Vísir - 17.08.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 17.08.1972, Blaðsíða 6
6 Vísir Fimmtudagur 17. ágúst 1972 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Frétyastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnárfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Góða stórveldið Eftir að Sovétrikin voru afhjúpuð, svo að flestir blindir sáu og daufir heyrðu, bundu sósialistar viðsvegar trúss sitt við Kinverska alþýðulýð- veldið. Mao skyldi verða sá Messias, sem margir höfðu talið Stalin vera, meðan hann lifði. Mao réðst gegn heimsvaldastefnu Sovét- rikjanna. Hann gagnrýndi rikiskapitalisma Moskvumanna og bar á þá svik við hugsjónir sósialismanns. Gagnrýni hans var markviss. Sósialistar i öðrum löndum höfðu lengi fundið i hjarta sinu að margt af þvi sem Moskvumenn kölluðu ,,auð- valdsáróður” var rétt. Fjöldi sósialista tók samkvæmt forskrift Kin- verja að samlikja Sovétrikjunum og Bandarikj- unum. Þetta hefur einkum orðið einkenni ungra sósialista og kommúnista. Trúin á maoismann hefur reynzt vera draumórar. Það Kina, sem trúin byggist á, er ekki til. Þvert á móti er orðið augljóst, að Kin- verska alþýðulýðveldið er sama eðlis og Sovét- rikin. Illdeilur milli stórvelda kommúnismans eru þjóðernislegar. Þjóðernissinninn Stalin gerði Sovétrikin að ströngum föður allra kommúnistaflokka. Harð- stjórinn Stalin knúði fram auðsveipni við flokkinn i Moskvu. Mao telur sig meiri karl en svo að hann lúti valdi manna á borð við Krustjev eða Bresnjev. Sovétrikjunum mistókst að halda Kina sem leppriki. Kinversk þjóðernisstefna braut ofurvald þeirra. Upp reis nýtt Kina, stórveldið Kina. Afstaða Kinverja til Bangladess er at- hyglisverð. Kúguð Austur-Pakistan brauzt undan oki afturhaldsmanna i Vestur-Pakistan með að- stoð Indverja. Nýtt riki var stofnað. Leiðtogar þess boða sósialisma. Almenningur hafði tekið völdin af hernaðareinræði. Sjötiu og fimm milljónir manna höfðu fengið sjálfstæði. En þetta var ekki i samræmi við áætlanir i Peking. Leiðtogar Kinverska alþýðulýðveldisins höfðu þvert á móti gerzt einkavinir hernaðarfurstanna i Vestur-Pakistan. Með þvi bandalagi ætluðu þeir að ná sér niðri á öðru riki, lýðræðisrikinu Ind- landi. Kinverska alþýðulýðveldið studdi af öllu megni herVestur-Pakistana gegn alþýðunni i Austur- Pakistan. Striðið tapaðist Vestur-Pakistönum, þegar Indverjar sendu her sinn inn i Austur- Pakistan. Ella hefði kinverska hjálpin stutt fjöldamorðingja til sigurs yfir alþýðunni. Þvi fór fjarri að finna mætti i afstöðu Peking- stjórnarinnar vott þess alþýðukærleika, sem margir eigna henni. Afstaða maoistanna var hins vegar mjög svo dæmigerð fyrir stórveldi og heimsvaldastefnu allra tima. Hinn kinverski Messias var fals-Kristur. Það kemur þvi ekki á óvart, að Kinverska al- þýðulýðveldið beiti nú fyrsta neitunarvaldi i öryggisráði sameinuðu þjóðanna til að hindra inntöku Bangladess i samtökin. Stórveldið Kina skeytir þvi engu, þótt skammt sé liðið, siðan það var utan þeirra dyra. Rök stuðningsmanna Kina, þá eru nú auðvitað ómerkt, af þvi að i hlut á riki, sem var stofnað i óþökk Pekingsstjórnar. viljað ganga i kommúnistafiokkinn. (Ljósm.: ÁM.) Rússnesku skók sfjðmumar eru ekki rússneskar iiiiiiiiiin M) MÍM Umsjón: Haukur Helgason Boris Spasskí ver i Reykjavi! Iskákheiði Sovét 'ríkjanna. Hann er hálf-gyðingur og hefur ekki vits Botwinnik, sem var fæddur i Kuokkala, sem hafði heyrt Finn- landi til og er gyðingur að auki. Botwinnik var hins vegar, og er, góður þegn Sovétrikjanna, félagi i kommúnistaflokknum og tvivegis „krossaður” orðum „rauðs verkalýðs”. Botwinnik var heimsmeistari i þrettán ár. Tal gyðingur — Petrosjan Armeniumaður Rússinn Smyslow hélt titlinum skamma hrið, en þá tók við gyðingurinn Maichail Tal, sem var fæddur i Riga, höfuðborg Lettlands. Botwinnik sigraði bæði Smyslow og Tal i öðrum einvigj- um og hreppti tiilinn að nýju. (Tal var heimsmeistari 1960-1961). Loks batt Tigran Wartanovits Petrosjan enda á forystu Bot- winniks árið 1963, en Petrosjan er Armeniumaður, fæddur i Tiflis i Georgiu. Boris Spasski, sem ekki hefur gengið i kommúnistaflokkinn, varð heimsmeistari árið 1969. Heimmeistári kvenna Georgíumaður Jafnvel heimsmeistari kvenna i skák, Nona Terentjevna Gaprindasvili, 31s árs, sem hefur haldið þeim titli siðan 1962, er ekki Rússi heldur Georgiumaður. Paul Keres, sem hefur verið allra manna þrautseigastur sem „krónprins” skákarinnar, þótt aldrei hafi hann orðið heims- meistari, er ekki Rússi. Hann er Eistlendingur, sem varð Sovét- borgari, er Sovétrikin lögðu undir sig Balkanlönd. 