Vísir - 07.09.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 07.09.1970, Blaðsíða 1
60. árg. — Mánudagur 7. september 1970. — 202. tbl. Alda umferðaróhappa skollin á — September varhugaverður mönnum i umferðinni „Það er eins og ökumenn átti sig ekki á viöbrigðunum frá hin- um björtu sumarkvöldum, og svo aftur þegar skyggja tekur um leiö og haustar,“ sagði Óskar Ólason, yfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar, aðspurður um hver væri meginorsökin fyrir hinum tíðu slysum, sem orðið hafa f um- ferðinni undanfama daga. „Flest þessi alvarlegu slys núna að undanförnu hafa skeð á kvöld- in, eftir að dimma tekur. Og það hefur venjulega veriö mikið um slys og árekstra í september undan farin ár, eins og t. d. 1967, þegar Fjórar stúlkur settar í séttkví ú VÍFILSSTÖÐUM — HöfBu starfaö á Skodsborgar-hælinu i Danmörku — Tvær þeirra voru fluttar með lögreglubil beint frá Keflavikurflugvelli á laugardagskvöldið Fjórar stúlkur, sem hafa starfað við Skodsborg hressingarhælið í Dan- mörku, þar sem bólu- sóttartilfelli kom upp fyrir skömmu, hafa ver- ið settar í sóttkví hér heima á Vífilsstöðum. Sjö aðrir íslendingar hafa verið settir í ein- angrun í Danmörku. Landlæknisembættið hér hef- ur gripið til ýmissa varúðarráð stafanna vegna bólusóttartilifell isins Danmörku. Aðalráðstaf- anirnar eru þær, aö aUt starfs fólk íslenzikt, sem starfað hef ur við Skodsborg á þeim tíma, sem bólusóttartilfeWið kom upp verður sett f söttikví við heim komu og íslenzkir sjúklingar, sem hafa dvalizt á hælinu á sama tíma eru hafðir undir eftir liti. Allir farþegar, sem koma með flugvélum frá Danmörku eru spurðir um ferðir þeirra er- lendis o.g hvort þeir hatfi verið bólusettir. Benedikt Tómasson læknir skýrði blaðinu frá því í morgun að engir íslenziku sjúklinganna, sem voru á Skodsborg hafi ver- ið á þeirri deild, sem bólusótt in kont upp á Skodsborgarhæliö samanstendur af mörgum bygg ingum og hafa Danir látið sér nægja að setja starfsfól'k og sjúklinga deiídarinnar, sem bólu sótt.irtilfellið kom upp á, í einangrun. Hér hafa fjórir starfsmenn allt stúlkur, veriö settar I sóttkví á Vfifilsstöðum í sérstökuin bústað. Þrjár stúkn- anna komu tiil landsins á laug ardag og voru fluttar á Vífiils- staði, en sú fjórða var komin heim til sín til Hornafjarðar, þegar til hennar náðist. Kom hún til Vffilsstaða í gærkvöldi. Benedikt sagði ennfremur, að beitt yrði öllum leyfilegum að- ferðurn sem heimilar séu sam- kvæmt íslenzkum lögum og lög- um Alþjóða heilbrigðismál'a- stofnunarinnar ti'l að koma í veg fyrir það, að bólusótt geti borizt til landsins. Meðal þess, sem landlæknisembættinu er heimilt er að halda fólki í sóttkví í 14 sólarhringa eftir að það var síðast í sambandi við hugsanleg smitunartilfelli. Þá sagði Bene- dikt að það færi að koma 1 Ijós næstu daga hvort stúlk- urnar hefðu tekið bólusótt eða ekki, en hámarksmeðgöngutími veikinnar eru 14 dagar. Engin smi'tunarhætta sé á bólusótt meðan á meðgöngutímanum standi. —SB LÉZT EFTIR ÁTÖK VIÐ ÖLVAÐAN MANN Lögreglan rannsakar sviplegt dauðsfall 75 ára manns Hjúkrunarkona og yfirlæknir Vífilsstaða fara í heimsókn til „gesta“ sinna í morgun. (Ljósm. Vísis, BG). Sjötíu og fimm ára gamall mað ur, Gunnar Gunnarsson að nafni, lézt á laugardag eftir að hafa lent í átökum við ölvaðan mann, sem staddur var í heimsókn í húsi hans. Dapurleg vist í sóttkví Hálflasnar af pillum SfMASAMBAND er eina sam- bandið sem stúlkurnar fjórar í sóttkvínni á Vífilsstööum, fá að hafa viö umheiminn þessa dag- ana, utan þess er einn læknir og ein hjúkrunarkona heim- sækja þær til að fylgjast með líðan þeirra. Vísir hafði samband við deild þeirra í morgun og Jóhanna Þórð- ardóttir kom í símann. Hún er ein þeirra 27 Islendinga, sem hafa unn- ið á Skodsborg í sumar, en þar af eru 26 stúlkur. Flestar þeirra eru við skólpnám og unnu á Skodsborg í sumarleyfinu. Jóhanna er í Kennaraskólanum, en stöl.ur hennar i einangruninni í Húsmæðrakennaraskólanum, Menntaskólanuin í Hamrahlíð og ein hefur unnið í Kaupfélaginu í Höfn á Homafirði. Jóhanna áegir, að þær hafi verið teknar a flugvellínum og færðar til Vífilsstaða, og fengju ættingjarnir ekki að heilsa þeim á flugveliinum. Heldur finnst Jóhönnu vistin í ein- angruninni dapurleg. „Við erum búnar að fá svo mikið af pillum til að fá meira móteitur í okkur, að við erum hálflasnar af þeim.