Vísir - 28.01.1974, Side 1

Vísir - 28.01.1974, Side 1
64.árg.— Mánudagur 28. janúar 1974. —2:5. tbl. FIMM SINNUM MtlRI 10ÐNA íN Á SAMA TÍMA / FYRRA — yfir 60.000 tonn komin á land — Börkur NK aflahœstur — sjá baksíða Stórskotahríð r FH-inga, en Is- landsmeistarar Vals komust 8 mörkum yfir og máttu svo þakka fyrir jafntefli gegn Víking! STÖÐVA KOKKAR HÓTELIN NÆST? — baksíða • HANNES FÉKK HESTINN — sjá baksíðu Fíllinn Ahmed stoppaðurupp — sjá bls. 5 „Barngott heimili" sjá INN-síðu á bls. 7 * y.—. ■ Spegill i augnhæð barnanna þarf að fyrirfinnast, annaðhvort I barnaherberginu eða f baðher- berginu. H—^——BWWW——■—— Starfsmenn orðnir leiðir Álversins — og vilja fara í verkfall ,,Á fundi starfsmanna íslenzka álfélagsins i gær var samþykktur sá vilji, að boðað yrði til verkfalls hjá félaginu 4. febrúar næstkomandi”, sagði Hermann Guð- mundsson, formaður Verkmannafélagsins Hlifar i Hafnarfirði, i viðtali við Visi i morgun. Hermann sagði, að starfs- mennirnir væru orðnir leiðir á að biða eftir, að eitthvað gangi i samningamálunum, og þvi farið fram á, að trúnaðarmannaráð verkalýðsfélaganna boðuðu verk- fall frá áðurnefndum degi. „Samningaviðræður hafa nú staðið i tvo mánuði og samn- ingar hafa verið lausir frá ára- mótum”, sagði Hermann Guð- mundsson, Um einstök atriði við- ræðnanna sagði Hermann, að samningar við Alfélagið væru i veigamiklum atriðum frá- brugðnir öðrum samningum, en meðal annars hefði verið rætt um breytta flokkskiptingu, hærra kaup og margt fleira. „Okkur hafa ekki borizt neinar tilkynningar um verkfall ennþá, og reyndar er ekki ljóst, hvernig staðið verður að þessu. Við semjum við 10 verkalýðsfélög og vitum ekki, hvort þessi samþykkt starfsmannafundarins þýðir, að þau ætli öll i verkfall eða aðeins Hlif”, sagði Ragnar Halldórsson, forstjóri Alfélagsins i morgun. „Ef úr verkfalli verður, mega félögin stöðva alla vinnu viö út- skipun þegar i stað, en nauðsyn- legri starfsemi, til að ekki slökkni undir kerjunum, verður að halda áfram i fjórar vikur”, sagði Ragnar ennfremur. „Að þeim fjórum vikum liðnum mega verkalýðsfélögin stöðva alla starfsemi. Við teljum okkur hafa ljáð máls á ýmsum veigamiklum samningsiiðum, en það viil vist oftast verða svo, að menn telja sig ekki fá nóg”, sagði Ragnar að lokum. . —ÓG *v m < Menn lentu viða i erfiðleikum i morgun með bila sína, og sjálfsagt hafa inargir komið nokkrum minútum of seint tii vinnu sinnar. Bjarnleifur tók þessa mynd á Laugaveginum, þar sem ökumanni barst góður .tuðningur. ÞUNGFÆRT VÍÐA í BORGINNI í MORGUN — Ofœrt viða um land, og spáin hljóðar upp á hvassviðri, snjókomu og skafrenning i kvöld Þungfært hefur verið um götur borgarinnar i morgun að sögn umferöarlögreglu, og snemma i morgun áttu sumir i erfiðleikum með að komast ofan úr Breiðholti, og nokkrir fóru út af hjólförunum. En ýtur og vegavinnuvélar voru komnar á stjá seinni part nætur, til dæmis var byrjað að moka og hreinsa I Arbænum i nótt, og snemma i morgun voru vélar á leið upp i Breiðhoit. Eftir upplýsingum frá vega- eftirliti Vegagerðarinnar er fært suöur með sjó, i Keflavik, Grindavik og yfir heiðina austur fyrir fjall. Einnig er fært fyrir Hvalfjörð, en þarna er mjög laus snjór, og færð gæti spillzt fljót- lega, ef nokkuð hvessir. En á meðan stillt er, eins og verið hefur i morgun, er fært. Ekki voru komnar fregnir alls staöar að, þegar við höfðum sam- =band við Vegagerðina, en ófært er um Holtavörðuheiði, vegir á Snæfellsnesi eru mjög þungfærir, en fært er stórum bilum i Búðar- dal, þar fyrir vestan er allt ófært. Ekki er svo veðurspáin beint upplifgandi. t morgun var þvi spáð. að austan gola og þurrt veður yrði fram eftir degi. en i kvöld spáir allhvassri norðaustan átt, dálitilli snjókomu og skaf- renningi. Frost verður vægt. t morgun var hæg austan átt rikjandi á landi, él var á Suður- og Austurlandi, en þurrt annars staðar. Viðast hvar var frost.EA Dœmt í SÍA-málinu út af ,Rauðu bókinni' kom aldrei í Ijós hvaðan bréfin komu Borgardómur dæmdi á fimmtudaginn Heimdall, félag ungra sjálfstæðismanna til að greiöa höfundarlaun og miska- mætur til Hjalta Kristgeirsson- ar. Astæðan var ólögmæt birt- ing Heimdallar á einkabréfum Iljalta. Birtust þau ásamt öðru efni I „Ilauðu bókinni”, sem Heimdallur gaf út 1963. Efni bókarinnar var bréf og skýrslur félaga i SÍA, sósialistafélagi ts- lendinga austantjalds. Mikil og umfangsmikil rann- sókn var gerð i málinu. Þvi var vfsað frá héraðsdómi vegna formgalla, og frá Hæstarétti vegna vanreifunar. 1971 kom það fyrir Borgar- dóm, eftir að hafa verið lagt fram að nýju. Niðurstaða dómsins var sú, að höfundarlaun eru 3 þúsund krónur til Hjalta. Bætur vegna miska, óþæginda og hneisu voru honum dæmdar 15 þúsund krón- ur. Oían á allt leggjast vextir frá ’63. t upphafi var kært vegna þess.aðeigendurbréfanna, sem birtust i „Rauðu bókinni,” töldu að þeim hefði verið stolið frá sér. Heimdallur sagðist hafa fengiö bréfin frá Morgunblað- inu, en aldrei kom i ljós, hvaðan Morgunblaðið fékk þau. Hjalti var ekki einn um mála- reksturinn. Tveir aðrir félagar i SIA, Sósialistafélagi tslendinga austantjalds, fóru einnig i mál við Heimdall. Mál Hjalta var tekið út úr, sem nokkurs konar prófmál. Hjalti gerði fleiri kröfur en til- dæmingu höfundarlauna og miskabóta. M.a. voru það kröfur um. að ummæli i ..Rauðu bókinni’ yrðu dæmd ómerk. Þeim kröfum var hafnað af dómnum, og þvi einnig kröfum um birtingu dómsins. Akvörðun hefur ekki verið tekin um áfrýj- un til Hæstaréttar. Dóminn kvað upp Björn Þ. Guðmundsson borgardómari. Meödómendur voru Jón L. Arnalds ráðuneytisstjóri og Arnbjörn Kristinsson bókaút- gefandi. — ÓH

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.