Vísir - 17.08.1972, Side 5
Visir Fimmtudagur 17. ágúst 1972
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND
UMSJÓN:
HAUKUR HELGASON
„Ég er vélamaður," sagði konungur. „Hassan er sœrður"
Bjargaði lífi
sínu með brellu
Hassan konungur í
Marokkó ginnti ára'sar-
menn sina og bjargaði lífi
sinu með þvi að láta
orrustuflugmenn, sem
réðust á hann, halda að
hann væri helsærður.
Bróðir konungs skýrir frá
þessu i útvarpsviðtali. Þrjár
orrustuflugvélar réðust gegn
einkaflugvél konungs en hann var
á heimleið úr einkaferð. Skot-
hriðin skemmdi búnað i stjórn-
klefa Boeing 727-vélar konungs.
Afturhurð sprakk. Þá hafði
konungur samband við tilræðis-
mennina i sendi. Hann kvaðst
vera vélamaður og sagði, að
konungur væri helsærður og
einnig flugmaðurinn og aðstoðar-
flugmaðurinn. ,,,Vélamaðurinn”
sagðist mundu reyna að nauð-
lenda i Rabat, höfuðborg
Marokkó.
1 þessu fólst skýringin á þvi, að
orrustuflugmennirnir hættu
árásinni i miðjum kliðum.
Hermálaráðherra fremur
sjálfsmorð.
t bræði gerðu flugmenn árás á
flugvöllinn, þegar þeir komust að
raun um gabbið. Konungur leitaði
hælis bak við tré.
Flugmenn gerðu árásir á höll
konungs i miðri Rabat-
Ottaslegnir borgarar vissu
ekki, hvaðan á þá stóð veðrið og
flýðu i skjól. Ringulreið var
mikil.
Konungshöllin varð fyrir tölu-
verðum skemmdum, áður en
konunghollir flugmenn komu á
vettvang og ráku uppreisnar-
menn á flótta.
Konunghollar hersveitir undir
stjórn Oufkir hershöfðingja tóku
öll völd i borginni og réðust á
flugvelli, þar sem uppreisnar-
menn höfðu stöðvar.
Oufkir hermálaráðherra
framdi þó sjálfsmorð i morgun,
brotinn maður vegna
uppreisnarinnar i hernum.
Þetta er i annað skiptið á 13
mánuðum að reynt er að myrða
Marokkókonung.
Foringi uppreisnarmanna nú
Kouira var handtekinn af strand-
gæzlunni, er hann hafði stokkið i
fallhlif i sjóinn úr eyðilagðri flug-
vél.
Fyrir rúmu ári reyndu liðs-
foringjaefni að myrða hinn 43ja
ára Hassan og skutu 100 gesti i
veizlu konungs en misstu af
honum.
Mikill hluti flughersins virtist
hafa tekið þátt i uppreisninni i
gær.
Portúgalir myrtu 1000
- að sögn prests í Mósambík
Portúgalir drápu nærri
þúsund manns i Tete-
héraðinu í nýlendu sinni
Mósambík í Afríku til að
hefna fyrir árásir þjóð-
frelsishreyfingar landsins,
Frelimo. Þetta segir fyrr-
verandi trúboði i Mosam-
bik að hafi gerzt á tíma-
bilinu frá maí i fyrra til
marz i ár.
Faðir Luis Alfonso da Costa
sagði á blaðamannafundi i
Utrecht i Hollandi, að hann geti
sannað, að her Portúgala hafi á
þeim tima einnig myrt 92 manns i
Cabora-Bassa héraðinu. Meðal
þeirra var margt kvenna og
barna.
Kaþólski klerkurinn ætlar að
leggja sönnunargögnin fram á
kirkjuþingi, sem nú stendur i
Utrecht. Hann kveðst hafa farið
frá Mósambik i mai, þegar
stjórnvöld gerðu honum þá kosti
að fara úr landi eða sæta fapgelsi
ella.
„Brenndir lifandi"
Hann gaf upp nöfn sextán
manna, sem Portúgalir hefðu
brennt lifandi i þorpinu Antonio i
Mucumbura-héraöi i nóvember i
fyrra.
Tveimur mánuðum áður, segir
hann, höfðu hersveitir frá
Ródesiu tekið þátt i fjölda-
morðum á 18 innfæddum.
Presturinn segir, að flestir
biskupar Portúgala vinni með
rikisstjórninni og segi sem fæst
um ástandið i Mósambik. Stjórn-
völd i Portúgal kalla hreyfinguna
Frelimo kommúnistahreyfingu.
26 manna hópur kirkjumanna
frá Holl andi skýrir frá því, að
þeir hafi mótmælt handtökum
portúgalskra stjórnvalda á 1000
mótmælendum i Mósambik.
Meðal þeirra, sem hafi verið
handteknir i júni i sumar, hafi
verið tuttugu af forystumönnum
presbyterasafnaðarins þar.
Ilassan konungur hefur fleiri en eitt lif.
Salinger makkar
við N-Víetnama
TATARAR I SOVÉT
VILJA FÁ sin
LÝÐVELDI AFTIIR
Mörg þúsund Tatarar á
Krim biðja Bresnjev, for-
mann sovézka kommún-
istaf lokksins, leyfis að
mega halda aftur til gam-
alla heimkynna sinna.
Stalin útrýmdi sjálfstæða
Tataralýðveldinu árið 1944
og lét flytja 250 þúsund
Tatara nauðuga til Mið-
Asíu og Siberíu.
