Vísir - 13.05.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 13.05.1971, Blaðsíða 1
VÍSIR „Yitum ekki hversu stórt landgrunnið er“ — segja verkfræðingar — nýft Islandskort þegar Vietnamsfnði lýkur á Loftleiðahóteli / morgun Tíu ráðherrar og forystu menn EFTA-landanna biðu í morgun í ofvæni eftir því að þota brezka markaðsmálaráðherr- ans Geoffrey Rippons lenti á Reykjavíkurflug- velli, og hann upplýsti þá um þau stórmerku tíðindi, sem orðið hafa í Briissel í gærkvöldi, þeg ar þáttaskil urðu í við- ræðum Breta við EBE- 'menn, sem talið er að opni Bretum greiða leið inn í Efnahagsbandalag- ið. Rippon mun mæta á ráöherra fundi EFTA klukkan 3, en þota hans var væntanleg klukkan 11.40, en allur eftirmiðdagurinn mun fara í skýrslu Rippons og umræður um hana. Þetta mál ber langhæst af öll um þeim málum, sem til um- ræðu eru á þessum fundi. Ráðherrarnir vildu í morgun ekki tjá sig um atburðina í Brussel fyrr en brezki markaðs málaráðherrann hefði gefið skýrslu sína. Á fundinum í morgun var helzt til umræöu þróun efna- hagsmála EFTA-ríkjanna frá síö asta fundi. Taugaspenna ellegar rósemd Taugaspenna og æðisglampar í augum. jrósemd og fjarrænn svipur, þreyta og hálflukt augu Svisslendingurinn dr. Ernst Brugger, forseti ráðherrafundarins, tekur sæti sitt í byrjun fundarins í morgun. ellegar yfirvegaöur ábyrgðar- svipur. Alls þessa gætti í fasi þeirra er um hálf ellefuleytið í morgun biöu setningar EFTA- fundarins að Hótel Loftleiöum. Hópar blaðamanna og ljós- myndara víðsvegar að úr heim- inum snerust hver í kringum annan þar til klukkan tuttugu mínútur gengin í ellefu aö þeim var hleypt inn fyrir dyr fundar- salarins, fáeinum m'i'nútum áður en ráðherrar þeir er þar munu sitja EFTA-fundinn gengu í sal- inn. Engum lifandi manni var hleypt þar inn fyrir án þess að geta fyrst sannað nærverurétt sinn með framvísun sérstakra skír-teina, sem ekki fengust svo auöveldlega. Fengu menn ýmist hvít, gul eöa græn kort, allt eftir því hvort um var að ræða starfsfólk fundarins, blaðamenn eöa Ijósmyndara. — Ráðherrarn ir og fulltrúar þeirra voru einir frjálsir feröa sihna inn og út úr salnum, en til að gera grein fyrir þeim voru sérstakir starfsmenn fundarins við hlið lögreglu- varðanna, sem framfylgdu „passaskyldunni" annars fullum fetum. Mikfl taugaspenna var ríkjandi í fundarsalnum meöan beðið var eftir að ráöherramir sýndu sig og hvísluðust menn aðeins á, þannig að saumnál hefði jafnvel heyrzt detta þótt salargólfið væri allt teppalagt. Er svo ráðherrarnir gengu í salinn fór af stað mikill ijósa gangur frá vélum blaðajósmynd ara og kvikmyndatökuvélum sjónvarpsmanna, og virtist sem myndasmiðimir ætluðu sér að mynda hverja hreyfingu ráð- herranna. Ráðherrarnir sjálfir voru hins vegar hinir sallarólegustu og var vart að sjá á þeim, að þeir væru að ganga til fundar, þar sem svo veigamikil atriði væru til umræðu og raun ber vitni. Öllu heldur hefði mátt ætla, að þeir kæmu þama i þeim til- gangi, að ráðfæra sig hver við annan um það, hvar í heimin um værj bezt að verja sumar leyfinu sinu þetta árið. ■—HH,—ÞJM 61. árg. — FimmtudagUr 13. maí 1971. — 106. tbl. „Þær dýptarmælingar, sem til eru af landgrunninu eru að mestu leyti frá því um og eftir Rippons beðið í síðustu aldamót, gerðar eins vel og þá þótti þurfa, en eru að sjálfrögðu langt undir þeim kröf rr ii i—iririf i—iinaOT—r~ Ean flýtur olía um Skutulsfjörð 2 þúsund litrar af oliu runnu i sjóinn við