Vísir - 17.08.1972, Side 2
2
Vísir Fimmtudagur 17. ágúst 1972
vfentsm--
Fyndist yður rétt að
Spasski og Fischer
fengju undanþágur ef
verðlaunafé þejrra yrði
skattlagt hér?
Hans J. Ilansenbryti á Disarfell-
inu: Nei, Það er engin ástæða til
þess að hlifa þeim frekar en
öðrum útlendingum.
Valur Sigurðsson, skrifstofum.
Það er alveg sjálfsagt.
Margrét Geirsdóttir, skrifstofu-
stúlka: Nei, Það ætti að skatt-
leggja þá eins og venjulega út-
lendinga. Þeir ættu ekki að fá
neinar undanþágur umfram al-
menna borgara.
Hákon Magnússon.sjómaður: Já,
Það myndi ég segja. Þetta er svo
mikil auglýsing sem þessir menn
skapa og landkynning sem við
ella hefðum ekki fengið, svo það
er sjálfsagt að taka enga skatta af
verðlaunafénu.
Magnús Þorsteinsson.verkstjóri:
Já, alveg hiklaust. Þetta einvigi
hefur fært landinu það miklar
tekjurað ég sé enga ástæðu til
að launa þeim Fischer og Spasski
það meö þvi að fara að skatt-
leggja þá. Þeim yrði litill sómi
sýndur með þvi.
Bjarni Jónsson.teiknari: Já, Það
er engin sanngirni i þvi að skatt-
leggja þá. Þeir hafa aflaö landinu
svo mikilla tekna að það er ekki
nokkur leið að ráðast á verð-
launaféð.
„Bíðum bara eftir
— Leitarmenn oð
gullskipinu á Skeiðarár
sandi heimsóttir: —
að finna romm-
bragð af vatninu’
Borinn vegur samtals um 5 tonn, en nýr hamar er væntanlegur i dag, og á hann að komast I gegn-
um hin höröu leirlög i sandinum.
nýr hamar í borinn
vœntanlegur i dag
— skipið verður látið
„fljóta upp"
ef það reynist vera á
þeim stað,
sem nú er borað á —
„Það er verst að vera
ekki búinn að ná í romm-
lögg handa ykkurúrskip-
inu" sagði kokkur þeirra
leitarmannanna að gull-
skipinu, sem nú bora í
grið og erg austur á
Skeiðarársandi. Blaða-
maður brá sér flugleiðis
austur á sandinn, en i
fyrradag var byrjað að
bora með nýjum
amerískum bor, þar sem
líklegast er talið að skipið
sé grafið í sandinn.
Það er ekki heiglum hent að
lenda á Skeiðarársandinum i
flugvél, enda sandbleyta mikil,
en litlu vélinni frá Vængjum
tókst vist að lenda á „eina
þurra blettinum” eins og einn
leiðangursmannanna sagði
okkur. Það var spölkorn upp að
slysavarnarfélagsskýlinu frá
lendingarstaðnum yfir sand-
bleytu og pytti, en þegar að
skýlinu kom tók á móti okkur
uppáklæddur kokkur með húfu
og tilheyrandi.
„Það er ekki svo oft að maður
færgesti hér.aðþaðereins gott
að fara i beztu fötin” sagði
Hjörtur Guðmundsson fyrrv.
yfirkokkurá Gullfossi, en hann
sér um að leitarmenn svelti ekki
ihel. Okkur var boðið i bæinn og
upp á kaffilögg meðan beðið var
eftirleitarmönnunum, sem voru
önnum kafnir við borunina.
Staðurinn, sem talið er að
skipið sé grafið i sandinn, er
skömmu fyrir austan skýlið.
„Hér er fint að vera, engir
rukkarar”, sagði Hjörtur. Nú
heyrðist mikið vélarhljóð og tvö
vegleg farartæki renndu i hlaðið
„háleggur” og ljótur” kallast
þau, „Ljótur” er geysimikill
beltabill frá hernum, en engu
venjulegu farartæki er fært
þarna yfir sandinn. Staðurinn
sem nú er borað á, liggur á kafi
i vatni, og vatn yfir mest allri
leiðinni frá skýlinu og þangað
niður eftir.
Út úr bilnum stiga nú þeir
Bergur Lárusson, Kristinn
Kristinsson, sonur Kristins
Guðbrandssonar, en hann og
Bergur standa fyrir þessari leit.
Auk þeirra eru þarna Þórir
Daviðsson, bandariskur blaða-
Skattar þeirra
öldruðu og
lýgi pólitíkusa
ICinii 75 ára skrifar okkur eftir-
farandi bréf:
„Mikið er talað um gamla fólk-
ið þessa dagana og ekki virðist
vanta umhyggjuna. Það þarf að
hafa nóg að bita og brenna i ell-
inni og helzt að létta af þvi öllum
sköttum. Stjórnmálaflokkarnir
eru sammála um það að mestu
leyti og ekki vantar brjóstgæðin
og umhyggjuna. Mér finnst hver
lygin skáka annarri i flestum fjöl-
miðlum og nær er mér að halda
að margir þeir gömlu séu mér
sammála um það. En pólitikus-
arnir verða að fara gætilega og
hagræða lyginni sem bezt þvi þeir
gömlu eru margir og atkvæðin i
veði. Ég ætla aö rekja úr þvi sem
að mér snýr.
Ég hef ekkert unnið mér inn
siðustu þrjú árin eða fjögur árin,
þoli ekki vinnu lengur. Ég var á
sjónum i 50- 60 ár og öll árin borg-
-aöi ég opinber gjöld oftast 50-70%
af tekjunum. Ég hélt að nú ætti ég
það sem eftir væri, en sú varð
ekki raunin.
Hús keypti ég i striðsbyrjun og
kostaði það 100.000 krónur og tók
langan tima að borga það. Ég
nota ekki allt húsið sjálfur og hef
þvi tekjur af húsaleigu og undan-
farin ár hef ég greitt um 100.000
krónur i alla skatta árlega.
Árið 1971 voru húsaleigutekjur
minar kr. 201.142.00
Ellilifeyrir okkar hjóna var
kr. 140.376.00
Samtals. 341.518.00
Af þessum tekjum er mér ætlað
að greiða i opinber gjöld krónur
242.954.00 Þá fer nú að fækka
krónunum sem við hjónin eigum
að lifa af yfir áriö þvi eftir verða
98.564.00 og eitthvað fer i viðhald
á gömlu húsi. Þá sér maður hvað
koma skal og lengi getur vont
versnað. Litið þætti pólitikusun-
um kaupið sitt yfir árið ef það
væri ekki meira en hjá mér. Nú
vildi mér það til að ég átti part i
gömlum mótorbát sem ég gat selt
á árinu. Ef til vill er það söluverö-
ið sem þeir ætla að hirða?”
HRINGIÐ í
síma86611
KL13-15