Vísir - 13.11.1972, Blaðsíða 24

Vísir - 13.11.1972, Blaðsíða 24
VISIR Mánudagur 13. nóvember 1972 Fœrð víða þung ó Norðurlandi 37 bílar aðstoðaðir á norðurleið Aö sögn vegagerðarinnar er færð viöa þung á Norðurlandi. Agæt færö mun vera upp i Borgarfjörð úr Keykjavik, en Iloltavöröuheiöi er ófær. Lokaöist heiöin á föstudag, en þá v. e veður þar slæmt. Um miðjan dag i gær batnaöi veöur þar aftur, og var þá ákveðið aö hjálpa bilum sem safnazt höföu saman sitt hvorum megin viö heiöina, yfir hana. Voru þaö alis 37 bilar, sem var hjálpaö yfir, en þeir voru flestir á norðurleið. Snemma i morgun versnaði veöur aftur á Holtavörðuheiöi og er hún nú ófær með öllu. t Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslu er færð orðin þung. öxnadadalsheiöi lokaðist á 'laugardag og er nú ófær. Er þar mikill lausasnjór og skafrenningur. Talið er að mjólkurbilar geti komizt leiðar sinnar um öxnadalinn sjálfan og hægt verði að sækja mjólk á bæi þar. Verið er að moka leiðina frá Akureyri til Dalvikur. Einnig er verið að ryðja leiðina á milli Húsavikur og Akureyrar um Svalbarðsströnd og Dalsmynni. Vaðlaheiði er lokuð. Ráðgert er að reyna að moka alla leiöina á milli Reykjavikur og Akureyrar ef veður leyfir. -ÞM 66 erlendir togarar við landið og helmingur að veiðum fyrir innan Alls voru (>(> erlend veiðiskip viö landiö um helgina. Þar af voru 20 brezkir togarar að ólöglegum veiðum og 13 v-þýzkir. Hinir voru flestir I vari, enda lélegt veiðiveöur. Togararnir voru allir út af Vestfjörðum og Austfjörðum, en enginn fyrir Norðurlandi. Á sama tima i fyrra voru 95 erlend veiði- skip við landið. Fréttir hafa borizt um að brezkir togarar eyðileggi veiðarfæri islenzkra fiskibáta bæði fyrir vestan og austan land. Þegar Visir spurðist fyrir um þetta hjá Pétri Sigurðssyni i morgun, sagði hann að litið hefði verið kvartaö við Landhelgis- gæzluna vegna þessa. Hinsvegar virtust linu- og togbátar stöðugt eiga i einhverjum skærum inn- byrðis. Engar aðgerðir hafa verið uppi gagnvart landhelgisbrjótunum umfram venjulegar aðvaranir. — SG. „ENGIN LEYFI VEITT FYRIR LOFTFARr7 //Pað hefur ekki verið leitað til okkar um nein leyfi til að fljúga þessu loftfari. Ég efast raunar um að slíkt leyfi yrði gefið út nema í samráði við ráðu- neytið", sagði Sigurður Jónsson hjá loftferðaeftir- litinu i samtali við Vísi. Þrir menntaskólanemar hafa undanfarið unnið aö gerð geysi- stórs loftbelgs sem þeir hyggjast nota til að flytja sig um loftin blá fyrir veðri og vindum. Er ætlunin !eggja upp i flugferðina nú i vikunni. ,,Það sjá allir menn, að það eyr ekki mikiö vit i að leggja út i svona hluti i svartasta skamm- deginu þcgar allra veöra er von”, sagöi Sigurður Jónsson. Kvaðst hann ekki sjá betur en þessar ráðagerðir þremenninganna væru afskaplega barnalegar, en kvaöst að ööru leyti litið getað sagt um málið að svo stöddu. En þar sem hér væri um loftfar að ræða þyrftu menn að lúta lögum um slik farartæki og fá tilskilin — segir forstjóri lof t f erðaef tirlitsins um fyrirœtlun skólapiltanna leyfi. „Þessi saga öll ætti frekar heima i Spegiinum en dagblaði”, sagöi Sigurður og lét sér fátt um finnast þetta tiltæki þremenning- anna. _ SG- Fréttir um ósamkomulag byggðar á óskhyggju — segir Einar Ágústsson,utanrikisráðherra væri verið að reyna að finna tima >n vær> reiðubúin til samninga- byggöar á óskhyggju, sagði Einar ti] samningaviðræðnanna við viðræðna. Hann kvað erfitt að Agústsson, utanrikisróðherra, við Breta. Sendiherra Breta hefði finna tima, sem öllum hentaði. Visi i morgun. verið skýrt frá þvi, að rikisstjórn- —VJ Eg held að fréttir um ósam- komulag innan rikisstjórnarinnar um landhelgismáliö hljóti að vera — Hann kvaðst þó ekki geta skýrt frá þvi, hvaða afstöðu rikis- stjórnin hefði tekið fyrir væntan- legar samningaviðræður við Breta á næstunni. Að þvi er virð- ist hefur rikisstjórnin átt i nokkr- um erfiðleikum með að finna þann grundvöll, sem allir stuðn- ingsflokkar rikisstjórnarinnar geta sætt sig við. Utanrikisráðherra sagði, að nú Einar Agústsson sér ekkert ósamkomulag Eldur í Framnesi í Bjarnarfirði „Eldurinn gaus ó móti mér" ,,Eg gizka á aö tjón það sem eldurinn olli hafi verið um það bil hálf milljón, því aö hér brann rafstööin, fjósiö og bilskúr. t fjósinu voru tvær kýr og einn kálfur, og i biiskúrnum var jeppabifreið”, sagði Sverrir Eliasson, bóndi á Framnesi i Bjarnarfirði. cn þar kom upp cldur. aö þvi er talið er, I raf- stöövarhúsi á laugardag um klukkan sex. Að þvi er Sverris sagði hefði eldurinn getað iœstst i ibúðar- húsið einnig, ef vindáttin hefði ekki verið hagstæð. Ibúðarhúsið stendur um það bil 15 metra frá útihúsunum, en vindátt var að noraustan. ,,Við ætluðum að fara að horfa á sjónvarpið”, sagði Sverrir enn- fremur, ,,en urðum þá vör við að það var orðið rafmagnslaust. Ég fór þá út og ætlaði i rafstöðvar- býgginguna, en þá sá ég að það var farið að loga i öllu.” ,,Ég ætlaði að hraða mér i fjósið og opna það, en þegar ég opnaði gaus eldurinn á móti mér, og þá hafa dýrin án efa verið köfnuð af reyk fyrir löngu. Menn á næstu bæjum komu til hjálpar, en.