Vísir - 12.01.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 12.01.1974, Blaðsíða 4
4 Visir. Laugardagur 12. janúar 1974 cyyienningarmál Jón Kristinn Cortes skrifar um tónlist: Snillingar í heimsókn Sinfóniuhljómsveit tslands: Tónleikar I Háskólabiói, 10.1.’74 stjórnandi: Vladimir Askenasi, einleikari: John Williams, gltar. Efnisskrá: Sergej Prokofjeff: Slnfónla nr. 1, „Klasslska” Joaquin Rodrigó: Fantasia para un Gentilhombre. Pjotr Tsjaikovský: „Manfred ”-sin- fónlan. Háskólabió má segja að hafi verið eitt stórt eyra og auga á tón- ieikum Sinfóniuhljóm- sveitar islands sl. fimmtudagskvöld. í ’fyrstu var ef til vill meira af „auganu,” margir komu eflaust til að sjá snillingana, stjórnandann og ein- leikarann, en ég er þess fullviss að „eyrað” hafi smám saman náð yfir- höndinni. Allt lagðist á eitt með það, prýðisgott verkefnaval, leikur hijómsveitarinnar, snilldarleg stjórn og öryggi og tækni ein- leikarans John Williams. Þaö var skemmtileg fjölbreytni, I verkefnavalinu. Áheyrendur fengu aö heyra / „niltíma”-klasslska sinfónlu. meö hljómsveit af Haydn-stærti, kammer-hljómsveit meö eift- leikara, og aö lokum „yfir”-stærö af sinfóniuhljómsveit, (á okkí.r mælikvaröa), meö auknum blásurum, slagverki, hörpumí og orgeli. Það tókst! / 1. sinfónía Prokofjeffsj sem kölluö er „Klassiska”-sinffinlan, er ákaflega vinsælt verk, elíKi slzt vegna þeirrar glettni, sem.I henni býr. Ekki skemmir heldur, aö höfundur henrar var áí' sínum tíma leiöandi /ímaöur „ómstrlöu”-stefnunnar upp úr aldamótunum. Aö formiíil er hún einsog Haydn-sinfónla, para meö smáýkjum eins og t.d. einu takt- slagi of mikiö hér, einu of lítiö þar. bessir litlu hlutifr koma á óvart, alveg eins og hjá Haydn, svo ekki sé talaö um þegar nútíma-stílbrigöin skjóta upp kollinum, eins og tilfiragöbætis. Hljómsveitin lék verkið meö tilliti til þess og geröi marga stórgóöa hluti. Gavollan - vinsæla I 3 kafla, (sem kernur I staö njsnúetts) meö slnum óvæntu tóntegunda- skiptum, var leikirrí'af mikiu fjöri og snilld, og lokakaflinn var geysilega spennrindi: getur hljómsveitin haldi’ þessum hraöa til enda? Þaö var eins og tón- skáldiö heföi lag(í fyrir, aö hann skyldi leika einsbratt og hljóm- sveitin getur, (ilkt og Mozart sagöi um / lokakafla „Haffner”-sinfótllunnar: leikiö eins hratt og bassarnir komast). Og þaö tókst! ■ „Fantásla” Rodrigos bauö upp á kammerhljómsveit meö gitar- einleik. VerkiÖ er byggt upp af lögum sem hirögltaristi Filippusar 4. s/imdi á seinni hluta 17. aldar. Tónskáldið tengir þar saman gömul og ný stílbrigöi á svo meistaralegan hátt, aö athyglin dofijar aldrei.Svo mjúk- lega var farib úr gömlu stefunum út I nútímaúrvin’nslu, aö áheyrandinn áttaöi sig ekki fyrr en hann er kominn úr 17. aldar stemmningu yfir I 20. aldar stemmningu. Ekki fæ ég með orðum lýst hve hrifinn ég var af leik hljóm sveitarinnar. Hún lék af sllkri alúö, varfærni og skilningi á eöli og styrk einleikshljóöfærisins, aö unun var á aö hlýöa. Er þar ekki sizt aö þakka stjórnandanum, sem gætti þess vel, aö hiö hárflna hlutfall milli einleikara og hljóm- sveitar hélzt, aö mestu. Ekki þori ég aö fullyröa þaö, en mér fannst sem gitarinn væri magnaöur gegnum hátalarakerfi hússins. Ef svo var, þá var vel gert. Dálitið rauðir i framan Þriöja hljóms veitarstæröin kom fram I „Manfred”-sinfónlu Tsjaikovskýs. Þetta stórbrotna og skemmtilega verk heyrist allt of sjaldan i útvarpi eöa hljóm- John Williams — hreif jafnt áheyrendur og hljómsveit. leikasal, af hvaða ástæöum sem það er. Þaö var gaman aö sjá hljómsveitina svona stóra blöa eftir hljómsveitarstjóranum, mér fannst sem væri glímuskjálfti I mönnum, sérstaklega málm- blásurum. Verkið er hermitónlist (prógram-music), og sem sllkt ákaflega skemmtilegt. Upphaf 1. kaflans var vel leikið, og er á leiö, þegar tónlistin veröur dökk og drungaleg, fóru blásararnir aö njóta sin, og á sterkustu stööunum voru menn orönir dálítiö rauöir I framan. Þaö eina sem mátti