Vísir - 29.01.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 29.01.1973, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Mánudagur 29. janúar 1973 vísm Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi $6611 (7 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Okkur vantar fé, tœki og fólk Bæði Samband islenzkra sveitarfélaga og ein- stök landshlutasamtök sveitarfélaga hafa hvatt öll sveitarfélög landsins til að leggja af mörkum til Vestmannaeyjasöfnunar sem svarar 500 krónum á hvern ibúa viðkomandi sveitarfélags. Ef öll sveitarfélög bregðast vel við, má með þessum hætti fá 100 milljónir króna i söfnunina. Þessi hvatning samtaka sveitarfélaganna er stærsta átakið i útvegun fjárhagsaðstoðar vegna eldgossins i Heimaey. Ef rikið leggur fram svipaðan hluta af tekjum sinum, ættu að geta komið 200-300 milljónir króna til viðbótar. Og framlag rikis og sveitarfélaga á að geta náðst án sérstakrar skattlagningar. Þar að auki á erlend fjárhagsaðstoð að geta numið verulegum fjárhæðum. Rikisstjórnin af- neitaði i gærkvöldi þeirri stefnu Þjóðviljans, sem sett var fram á föstudaginn og itrekuð á sunnu- daginn, að ekki mætti taka við fjárhagsað- stoðinni, sem mörg erlend riki hafa boðið. Fyrstu viðbrögð rikisstjórnarinnar, þegar að- stoðin var boðin, voru fremur kuldaleg og á þann veg, að bezt væri að biða og sjá til. Þóttust margir sjá i þessu endurspeglun á ótta Þjóðviljamanna við, að Bandarikjamenn mundu auka vinsældir sinar hér á landi með fjárhagsaðstoð við Eyja- menn. En i gær tók rikisstjórnin hins vegar af skarið og tjáði sig hlynnta erlendri aðstoð. Það fé, sem þegar hefur verið notað, er að mestu leyti frá einstaklingum og fyrirtækjum, sem brugðu skjótast við. Framlög munu áfram berast frá slikum aðilum og geta fljótlega numið verulegum fjárhæðum. Þegar allt þetta er talið saman, er trúlegt, að ná megi saman meira en hálfum milljarði króna, áður en til róttækari aðgerða kemur, svo sem almennrar skattlagningar. Engin leið er enn til að átta sig á, hvort slik fjárhæð mundi nægja. Enn sem komið er nemur tjón, tekjutap og björg- unarkostnaður ekki allri þessari upphæð. Svo getur hæglega farið, ef ekkert lát verður á gosinu, að slik fjárhæð verði allsendis ónóg. Enginn íslendingur mun færast undan þvi að taka á sig verulegar byrðar til að létta undir með Eyjamönnum, sem hafa sýnt einstæðan dugnað og æðruleysi i hörmungum sinum. Þegar þær byrðar hafa verið vegnar, munu menn taka þær á sig með glöðu geði. Enn er ótalin aðstoð, sem staðið hefur til boða, en aðeins verið þegin i litlum mæli. Varnarliðið á Keflavikurflugvelli hefur haft til taks þyrlur, flugvélar og mikinn annan búnað, auk vel þjálf- aðra björgunarsveita. Þetta var aðeins notað fyrstu nóttina, en siðan hefur varnarliðinu að mestu verið haldið utan við aðgerðir. Þóttust margir kenna þar áhrif frá Þjóðvilja- mönnum rikisstjórnarinnar, sem ekki mega til þess hugsa, að gagnsemi varnarliðsins verði Islendingum almennt ljós. Nú hefur Aimanna varnaráð hins vegar lýst þvi yfir, að það beri ábyrgð á samskiptunum við varnarliðið, og þar með hefur það veitt rikisstjórninni hálfgerða af- lausn. Það skiptir svo sem litlu, hver tekur á sig skömmina, ef menn hafa það i huga, að hörm- ungarnar i Eyjum eru alvarlegri en svo, að unnt sé að láta framboðinn útbúnað, fjármagn, og mannafla ónotaðan. Að bjarga andlitinu Sérhver þátttak- andi i Indó-Kinastriðinu, beinn og lika óbeinn, telur sig hafa sigrað. Nixon forseti kallaði það frið með sæmd, sigur i þeim skilningi, að Bandarikjamenn hefðu náð fram „réttri sort af friði.” Nguyen Van Thieu, forseti Suður-Vietnam, heldur þvi fram, að kommúnistar hafi tap- að og Saigon komið frá þessu sem sigurvegari, þar sem Norður-Viet- nam hafi ,, neyðzt til að láta af árásarstefnu sinni gegn suðri.” Le Duc Tho, aðal- samningamaður Norður-Vietnam, kallaði samkomulagið „mikinn sigur fyrir vietnamska fólkið.” — Til þess að fá rétta merkingu i orðið ,,fólk” eða þjóð” i kommúnistamáli má