“ Helzta afþreyingin er síminn, en hann mega stöllurnar nota að vild en auk þess lesa þær, hlusta á út- varp oj svo fá þær sjónvarp í kvöld. Jóhanna segir, að þær búist viö því að mega fara frá Vífils- stöðum þann 13. þessa mánaðar. Jóhanna og stöllur hennar eru fyrstu starfsstúlkumar íslenzku, sem hafa verið settar í sóttkví hér heima, en 4 íslenzkar stúlkur fóru heim með Gullfossi 26. ágúst og sluppu en sjúklingurinn með bólu- sóttina kom á hælið sama dag. — SB Hafði lögreglan verið kvödd að Ránargötu 9 til þess að fjarlægja drukkinn mann, sem þar var með ófrið, en þegar lögregluna bar að, lá Gunnar meðvitundarlaus í stiga- gangi og stumruðu yfir honum tvær konur, sem bjuggu í húsinu. Áflogamaðurinn var hins vegar á bak og burt. Var Gunnar fluttur þegar í stað á slysavarðstoifuna, en hann var maður hjartaveill og ekki til mikiíll ar áreynslu fær. Þegar á slysa- varðstofuna kom, var hann látinn. Lögreglan hafði upp á manninum um kvöldið, sem komið hafði f hús Gunnars til þess aö heimsækja hálf systur sína, er þar bjó. Hafði þeim sinnazt og komið til átaka milli þeirra, en Gunnar heitinn ætlað að ganga á milli og stiil'la til frið- ar. En gesturinn yfirbugaði hann og lagði í gólfið og fór síðan sína leið. Hann var handtekinn heima hjá sér um kvöldið og hefur verið í gæzlu lögreglunnar um helgina meðan frekari rannsókn hefur farið fram, og meðan beðið er læknisúr- skurðar á því, hvað hatfi verið ba-na mein Gun-nars. —GP hin hræðilegu gangbrautarslys riðu yfir okkur, hvert af öðru, í sept- ember“, sagöi Óskar. „Árekstrarnir bera það með sér, vegna þess hve harkalegir þeir eru, aö hraðinn á töluveróa sök á því, hve mikið er um meiðsli £ umferðinni. Flest ökutækjanna þarf að fjarlægja með kranabifreið um, svo illa eru þau leikin eftir árekstrana. Og það hefur vakið athygli okk- ar í lögreglunni, að flestir þessir ■hörðu árekstrar verða þar sem akstursskilyrði eru bezt. Eins og á Kringlumýrarbraut, Hringbraut, Miklubraut og Suðurlandsbraut, þar sem göturnar eru breiðastar og greiðfærastar, en hins vegar miklu fátíöari árekstrar í gamla bænum, þar sem göturnar eru þröngar og útsýni takmarkað.‘‘ sagði yfirlög- regluþjónninn. Sex meiri háttar umferðarslys urðu £ Reykjavík undir helgina. 81 árs kona mikið slösuð Alvarlegasta slysið varð í Skip- holti á föstudagskvöld, þegar 81 árs gömul kona varð fyrir bifreið, sem ekið var norður Skipholtið. Ökumaðurinn sá ekki konuna, sem gekk út á götuna i veg fyrir bil- inn. Við áreksturinn kastaðist kon- an upp á vélarhlífina og á fram- rúðuna og síðan yfir bilinn. Hlaut hún alvarlegan áverka á höfuð og var flutt illa slösuð á Borgarspital- ann. Höfðu læknar þungar áhyggj- ur af líðan hennar um helgina, en þegar siöast fréttist £ morgun leið henni sæmilega eftir atvikum. Ók á öfugum vegarhelmingi Harður árekstur varð á Nesvegi aðfaranótt laugarlagsins, þegar leigubíll mætti einkabil, sem ekið var á röngum vegarhelmingi. Við áreksturinn köstuðust báðir öku- mennirnir fram á stýrishjólin svo að þau brotnuðu, en þeir hlutu nokkra áverka á bringuna báðir. Bílarnir stórskemmdust. Ökumaður einkabílsins viðurkenndi, að hafa bragðað áfengi fyrir aksturinn. Ók á Ijósastaur Þrennt slasaðist í bíl, seni ekið var á ljósastaur við Suðurlands- braut á móts við hús nr. 10. Brotn- aði staurinn viö höggið, og bíllinn stórskemmdist. Ökumaðurinn taldi sig hafa þurft að víkja út af veg- inum fyrir bifreið, sem kom á móti »-> bls. 10. --------------------- ! 8 ára strákur fann 60 þúsund kr. á götunni 8 ára gamaW dreng-ur gaf sig fram viö lögregluna um helgina, en hann hafði fundið peningaveski með 60.000 krónum í. Fann hann veskið á gatnamótum Miklubraut ar og Kringlumýrarbrautar. Haldið er, að þarna séu kannski fundnar 60.000 krónurnar, sem hurfu frá manni, er fór að skemmta sér í Þórsbaffi í síðustu viku. En hann haifði tekið út sama dag 50 þús kr. úr banka. —GP — Sjá viðtal við John Gosl- ing á baksíðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.