Vísir - 29.11.1973, Blaðsíða 7
Yisir. Fimmtudagur 29. nóvember 1973.
cTVlenningarmál
Mektarbokki ó hundavaði Magnús Jónsson
Þaft er einkennilegt um ólaf
Jónsson hve leikdómar hans ein-
att virðast einhvern veginn utan-
verðir. llonum er i lófa lagin
mjög svo skýrleg, röggsamleg
svipmótun dóma sinna á hinu
ytra borði þeirra og nvtur þá
jafnan andlegs atgervis og áskap-
aðrar stilfimi sinnar. Kn jafn-
framt er einatt eins og honum
veitist örðugt að fylla ytra form
dóma sinna.
betta úthalds- og áhugaleysi,
eða hvað á að kalla það, var þvi
miður fjarska glöggt i leikdómi
hans um sýningu Leikfélags
Akureyrar á Don Juan á dögun-
um.
(Ofangreind klausa er reyndar
úr dómi Ólafs um sýningu LA,
hann er þarna að skrifa um Arnar
Jónsson en hans eigin nafn er sett
inn i textann orði vikið við til
samræmis.)
Að velja sér veg
Leikdómurinn sem Ólafur
hefur valið fyrirsögnina: ,,Að
velja sér veg” ber þvi einkar
glöggt vitni að leikdómarinn eins
og veigrar sér við að takast af
fullri einlægni á við leikritið hvað
þá heldur sýninguna. Þar kemur
fram stefnuleysið sem einkennir
skrif gagnrýnandans, hann velur
sér ekki veg sjálfur, i stað þess
hefur hann jafnan frammi vanga-
veltur af þessu tagi:
„Hver er þá Don Juan? Á svör-
um leikara og leikstjóra við þeirri
spurningu veltur skilningur og
meðferð leiksins i heild. Það þarf
i fyrsta lagi að gera grein fyrir
dæmalausu aðdráttarafli hans á
allt sem i pilsum gengur, og
raunar fleiri til, óskertu
áhrifavaldi hans leikinn á enda
yfir öllu öðru fólki á sviðinu ekki
bara kvenfólkinu og þjóni sin-
um Sganarelle, heldur lika föður
sinum afgömlum, Don Louis og
meira að segja sárreiðum bróður
hinnar forsmáðu frú Elviru, Don
Carlos. Don Juan er sú gáfa gefin
að vefjá um fingur sér hverjum
sem hann vill. Að minnsta kosti
öðrum þræði er Don Juan lika
rökfastur raunhyggjumaður,
neitar að trúa öðru en þvi sem
hann sér og heyrir og þreifar á,
trúarjátning hans i stystu máli
sagt að tvisvar tveir séu fjórir og
tvisvar fjórir átta.
En við mannlýsingu hans á
sviðinu þarf i öðru lagi að huga að
þvi að Don Juan er i leiknum lýst
sem gerspilltum manni, sem
einskis svifst til að fá svalað fýsn-
um sinum. gengur hiklaust á orð
að eiða og launar engu það sem
honum er vel gert, bregður fyrir
sig svikablæju hræsninnar þegar
önnur ráð þrýtur. Hann þrumar
lika beina leið til helvitis i eldi og
reyk að leikslokum.
Það er likast til rétt að hafa
þann bókmenntasögulega fróð-
leik i huga við sviðsetningu leiks
ins að Don Juan er að einhverju
leyti saminn i andsvaraskyni við
þær undirtektir sem fyrri leikur
Molieres, meistaraverk hans um
hræsnarann Tartuffe, hlaut á
meðal hirðar og kennilýðs. Hvað
sem þvi liður kemur fram ein-
kennilega mögnuð mannfyrirlitn-
ing i ýmsum áhrifamestu atriðum
leiksins, svo sem i lokaþættinum
um hræsni Don Juans, eða þá
hinu einkennilega atriði þeirra
Sganarelles i upphafi þriðja þátt-
ar þar sem Sganarelle kveður lif-
inu lof af öllum kröftum, en Don
Juan hrekur jafnharðan kenningu
hans með þögninni einni saman,
samtali hans og fátæklingsins
iskóginumum mátt bænarinnar
siöar i þættinum.”
