Vísir - 17.08.1972, Side 1

Vísir - 17.08.1972, Side 1
<>2. árg. — Fimmtudagur 17. ágúst — 185 tbl. ISLENZKUR LISTMALARI SENÐUR Á OLYMPÍULEIKANA — og keppir fyrír Bandaríkin! - SJÁ BAKSÍÐU Gullskipið Nýr hamar og viðbótartœki fóru austur í dag Stór vörubifreib lagði i morgun af stað frá Keflavik með nýjan og harðari hamar i borinn, sem nú borar eftir gullskipinu austur á Skeiðar- ársandi. Á Keflavikurflug- velli fengum við þær upplýsingar i morgun, að með hamarnum færu ýmis viðbútartæki, sem tilheyröu bornum og vegur þetta allt samtais um 5 tonn. Verður þetta sett upp strax og það kemur austur á sandinn. Ætti þá að vera hægt að komast i gegnum hin hörðu lcirlög i sandinum, sem hingað til hafa veriö hindrun i vegi leitarmanna. Sjá nánar um leitina á bls 2 og 3. — þs Haag okkur í óhag — Veiði Breta verði takmörkuð við 170 þús. tonn Alþjóðadómstóllinn úr- skurðaði i morgun gegn is- lendingum í landhelgis- málinu. Dómurinn mælir svo fyrir, að islendingar skuli ekki færa út landhelg- ina í 50 sjómílur 1. septem- ber. Með f jórtán atkvæðum gegn einu segir dómurinn, að islendingar hafi ekki rétt til að beita valdi gegn brezkum og vestur-þýzkum fiskiskipum og áhöfnum, sem veiði innan 50 milna marka. Með sama at- kvæðahlutfa lli var úr- skurðað að veiði Breta skyldi takmörkuð við 170 þúsund tonn á ári á svæðinu innan markanna. Dómurinn er til bráðabirgða, en með honum er fallizt á kröfur Breta og Vestur-Þjóðverja um „lögbann” við útfærslunni, að svo miklu leyti sem alþjóðadómstóll- inn hefur vald til sliks. Islending- ar telja dómstólinn ekki hafa vald til að gefa neinar fyrirskipanir um útfærsluna. Takmörkunin á veiðum Breta við Island, 170 þúsund tonn á ári, er aðeins 15 þúsund tonnum minna en Bretar höfðu boðið Is- lendingum. Meðalafli Breta á þessu svæði hefur verið talinn um 200 þúsund tonn siðast liðin 10 ár. Dómstóllinn segir að veiði Vestur-Þjóðverja skuli takmörk- uð við 119 þúsund tonn á ári. Islendingar fluttu enga vörn i málinu fyrir alþjóðadómstóln- um i Haag. Það er sjónarmið ts- lendinga, að hér sé um innanrik- ismál að ræða og við höfum rétt til að færa fiskveiðilögsöguna út einhliða. Islendingar benda á, að engin alþjóðalög séu til, sem slikan dóm mætti byggja á. Engin lög hindri einhliða útfærslu. Bretar og Vestur-Þjóðverjar skutu málinu til dómstólsins og báðu um úrskurð um „lögbann”, til að styrkja málstáð sinn i deil- unni. Haagdómstóllinn mælir svo fyrir við báða aðila i deilunni, að þeir beiti ekki valdi. 1 dóminum segir að þennan bráðabirgðaúrskurð megi „end- urskoða fyrir 15. ágúst 1973, ef einhver aðilinn krefjist þess”, nema dómstóllinn hafi fellt end- anlegan dóm fyrir þann tima. Forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson sagði i morgun um úrskurðinn: „Ég er furðu lostinn yfir þessum úrskurði Haag- dómstðlsins, sérstaklega að hann skuli kveða upp dóm um efnis- atriði áður en tekin er afstaða til þess hvort dómstóllinn hefur nokkra lögsögu i þessu máli. Ég geri ráð fyrir að við höldum okkar striki og færum út i 50 mllur 1. september. Fregnir af dóms- úrskurðinum eru enn ófullkomnar, en þegar niður- staðan liggur öll fyrir mun