Vísir - 08.06.1971, Blaðsíða 8
VÍSIR. Þriðjudagur 8. júní 1971,
8
VISIR
CTtgefandí: KeyKjaprenr nl.
Framkvæmdastióri: Sveinn R Eyjótfssoc
Ritstjóri- Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstiómarfulltrúi Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Augiýsingar Bröttugötu 3b Simar 15610 11660
Afgreiðsla Bröttugötu 3b Simi 11660
Ritstjóri Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Askriftargjald kr. 195.00 ð mánuði innanlands
f lausasölu kr. 12.00 eintakið
Prentsmiðia Vtsis — Edda ht
Takmarkab bræðralag
.\thugulir kjósendur veröa greinilega varir við, að
kosningabaráttan er í þetta sinn ólík því, sem áður
hefur verið. Hún er friðsamlegri og jafnvel að ýmsu
leyti menningarlegri en áður. Og deilumar eru minna
en áður milli stjórnarsinna og stjórnarandstöðunnar.
Á því sviði gildir núna reglan: Allir gegn öllum.
í þessu felst sú staðreynd, að gerðir ríkisstjómar-
innar orka í þetta sinn síður tvímælis en oft áður
hefur verið. Framfarirnar í þjóðlífinu hafa verið ótrú-
lega örar undanfarið og þjónusta hins opinbera hefur
á flestan hátt orðið virkari. Atvinnulífið er á hraðri
uppleið og lífskjör eru betri en nokkm sinni áður.
Undir slíkum kringumstæðum ríkir talsverður skortur
á árásarefnum á ríkisstjórnina. Þess vegna leita
menn fanga á öðmm sviðum.
Og stjórnarandstöðuflokkarnir hafa séð sér nokk-
urn mat í að deila í staðinn hver á annan. Það gildir
um alla vinstri flokkana, bæði þá, sem kenna sig við
bræðralag, og Framsóknarflokkinn, að hinar gagn-
kvæmu deilur þeirra skyggja nokkuð á gagnrýni
þeirra á stefnu stjórnarinnar.
Hatrið milli Hannibalista og Þjóðviljaliðsins, sem
ræður Alþýðubandalaginu, er gamalkunnugt og virð-
ist sífellt verða eitraðra. En nú hafa komið til sög-
unnar svæsin átök milli Alþýðubandalagsins og Fram-
sóknarflokksins. Ásaka þar hvorir aðra um linku í
stjórnarandstöðunni og um að standa í leynimakki
við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarsamstarf eftir
kosningar. Við þessar vinstri deilur blandast svo hat-
römm barátta Alþýðuflokks, Hannibalista og Al-
þýðubandalags um svonefnt jafnaðarmannafylgi.
Sérhver þessara flokka heldur á lofti gagnvart kjós-
endum flóknum útskýringum á því, hvers vegna hann
sé hinn eini og sanni jafnaðarmannaflokkur og hvers
vegna hinir séu óalandi og óferjandi.
En deilurnar magnast líka innan vinstri flokkanna.
Hinir harðari kommúnistar og Fylkingarmenn í Al-
þýðubandalaginu gagnrýna ráðamenn flokksins opin-
berlega fyrir að sveipa sig skikkju þingræðis í stað
þess að stefna hreint og beint að byltingu. í Alþýðu-
flokknum eru töluverðir flokkadrættir með og móti
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Og hjá Hannibal-
istum hefur rétt nauðuglega tekizt að mála yfir kiofn-
inginn milli verkalýðsmanna Hannibals og mennta-
manna Bjama Guðnasonar.
Þetta er nú það vinstra bræðralag, sem á að vera
uppistaða nýrrar vinstri stjómar, og kjósendum er
boðið upp á í þetta sinn. Síðasta vinstri stjóm var
ósamstæð og gæfulaus og varð að lokum að hlaup-
ast frá stjóminni, þegar allt var komið í kaldakol. En
nú er liðið hálfu tætingslegra og óliklegra til afreka
en þá var. Fáir geta gert sér í hugarlund, hvemig þess-
ir sértrúarflokkar eiga að fara að því að koma sér sam-
an í nýrri vinstri stjóm.
Að minnsta kosti 8000 hafa látizt
Tala flóttafólksins frá A-
Pakistan, sem flúið hefur til
Indlands, er komin yfir fimm
milljónir. Af þessu fólki eru
þrjár og hálf milljón á því
svæði þar sem kóleran geisar,
einhver skæðasti sjúkdómur,
sem um getur. — Indverska
stjómin byrjaði I gær að
flytja flóttafólkið frá þessum
svæðum til nýrra búða fyrir
flóttafólk. Þessum búðum á
að koma á fót á flugvöllum og
öðrum svæðum, þar sem hæg
ara er að koma við eftirliti.
Spurningin er þó, hversu auð
velt það verður að fyrir-
byggja> að sjúkdómurinn ber-
ist einnig til þessara svæða.
manna. Milljónir þessa fólks
búa í fátækrahverfum við hin
bágustu kjör, og mótstöðuafl
þessa fólks er lítið
Indverjar hafa sjálfir
næg vandamál
Sex kólerusjúklingar fundust
í Kalkútta í hópi um tólf þús-
unda manna, sem höfðu komizt
inn í norðurhluta borgarinnar
þrátt fyrir bann stjómvalda og
sett búðir í borginni undir ber-
um himni.