Fjarskalega kemur mér það
spánskt fyrir sjónir, að Ólafur
Jónsson finnur „einkennilega
magnaða mannfyrirlitningu” i
þvi sem hann nefnir hið ,,ein-
kennilega atriði þeirra Sganar-
elles i upphafi þriðja þáttar”,
ekki fæ ég skilið i hvaða skyni
Ólafur mælir með þeim bók-
menntasögulega fróðleik sem
hann tilgreinir i ofanskráðri til-
vitnun, en aftur á móti er það
augljóslega röng staðhæfing sem
hann heldur fram: ,,Don Juan er
sú gáfa gefin að vefja um fingur
sér hverjum sem hamv. vill."
Fvrir henni er ekki fótur hvorki i
sýningunni eða leiritinu.
Magniís Jóiisson.
Oskiljanleg ummæli
Ofangreindri tilvitnun klykkir
Ólafur Jónsson út á dæmigerðan
hátt:
,,Svo mikið er sem sagt vist að
af nógu efni er að taka, margra
útvega völ i meðferð Don Juans
hlutverk sjálfs hans og leiksins i
heild.”
Ólalur Jónsson hefur enga
skoðun. Það er vissulega
„margra útvega völ.” Hann snýr
sér að þvi að dæma sýninguna:
,,En á Akureyri virtist mér að
þeir Magnús Jónsson leikstjóri og
Arnar Jónsson i hlutverki Don
Juans, láti sér nægja að leggja
þetta efni fyrir án verulegrar úr-
vinnslu, sjálfstæðrar túlkunar
hugmyndaefnisins i leiknum.”
Nú væri gaman að fá svör
gangrýnandans við nokkrum
spurningum: hvað þýða þessir
frasar? Hvað eru veruleg og hvað
þá óveruleg úrvinnsla og hvað er
sjálfstæð túlkun og hvað þá
ósjálfstæð túlkun hugmvndaefnis
i leiknum?
i Sem ég hreinrita þessa grein
berst mér i hendur nýr leikdómur
el'tir Ólaf, um Brúðuheimilið. Þar
segir á einum stað: „Vinkona
Noru, lrú Linde, er raunar eitt
hinna vanþakklátu Ibsens-hlut-
verka. sem korna l'yrir i hverjum
leik og jafnan er hætt við að verði
útundan skilningi. sjálfstæðri
túlkun efnisins.")??
Enn vellir ólafur vöngum : ,.Eg
býst við að unnl sé að leika Don
Juan hvort heldur vau'i sem
jákvæða „hetju” sem ferst fyrir
siðahræsni samfélagsins á annan
veg, en hinn voginn sem neikvæð-
an sjúkan „skálk" sem i leikslok
l'ær sin makleg málagjöld. En
þarna i milli verður að velja túlk-
unarleið að ieiknum og hlutverk-
inu."
Hvað sá ólalur á sviðinu?
Annan hvorn úrkostinn sem hann
telur tækan. Enginn riik l'ærir
hann fram lyrir þvi að annar
kosturinn skilaði betri sýningu en
hinn. Hann auglýsir eftir milli-
leið. llvað sá hann á sviðinu?
Um túlkun á hlutverki Don
Juans segir hann enn:” — en lik-
ast til verður Sganarelle að sinu
leyti ekki alskapaður nema sam-
l'ara miklu ráðnari túlkun Don
Juans en þér var til að dreifa”.
Hvað þýðir þetta Ólafur:
„ráðnari túlkun”?
Loks kemur skoðun i Ijós
I ruglingslegum vangaveltum
Ólals kemur a.m.k. á einum stað
Iram einhver skoðun, sem rök-
studd er með tilvisun til texta
leiksins. „Þórhildur Þorleifs-
dóttir réð hér hins vegar ekki
þeim farsaleik sem sifelld ham-
skipti frú Elviru i leiknum kalla i
rauninni á.”
Nú vill svo til að það blandast
varla nokkrum manni sem
sýninguna sér hugur um það, að
leikkonan hefur ekki uppi neina
tilburði til þess að túlka hlutverk
Elviru með farsakenndu sniði.
llér erum við sem sé átalin fyrir
að ná ekki þvi marki sem við
keppum augljóslega ekki að.
Ilvers konar vinnubrögð eru
þetta? Dæmigerð. Gagnrýnand-
inn dæmir úl frá sinum privat for-
sendum og gerirokkur upp tilætl-
an sem er okkur fjarri. t þessu
kcmur l'ram það bil sem er á milli
gagnrýnenda og leikhúsfólks.
llann dæmir úl frá sinum for-
sendum, sem hann hirðir ekki um
að rökstyðja, en lætur lönd og leið
okkar forsendur.
