Vísir - 12.06.1973, Page 13
12 VIsir' Þriðjudagur 12. júni 1973. vísir Þriðjudagur 12. júni 1973. 13
Spor
i rs
átt
SwLip
tf£ v
Kla *
Eusebio fékk
gullskóinn
Undramaðurinn Eusebio
skoraðr 4 mörk, þegar lið
hans sigraði Montijo 6-0 í
síðustu umferð Portúgölsku
deildarkeppninnar.
Þar með vann Eusebio
„gullna skóinn", sem sá
knattspymumaður hlýtur,
sem flest mörk skorar á
keppnistímabilinu.
Fyrir helgina voru þeir jafnir
aö mörkum Eusebio og Vestur-
Þjóöverjinn Gerd Mueller en 4
mörk Eusebios i siðasta leiknum
réðu úrslitum.
Akveöið hefur verið, að leikur
til heiðurs Eusebio, og jafnframt
hlýtur hann allan ágóöann, verði
milliBenfica og heimsliðs 31. júli
næst komandi.
Meðal kappa, sem þar munu
koma saman má nefna Gerd
Mueller, Pele, Bobby More og
Gordon Banks.
STÆRSTA GOLF-
MÓT HINGAÐ TIL
Pierre Roberts keppn-
in i golfi fór fram um
helgina á Nesvellinum.
Mikill fjöldi kylfinga tók
þátt i keppninni og voru
keppendur alls nærri 1(50
að tölu.
í meistaraflokki sigr-
aði Loftur Ólafsson NK.,
i hinni raunverulegu
Pierre Roberts keppni
en þegar henni lauk
héldu 24 efstu menn
áfram og léku 18 holur i
viðbót. Sú keppni gilti i
stigakeppni Golfsam-
bandsins og þá tókst
Thomasi Holton, að ná
forustunni en Loftur
varð i öðru sæti.
Loftur Ólafsson fór 18
holurnar á 72 höggum en
Thomas Holton á 76
höggum. í þriðja sæti
varð Gunnar Júliusson
frá Akranesi með 77
högg en bróðir hans
Július varð fjórði á 78
höggum.
í fyrsta flokki sigraði
Konráð Bjarnason NK á
82 höggum. Jón t»ór
Ólafsson GR. varð ann-
ar á 84 höggum en hann
varð að leika bráðabana
við Eirik Smith GK og
Eyjólf Jóhannsson GK
um annað og þriðja sæt-
ið. Jón varð hlut-
skarpastur, Eirikur
hlaut þriðja sætið og
Eyjólfur það fjórða.
í öðrum flokknum var
mjög hörð keppni og
þurftu þeir Guðmundur
Ófeigsson og Donald
Jóhannsson að leika til
úrslita um fyrsta sætið.
Guðmundur varð hiut-
skarpari en báðir fóru
þeir 18 holurnar á 87
höggum. Jóhann
Reynisson, Jón Árnason
og Magnús Guðmunds-
son komu allir inn með
90 högg og þurftu þvi að
leika til úrslita um það
hver hlyti þriðja sætið. í
úrslitunum sigraði Jó-
hann Reynisson.
Jakobina Guðlaugs-
dóttir sigraði i
meistaraflokki kvenna
en í öðru sæti varð Anna
Aðalsteinsdóttir. í
fyrsta flokki kvenna var
Sigrún Ragnarsdóttir
hlutskörpust og Inga
Keppendur aö undirbúa sig fyrir keppnina á Nesvellinum um helgina.
öðru
Magnúsdóttir
sæti.
Magnús Birgisson
varð i fyrsta sæti i ung-
lingaflokknum en Hallur
Þórmundsson i öðru
sæti.
Það var allra rómur,
FRANSKA
KOVACS MEÐ
að skipulag keppninnar
allt og ástand vallarins á
Seltjarnarnesi hefði ver-
ið til mikillar fyrir-
myndar.
Keppnisstjóri var
Kjartan L. Pálsson.
LANDSLIÐIÐ
Stefan Kovacs, sem verið hcfur
þjálfari hollenzka liösins Ajax og
leitt það þrisvar til sigurs I
Evrópubikarkeppninni, hefur nú
verið ráöinn sem þjálfari og
stjórnandi franska landsliösins.
Þetta kom fram i yfirlýsingu for-
seta franska Knattspyrnusam-
bandsins 1 Parls á föstudaginn.
Kovacs gerði samning til eins árs,
en ekkert er þvl til fyrirstööu, að
sá samningur verði framlengdur.
Ilann mun byrja nýja starfið 1.
ágúst næstkomandi.
Kovacs tekur við af Georges
Boulgne, en hann hefur verið
gagnrýndur mjög vegna þess, hve
Frakklandi hefur gengiö illa I
forkeppninni fyrir heims-
meistarakeppnina.
Einn+einn=einn
Hvað á þetta nú að þýða?
Einn plús einn eru auðvitað
tveir. Víst er það. Meiningin
er bara að minna þá, sem
ætla að fara að mála, á það
að nú er hægt að fá alla liti
sem þeir geta látið sér detta
í hug, með því að blanda
saman tveimur grunnlitum.
Einn plús einn af hinum 40
grunnlitum gefur einn af
hinum ótal mörgu litum í
litrófi Hörpu. Stór Hörpulita-
bók gefur yfirlit yfir mögu-
leikana. Og þar eru hlutföllin
gefin. Alltaf miðað við tvo
grunnliti, og stærð dósanna.
Odýrara og einfaldara getur
það ekki orðið fyrir þá sem
vilja velja og ráða sjálfir.
Auðvelt að fá hæfilegt magn
og viðbót nákvæmlega eins.
Látið HÖRPU gefa tóninn.
HARPA
EINHOLTI 8
Thomas Holton sem sigraði i stigaktppni Golfsambandsins um helgina.