Vísir - 07.11.1973, Blaðsíða 16
Miftvikudagur 7. nóvember 1973.
WNSÆl
GIRÐING
Giröingin kringum Seölabanka-
bygginguna viö Sölvhólsgötu
viröist vera vinsæl meöal ungra
manna og kvenna, sem vilja tjá
sig.
i nótt voru fjögur ungmenni
handtekin, þar sem þau voru aö
máia slagorö á giröinguna. Eitt-
hvaö virtust þau ekki sátt við
bygginguna. Lögreglan handtók
þau.
l'au eru oröin nokkuð mörg,
skiptin, sem lögreglan hefur
handtekiö fólk fyrir aö mála á
þessa giröingu. Giröingin er lfka
orðin anzi litskrúöug, og ber mest
á fjólubláum litá henni. Engin til-
raun viröist hafa vcrið gerð af
hálfu þeirra, sem giröinguna
eiga, til aö hreinsa hana. —öll
Fékk sér
smurt brauð
og peninga
Maöur kom til Ilreöavatnsskála
í leigubil fyrir stuttu. Hann fór
inn og pantaöi smurt brauö.
Afgreiöslustúlkan fór innfyrir til
aö taka til brauöið. Þegar hún var
þar, heyröi hún, aö klingdi i
peningakassanum eins og veriö
væri aö opna hann. Ilún flýtti sér
fram og stóö maöurinn þá viö
peningakassann. Stúlkan gcröi
ekkert frckar i málinu. Þegar
fariö var aö gera upp kassann um
kvöldiö, kom I Ijós, aö þaö vantaði
nokkur þúsund krónur. Máliö
var kært. Lögrcglan I Keykjavik
handsamaöi manninn svo, en
hann neitar sakagiftum, , þótt
afgreiöslustúlkan segi, aöenginn
annar komi til greina. _oh
Staurfótur
meiddi
leikara
Þaö getur stundum verið
áhættusamt starf að vera leik-
ari og kemur oft fyrir, aö leik-
arar veröi fyrir einhverjum
meiðslum á lcikviðinu. Guö-
mundur Magnússon lcikari
liggur nú á sjúkrahúsi vegna
mciösla á hné, scm hann fékk,
er hann gekk meö staurfót i
sýningu Þjóöleikhússins
„Ilafiö bláa hafiö”. Lék
Guöinundur i þremur sýning-
um hjá Þjóðleikhúsinu
um þcssar mundir og voru
æföir nýir menn inn fyrir hann
i „llafiö bláa hafið” og
„Elliheimilið”, en „Sjö
stelpur” veröur ekki sýnt fyrr
en eftir áramót af þessunt
sökum.
Guömundur lék gamlan
skipstjóra i „Hafiö bláa
hafiö”, en Ilákon VVaage
hefurnútekið við hlutverkinu.
Þórhallur Sigurösson hefur
tekið viö hlutverki Guömund-
ar I Ellihcimilinu, sem sýnt cr
i Lindarbæ. Guömundur hefur
nú veriö skorinn upp I hné, en
ekki er gcrt ráð fyrir, aö
hann geti mætt til leiks i
Þjóöleikhúsinu alveg á næst-
unni. —ÞS
Guömundur Magnússon I
hlutverki skipstjórans meö
staurfótinn I „Hafiö bláa
hafiö”.
„SJÓRÁN"
tyrir austan
— fimmtán isienzkir togarar moka
upp fiski og smábátarnir aflalausir
Þeir eru æfir af reiði,
smábátaeigendur og
hásetar þeirra, sem
róa frá Borgarfirði
eystra, Seyðisfirði og
fleiri höfnum á
Austfjörðum. Ástæðan
er sú, að fyrsta nóvem-
ber s.l. var togurum
leyft, samkvæmt
samningum, að fara
inn á veiðisvæði smá-
bátanna út af
Glettinganesi og toga
þar innan um linulagn-
ir smábátanna.
