Vísir - 15.02.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 15.02.1971, Blaðsíða 16
Mánudagur 15. febrúar 1571. Bandarísk búsáhaldaverksmiðja Magnús Magnússon — fann hassið i rusladallinum. Flutningavél Þórs, 199. flugvél íslenzka flugflotans, nýlent á Keflavíkurflugvelli. Hún hlaut nafnið Þuríður sundafyllir. 200 vélar skráðar í Fjórir bílar eyðilögðust í veltum — en fólkið slapp „Það er með öllu óskiljanlegt, hvemig fólkið slapp frá þessu ómeitt,“ sögðu lögreglumenn, sem komu að Klébergi á Kjalar- nesi aðfarnótt sunnudags, þar sem fólksbifreið hafði farið út af veginum og lagzt alveg sam- an, þegar hún hafnaði á hvolfi. Bifreiðin leit út eins og bún hefði orðið undir valtara, en þrennt, sem Lánsamur að forða ein- hverjum frá hassinu" segir hreingerningamaðurinn, sem fann hass fyrir 140 jbúsund krónur i ruslak'órfu Frétt Vísis á laugardaginn um hassfundinn á Keflavík- urflugvelli vakti að vonum feiknarlega athygli. Fundur þessi varð hins vegar fyrir mestu tilviljun. „Það var undarleg tilviljun, að ég fann þetta belti,“ sagði Magn- ús Magnússon, ræstingamaður á KeflavíkurflugveHi. „Ég hafði farið ásamt yfirmanni mínum, Yngva Þorgeirssyni, inn á kvennasnyrtiherbergið, til að gera þar við bi'Iun. Skömmu áð- ur en henni lauk, var Yngvi kall aður í símann. Þegar ég hafði lokið verkinu gekk ég af rælni inn á karlasalernið. Þegar mér varð litið í ruslakassann kom ég auga á einhverja tusku að mér sýndist. Er ég gætti betur að, sá ég að þetta var eins konar skotfærabelti, svo að forvitni mín var vakin og ég tók beltið upp úr kassanum, og sá þá að í jjvi voru sex pakkar af ein- hverju, sem ég bar ekki kennsl á. Vegna hins mikla umtals um fíknilyf upp á síðkastið, kom mér til hugar, að þama gæti verið um slíkt að ræða og fór með beltið rakleitt til þeirra Kristjáns Péturssonar og Ólafs Hannessonar ful'ltrúa. Þeir urðu ski'ljanlega undrandi og brugðu skjótt við.“ Aðspurður kvað Magnús það ekki hafa komið sér til hugar, að reyna að koma því undan, hins vegar te'ldi hann sig lánsaman að hafa komið í veg fyrir að hassið kæmist til neytenda. Annars sagðist hann hafa fundið f'leira þessa dagana. — Skömmu eftir hassfundinn fann hann kvenveski með verðmæt- um í, en þar voru einnig skil- ríki, svo að auðvelt var að finna eigandann. — EMM I bifreiðinni var, slapp alveg án meiðsla. Fólkiö hafði þó ekkj losnað úr bílnum fyrr en hann nam staðar á hvolfi, en þá komst það út af eig- in rammleik. Ökumaður játaði að hafa drukkið áfengi fyrr um kvöldið, þegar þau voru á leið upp eftir tól Akraness, en þá hafði hann fengið annan mann ti'I að aka bílnum. Vegna veðurs, skafrennings o. f-1., snem þau við, en festu þá bílinn og tók þá eig- andinn við stjóminni sjálfu-r. — Hjá Klébergi rakst bíllinn utan í stólpa við ræsi, og missti ökumaður stjómina á bílnum sem þaut út af veginum og valt. Ökumaður taldi sjálfur, að hann hefði ekið á milli 80 og 90 km hraða. Enginn slasaðist heldur í bílveltu sem varð á Helilisheiði um 3 km austan við skíðaskálann í Hveradöl um. Þrennt var í bílnum. Bíllinn var dreginn óökufær til Reykjavík ur. Fjórir varnarliðsmenn voru í bfl, splunkunýjum, sem valt skammt sunnan við Hveragerði í nótt, en þeir sluppu aillir án alvarlegra meiðsla, þótt hins vegar bíllinn væri talinn ónýtur eftir kollsteypuna. Einnig var varnarliðsmaður í bif reið, sem valt suður á Hvaleyrar- holti sunnan við Hafnarfjörð á laugardagskvöld og slapp hann ó- meiddur, en farþegi hans hlaut nokkur meiðsli. En alveg eins og í hinum bilveltunum, eyðilagðist bíll- inn. — GP íslenzka flugflotanutn A LAUGARDAGINN klukkan 15 lenti á Keflavíkurflugvelli, Van- guardflugvél flugfélagsins Þórs, esn ætlunin er að nota flugvélina til fiskútflutnings og vöruflutninga og er buröarþol hennar um 19 tonn. 1 tíefni þessara tímamóta hjá hinu tveggja ára flugfélagi, höfðu forráðamenn þess boð í flugstöðinmi á Keflavíkurfllugvelli fyri-r nokkra gesti, þar á meðail nokkra frétta- menn. Þar skýrði Jóhann Líndal, stjórn arformaður Þórs frá því að vélinni hefði veriö gefið nafnið Þuríður sundafyllir og kvað þá Þórsmenn byggja þennan rekstur á bjartsýni. Þá gat hann þess að framkvæmda stjóri fyrir fi-skútflutninginn væri Ólafur Thordarsen, sem