í tómið", nú er það hin dökka hlið lífsins, sem Ríó syng ur um. Þessi sérlega vel gerði texti er eftir Jónas Friðrik og fjallar um mann, sem orðið hef ur undir lffshlaupinu og lifir í blekkingaheimi eiturlyfjanna — ,,unz eiturbylgjan við auðar- land, að endingu grefur þitt lík í sand,“ þetta er ákaflega sterk ur texti sem efalaust mun vekja margan til umhugsunar. Ágúst hefur góöa rödd sem fellur vel inn f samsöng Ríó, en flu ningur þeirra félaga á þess um tveim lögum er hinn vand- aðasti. Plötuumslagiö er tvfmælaiaust eitt hið vandaðasta af þessari stærö, sem gefið hefur verið út hér á landi. Hljóðritun plötunnar fór fram í Rfkisútvarpinu undir stjóm Péturs Steingrímssonar og er vel við unandi. Póló og Bjarki Tvö lög Útg.: Tónaútgáfan Þetta er fjórða og síðasta plat an með Akureyrarhljómsveit- innj Póló, en hún lauk ferli sín- um sí. haust Bjarki Tryggvason hefur séð um sönginn á 3 þessara hljóm- platna, en Erla Stefánsdóttir söng inn á eina þeirra. Þegar þessi plata er borin sam an við fyrstu plötu Póló og Bjarka, kemur í ljós, að Bjarki Tryggvason hefur tekið stórstíg um framförum síðan hann söng um „Glókoll" og „Lása skó“, þannig að í heild er söngur hans á þessari plötu mjög þokka legur. Að öðru leyti er plata þessi bein endurtekning á því sem Póló hafði fram að færa fyrir þrem árum síðan, sérstak- lega er það áberandi f lagi Birgis Marinóssonar „1 hjóna- sæng“ . . . Textinn er einnig 'eftir Birgi en ekki flokkast hann með þeim beztu, sem samdir hafa verið um þetta efni. „Ég man“, þetta margra ára- tuga gamla dægurlag stendur enn í dag vel fyrir sínu falleg melodía sem margir heimsþekkt ir söngvarar hafa glímt við. Textinn er eftir Ólaf Gauk og einn sá allra bezti sem hljóm- að hefur á hljómplötu undir hans nafni, fáorðaður en hnit- miðaður texti, blessunarlega laus við allt, sem ég vil nefna misnotkun lýsingarorða. Upphaflega heyrði ég þennan texta sunginn veturinn 1966, en það var í skemmtiþætti, sem Svavar Gests stiórnaði í útvarps sal. og þá var hann einnig flutt ur við þetta sama lag, sem heitir „My pray“ á frummál- inu. en f þetta sinn var það sungið af Óðni Valdimarssyni. Þetta fallega lag verðskuldar vissulega fjölbreyttari hljóm- sveitarflutning, en hér er til staðar. Hefði ekki verið nær að gefa hinu grófa tilleggi saxó- fónsins frí, en léggja þeim mun meiri áherzlu á flautu og orgel- leik. Þó svo að þessi hljómplata sé nokkuð á eftir tímanum, þá er þetta án efa það bezta, sem komið hefur á markaðinn frá Póló og Bjarka, þar er söngur Bjarka Tryggvasonar hvað bvnsstur á metunum. — segir Jónas Jónsson, fyrrverandi s'óngvari hljómsveitarinnar Á sunnudaginn skemmti Náttúra gestum Glaumbæjar. Þeir, sem komu snemma þetta kvöld, hafa vafalaust verið undr andi að sjá ekki Björgvin, gítar- leikara hljómsveitarinnar, á meðal félaga sinna uppi á hljóm sveitarpallinum. f hans stað var kominn fvrrum meðlimur DÁTA, Rúnar Gunnarsson, en lausnin á þessum tilfæringum var nærtækari en marga við- stadda hefur grunað. Rúnar langaði einfaldlega að „grípa í“ gítarinn hjá Björgvin. Á meðan sat hinn rétti gftar- isti Náttúru úti í homi og lét fara vel um sig. Það var sérstaklega ánægju- legt að hlýða á Náttúru þetta kvöld, en sérstaka athygli vöktu hjá mér þau lög, þar sem Sigurð ur Rúnar brá fyrir sig fiðlunni. Hins vegar var ,,balansinn“ ekki nægilega góöur er „fiðlar- inn“ greip í orgelið. Þótt Pétur hafi frekar takmarkað raddsvið, er auðheyrilegt að hann er í stöðugri framför, enda innan um góða hljómlistarmenn þar sem Náttúra er. Það er ekk; ofsögum sagt, að Sigurður Rúnar sé fjölhæfur hljómlistarmaður, og hann und- irstrikaði það á mjög skemmti- legan hátt þetta kvöld, er hann tók sóló „á hausinn á sér“ f orðsins fyllstu merkingu. Sjón- varpsá'horfendur urðu vitni að slíkum höfuðbarningi hjá pilt- inum í síðasta þætti af „Góðu tómi“, en satt að segja var það atriði hálflítilfjörlegt miðað við þetta „show“ í Glaumbæ, enda vakti það mikla athygli og hon- um var óspart klappað lof í lófa, Meðal þeirra er hlustaði á Náttúru þetta kvöld, var fyrr- verandi söngvari hijómsveitar- innar, Jónas Jónsson. „Þeir hafa aldrei verið betri“, svaraði hann er ég spurði um álit hans á Náttúru. „Ég er mjög hress yfir þeirrj músík, sem þeir flytja, og ekki sízt hvernig þeir flytja hana. Sigurður Rúnar nýt- ist virkilega vel, en hann er ekki ennþá búinn að sýna alla getu sfna. Pétur er f mótun sem söngv- ari, það hefur auðheyrilega haft góð áhrif á hann aö sleppa bass- anum, en um leið skapar það — honum visst vandamál. Pétur hefur tekið miklum framförum síðan ég heyrði fyrst í honum * með Pops, sú breyting, sem hef- ur oröið hjá honum sfðan hann byrjaði að syngja með Náttúru, lofar góðu.“ Náttúra virðist ætla að hrista heldur betur af sér allar

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.