Æskileg gagnrýni
Leiklistargagnrýni af þvi tagi
sem hér hel'ur verið gerð að um-
ræðuefni kemur engum að gagni,
nema þeim sem lifir á að fram-
leiða hana. Þvi væri ekki úr vegi
að lýsa skoðun sinni á hinni æski-
legu gagnrýni. Góður gagnrýn-
andi, þ.e. gagnrýnandi sem getur
gert bæði leikhúsfólki og áhorf-
endum gagn, þarf l'yrst og fremst
að geta gerl sér grein l'yrir l'or-
sendum hverrar sýningar, þ.e. að
hverju stefnir jiað fólk sem
vinnur sýninguna. Hann þarl' að
geta lagt mal á það hvorl sýningu
takist þaðsem til er ætlast og ekki
siður þyrfti hann að geta dæmt
um forsendurnar, geta hrakið
þær eða staðfest eftir þvi sem
honum finnst skynsamlegt og list-
rænt vit i. Og umfram allt þarf
hann að rökstyðja skoðanir sinar.
En til að leggja sig fram um slikt
þarf gagnrýnandi vist að bera
nokkra virðingu l'yrir lislrænni
viðleitni i stað þess að sýna opin-
skáa fyrirlitningu sina með hugs-
unar og skoðanaleysi.
Islen/.kl leikhús þarfnast þess
vissulega að gagnrýnendur þess
setji fram rökstuddar skoðanir i
staðinn lyrir rövl.
LÆTI FYRIR NORÐAN
eftir
i
Olaf Jónsson
Atriði úr leikritinu ,,I)on Juan”
að er sjálfsagt að taka imdir læti að
norðan. En frómt frá sagt helil ég að vanda-
laust liafi verið að SKILJÁ umsögn mina
um I)on Juan á Akureyri — ef menn bara
VILJ A skilja það sem þar stendur. En þetta
geta áhugamenn um efniö athugað sjálfir,
án frekari atbeina okkar Magnúsar Jóns-
sonar — greinin kom hér i blaðinu láda
nóvember.
Annað mál er það að sá skilningur,
skoðun, mat á sýningunni sem þar var
reynt að lýsa getur eftir atvikum verið rétt
eða rangt. Það má vel vera að ég hafi van-
metið aðferðir og árangur sýningarinnar
þegar ég sá hana. En sé svo, þá cr að lýsa
þvi sem mishermt er og leiðrétta allan mis-
skilning. Það gerir Magnús Jónsson ekki.
Hitt er aftur á móti misskilningur leik-
hússtjórans að i faili sem þessu sé það eða
geti verið verk gagnrýnandans að gera
grein fyrir forsendum sýningarinnar, list-
rænni stefnu hennar, leggja mat á það
hvort henni hafi tekist það sem til hafi verið
ætlast. Það var þvert á móti aðal-aðfinnsla
min að sýninguna skorti skýra stefnu-
mótun, skilmerkilcgar forsendur fyrir
meðferð viðfangsefnisins. Það var aldeilis
ekki Ijóst til hvers leikstjórinn ætlaðist af
leiknum. fc g mundi taka þakksamlega
upplýsingum um það hver þessi stefna og
forsendur leiksins voru. En það segir
Magnús Jónsson ekki.
Annar misskilningur frá er þaö að
gagnrýnanda, eða aðra áhorfendur, beri að
þessari, eða hverri annarri sýningu með
fyrirfram ákveönum hugmyndum eða
skoðun um endanlega úrkosti efnisins, hinn
rétta skilning þess. Ég reyndi i umsögninni
um Don Juan að lýsa hugsanlegum
skilningsleiðum að efninu, sem allar liggja
um skilning og túikun aðalhlutverksins, á
annan veg mætti sjá hann sem „jákvæða
hetju", hinn veginn sem „sjúkan skálk".
Þetta voru auðvitaö bara dæmi, Magnús
minn, og þeim má breyta, tala t.a.m. um
„sjúka hetju” eöa „jákvæðan skálk". Og
svo framvegis.