„Viö höfum veitt þarna i sum-
ar og haust og aflað ágætlega.
Þaö er yfirleitt mikill fiskur
þarna, og við höfum séð
frystihúsunum hér á fjörðunum
fyrir nægu hráefni”, sagði
Hallgrimur Vigfússon á Borgar-
firöi eystra, er hann ræddi við
Visi i morgun.
„Togararnir skófla upp öllum
fiski, sem þarna er, á skömm-
um tima. Nokkrir smábáta-
eigendur héðan hafa undanfariö
reynt að vera við á sinum
heimamiðum innan um
togarana, en það hefur gengið
misjafnlega. Enn hafa engar
skemmdir orðið á veiðarfærum
okkar, en við erum aðallega
með linu núorðið. I sumar og
fram á haustið voru þó margir
triliukarlanna með handfæri”.
Eigendur smábátanna frá
Borgarfiröi munu vera kringum
fimmtán talsins. Tala smá-
bátaeigendanna á Seyðis-
firöi mun nokkuð hærri, og Vis-
ir skýrði fyrir nokkrum dögum
frá óánægju Norðfirðinga, en
þeir hafa sömuleiðis verið
hraktir af miðum sinum vegna
ásóknar togaranna.
„Það voru um fimmtán togar-
ar að veiðum út af Glettinganesi
i gær”, sagði Hallgrímur Vig-
fússon, ,,og þeir voru allir
islenzkir”.
Togararnir sigía núna flestir
eða ailir með fiskinn á erlendan
markað, og þvi er hætt við, að
frystihúsin standi uppi
verkefnasnauð, ef smábátarnir
hætta að afla handa þeim. Eins
og Hallgrimur sagði, þá mun
aflinn hafa verið ágætur
undanfarið, en nú fer að vernsa
hagurinn, ef togararnir skófla
upp hverri bröndu.
„Þeir eyðileggja þessi mið”,
sagði Hallgrimur, ,,og verða
ekki lengi að þvi”. — GG.
Vilja eiga
fiskinn einir
— og veiða því á friðaða svœðinu
eins og útlendingarnir — enn láta
skipstjórar fyrir vestan ekki verða
af hótun sinni um að sigla í land
Skipstjórar og út-
gerðarmenn á Vest-
fjörðum biða nú eftir-
væntingarfullir eftir
þvi, hvernig samið
verður við Breta. Hvað
eftir annað hafa reiði-
raddir skipstjóra
heyrzt i blöðum — þeir
og fleiri segja 50 milna
landhelgi út frá Vest-
fjörðum lifsnauðsyn.
Lifsnauðsyn fyrir sig
og lifsnauðsyn fyrir
fiskinn.
Samt hefur Landhelgisgæzl-
an staðið fjóra Vestfjarðatogara
að veiöum inni á friðaða svæð-
inu út af Kögri.
Visir hafði fyrir nokkru tal af
Hermanni Skúlasyni, skipstjóra
á Júliusi Geirmundssyni, og
sagði hann þá fullum fetum, að
Islenzku skipin færu inn á frið-
aða svæöið, eins og færeysk skip
og önnur erlend við landiö, þar
eð honum og fleiri skipstjórum
fyndist blóðugt að sjá útlend-
inga „andskota upp þeim fiski,
sem okkur er ætlaður”.
Dómsmálaráðuneytið hefur
nú falið bæjarfógetanum á tsa-
firði að taka skýrslur af skip-
stjórum á Vestfjarðamiðum um
ástandið á miðunum.
Enn hefurengin skýrsla verið
tekin. „Það stafar af þvi”, sagði
bæjarfógetinn, Björgvin
Bjarnason,” að skipin héðan
lágu inni fyrir helgina siðustu
vegna óveöurs. Nú eru þau öll
farin á veiöar og koma senni-
lega ekki inn fyrr en um næstu
helgi. Skýrlsur verða teknar af
skipstjórunum eftir þvi sem
þeir koma til hafnar”.