áfyllingu á brezkan togara Olía flýtur nú út á Skutulsfjörð- inn, og að þessu sinni er hún ekki úr togaranum Cæsari, sem liggur strandaður framan við Arnarnes, heldur úr öðrum brezkum togara, sem kom til ísafiarðar vegna vélar- bilunar. Heitir skipið Ross Interdid. Þegar verið var að setja olíu á tankana í gær gættu skipverjar ekki að tönkunum betur en svo að um tvö þúsund lítrar runnu út af ein’-m tanknum um yfirfallið og út í sjó. Talið er að þeir hafi hugs- að meira um sopann, sem þeir voru að drekka, heldur en olíuna sem rann út af skipinu. Reynt var að setja eyðingarelnj á olíuna og sökkva hennj í gær, en þegar siglt var út á pollinn í morgun snemma mátti sjá þar talsverða brák. Má búast við að olían berist um fjörð- inn á næstunni og getur því fugl- inn við Djúp enn orðið fyrir skaða af þeim vágestj sem olían er. 1'ryggmRaféiag togarans lagði strax fram tryggingu fyrir þeim skaða, sem olian kynni að valda og skipið lét úr höfn. — JH um, sem gera verður til slíkra mælinga í dag. Þótt við íslending ar höfum slegið eign okkar á allt Iandgrunnið, þá vitum við varla hve langt út það nær á mörgum stöðum, hvað þá að við þekkjum það svo vel, að hægt sé að gera vísindalega athugun á notagildi þess“. Þetta kom fram í erindi, sem Gunnar Berg- steinsson flutti um sjómælingar við ísland á ráðstefnu Verkfræð- ingafélags fslands um mælingar hér á landi. Á ráðstefnunni kom meðal ann- ars fram, ,,að sú vöntim, sem er á nægilega nákvæmum og aðgengi- legum grundvallarmælingakerf- um, leiddi til óskipulegra vinnu- bragða og lélegrar nýtni þeirrar mælingavinnu, sem unnin er í land inu, þannig að vinnan verður að- eins að gagni þeim aðila, sem læt- ur gera hana hverju sinni. Auk hættu á mistö/kum leiðir þetta til sí- felldra endurtekninga og aukins kostnaðar, en árlega mun vera var ið yfir 50 milljónum króna til ýmiss konar mælinga og kortagerðar í Iandinu. Talsverðan hluta þessa kostnaðar má rekja til vöntunar á fullnægjandi mælingaketfum og ór samræmis í vinnubrögðum. Virðist því full ástæða til að verja fé til mælikerfanna sjálfra og búa þann ig í haginn fyrir framtíöina." Á ráðstefnunni kom einnig fram, að stríðið í Víetnam hefur sín áhrif meira að segja 'hér uppi á íslandi, því að samkvæmt NATO samningi átti að gera mjög fuUkomið kort af landinu. Nokkur svæði hafa verið kortlögð, en vegna fjárhagsörðug- leikanna, sem strfðið í Indókína skapaði hafa Bandarikin skorið nið- ur fjárveitingar til verksins eftir að lokið var þessum fyrsta áfanga, og hefur verkinu þess vegna verið frestað þar til friður kemst á. —>B „Mig hefur aldrei skort ufl## Rúmlega þritugur kraftajötunn úr Keflav’ik, Reynir Örn Leós- son sýnir krafta sína í sjónvarp- inu á laugardagskvöldið. Hann er líklega einn sterkasti, eða e.t.v. sá allra sterkasti á íslandi, enda þótt hann beri þaö ekki með sér. Engin handjárn eru til í landinu, sem hann slítur ekki af sér eins og garnspotta, — og enda þótt hann sé bundinn með 30 metrum af kaðli, þá kemst hann samt úr fjötrunum. — Sjá viðtal á bls. 9. Slagsmól þegar iagger gekk í það heilaga Eins og að likum lætur urðu talsverð tilþrif við brúðkaup söngvarans og hljóðfæraleikar- ans Mick Jaggers í gær. — Slagsmál brutust þar út milli lögreglunnar og aögangsharðra blaðamanna. Brúðkaupið fór fram í Saint Tropez í Frakk- landi á skrifstofu borgarstjór- ans. — Sjá erlendar fréttir á bls. 3.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.