Tíu kílómetra frá borg-
hafa 440 þúsund flóttamenn
safnazt saman í grennd við
flugvöli borgarinnar Dum Dum.
í þessum búðum hafa verið 300
sfcuðning til að draga úr neyð-
inni.
Reynt að stöðva
kólerusjúklingana
Ekkert lát er enn á straumi
flóttafólks frá Austur-Pakistan
yfir indversku landamærin. 100
þúsundir flýja dag hvern að
meðaltalj undan her Vestin:-
Pakistana og borgarastyrjöld-
inni í A.Pakistan.
Indversk stjórnvöld segja, aö
kólera herji á mörg héruð í
Austur-Pakistan, og þaðan hafi
hún borizt með flóttafólkinu.
Indverjar hafa sent hermenn til
að reyna að hindra, að fleiri
kólemsýktir flóttamenn komist
yfir landamærin, en þetta er
talið vonlaust.
Indverjar hafa lokað landa-
mærunum eins og framast er
unnt í Nadiahéraði, en þar hafa
flestir látizt úr kóleru. Þetta
svæði er aðeins 100 kílómetmm
norðan Kalkútta. Lík þeirra
sem látast, liggja oft dögum
saman. Þegar regntíminn geng-
ur f garð, mun mengað vatn
berast inn S búðirnar. Ljóst er,
að einungis með gífurlegu átaki
alþjóðastofnana og erlendra
rikja er hin minnsta von ti'l
þess, að imnt verði að ná ár-
angri í baráttunni við sjúkdóm-
inn.
„Versta valdníðsla
sögunnar“
Indira Gandhi forsætisráð-
herra ferðaðist um helgina um
Vestur-Bengal og kynnti sér á-
standið. Utanríkisráðherrann
Swaran Singh fór í ferð til Sov-
étríkjanna, Bandaríkjanna og
Vestur-Evrópu til að hvetja
þessi ríki til að gera stórt átak
tij bjargar flóttafólkinu Frú
Gandhi kvartaði yfir því, að
stuöningur erlendra ri'kja hefði
enn ekkj verið f samræmi við
nauðsynina. Hún sagði, að fram-
ferði Vestur-Pakistana í Austur-
Pakistan væri „það versta dæmi
um valdníðslu, sem þekktist í
sögu mannkyns".
Raymond Ooumoys, starfs-
maður heilbrigðisstofnunarinnar
brezku, segir, að 60 milljónir
manna í Indlandj og Pakistan
séu í hættu. Hann sagði, að
mikil hætta væri á hungursneyð
fjögurra milljóna í flóttamanna-
búðunum, jafnskjótt og mon-
súnregnið dynur yfir. I ráði var
að flytja 800 þúsund skammta
af bóluefni tij Indlands f gær.
Fjögur milljón skammtar verða
tilbúnir til flutnings næstu
daga.
„Versta valdníðslan,“ segir
Indira
Kalkútta — einhver
mesta eymd í heimi
1 hverri hinna nýju búða eiga
aö vera 50 þúsundir manna.
Bandarfkin og Sovétríkin hafa
látið Indverjum f té átta stórar
flutningaflugvélar. Ætlunin er að
halda flóttafólkinu einangmðu
frá þeim íbúum, sem fyrir eru
á þessum stöðum. Mikill uggur
er \ stórborginni Kalkútta, eftir
að flóttamönnum, sem höfðu
verið í búðum rétt utan borg-
arinnar, tókst að komast inn í
borgina. KólerutilfeUa hefur orð
ið vart í Kalkútta.
1 Kalkútta er einhver sú
mesta eymd, sem um getur í
veröldinni. Borgin gæti auðveld
lega orðið gróðrarstía sjúkdóms
ins, svo aö ekki yrði við neitt
ráðið.
Auk flutningaflugvélanna
munu átta lestir með tuttugu
vagna hver verða í stöðugum
feröum og flytja um 10 þúsund
flóttamenn daglega til nýrra
búða.
Indira Gandhi forsætisráð-
herra greip til þessara ráða í
samráöi við stjóm fýlkisins
Vestur-Bengal, þar sem flótta-
fólfcið er. Að minnsta fcosti átta
þúsund flóttamenn munu hafa
látizt úr kóleru til þessa.
1 Kalkútta búa tólf milljónir
IIIIIIIBIlli
m mpm
Umsjón: Haukur Helgason
tilfelli sjúkdómsins, og fjórtán
hafa’látizt.
Kunnugir áætla, að efcki færri
en 8000 hafi látizt úr kóleru.
Nú er búizt við monsúnregni á
þessum slóðum næstu daga, og
þá er hætt við, að kóleran magn
ist um allan helming. Mestur er
háskinn að sjálfsögðu í búðum
flóttafólksins, þegar regnið
streymir yfir. Þarna er fólki
hrúgað saman skjóllitlu, og
flóttafólkið er aöframkomið og
næringarlítið.
Indland hefur sjálft viö „eðli-
legar“ aðstæður nægilegt vanda-
mál fátæktar og næringar-
skorts. Indversk stjórnvöld hafa
lagt meira fé til styrktar flótta-
fólki en þau hafa áður gert,
þegar hungursneyð hefur geisað
meðal Indverja sjálfra. Rauði
krossinn og tnörg erlend rifci
hafa á prjónunum mikinn