það var litið hægt að gera, þvi húsin brunnu upp.” Allt er nú rafmagnslaust á staðnum, og einnig var simasam- bandslaust um tima. Sverrir sagði, að siðan i sumar hefði verið unnið við að leggja rafmagn að bænum og bjóst hann við að verða rafmagnslaus i um það bil 2-3 daga i viðbót. Hann sagði, að mjög lágt hefði verið vátryggt, en hann hélt að það hefði kviknað i út frá raf- magninu, en nýbúið var að setja ljósavél i gang. -EA. Leitað oð fðður 7óra Rangœings — sem skuldar meðlagið frá upphafi Reynzt hefur nauðsynlegt að birta í Lögbirtingablaðinu úr- skurð í barnsfaðernis- máli/ þar sem faðir sjö ára gamals Rangæings fyrirfinnst hvergi þrátt fyrir talsverða eftir- grennslan. Skuldar sá með- lag með barni sínu frá upphafi/ auk fæðingar- styrks barnsmóður og tryggingargjald. Dálagleg upphæð orðin. Ritstjóri Lögbirtingablaðsins tjáði Visi i morgun, að hann hafi ekki fengið úrskurð af þessu tagi til birtingar i blaðinu frá þvi hann hóf þar störf. En þessi sami úr- skurður hafi birzt á prenti i annarri mynd fyrr á þessu ári. Það sé mjög óvenjulegt, að þetta hart þurfi að ganga fram i inn- heimtu meðlaga. Leitin að manninum sem samkvæmt dómi aukadómþings Rangárvallasýslu er sannur að faðerni barnsins, hefur ekki borið annan árangur en þann, að leiða i ljós likur á að hann hafi haldið til Sviþjóðar fyrir all nokkru siðan. ÞJM. Enn er brotizt inn í Holtunum Brotizt var inn i söluturninn við Þverholt númer fimm á þriðja timanum aðfaranótt laugardags. Talsverð verðmæti hafði inn- brotsþjófurinn á brott með sér, þar á meðal voru tóbaksvörur, sigarettur og fleira, og skipti- mynt. Auk þess mun sá, sem þarna var að verki hafa tekið traustataki talsvert á þriðja hundrað getraunaseðla. Ekki hefur enn tekizt að upp- lýsa hver þarna var að verki. —LÓ Sá loga úr Eidur kom upp i Miönesi hf. I Sandgeröi, aðfaranótt iaugar- dags, en i húsinu er verbúð og einnig niatvöruverzlun. Kviknaöi i kyndiklefa, en eidurin breiddist ekki út. Aftur á móti fylltist húsiö af reyk og olli hann töluveröu tjóni, sérstakiega i verzluninni. og vakti fólkið Að þvi er lögreglan i Sandgerði tjáði blaðinu, mun liklega hafa kviknað i út frá oliu i kyndiklefan- um, eða eitthvað brunnið i kyndi- tæki. Miðnes hf.er tveggja hæða hús með risi og er búið á annarri hæðinni. Urðu ibúar eldsins ekki varir, fyrr en kona i næsta húsi sá loga úr skorsteininum og vakti upp i húsinu. Slökkviliðkom strax á vettvang og tókst að slökkva eldinn, og er ekki talið að mikið tjón hafi orðið af honum. En reykurinn _ olli töluverðu tjóni. —EA ÞAKKARSKEYTIÐ {15.15* 2066 lsrado ls 2009 rits 1s her eitt skeytl tiL mlk magnusson sem hann olour uma bldl sin hja ykkur nnnn zczc Lra912 LVC035 t4l lsrk co gBLv 068 039142560 CueveLeys oLackpooL 68 12 1435 cagel/50 mlk magnessan 'iceLandlc coastguard servlces reyk]avlk ssafa arrlved safeLy at fLeetwood stop v/ouLd you pLease cass gratefuL tnanks of the skipper crew hewlt fishlng co Ltd the town and fishing industry at fLeetwood to the iceLand coastguard servlces and members of lceLanoic flshlng industry for the whoLehearted and unseLflsh Lvc035 t4l tf mik reyk]avlk Page2/18 heLp and asslstance rendered in very dlfficuLt circumstances to the ssafa ward presldent fLeetwood fishlng vesseLs owners assoclatl (note pse deLlvery today) ok 7ok tks Formaöur félags fiskiskipaeigenda I Fleetwood hefur sent þakkarskeyti til landhelgisgæzlunnar fyrir veitta hjálp og aö- stoð, þegar togarinn Ssafa fékk á sig brotsjóinn i siðustu viku. Skeytiö var sent til Mikales Magnússonar, fréttamanns meö beiðni um aö koma þvi áleiðis til landhelgisgæzlunnar. „Þetta er ánægjulegasta skeyti,sem ég hef fengiö í hendur”, sagöi Mikael þegar hann sýndi okkur það i morgun. — SG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.