fengið hefði leyfi frá störfum frfhafnar- stjóra I eitt ár. Framkvæmdastjóri fyrir vöruflutningana væri Pétur Filipusson. Framkvæmdastjóri Þórs er hirns vegar Jón Einar Jakobsson, lögfr. Þá þakkaði Jóhann sér- staklega þá fyrirgreiðslu sem félag- ið hefði fengiö hjá Ingólfi Jón-ssyni samgöngumálaráðherra og Gylfa Þ. Gíslasyni viðskiptamálaráðherra. Sigurður Jónsson, yfirmaður Ioft ferðaeftirlitsins, tók einnig tíl mál-s og sagðist fagna þessum áfan-ga. — Þuríður sundafvllir hefði verið 199. flugvélin sem var skrásett hjá loft ferðaeftirlitinu en með Beechcraft vélinni sem hann hefði skrásett á föstudacinn væru þær orðnar 200. Þeir Skú'li Axel-sson og Ásgeir Torfason flugu vélinni heim. Með þeim komu einnig tveÍT Breta-r, vélamaður og hleðslustjóri, sem munu starfa um sinn hjá Þór. — Ekki mun afráðið hvort Ásgeir starf ar hjá þeim I framtíðinni, ásamt Magnúsi Guðbrandssyni, flugstjóra. - EMM Hasspiltarnir ófundnir Logreglan leitar enn tveggja manna, sem létu stúlku á unglinga- skemmtistað í té hasis, sem hún af- henti lögreglunni. Gat stúlkan, eins og sagt var frá I VIsi fyrir hel-gi, gefið lögreglunni lýsingu á piltunum. en ennþá hefur ekki tekizt að hafa uppi á þeim. — Efnagreining leiddi í Ijós, að kögg- ulilinn, s-em hún hafði fen-gið hjá þeim, var hreint og ómengað hass. Þung viöurlög eru við því að Plytja ólöglega inn til Iandsins, fram leiða eða dreifa manna á milli fíkni efni eins og hassi. Stórfelld brot á lögunum um meðferð silíkra efna- geta varðað al’lt að einni milljón króna sekt eða varðhaldi og a-Ilt að 6 ára fangelsi. — GP Ófundinn eftir sólurhrings leit Lögreg-lan í Hafnarfirði leitar nú rauðs Fíatfólksbíls af gerðinni 850, sem stolið var af Plötunum í fyrri nótt. Eigandi saknaöi bflsins (G-2445) I gærmorgun og gerði þá lögreglunni strax viövart, en þrátt fyrir leit í gærdag fannst bölinn ekki og var ófundinn í morgun. — Hafi einhverjir séð til ferða bílsins, eru þeir beðnir um að láta lögregl- una vita. — GP vill reisa verksmiðju hér — General Motors kannar einnig aðstæður hér á landi 0 Stór bandarísk bús- áhaldaverksmiðja hefur áhuga á að stofnsetja hérlendis verksmiðju, sem framleiddi búsáhöld úr áli frá álverksmiðj- unni. Verksmiðjan telur sig þurfa 4500 tonn ár- lega til framleiðslunnar. Þessi verksmiðja selur eingöngu á bandarísk- um markaði og hefur veltu, sem nemur tæp- um milljarði íslenzkra króna árlega. Tvö stórfyrirtæ-ki bandarísk hafa leitað hófanna um slíkar verksmiðjur að undanförnu. Hitt fyrirtækið er dótturfyrir- tækj bílaverksmiðjanna miklu General Motors. Aðstoðarbankastjóri Chase Manhattanbanka I New York, Buokman, dvaldist hérlendis í fyrri viku til að kanna aðstæö- ur. Bankinn mun væntanlega veita lán vegna stofnunar fyrir- tækja þessara, ef tí'l kemur. Blaðið hafði I morgun tal af Björgvin Guðmundssyni deildar- stjóra I viðskiptaráðuneytinu, en bankastjórinn ræddj við við- skipta- og iðnaðarráðuneytin, Félag fsilenzkra iðnrekenda og fleiri aöila. Björgvin sagði, að bankastjór- inn hefði komið til viðræðna við íslenzka aðila um möguleika á stofnun bandarískra verksmiðja hér til að vinna úr fljótandi áli frá á-lverksmiðjunni I Straums- vfk. Dótturfyrirtækj General Mot- ors telur sig munu þurfa 15—18 þúsund tonn af hrááli á ári til slíkrar verksmiðju. Þar mundu starfa mi-lli 500 og 600 manns. Björgvin sagði, að þetta fyrir- tæki 'hefði til dæmis stofnað iðn- fyrirtæki I Kanada í sama tíl- gangi, og værj það að mestu eða öllu leyti eign General Motors. Yrði væntanlega sami háttur á hér. Björgvin ta'ldi, að sett yrðu sérstök lög um slík fyrirtæki, ef ti,l kæmi. Málið væri hins vegar enn á algeru byrjunar- stigi, en vænta mætti fulltrúa aðila hingað eftir nokkrar vik- ur til frekari athugunar. Áhugi þeirra stafaði af tvennu. í fyrsta lagi væri hér gott og stöðugt vinnuafl, og í öðru lagi þyrftu slíkar verk- smiðjur að vera sem næst áil- veri. Mætti búast við að verik- smiðjur af þessu tagi yrðu stað- settar nálægt ál-verinu í St-raums ví'k. Þar væru einnig hafnar- skilyrði og vinnuafl í grennd. Frumskilyrði væri að sjálfsögðu, að tryggir samningar næðust við Alusuisse og ís-lenzk stjórn- völd. — HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.