Vísir - 11.02.1972, Page 5

Vísir - 11.02.1972, Page 5
Visir. Föstudagur 11. febrúar 1972 5 í MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND r Ottast samræmda sókn kommúnista í öllu Indó-Kína ,,Ekki meiri tilslakanir", segir Nixon „Við munum ekki gera frekari tilslakanir, fyrr en kommúnistar koma til móts við okkur," sagði Nixon Bandaríkja- forseti á blaðamanna- fundi í gær. Hann sagði, að andstæðingar Viet- namstefnu Bandaríkja- stjórnar hefðu „fullan rétt" til að koma fram með gagnrýni sína, en þeir yrðu samt að vera tilbúnir að verða að „bera ábyrgðina", ef kommúnistar frestuðu því að semja um málið. Andstaðan gæti fengið kommúnista til að álita, að Bandarík jamenn væru veikir fyrir. Bandariska herstjórnin i Suður-Vietnam óttast, að kommúnistar muni hefja sókn i löndunum þremur samtimis, Laos, Kambódiu og Suður- Vietnam. Skæruliðar og Norður- Vietnamar hafa sótt fram á miðhálendi Suður-Vietnam. Bandarikjamenn hafa svarað $ókninni með þvi að senda þrjú flugvélaskip til Tonkinflóa undan ströndum N- Vietnam, og hið fjórða er á leiðinni. Þá hafa Bandarikja- menn sent B-52 risaflugvélar til S-Vietnam. Nixon sagði á blaðamanna- fundinum, að hann hefði gengið jafn langt til móts við kommúnista og unnt væri i átta liða tillögum sinum um friðarsamninga. Norður- Vietnamar hafa lagt fram gagntillögur um frið. Töluvert ber á milli i tillögunum, sem vænta má, en þær eru þessar: Átta liða friðartillögur Bandarikjamanna gera ráð fyrir, að allir erlendir her- menn i Suður-Vietnam yfirgefi landið, bæði bandariskir og „aðrir”, áður en sex mánuðir hafi liðið frá samningum um frið. öllum striðsföngum og sak- lausum borgurum, sem séu i fangelsum i Indó-Kina öllu, verði sleppt samtimis og herinn hverfi brott. Frjálsar og. lýðræðislegar kosningar fari fram i Suður- Vietnam, áður en hálft ár liður frá staðfestingu friðar- samninga. Van Thieu forseti Suður-Vietnam og Huong varaforseti láti af embættum einum mánuði áður en for- setakosningar verði haldnar. Hins vegar megi Thieu bjóða sig fram til endurkjörs, ef hann æskir þess. Suður-Vietnam og banda- menn þess og Norður-Vietnam skuldbindi sig til að fara eftir Genfarsamkomulaginu frá 1954 um Indó-Kina og samkomulaginu frá 1962 um Laos. Hersveitir rikjanna i Indó-Kina skuli vera innan landamæra eigin rikja, og vandamál rikjanna leyst á grundvelli sjálfstæðis rik- janna og fullveldis. Rikið hafi ekki afskipti af innanrikis- málum hvert annars. Vopnahlé verði i öllu Indó- Kina, og gangi það i gildi, þegar samningur um frið verður undirritaður. Alþjóð- legar eftirlitsnefndir fylgjist með hernaðarlegum mál- efnum samningsgerðarinnar og hafi eftirlit með þvi, að vopnahle verði haldið, föngum sleppt og erlendur her sendur burt. Alþjóðleg trygging fáist fyrir réttindum þjóða Indó- Kina og alþjóðleg samtök tryggi varanlegan frið. Báðir striðsaðilar verði tilbúnir að taka þátt i alþjóðlegri ráð- stefnu um Indó-Kina. Kriðartillögur kommúnista i niu liöum gera ráð fyrir algerri heimköllun hersveita Bandarikjamanna og banda- manna þeirra fyrir árslok 1972. öllum herföngum og borg- urum, sem hafa verið settir i fangelsi á striðstimunum, verði sleppt, um leið og her- sveitirnar verði kvaddar heim og verði búið að láta þá lausa samtimis þvi, að heimköliun hers verður alger. Bandarikin hætti stuðningi við stjórnina i Saigon. Stjórn Thieu fari frá og við taki önnur, sem skuli semja við þjóðfrelsishreyfinguna um vandamálin. Bandarikin greiði striðs- skaðabætur til Norður- Vietnam og þjóðfrelsis- hreyfingar Suður-Vietnam fyrir það tjón, sem orðið hafi i striöinu. Bandarikin hætti að skipta sér af málefnum S-Vietnam, og