rikis- stjórnin og landhelgisnefndin taka málið fyrir á fundum sinum”. — HH „Eg ótti ekki von ó þessum úrslitum" segir utanríkisróðherra „Ég tel þennan úrskurð ekki bindandi fyrir okkur, þar sem viö álitum dóm- stólinn ekki hafa haft lög- sögu i málinu. Ég átti ekki „Ætlar þyrlan að lenda á kirkjuturninum?" — spurði fólk við Landakotskirkju í morgun þegar þyrla var notuð til að skipta um klukkur ibúar i nágrenni Landakots vöknuðu árla i morgun við mik- inn hávaöa. Þegar þeim varð litið út um giugga gátuþeir ekki betur séð en risastór þyrla væri aö lenda á turni Landakots- kirkju. Viö nánari athugun kom i ljós að svo var ekki, heldur dró þyrlan klukkur uppúr turn- inum og lét siðan aörar siga nið- ur. Þrátt fyrir talsverða rigningu og nokkurn strekking gekk verkið að óskum. Byrjað var á að flytja burt klukku úr turnin- um, hún siðan lögð á Landakots túnið, þar sein önnur ný var tek- in og hún látin siga niður i turn- inn. Áhorfendur gátu ekki betur séð cn að hjól þyrlunnar næmu stundum viö brúnir turnsins en öryggi þy rluf lugmannanna brást ekki og verkið gekk slysa- laust. Endurbætur hafa staðið yfir að undanförnu á kirkjunni að Landakoti og var meöal annars ákveðið að skipta um klukkur i turninum. Þar sem það cr ekk- ert áhlaupaverk án þess að rjúfa þurfi gat á turninn var ákveðið að leita til varnar liðsins um aðstoð. Vel var tekið i þá bciðni og verkið sem saet frainkvæmt í morgun og tók það innan við klukkustund. Sjúkl- ingar og starfsfólk Landakots spitala fylgdust af áhuga með verkinu úr gluggum og vegfar- endur námu staðar og horfðu i forundran á hvaö þyrlan vann verk sitt fljótt og vel. — SG von á þessum úrslitum" sagöi Einar Ágústsson, utanríkisráöherra, í sam- tali viö Visi i morgun. — Teljið þér að úrslitin styrki aðstöðu Breta út á við? „Um það get ég ekki sagt að svo stöddu, en að sjálfsögðu verður fjallað um málið i rikisstjórninni og land- helgisnefndinni mjög fljótlega.” Visir hafði samband við utan- rikisráðherra um leið og fréttin kom á fjarritara og hafði hann þá ekki heyrt úrslitin. „Ég varaði við þvi bæði i land- helgisnefnd og utanrikismála- nefnd að úrskurður kæmi um formsatriði. Ef dómstóllinn fjall- aði um efnisatriði og þróun mála er okkur efnislega i vil.hefði slikt tekið langan tima og óliklegt að úrskurður hefði fallið fyrr en eftir hafréttarráðstefnuna” sagði Jóhann Hafstein form. Sjálf- stæðisflokksins i samtali við Visi. „Bretar og V-Þjóðverjar lögðu áherzlu á að dómstóllinn stingi uppá einhverri bráðabirgðalausn. Að svo miklu leyti sem þaðer gert þá er það i fullu samræmi við til- raunir rikisstjórnarinnar að und- anförnu og viðræður deiluaðila. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa verið látnir fylgjast með þeim aðgerðum. Að öðru leyti vil ég litið um málið segja meðan ég hef ekki séð úrskurðinn en minni á að islenzka rikisstjórnin kaus að senda ekki fulltrúa til dómsins og ber Sjálfs- stæðisflokkurinn ekki ábyrgð á þeirri ákvörðun. Miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun fjalla um þetta mál og fleiri á fundi á morgun” sagði Jóhann Hafstein að lokum — SG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.