Vísir - 07.04.1971, Blaðsíða 3
3
77 aprtTTWT.
6 EVIORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Í MORGUN ÚTLÖND
Bylting reynd
á Ceylon
Otgöngubann hefur veríð
sett á nóttum á Ceylon allri
eftir misheppnaða byltingartil-
raun vinstrí sinnaðra ungmenna.
Hermenn, vopnaðir vélbyssum,
(voru'í gær á verði við þinghús-
ið og lögreglumenn með riffla
tóku sér stöðu á mikilvægum
stöðum í höfuöborginni.
Herbífreiðar óku um götur og
f fólk var hvatt til að fara heim, áð-
ur en útgöngubannið gengi í gildi.
Forsætisráöherrann, frú Siriwa-
mo Bandaranaike, sagði í ræðu í
gær, að glæpaflokkur ungmenna,
sem hefðu kúbönsku byltingarhetj-
una „Che“ Guevara að fyrirmynd,
hefði komið af stað hermdarverk-
um og ógnaröld í mörgum lands-
hlutum.
Umsjón. Haukui Helgason:
Frú Bandaranaike.
Ungmennin kal'la sig „frelsisher
ailþýðunnar“, og er sagt, að þau
hafi ekkert beint samband við
Kúbu eða nokkurt annað ríki. Þetta
séu mest atvinnulaus ungmenni og
muni fjöldi þeirra vera innan viö
eitt þúsund.
Þessi samtötk hafa undanfarna
daga ráöizt á 25 lögreglustöövar,
margar herstöðvar og stjórnarað-
setur með sprengjum, rifflum og
öðrum vopnum.
Hópurinn notar aðferð skæruliða.
Forsætisráðherrann sagði, að vfða
hefði verið skorið á símalfnur.
Öll Ieyfi í hernum hafa verið aft-
urköiluð, og hermenn fara um göt-
ur til að halda uppi lögum.
„Afskipti Nixons skaða
réttvísina44
segir ákærandinn i Calley-málinu
• Ákærandinn í dómsmálinu
gegn William Calley liðsfor-
ingja, Aubrey Daniel höfuðsmað
ur, hefur mótmælt í bréfi til Nix
ons afskiptum forsetans af mál-
inu. Daniel segir, að sú ákvörð-
un forsetans að úrskurða, að
Calley skyldi ekki sitja í fang-
elsi, meðan fjallað verður um á-
frýjun, skaði réttvísina.
Nixon tilkynnti nýlega, að hann
mundi persónuilega úrskurða í máli
Calleys, þegar áfrýjun kemur til
hans kasta. Daniel segir, að með
aðgerðum Nixons hafi Calley verið
gerður að þjóðhetju. „Ef við sam-
þykkjum þau verk, sem Caliey hef-
ur verið fundinn sekur um, þá er
um við ekki betri en óvinir okkar,1
segir Daniel. „Með slíkt baksvið
hlýtur sérhver beiðni um mannúð-
lega meðferð bandariskra stríðs-
fanga að vera tilgangslaus".
„Einnig ég vildi gjaman að ekk-
ert saklaust fólk hefði verið drepið
í My Lai,“ segir hann. „Það er
hins vegar staðrevnd, að saklaust
fólk var drepið við aðstæður, sem
mér persónulega finnast hafi verið
svívirðilegar. Segja má, að atburð-
imir í My Lai hafi veriö harmleik-
ur í sögu lands vors, en hversu
miklu hefði harmleikurinn ekki ver
ið, ef hinir seku hefðu ekki verið
ákærðir og dæmdir fyrir gjörðir
sínar,“ segir í bréfinu.
Enn
KJÖRSKRA
tii alþingiskosninga í Reykjavík, sem fram
eiga að fara 13. júní n.k., liggur frammi al-
menningi til sýnis í Manntalsskrifstofu
Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu,
2. hæð alla virka daga frá 13. apríl til 10. maí
n.k., frá kl. 8,30 til 16,00 (á mánudögum til
kl. 17,00).