Genfarsamkomulagið frá 1954 og 1962 verði virl. Þjóðir INdó-Kina skuli leysa vandamál sin með gagn- kvæmri virðingu fyrir sjálf- stæði og fullveldi hver an- narrar. Allir aðilar virði vopnahlé. Aiþjóðleg eftirlits- nefnd fylgist með framkvæmd samninganna. Alþjóðlegar stofnanir tryggi að réttindi fólksins i Indó-Kina verði virt og hlutleysi S- Vietnam, Laos og Kambódiu tryggt. : Umsjón: « ; Haukur Helgason : ■ ■ Nína vitnar Danska söngkonan Nina von l'allandt liélt i gær af stað lil New York þarsem liún miin bera vitni i máli rithöluiidarins Irvings, sem segist liafa rilað ævisögu auðký fingsins lloward lluglies samkvæmt fyrirsögn llughes. Nina er góðvinkona Irvings, en sögu liennar ber ekki sanian við sögu lians. ” ’v. • Bandaríkin hafa eyðilagt miklu meira í S-Víetnam Um alla svörtu Afríku hefur stefna hvita minnihlutans i Ró- desiu verið mótmælt. Myndin er frá mótmælaaðgerðum i Nairóbi i Kenia, þar sem :i000 stúdentar mótmæltu. „Einu sinni enn höf- um við verið stungnir”, stendur á spjaldinu. „Ný nýlendustefna Breta”. Eystrasaltið að deyja Bandariskir, sovézkir og norrænir visindamenn vara við siðast hefur bandariska land fræðifélagið sent aövörun við frekari mengun þessa innhafs. 1 yfirlýsingu frá félaginu er sagt, að..Eystrasaltiðsé að deyja, enn eitt deyjandi haf.” Einungis með samstilltum átökum þeirra rikja, sem að þvi liggja, verði unnt að komast hjá , þeirri ógæfu. Tveir bandariskir visindamenn, sem hafa rannsakað stríðseyðilegg- inguna i Víetnam, hafa komiztað þeirri niðurstöðu, að sprengjur, plöntueitur og ruðningur skóga hafi valdið meiri eyðileggingu í Suður-Víetnam en hernað- araðgerðir Bandaríkja- manna hafi valdið i N- Víetnam. Dr. Egbert Pfeiffer, dýrafræð- ingur i Montanaháskóla, hefur siðan 1968 rannsakað áhrif striðs- ins á umhverfið. Með honum hefur dr. Arthur H. Westing starfað að þessu. Westing segir, að Bandarikja- menn hafi varpað tuttugu sinnum fleiri sprengjum á land i Suður Vietnam en á Norður-Vietnam. Ein afleiðing sprengjukastsins, er, að tiu af hundraði af hris- grjónaekrum eru ónýtar. Þeir skýrðu nýlega frá þvi, að Bandarikjamenn vörpuðu nú nýj- um tegundum sprengja á Viet- nam. Þetta eru 7.5 tonna sprengj- ur, sem drepa allt innan kiló- metra dariuss frá spréngjustaðn- um. Aðeins kjarnorkusprengjur eru öflugri tortimingarvopn. Kjarnorka frá Græn- landi eftir 15 ár? Rannsóknir á úranium í Grænlandi benda til þess, að unnt verði að vinna málminn og selja á sam- keppnishæfu verði á heims- markaði eftir 12-15 ár. Ef Danir vilja sjálfir nýta þessi gæði, geta þau nægt þeim i 1000 ár. Búizt er við, að heimsmarkaðs- verð á úranium hækki nægilega næstu árin, til þess að það borgi sig að vinna úranium i Græn- landi. Sem stendur er bez.ta úranium, sem fundizt hefur á Grænlandi töluvert langt frá þvi að vinnslan borgi sig. En verð- hækkanirmunu breyta þvi. Þá fá Danir kjarnorku frá þessari ný- lendu sinni. Sérfræðingar hafa varað ein- dregið við ofnotkun þeirra orkulinda, sem mannkyn hefur yl'ir að ráða. Bent er á mengun, sem af þvi stafi. Eftir 60-70 ár, er reiknað með, að maðurinn hafi tæmt siðustu oliulindir sinar. Eftir 150 ár mundi kolaforði heims verða genginn tii þurrðar. Úranium er rundvallarmálmur kjarnorkunnar. Piltar á flótta Fjórir austur-þýzkir flóttamenn, allir á tvitugsaldri, voru teknir upp i sænskt skip i Kystrasalti fyrir nokkrum dögum. Flóttamennirnir liöfðu fest plasthát sinn i isnum. Drengirnir ætluðu til Kiel i Vestur-Þýzka- landi, en urðu áttavilltir. Sænska skipið flutti þá til N'ynáshamn fyrir vestan Stokk- liólm. Á myndinni eru þrir dre ngjanna.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.