Vísir - 05.05.1971, Síða 9

Vísir - 05.05.1971, Síða 9
•<a* Vonandi eiga handritin eftir aö gefa af sér margar veizlur og stórar. V í S I R . Miðvllkudagur 5. maí 1971. u 'i Jón Hjartarson skrifar aprilannál: í mál við móður náttúru Idrei hefur þá frómu menn, sem forðvtm daga sveittust við að klóra E'ddukvæði og ann- an gullaldarkveöskap á kálf- skinn, órað fyrir því, að þessar skruddur ættu eftir að setja alia þjóðina á annan endann og beztu syni hennar á fyllirí. Og að lítil börn myndu hópast út á götur með flöjjg og lúðrasveitir leika ættjarðairlög upp í vor- vindinn, að ekki sé nú minnzt á ræðuhöldin. Við heimkomu handritanna simpaðist nýr flokk- ur bókmennta, sem trúlega er ekkj minni aö magni en inni- hald þessara tveggja bóka, Flateyjarbókar og Konimgs- bókar, en þaö eru ræður og rit- gerðir ýmissa mætra manna, sem létu ljös sitt skina yfir þessi gulnuöu kálfskinnsblöð. Maður sér í anda fræðimenn komandi kynslóöa glugga í þau fræði aö ánhumdruðum liðnum. □ Veizlugleði manna var við- brugðið um þessar mundir. Fá- tækum daglaunamönnum veitt- ist sú upphefð að leggja sinn síðasta eyri ’i kjólföt til þess að komast í fagnað með heldri mönnum. Nú ku þessi kjólföt fást ódýrt hjá skransölum og ættu fyrirhyggjusamir frama- gosar að tryggja sér veizluklæði, svo þeir verði gjaldgengii: í næstu handritamessu. Hennar verður eflaust ekki langt að bíða. Það er von manna, að ekki verði sendar fleiri bækur í senn 'en tvaer, svO' Veizluggef- ist nségar eða hvers.ieiga-iþær bækur sem eftir eru úti í Höfn, að gjalda, ef þeim skulu ekki drukkin jafnstór minn; og þessum tveimur Það sér á, er landsmenn hafa heimt til sín bæði handritin og geirfuglinn, að þeim finnst meira til um sig en áður. Og nú keppast landsfeðurnir um að predika að okkar sé máttur- inn og dýrðin, enda sé ekki eftir neinu að bíða að færa land- helgina eins langt út og okkur sýnist. Mjenn greinir aðeins á um hversu mikið á aö eftirláta öðrum þjóðum af hafinu. Og um það stendur styrinn í kosn- ingabarátiunni, sem nú er hafin. Það éí raunar alkunna að menn dreymir stóra drauma fyrir kosningar. en síðar vilja þeir illa ráðast og oft á annan veg en ætla mátti. Og nú dreymir fleiri menn en nokkru sinn; áður um að komast á þing. Má vera að eftirspum eft- ir stólunum í höllinni við Aust- urvöll markist nokkuð af hækk- un þingfararkaupsins. — Aftur á móti er það í eðli sínu sam- kvæmt þankagangi fólksins í landinu, sem gefur þingmönnum brautargengi, að enginn maður fari viljugur á þing. Kjósendum er þvert um geð að gefa þeim mannj atkvæði sitt, ef hann játar það s’ina heitustu ósk að komast á þing. SHItg franabióðendur áð ála Iléýsi.„ stað? Menn verðá^ð'rþiggja þessa virðingu nauðugir viljugir, sem og aðrar vegtyllur, er taid- ar verða upp úr kjörkössunum. Veltur allt á því að finna heppi- legt yfirskin yfir kosningabar- áttuna. Þetta skýrir mjög þá baráttu, sem nú stendur yfir og má þar raunar sjá glitta í rauða þráðinn í þessa lands pólitík. □ Raunar eiga einstök byggðar- lög sér þær hugsjónir að þau geta þeirra vegna sameinazt um að koma manni á þing. Þess nýtur Hermóður bóndi í Árnesi, er nú undirbýr framboð sitt í nafni „landeigendaauðvaldsins" í Þingeyjarsýslu. Þetta sprengju- framboð mun, ef fram kemur, lita mjög kosningabaráttima og gera fólki Rfið þolanlegra í fá- sinninu. Ef til vill verður þetta upphaf þess, að rætast muni gamall draumur Þingeyinga um að segja sig úr lögum við land- ið. — 1 Vestmannaeyjum ala margir sömu þrá í brjósti, að minnsta kosti allir heiðarlegir framsóknarmenn. □ verður sóttur til saka eftir kosningar. Laxness mun einhvers staðar hafa sagt að svo væri nú viða komiö í Mosfellsdal, að þar mætti nú sjá út á víðan sjó og upp á Skaga af bæjarhlaði, þar sem aldrei sást áður til sjávar. Stafar þetta af því að stöðugt er verið að flytja fósturjörð þeirra Mosfellinga til Reykja- ið höfum hliðstæð dætg^. útf Mývátnssveit, þar sem Johns Mán^öe mokar fósturmoldiftnj úpp ur sjálfu Mývatni og fly ekki aöeins I aðra landshluta, heldur úr landi. Og nú mun ekki eiga að láta staðar numið, held- ur ráöast á Prestahnúk og flytja hann út í heim. Sjá allir, sem augu hafa að