104 skákmenn hafa hlotið stór- meistaratitil. Af þeim hafa 36 verið Sovétmenn, 12 Rússar og 24 ekki-rússar, að sögn Der Spiegel. Salo Flohr, sovézki stór- meistarinn, er jafnvel Tékkósló- vaki, sem flýði undan Þjóðverj- um árið 1938. og hefur dvalizt i Sovétrikjunum siðan. (Að mestu byggt á grein Der Spiegel). Allir skákmeistarar heims eftir heimsstyrjöld- ina hafa verið Sovétborg- arar, en aðeins einn þeirra hefur verið Rússi. „Mesti rússneski skákmeistarinn var hins vegar ekki Sovét- borgari," segir tímaritið þýzka Der Spiegel. „Skákin, „gaman kon- unga", er þjóðaríþrótt i Sovétrikjunum. Skáksam- band Sovétríkjanna hefur meira en þrjár milljónir fé- laga," heldur Der Spiegel áfram. Ungir kommúnistar í flokknum læra skák, stundum á undan stafróf- inu. t höllum ungkommúnista i Moskvu (æskulýðshöllum) er meira en 500 nemendum á aldrin- um 10 til 14 ára kennd skák, og kennarar gjarnan stórmeistarar. Samkvæmt dagskipun hermála- ráðherrans skulu hermenn i Sovéther leika skák til að þjálfa sig i þolinmæði og þrautseigju. Allir hinir heyrðu til minni- hlutaþjóðunum i Sovétrikjunum. Það er raunar ekki rétt, þegar við tölum um „Rússa” og eigum við Sovétmenn. Að visu eru Rússarnir valdaþjóðin i Sovét- samveldinu. Rússar eru taldir vera 55 pró- sent af ibúum Sovétrikjanna. Úkrainumenn eru taldir 18%, Belorússar 4%, Uzbekar 3%, Armeniumenn 1,5%, Georgiu- menn 1,5% og gyðingar 1 prósent. Meira en 100 aðrar þjóðir eru greindar i hinu mikla Sovétsam- veldi, sem spannar 8.647.249 fer- milur, frá Eystrasalti til Kyrra- hafs i Asiu, frá Norður-Ishafi til Svartahafs. Rússinn Aljekin flýði land Sovétrikin eigna sér ,,af örlæti sinu”, segir i Der Spiegel, annan skák-Rússa með sonum sinum. Það er Alexandrovits Aljekin, sem fæddist árið 1892 og var heimsmeistari árin 1927-1935 og 1937-1946. En Rússinn Aljekin var aldrei fulltrúi Sovétrikjanna. Hann fluttist úr landi árið 1921. Sovétstjórnin reyndi mikið til að fá hann heim eitir aðra heims- styrjöld, en án árangurs. Aljekin lézt árið 1946 ósigraður, nema af fengissýki, i útlegð i Portúgal. Botwinnik finnskur gyðingur. Þýzki gyðingurinn og skák- snillingurinn Emanuel Lasker fluttist hins vegar til Sovétrikj- anna árið 1935. Hann hafði verið heimsmeistari árin 1894-1921. Lasker kom sér svo til Banda- rikjanna árið 1938. Eftir andlát Aljekins var ekki heimsmeistari i skák i tvö ár, en þá kom til sögunnar fulltrúi Sovétrikjanna Michail Moisseje- Spasski hálfur Gyðingur Þessi iþrótt hugans hefur virzt vera sérgrein Rússa, og Boris Spasski, 35 ára, virzt vera „sann- ur Rússi”, segir i grein Der Spiegel. Sannur Rússi, sem þrátt fyrir alla skerpu sina yfirbugast stundum af tilfinningum. Hann grét eftir „hverja tapaða skák”, þegar hann var heimsmeistari unglinga, er álit Der Spiegel. Taugar hans brugðust jafnvel árið 1958 eftir ósigur gegn sovézka stórmeistaranum Mi- chail Tal. Hann syrgði jafnvel sigra sina og sagði: „Það var leiðinlegt, að við þurftum endi- lega að eigast við”. Þá hafði hon- um loks tekizt að sigra Tal, vin sinn. Dæmi er tekið um keppni við sovézka stórmeistarann Viktor Kortschnoj. Spasski fór með Kortschnoj yfir alls konar mögu- leika i skák, sem hafði orðið jafn tefli. t næstu skák þeirra vam Spasski á augabragði. Efti sigurinn er Spasski sagður hafi starað um hrið á andstæðing sim og siðan á dómarann, Salo Flohi stórmeistara, og siðan gengið út að glugga og virzt illa farinn yfii þvi, væntanlega, að hafa orðið sigra félaga sinn. En Spasski, þótt tilfinninga- næmur sé, er ekki hreinn Rússi. Móðir hans var gyðingur. For- eldrar hans slitu samvistum, likt og foreldrar Bobby Fischers, sem er einnig gyðingaættar. Rússar 55% Sovétmanna Spasski ver i Reykjavik heiður Sovétrikjanna sem skákstórveld- is. Allir fimm heimsmeistarar hafa siðan 1948 verið Sovétmenn, en aðeins einn Rússi, Wassilij Smyslow, heimsmeistari 1957- 1958.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.