Kærur yfir kjörskránni skulu berast skrif-
stofu borgarstjóra eigi síðar en 22. maí n.k.
7. apríl 1971
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Verkfræðingar
T æknifræðingar
Vegagerð ríkisins óskar eftir að ráða verk-
fræðinga og tæknifræðinga til ýmiss konar
starfa.
Umsóknum skal skila eigi síðar en 20. apríl
n.k.
VEGAGERÐ RÍKISINS
Borgartúni 7.
sigraði
einvaldur
Chicago-
borgar
• Hinn voldugi borgarstjóri í
Chicago, Richard Daley, sem hefur
þaö embætti í 16 ár, var í gær enn
einu sinni kjörinn til fjögurra ára
með miklum yfirburöum. Haföi
hann meira en tvöfalt fylgi á viö
andstæðing sinn.
Demókratinn Daley hafði í nótt
hlotið 615 þúsund atkvæöi, en and-
stæðingur hans, Richard Friedman,
óháður, hafði 70 þúsund Mikið var
þá ótaiið, en úrslitin þegar augljós
oröin.
Daley er 68 ára og er stjórnandi
„vélar" demókrata í Chicago, sem
talin er sterkasta afl í demókrata-
flokknum í Bandaríkjunum. Hann
var mjög gagnrýndur árið 1968 eftir
flokksþing demókrata, sem haldið
var í borginni, en þá var Hubert
Humphrey útnefndur frambjóðandi
flokksins í forsetakosningunum. —
Blóðug átök urðu milli lögreglu
Chicago og ungmenna, og var lög-
regian sökuð um harðneskju.
GAFST UPP
• Faðirinn, sem hefur hald-
ið bömum sínum f gíslingu í
frönskum bæ síðan á laugardag,
hefur gefizt upp og verið flutt-
ur í geðsjúkrahús.
Lán fil náms i
félagsráðgjöf
Reykjavíkurborg mun veita nokkur lán til
náms í félagsráðgjöf erlendis námsárið 1971
—1972.
Lán þessi eru ætluð þeim, sem hyggjast taka
á hendur félagsmálastörf við Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar.
Nánari upplýsingar eru veittar í skrifstofu
F élagsmálastof nunar Reykj avíkurborgar,
Vonarstræti 4, sími 25500, og skulu umsóknir
hafa borizt þangað eigi síðar en 10. maí n.k.
Orðsending frá
Æskulýðsráði rikisins
Félög og aðrir aðilar, er vinna að æskulýðs-
málum eru vinsamlegast beðnir að senda
Æskulýðsráði nauðsynlegar upplýsingar uns
starfsemi félagsins og þau helztu verkefni,
sem þeir geta vænzt stuðnings ráðsins við,
sbr. lög nr. 24/1970 um æskulýðsmál.
Félög, sem eru aðilar að landssamtökum eða
öðrum heildarsamtökum, snúi sér í þessu
sambandi til viðkomandi félagssamtaka.
Upplýsingar þessar berist formanni Æsku-
lýðsráðs ríkisins, Menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 4, Rvk, eigi síðar én 25. apríl n.k.
Rýmingarsala
Hattar, hanzkar, slæður, sokkabuxur, peysur,
vesti, blússur, telpnavesti og sportsokkar frá
fyrri verzlun. Selt flest á hálfvirði.
Ilmvötn Kirkjuhvoli
við Kirkjutorg, Sími 25360.
Laust siarf hjá
rikisstofnun
Ríkisstofnun óskar að ráða sem allra fyrst
stúlku til alhliða skrifstofustarfa. Laun sam-
kvæmt kjarasamningi ríkisstarfsmanna.
Eiginhandar umsóknir með upplýsingum um
aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu
eigi síðar en 14. þ. m. merkt „Ríkisstofnun
1686“.
Tónlistarunnendur
— söngfólk
Kór Richmondháskóla frá Bandaríkjunum
heldur samsöng í Háteigskirkju í kvöld kl.
20.30. Söngstjóri James Erb. Fjölbreytt efnis-
skrá.
Öllum frjáls aðgangur, meðan húsrúm leyfir.