Mergurinn málsins cr sá að þegar annars
vegar er svo margrætt vcrk sem Don Juan
vcrður ekki hjá þvi komist að velja sér veg
að efninu i meðförum. Nógu skýr skilningur
efnisins, „réttur” eða „rangur”, leiðir af
sjálfu sér til vcrulcgrar, sjálfstæðrar, ráð-
innar túlkunar og úrvinnslu efnisins, hug-
myndanna i lciknum og einstakra hlut-
vcrka hans. Dæmi um þessháttar sjálfráða
mcðferð leiks, sem ef til vill gcngur að
einhverju leyli á snið við tilætlun leiksins,
samkvæmt textanum, sjáum við þessa
dagana á sýningu Þjóðléikhússins á
Klukkustrengjum. Úr þvi. verður allténd
fjarska skemmtileg leiksýning — gerólik
sýningu Lcikfélags Akureyrar i vor. Ilún
verður samt ekki verri fyrir það, að gcfnum
sinuin forsendum, efnum og ástæðum að
aðrar aðferðir að efninti gefist cinnig vel.
En að þvi var fundið i umsögn minni um
Don Juan að Leikfélagi Akurcyrar tækist
ekki nein slik „sjálfstæð mcðferð” leiksins
— til þess skorti allar forscndur i skilningi
og stefnumótun lciksins. Sýningunni á
Akureyri virtist nægja að leiða frásagnar-
efni leiksins létt og lauslega fyrir sjónir. Er
þetta ekki nógu skýr og skiljanleg lýsing,
mcð réttu eða röngu, á forscndum og stefnu
sýningarinnar, eins og hún kom mér fyrir?
Þar var ennfremur lýst þeirri skoðun að
leikurinn nyti sin hest i miklu stílfæröari,
farsagerðari sniðurn en hér var stefnt að,
sömuleiðis þvi áliti að undir markvisri leik-
forustu rnundi áhöfn leiksins á Akurcyri
valda slikri meðferð hans. En þetta hefur
Magnús Jónsson ekki séö þótt hann læsi
greinina.
Með þessu held ég samt að svarað sé
fyrirspurnum eða aðfinningum Magnúsar
út af Sganarelle, Elviru i sýningunni fyrir
noröan. Eins og annað efni leiksins ræðst
skiiningur og túlkun þessara hlutverka
mikils til af meðferð og skilningi aðalhlut-
verksins. Hitt er rétt: Þórhildur
Þorleifsdóttir lék engan farsaleik i hlut-
verki Elviru. En þvi fór þvi miður fjarri að
hún sýndi fram á að annar túlkunarmáti
væri farsælli.
Don Juan er sem sagt margrætt og
slungiö verk. i þeim kröggum að ráða fram
úr efni hans kann en þarf ekki að vera stoð i
þcim fróölcik að leikurinn hafi að einhvcrju
leyti verið saminn i andsvaraskyni við
árásir þær sem fyrra lcikrit Moliércs, um
hræsnarann Tartuffe, varð fyrir og frægt
hefur orðið i leiklistar- og bókmennta-
sögunni. Þá réðust herskarar hræsnar-
unna, hirðar og kirkju að höfundinum. Don
Juan fjallar um hræsni og hræsnara,
útsmoginn fant sem öllu vefur um fingur
sér sem hann mætir i lciknum, jafnvel þeim
sem sjá i gcgnum sviksemi hans, allténd I
svip. Eitt gervi hans er hins rökvisa
raunhyggjumanns sem engu trúir. i þvi
gervi gerir hann gahh og háö að lofgerð
Sganarelles unt mátt og dýrð mannsins, trú
fátæklingsins i skóginum á mátt
hænarinnar i tveimur einkennilega áhrifa-
miklum atriðum i leiknum. Mannfyrir-
litning eða ekki? Það skiptir minnstu. En
uppger hans við hræsnina i sinum marg-
hreyttu myndum er meginþáttur i
hugmyndafari Don Juans.Um það licfur
Magnús Jónsson kannski ekkert hirt.
að cr skiljanlegt að Magnúsi Jónssyni
sé sárt um leikhúsiö scm hann starfar viö
og verk sin á sviöinu. Þess vegna hefur
honum verið ögn þungt i skapi þegar hann
skrifaði greinina sem að ofan stendur, og
hefði að visu verið vcrt að ræðast við um
þetta og önnur hugleikin efni í meira
bróðerni. En það finnst mér sorglegasti
misskilningur hans að það lýsi ónógri
viröingu hvað þá opinskárri fyrirlitningu
fyrir ágætum starfskröftum leikhússins á
Akureyri að ætlast til ntarkvisari og
metnaðargjarnari vinnubragða af þeim en
raun har vitni á sýningu Don Juans. Þá
væri maður hreint ekki aö dandalast til
Akureyrar til að horfa þar á leiksýningar i
misjafnri færð og jafnan margar og
misjafnlegar blikur á lofti.