skipta á þvi og orðinu,,kommúnistar”. Ráöstjórnarrikin, sem helltu hernaöar- og efnahagsaöstoö til „félaganna” i Noröur-Vietnam árum saman, fullyrtu einnig, aö „fólkiö” hafi sigraö, mestan part fyrir tilstilli „hjálpar og stuön- ings Ráöstjórnarrikjanna og ann- arra socfalistarikja”. Kina, sem einnig lagöi drjúgan skerf til aöstoöar Noröur- Vietnömum, lýsti yfir sigri „fólksins.” Þvi er almennt trúað, að i Austurlöndum séu menn mikiö I mun „aö bjarga andlitinu.” — Þaö var mikiö um slikt einmitt I samkomulaginu, sem Henry A. Kissinger og Le Duc Tho náðu i Paris. Bandarikjamenn og Suöur- Vietnamar voru þeirrar skoðun- ar, að hlutlausa beltið við saut- ánda breiddarbaug ættu aö vera afdráttarlaus mörk milli rikj- anna, sem kommúnistastjórn Noröur-Vietnams yröi aö viröa. Noröur-VIetnamarsögöu.aöengin slik landamæri gætu komiö til greina, þar sem Vietnam væri i rauninni ein þjóð. Lausnin: Hlutlausa beltiö var yfirlýst timabundin aðskilnaðar- lina, sem mást mundi burtu af sjálfu sér eftir sameiningu Norður-Vietnams og Suður-Viet- nams að liönum frjálsum kosningum. En þar sem frjálsar kosningar sýnast heldur ósenni- legt fyrirbæri I hvorugu ríkinu um ófyrirsjáanlega framtiö, veröur hlutlausa beltiö markalina um „stundarsakir” svona mest i llllllllllll m íh Umsjón: Guðmundur Pétursson Nixon. Tho. Kissinger. oröinu, en i reyndinni veröurþaö um ófyrirsjáanle^a framtiö. — Allir björguðu þó andlitinu. Bandarikjamehn og Suöur- Vietnamar sögöukt aldrei mundu þola, aö Suöur-lVIetnam yröi þröngvaö til sameiningar. Noröanmenn og Víet Congar kröföust sameihingar, en þó þannig aö stjórn Thieus yröi sparkaö út. Lausnin: „Eftirlitsráö endur- hæfingar og einingar” á að skipu- leggja kosningar þar sem Saigon-stjórnin, Viet Cong- hreyfingin og óháðirættu jafna fulltrúa. En þar qem þetta ráö á að starfa á þeim grundvelli, „aö einungis samhljööa álitsgeröir þess skuli teknar til greina” — blasir framtið þess þannig við, að þar renni flest út i orðaskák og litið annað. A meðan verður stjórn Thieus áfram við völd. — En andliti var bjargað. Meðan viðræöurnar stóðu yfir, hreyfðu Bandarikin margsinnis við þvi máli, að eitthvað þyrfti að gera gagnvart þeim 145.000 norður-vietnömsku hermönnum, sem þeir töldu vera i Suður-Viet- nam. Suður-Vietnam sagði, aö þessar hersveitir teldu 300.000 menn og enginn friður væri hugsanlegur, fyrr en þeir væru allir á brott úr Suður-Vietnam. Norður-Vietnam sagði að þeir ættu ekkert herlið í Suður-Viet- nam, og alla vega mundu þeir hvergi fara. Að loknum viðræðunum hæddist Le Duc Tho, að „hinni svonefndu spurningu” um hersveitir Norður-VIetnams. Crtkoman: Ekki var minnzt einu oröi á þetta atriöi i sam- komulaginu. — Ennþá einu sinni var andlitinu bjargað. Bandarikjamenn vildu eftirlit fjögurra þjóða, sem hefðu á sinum vegum 5000 manna öryggissveitir, auk svo liðsauka aöilanna sjálfra. Og jafnframt það, aö þessar sveitir hefðu full- komiö feröa- og athafnafrelsi i öllum afkimum landsins. Hanoi vildi i mesta lagi 250 manna alþjóðlega öryggisveit, sem heföi þó mjög takmarkaö ferða- eða athafnafrelsi. Lausnin: Þaö verða 1.160 menn i öryggissveitum alþjóöaeftir- litsins. En um leið er gert ráð fyrir aö það þurfi samhljóða álit eftirlitsráösins til þess að láta til skarar skriða, ef berast skýrslur um brot á vopna- hlésskilmálunum. Þetta sama skilyröi var einmitt það, sem reið fyrra eftirlitsráöinu aðfullu, eftir að þaö hafði verið sett á laggirnar i samningum áriö 1954. — Samt sem áður, — andlitinu var bjargað. Allir aðilar striðsins gengust inn á það, aö grundvt llarsjónar- miöiö um sjálfsákvöi'öunarrétt þjóðarinnar i Vietnam veröi virtur. Allir taka þeir skýrt fram, aö fólkiö veröi sjálft að ákveða framtiö sina. Og héðan i frá, hvernig sem allt annað fer, munu bæði Hanoi og Saigon gera sitt itrasta til þess aö „sjálfsákveöa” fólkiö. og Van Thieu — allir björguðu þeir andlitinu. En hvað um það, hefur verið bjargaö. andliti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.