við slikar aðgerð- ir mun aukast stórlega útsýni úr byggð. Með vaxandi iðnþró- un, aukinni fjármögnun og hag- vexti, mun ef til vill renna upp sú stund, aö útsýni verður bezt hér á landi frá Bernhöftstorf- unn; um sundin blá og eyjar. □ Við erum mjög félagslynt flók, sem sést bezt á því að við stofnun félag um hvaðeina sem við tökum okkur fyrir hendur, samanber: sjónvarpsáhuga- mannafélag þeirra sem horfa á sjónvarp, kask — trimm — eða skokkfélög þeirra sem ganga. Eitt þessara félaga er Félag ís- lenzkra bifreiðaeigenda, FÍB, það er að segja félag þeirra sem keyra bíl en það munu fæstir landsmenn sleppa við að gera. Þetta félag allra landsmanna hefur nú höfðað mál gegn ríkis- útvarpinu sem einnig er eign allra landsmanna. Verður örð- ugt að sjá hvorum aðilanum á að dæma réttinn, þar sem það mun yfirleitt sama fólkið, sem rekur bíl og ekur honum og sem jafnframt hlustar á útvarp. □ Eflaust mun það létta nokk- uð á hinum miklu gjaldeyris- varasjóðum, sem við nú höfum orðið að axla, að þorskurinn gerðist okkur fráhverfur. En siíkt ber ekki að hafa hátt um fyrr en eftir kosningar. Þá er . hins vegar afar líklegt aö.-. þorskurinn verði dreginn fyrir dóm eins og oft áður og sam- þykktar á hann harðorðar vítur. Sildin hefur þegar fengið sinn skammt af skömmunum, en hún bar mest allra ábyrgö á þeirri aökenningu af kreppu, sem þjáði okkur fyrr og s’iðar. Og sem þorskurinn hefur svikið okkur, þá róum við á ný mið. Eins og sannir lærisveinar hinnar evaitgelisjku lúthersku kirkm óg^ Jfi-i3{K"n^ja-teéta— mei$Siní|i£Ö£ypi,áÍ& ,n&, menn Ö véiða. Við erum nú önnum kafin við að byggja gildrur fyr- ir túrista samanber hið glæsi- lega Loftleiöahótel og fleira í þeim dúr. □ Til þess að rúm verðj fyrir hina nýju bráð i landinu, verð- ur að stemma stigu við fjölgun landsmanna sjálfra og sjá til þess að þeir haldi öllum sínum umsvifum í skefjum og innan skynsamlegra takmarka. Þannig gefst nú ófrískum konum kostur á fari til London, ef þær vilja losa sig við ótímabæra óléttu. Hundum má ekki fjölga á höf- uðborgarsvæöinu og veitti raun- ar ekki af að koma á sams konar þjónustu til getnaðarvarna hjá hundum og hjá mannfólkinu, þar sem þeir hundar, sem hér eftir fæðast munu ekk; öðlast þegnrétt í þessari borg. □ Þó að ping-pong hafi brátt tryggt varanlegan frið í heimin- um finnst ýmsum enn vont að vera hér. Og segir ekki sá eöal- borni Aga Khan, að heimurinn sé mjög sjúkur staður. í ljósi þess skilur maður betur en áð- ur, hvers vegna menn eru svo áfjáðir i að komast út í geim- inn. Meöan Ameríkanar og Kínamenn spila sitt ping-pong reyna Rússar að finna sér hent- ugan samastað úti í geimnum. □ Hvað okkur íslendinga áhrær- ir, þá er mál til komið að við förum í mál viö móður náttúru að hún skyldi ekki gera úr okkur meiri menn. eins og þó upphafið lofaði, samanber það sem stendur á hinu forna skinni. vísutsm: — Safnið þér frímérkj- umí Elín Ebba Ásmundsdóttir, — kvennaskólanemi: — Já, ég fæst htillega við það. Jafna aðal- lega innlendum merkjum. Ég er að þessu bara upp á grín. Ætla að gefa litla bróður mín- um safnið þegar hann er orðinn nógu gamall til að taka við því. Markús Kristjánsson, vélstjóri: — Nei, það get ég ekki sagt. Ég svo sem tek til handargagns öll frímerki, sem mér berast með bréfapósti, en síðan ekki söguna meir. Þetta er orðinn heilmikill frimerkjabunki sem ég á, svo að ég legg orðið ekki í að sortera þau. Mér skilst, að það þurfi bæði tima og þolin- mæði til þess. .fi&MBiMmm Magnús BjörnsSon, bankafull- trúi: — Nei, og hef heldur aldrei gert. Skortir áhugann. Skaftj Guðbergsson, trésmiður: — Einu sinni átti ég nú eitt hvað við það og á síðan dálítiö safn. Mig vantar bara tima til þess að geta sinnt söfnuninni nú orðið sem skyldi. Benedikt Benediktsson, bilstj.: — Nei, ekki ég sjálfur, en frú- in og sonurinn hafa dundað sér rétt aðeins við það. Ég er þar bara áhorfandi. Eva Jörgensen, kennaraskóla- nemi: — Ég á jú nokkur merki uppi á hillu heima, en ég hef aldrei sinnt þeim nokkurn skap aðan hlut. Kannski það endi bara með þvl, að ég gefi frænda mínum þau, hann safnar frí- merkjum, fullur áhuga.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.