Sagöi Björgvin, að enn hefðu
engir skipstjórar látið verða af
hótun sinni að sigla i land vegna
óljóss ástands i samningsmál-
unum við Breta.
Þau skip, sem bæjarfógetinn
mun helzt hafa áhuga á að fá til
hafnar vegna skýrslugerðarinn-
ar, eru stóru skuttogararnir
fjórir, sem gerðir eru út frá tsa-
firði, Hnifsdal og fleiri Vest-
fjarðahöfnum.
— GG.
í
* wÉiá
HVER SER
VEGFAR-
ANDANN?
Á þcssari mynd má greina eina
af þeim fjölmörgu ástæðum, sem
geta valdið slysum. Til vinstri á
myndinni sést stór vöruflutn-
ingabill. sem hefur stöðvað viö
gangbraut og sett stöðuljósin á.
Fyrir aftan hann stöðva einnig
bílar, en þcir eru allir með fuil
Ijós á. Billinn, sem kemur á móti
þessari hersingu, á þvi I erfið-
leikum með aö greina, hvað er að
gerast, og ekki bætir rigning og
dimma upp útsýnið.
Ætli lesendur hafi tekiö eftir
þvi, að það er manneskja að fara
yfir götuna? Hvitar buxur ber i
billjósin vinstra megin á
myndinni. Sæist þessi mann-
eskja, ef hún væri i dökkum
buxum?
Það eru geysimörgsvona smá-
atriöi, sem valda hinum sifelldu
slysurn á gangandi og akandi. Sá
timi, sem nú fer i hönd, er
viðsjárverðasti timi ársins til að
ferðast á götum úti, þvi að þá
verða flest umferðarslysin.
Ástæða er til að hvetja menn til
að fara varlega sem endranær og
taka jafnt eftir stóru og smáu
atriðunum.
—ÖII/Ljósm: Bragi
FOSTUREYÐINGAR FYRIR ÞING I
NÆSTU VIKU
„trúlega eitt umdeildasta mól þingsins" segir
skrifstofustjóri heilbrigðisróðuneytisins
Þá er komið að þvi, að citt unt-
deildasta mál hér á landi i dag,
frjálsar fóstureyðingar, koini til
meðferðar alþingis, en gert cr
ráð fyrir að heilbrigðisráðherra
leggi I næstu viku frani frumvarp
til laga um fóstureyöingar.
Frumvarpið hefur verið kynnt i
suinar og hafa spunnizt um það
ntjög heitar umræður.
Jón Ingimarsson, skrifstofu-
stjóri i heilbrigðisráðuneytinu
sagði blaðinu i morgun, að gert
væri ráð fyrir, að Magnús
Kjartansson heilbrigðisráðherra
legði frumvarpið fram i neöri
deild i næstu viku. Verður frum-
varpið lagt fyrir i óbreyttri mynd,
en væntanlega visað til heil-
brigðis- og félagsmálanefndar,
sem siðan mun leita umsagna og
taka við athugasemdum, eftir þvi
sem ástæða þykir til. Sagði Jón,
að gera mætti ráð fyrir, að frum
varp þetta verði mikið rætt á
þinginu og óvist, hvenær það
fengi endanlega afgreiðslu.
„Það er ekki óliklegt, að þetta
mál verði „rjúpumál” þingsins i
vetur”, sagði Jón ennfremur.
Rjúpumál eru stundum kölluð
þau mál, sem mestar deilur verða
um, eftir deilunni sem varð á
aiþingi fyrir möpgum árum um
friðun rjúpunnar
Frumvarpið, sem lagt verður
fyrir þing i næstu viku, er mjög
Itarlegt, en samkvæmt þvi er
gert ráð fyrir, að konan hafi úr-
slitavald um þungunarrof, svo
framarlega sem læknisfræðilegar
ástæður mæla ekki gegn aðgerð.
ÞS