Talsmaður Tatara á Krim
segir, að tuttugu þúsund Tatarar
hafi undirritað bænarskrá til
Bresnjevs.
Þar er þess krafizt,að Tatarar
fái að flytjast skipulega til sins
gamla lands, og fái þeir rétt til
landsins, sem sé þeirra og mögu-
leika á þjóðlifi. Sjálfræðið, sem
Lenin gaf Tataralýðveldinu, verði
endurvakið.
Tatarar á Krim eru afkomend-
ur mongólskra Tatara, sem þang-
að komu á 13. öld.
Eftir rússnesku byltinguna
stofnsetti Lenin sjálfstætt sovézkt
sósialistalýðveldi Tatara. 1 ann-
arri heimsstyrjöldinni snerust
margir Tatarar á sveif með Þjóð-
verjum, en hins vegar voru
margir i Rauða hernum.
100 þúsund
létust
Þegar Rauði herinn náði svæð-
inu úr höndum Þjóðverja árið
1944, voru Tatarar, sem unnið
höfðu með Hitler, skotnir og allur
fjöldi fólksins fluttur til Asiu-
svæða Sovétrikjanna.
Tatarar á Krim halda þvi fram,
að 100 þúsund þeirra hafi látizt
vegna illrar aðbúðar, hungurs,
sjúkdóma og misþyrminga, i
flutningunum.
Stalin þurrkaði lýðveldið út.
Krustjev gat þess i árásum á
Stalin þegar einræðisherrann var
kominn neðar moldu, að þetta
hefði verið einn stórglæpur
Stalins. Töturum var veitt ,,úpp-
reisn æru” i yfirlýsingum
kommúnistaflokks Sovétrikjanna
árið 1967.
Pierre Salinger-McGovern „veit
og veit ekki”.
Vinnudeilur ógna enn
atvinnulifi i mörgum
brezkum höfnum, segir i
NTB-frétt i morgun,
þrátt fyrir samþykkt
meirihluta fulltrúa
hafnarverkamanna á
fundi i London i gær um
að hefja vinnu að nýju.
Margir hafnarverkamenn eru
æfir vegna samþykktar meiri-
hlutans.
Pierre Salinger, sem var
blaöafulltrúi John Kenne-
dys í forsetatið hans, segir
hafa rætt við fulltrúa
Norður-Vietnama i París á
vegum frambjóðanda
demókrata í forseta-
kosningunum, McGoverns.
Salinger kom i gær til New
York frá Paris. Hann kveðst hafa
tjáð Norður-Vietnömum, að
McGovern vænti þess, aö Norður-
Kommúnistinn Bernis Steer,
sem var ritari á fundinum i Lond
on, las upp yfirlýsingu frá skoð-
anabræðrum sinum, þar sem þeir
hafna samkomulaginu, sem Jack
Jones formaður sambands flutn-
ingaverkamanna beitti sér fyrir
manna mest.
Jack Jones hefur annars verið
talinn einhver vinstri sinnaðasti
verkalýðsforingi Bretlands.
Hann varð nú að una þvi að
vera kallaður” útsendari auð-
valdsins”. Vatni var skvett
Vietnamar reyni að semja um
frið eins fljótt og unnt sé, en biði
ekki eftir þvi, að „forsetaskipti
verði i Bandarikjunum”.
McGovern neitaði fyrst að vita
nokkuð um för Salingers en varð
siðan að viðurkenna, aö Salinger
hefði verið beðinn að athuga
möguleika á að striðsfangar yrðu
látnir lausir i N-Vietnam.
„McGovern vissi, að ég var að
lara til Parisar, og hann bað mig
að ræða um striðsfangana við
fulltrúa Norður-Vietnama”, segir
Salinger.
framan i hann af einum reiðum.
1 samkomulaginu sem var
samþykkt er gert ráð fyrir, að
félög, er nota gámur, ráði til sin
rúmlega 200 hafnarverkamenn.
Athugun skal gerð á atvinnu i
höfnum vfðsvegar um landið til
að finna meiri atvinnu handa
hafnarverkamönnum, en félögin.
þurfa minna vinnuafl, þegar
gámur eru notaðar.
Þeir róttækustu kreíjast hins
vegar þess, að aðeins hafnar-
verkamenn skuli hafa rétt til að
fást við gámufarm.
Enn hœtta á hafnardeilum —
JONES ÞOUR RAUNIR
Hœtt við stjórnarkreppu vegna litasjónvarps
itölsk stjórnmól eru sérstæð,
og nú liggur viö stjórnarkreppu
vegna litasjónvarps.
Lýðveldisflokkurinn hótar að
ganga úr rikisstjórninni, ef
Andreotti forsætisráðherra velji
franskt fremur en þýzkt kerfi
fyrir litasjónvarp á italiu og
reyndar ef hann stefni að þvi, að
litasjónvarp verði til frambúðac
„Það eru mikilvægari við-
fangsefni, sem biða lausnar, en
litasjónvarp,” segja lýðveldis-
menn.
Lýöveldisflokkurinn er litiil
en framtið ríkisstjórnarinnar
hvilir þó að miklu á stuðningi
hans.
Sjónvarpsframleiðendur eru
reiðir, af þvi að rikisstjórnin
ihugar, hvort nota skuli franska
kerfið, eftir að tiiraunir hafa
verið gerðar um árabil með
þýzku kerfi. t flestum Evrópu-
löndum er notað „Palkerfið”.