finna aö var aö stundum var leikiö nokkuö gróft, en þaö var eins og þessi grófleiki félli inn i verkiö. Allir hljóöfæra- flokkar stóöu sig vel, sérstaklega slagverkiö, sem undirstrikaöi hrynjandina á áhrifamikinn hátt. Og málmblásararnir, sem léku af meiri krafti og öryggi en ég minnist hafa heyrt til þeirra áður. Strengir og tréblásarar stóðu vel fyrir sínu, og smá „skvak” i einblööungi skemmdi ekki svo mikiö, þótt þaö kæmi á frekar óheppilegum staö einu sinni. Valdið á verkinu Stjórnandinn, Vladimir Askenasi, má vera mjög ánægöur meö sinn hlut, og við Islendingar meö okkar, (svo framarlega sem viö þökkum okkur fyrir aö hann reyndi sig við hljómsveitarstjórn I fyrsta sinn á islenzkri lista- hátíö). Þaö er beinlinis ótrúlegt hve miklu valdi hann hefur náö á þessu erfiöa hlutverki, og hve vel hann kunni verkin. baö eru ekki allir stjórnendur sem geta stjórnaö blaöalaust. Hann var alltaf að, gaf allar nauösynlegar bendingar og meir en þaö. Fyrir utan þaö var gaman aö sjá hann stjórna, innlifunin glfurleg, og hljómsveitin svaraði „orðalaust” hverri skipun. Vonandi leikur og stjórnar Askenasi hér á hverju ári. Það eru vafalaust margir, sem hafa ekki áttaö sig á þvi, aö Vladimir Askenasl — vonandi leikur hann og stjórnar á hverju gítarinn, þetta litla heimilishljóð- færi, geti orðiö svo stórt I höndum frábærra listamanna. John Willi- ams lék „Fantasiuna” með þvilikum ágætum, aö tónleika- gestir munu lengi minnast. Leikur hans var svo áreynslu- laus, blæbrigðaríkur og sann- færandi, og tækni svo mikil, aö eina stundina fannst mér sem veriö væri aö leika á tvo gitara, aöra að fær harpsikordleikari væri á sviðinu, og svo auövitaö aö John Williams væri aö leika. Hann hreif alla I salnum, jafnt áheyrendur sem hljómsveit. Aö launum fékk hann ákaft klapp áheyrenda, sem fyrir þaö fengu aö launum tvö aukalög. Ég hef aldrei orðið var viö aöra eins þögn I salnum eins og á meöan hann lék aukalögin. Fyrra lagiö sýndi gjörla fingrafimi Williams, þaö siöara hve góöur túlkandi listamaöur hann er, en þaö var litiö og ljúft lag. Það er mikill fengur aö fá slikan listamann I heimsókn, og verður aö þakka tónlistarklúbb Menntaskólans i Hamrahliö fyrir aö fá hann til aö halda aukatón- leika i skólanum þar I dag. Þar komast örugglega færri að en vildu. Um Guðsgjafaþuiu Ansi var gaman að lesa i Morgunblaðinu fyrir jól greinaflokk Matthiasar Johannes- sens um Guðsgjafa- þulu. Eini gallinn að greinarnar skyldu endilega þurfa að birtast i miðri jólaös. Að réttu lagi þurfti maður að halda þeim til haga og lesa i sam- fellu þegar allar voru. komnar til að hafa fullt gagn af þeim. bað sem flestum hefur liklega þótt hnýsilegast (betra orö en „forvitnilegur” sem er vist nýnorska) I greinum þessum, þaö er greinargerð sem þar er höfö eftir Halldóri Laxness sjálfum um fyrirmyndir verksins i raunverulegleikanum og þá kannski sér i lagi skyld- leika tslandsbersa við Óskar Halldórsson útgerðarmann. En ekki var það ýkja margt sem kom lesendum sögunnar beinlinis á óvart i þessum fróö- leik. óskar Halldórsson var svo alkunnur maður á sinni tið aö hann er I minnum hafður enn I dag, og þegar Guðsgjafaþula kom út I fyrra var óðar farið að segja að þar væri óskar lifandi kominn þar sem Islandsbersi var. En það var fjarska lærdómsrikt að fá nú greinar- gerö höfundar sjálfs fyrir þvi sem skylt er og óskylt með þessum fésýsluköppum tveimur. Saga og mynd Annar fróöleikur af svipuðu tagi I greinunum kann þó aö hafa komið meir á óvart lesendum þeirra og sögunnar svo sem það sem þar var sagt af fyrirmyndum baróns Gottesens og Heidwigar Skaldegrimsen f o r n s a g n a m á 1 a r a . Og myndirnar sem fylgdu grein- unum voru metfé, kannski bestar af öllu saman, önnur af Óskari Halldórssyni og Halldóri Laxness ungum á Ráðhúsplássi I Kaupmannahöfn vorið 1920, rétt i sama mund sem Guös- gjafaþula er að fara að ske, hin af Godtfredsen, fyrirmynd barónsins, á hinu sama torgi ásamt meö islenzkum höföingjum. Þær