Vísir - 17.08.1972, Síða 3

Vísir - 17.08.1972, Síða 3
Visir Fimmtudagur 17. ágúst 1972 3 maður, bandariskur verkfræð- ingur og enn einn Bandarikja- maður, sem kom með bornum og vinnur við borunina, Áður voru þarna 4 Kanadamenn sem komu með hin fullkomnu mæli- tæki, sem hafa bent leitar- mönnunum á þennan stað. ,,Það gengur heldur seint að bora, það er svo anzi hart þarna undir. Við fáum nýjan og harðari hamar i borinn alveg á næstunni” sagði Bergur, Og þá ætti þetta að fara að ganga ,,Á þessi bor að geta gefið ykkur sýnishorn af þvi sem þarna er undir?” ,,Já, það er nú ætlunin að ná einhverju smávegis upp, svo aö hægt sé að rannsaka hvort við erum komnir á réttan stað. Við töldum ekki að nokkur bor hér á landi gæti unnið þetta verk.” ,,Hvað er orðið langt siðan þið byrjuðuð að leita fyrst?” „Það fara að verða 10 ár, en ekkert hefur þó verið gert sem heitið getur fyrr en núna. Við höfum nú verið hér i hálfan mánuð og við vinnum við þetta eftir atvikum, svona i skorpum. Enn þá h^fum við enga sönnun fyrir þvi að skipið sé þarna. Við höfum áður komið niður á togara hérna. — hér er fullt af skipsflökum i sandinum” Eruð þið nokkuð smeykir um að Hollendingar geri kröfur til skipsins, ef það finnst?” ,Það er ekki gott að segja, mér finnst nú ekki trúlegt að þeir skipti sér af þessu,, „Er ekki erfitt að grafa þarna i sandinn, þar sem allt er á floti?” „Jú að mörgu leyti. En ef skipið finnst á annað borð. þá er ekki svo erfitt að ná þvi upp. Það tekur auðvitað geysilegan tima og verður að gerast i áföngum. En meiningin er að þá yrði byggður garður þarna i kring, sandinum ausið upp og vatni dælt i staðinn, þannig að skipið „fljóti upp”. ,,Og ykkur leiðist ekkert hérna?” „Nei, það er gott að vera hér i einverunni. Og svo hefur veðrið yfirleitt verið mjög gott” sagði Bergur. Þar sem talið er að milli 100 og 200 manns hafi farizt með þessu skipi, spurðum við þá félaga, hvort þeir byggust ekki við að mikið yrði um beina- grindur þarna ofan i þvi. Ekki vildu þeir nú álita það, töldu liklegra að flestir hefðu flotið frá skipinu, eða komizt upp á sandinn og látist þar úr vosbúð. Ég held endilega að það séu þarna rommámur og ég bið bara eftir að finna romm- bragðið héhna af vatn- inu” sagði Hjörtur kokkur og hugði gott til glóðarinnar. Hollenska skipið var Indiafar og hét „Het Wapen van Amster- dam” og var flaggskip. Farmur þess var talinn geysilega dýr- mætur, metinn á 43 tunnur gulls, er það lagði af stað frá Bataviu á Java 1667 i sina seinustu ferð. Segja annálar að skipið hafi flutt gull og perlur, silfur og kopar, kattún, silki skarlat, og margt fleira. Eitt- hvað að þessu, einkum silki og ábreiður komust i land en talið er að langflest, einkum hinn þyngri farmur, hafi sokkið ofan i sandinn. „Jæja, þú heimsækir okkur aftur, þegar við höfum fundið skipið”, segir Bergur þegar við hyggjumst leggja af stað aftur. Og Þórir sezt upp i „Ljót” og ekur okkur niður að flugvélinni, svo að við losnum við pyttina. „Verður þetta ekki geysilegt fjárhagslegt tap, ef ekkert kemur út úr þessu” spyrjum við hann á leiðinni. „Jú, blessuð vertu, en skipið er hérna rétt við nefið á okkur, það er ég viss um og það hlýtur að finnast.” Við fljúgum i loftið beint upp af svörtum sandinum og vonum að næst getum við haft með okkureins og einn litinn stein úr gullskipinu góða, sem felur sig ofan i sandinum. —ÞS Leitarmenn veifa i kveöjuskyni frá „þorpinu” sem þeir búa i við slysavarnarfélagsskýlið, einangraðir langt frá allri mannabyggð. (Ljósm. ÞS) Felur flaggskipið „Het Wapen van Amsterdam” sig þarna ofan i sand- A hlaðinu: Hjörtur kokkur, Þórir, Bergur og Kristinn. inum? Borinn og bilarnir eru eins og vin i eyðimörkinni umflotnir af vatni austur undir miðjum Skeiðarársandi. NÝJA VATNIÐ STÆKKAR OG STÆKKAR Nýja vatnið heldur áfram að stækka nafnlaust og allslaust, — kannski verður það látið heita Kaldavatn, cnda er það Kalda- kvisl, sem látin var mynda þetta nýja stöðuvatn. i blaðinu i gær var illa farið með undirritaðan, þar eð höfundar myndatextanna misskildu það sem fram fór á myndunum. Það rétta var auðvitað að á for- siðumyndinni er verið að loka fyrir bráðabirgðafarveg Köldu- kvislar, sem rann þarna gegnum stiflumannvirkið. Eftir spreng- inguna var svo 7 steinsteyptum bitum, 25 tonn hver um sig rennt niður i opið á stiflunni og henni lokað enn rammlegar. Hin mynd- in, sem var á bls. 3. i gær, sýndi þennan sama skurð rétt áður en „sprenging aldarinnar” einsog þeir kölluðu hana i Þórisósi, kvað við og lokaði skurðinum. Þessimyndsýnire.t.v. betur en flest annað hvað gerðist, skurður- inn hefur lokast, en verkamaður- inn stendur á fyrstu 25 tonna súl- unni, sem sett var niður i stifluna, sprengingin er að fjara út. — JBP —

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.