verða gild heimildef snjall teiknari skyldi einhverju sinni ráðast I aö myndskreyta Guðsgjafaþulu sem ég held að væri þjóðráö. Eða ef vekjast skyldi upp mann- skapur til að gera kvikmynd eftir sögunni. bá veröur nú „góöa bió” þegar það veröur úr. En auðvitað hefur enginn sagt aö öll kurl séu komin til grafar ! greinunum um Guðsgjafaþulu. Auövitað geta menn eftir sem áöur haldið áfram að spá I efni sögunnar. Heyrt hef ég, til dæmis, tilgreindar fyrirmyndir manna, bolsevíka og verkalýös- brodda i sögunni sem ekki er getið I greinunum. Og svo er vafalaust um fleiri. Efnið og stillinn Þótt fróöleikur um fyrir- myndir og efnivið skáldskapar sé oft skemmtilegur í sjálfum sér, þá er þaö annar hand- leggur hvort hann segir manni nokkuð, hvaö þá nokkuð nýtt sem máli skiptir um skáldverk sem úr efni þessu hefur verið samiö. Greinarnar um Guðs- gjafaþulu voru ekki siður til þess fallnar að vekja áhuga manns á fólkinu sem þar var sagt frá, ævi og afdrifum þess, en meira eða minna endurkasti þess i sögunni. Og þetta hygg ég aö gildi almennt talaö um fræöi af þessu tagi — einnig þegar þau koma fram i gervi svonefndra vísinda. Þau vísindi kunna en þurfa ekki aö miöla markveröri þekkingu á vinnubrögöum höfundar sem hlut á aö máli, en oftar en ekki hafa þau næsta litiö fram aö færa til skýringar og skilnings á sjálfu verki hans. Þaö hefur lika sýnt sig að hug- myndafræðileg útlistun Guðs- gjafaþulu með tilheyrilegum samanburði við fyrri verk höfundarins gefur ekki allténd mikið i aðra hönd. Ætli menn verði ekki að ráðast i að stúdera á henni stilinn ef þeim er i mun að ráða i „gátur” sögunnar? Slik athugun mundi kannski i fyrsta lagi beinast að kimni hennar og gáska, lifsmagni setninganna i texta Halldórs Laxness, undarlegri sam- blendni gamans og alvöru i sögunni. Af hverju stafar þokki setningar eins og þeirrar allra fyrstu i bókinni: „Vorið 1920, nærri eggtið, um það bil sem danir voru að hugsa um að afhrópa hjá sér kónginn, þá var ég að hugsa um dálitið annað...” Hvaðan koma allt I einu hátiðleg orðtök náttúruverndarmanna um gimsteina islenska lif- kerfisins inn i þennan óhátiö- lega texta þar sem verið er að tala um minka og loðbændur? Og svo framvegis. Ennfremur held ég að i ræki- legri athugun sögunnar verði að gefa náinn gaum að kven- lýsingum og hlut kvenna i sög- unni t.a.m. hinurr. kynlega kafla um bióferð þeirra sögumanns og Bergrúnar Hjálmarsson i Góöa Bió. Hvers lags skapa- skipti verða þar i sögunni? Og það kann að koma á daginn að til dæmis arsenikþáttur i bókinni er engan veginn eindreginn farsi. Hvað er skop- legt við dauðu mennina i 25ta kafla sem átu arsenik af þvi aö þeir héldu aö það væri öl? Aftur á móti varö arsenikmálið i Reykjavlk áriö 1969 aldrei neitt nema farsi. Opin i báða enda 1 fyrstu greininni um. Guðs- gjafaþulu var vikið nokkuð að formi sögunnar — essay-róman sem Halldór Laxness kallar hana á útlendu máli: „Ritgerðarskáldsaga og heimildarskáldsaga eru að þvi leyti andstæður, að heimildar- skáldsagan hlitir þeirri kvöð að nota aldrei annað en skráðar heimildir sannfræðilegar, en i ritgerðarskáldsögu er aldrei vitnað I sagnfræðilega heimild, heldur eru heimildirnar sem vitnaö er I tilbúningur frá rót- um, þó þær eigi staö I veruleik- anum”. Heimildarskáldsaga leitast við að kanna á eigin spýtur sannsöguleg efni, veita nýja skáldlega skýringu á raunréttri atburðarás. En ritgerðar-skáld- saga? Það er nú engin nýjung aö margskonar sannsöguleg efni og ýmislegur frásagnar- háttur komi fyrir i skáldsögum. Ætli heitið essay-róman segi meir en að form skáldsögunnar sé einkar frjálslegt, „opið i báöa enda”, og rúmi þess vegna margvlsleg efni, sönn og login, sem örðugra yrði að koma við öllum i senn i kórréttara skáld- sögusniði, þar sem á meðal annars þarf að „ljúka” öllum söguefnum og helzt að láta söguna bita i hala á sjálfri sér. En Guðsgjafaþula liggur ekki i hring.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.