Vísir - 28.05.1974, Side 1

Vísir - 28.05.1974, Side 1
o 64. árg. — Þriöjudagur 28. mai 1974. — 85. tbl. „Ættu að senda okkur kompavm — segir Inga Birna Baksíða Fráleit spurning? í leiðara Visis i dag er fjallað um spurningu, sem hingað til hefur þótt fráleit i stjórnmálum iandsins. Hún er sú, hvort einn stjórnmáia- fiokkur geti náð meirihluta á Aiþingi eitt kjörtfmabii. i niðurlagi leiðarans segir, að þetta sé „mikilvægasta ihugunarefni þjóðarinnar i þeirri kosningabaráttu, sem nú er að hefjast”. Sjá bls. 6 Ragnheiður enn á ferð — bókagagnrýni um seinni hluta bókarinnar um biskupsdóttur - bls. 7 2000 breyt- ingar og út- strikanir á kjörseðlunum — sjá bls. 3 Samdi um þrjátíu lands- leiki á þingi í Líbanon — sjá íþróttir í opnu Bakkus var leiðsögu- maðurinn — baksíða Sovétríkin hljóta að minnka útflutning olíunnar senn — sjá erlendar fréttir á bls. 5 FUNDUR VARAFORMANNS SAMÞYKKTI FRAMBOÐ MEÐ KRÖTUM -HARÐVÍTUGT „AUGLÝSINGASTRÍÐ" - BJÖRN ÞRIÐJI Á A-LISTA Hannibal undir í öllum kjördœmisráðum Formaður félagsins stóð fyrir utan og reyndi að fá menn ofan af þvi að fara á fundinn, sem varaformaður hélt á Hótel Esju i gærkvöldi. Auglýsingastrið geisaði i útvarpinu, þar sem fundur var ýmist boðað- ur eða afboðaður, hvað eftir annað. Þannig var barizt um völdin i Sam- KOMU FRÁ ZAIRE OG ÁSTRALÍU TIL AÐ GIFTAST í ÁRBÆJARKIRKJU Hún kom frá Astraliu, hann frá Afrikurikinu Zaire. Þau hittust! Reykjavik til að láta gifta sig. Það er víst ekki á hverjum degi, sem litla kirkjan i Árbæ fær svo langt að komna gesti til þess arna. Þau Karen Christensen, dönsk að uppruna, og Robert Alian Rudd, enskfæddur, hittust upphaflega i „blárri rútu” á ts- landi I fyrrasumar. Þar var Rudd starfandi hjá Guðmundi Jónassyni i safaríferðum hans. Unga stúlkan var ein á ferðalagi og þarfnaðist hjálpar. Ari siðar var ákveðiö að hittast að nýju i Reykjavik til að rugla saman reytunum. Astin haföi semsé blossað I ungum hjörtum. Séra Ólafur Skúlason gaf hjónin saman á kosningadaginn og flutti ágæta ræöu á ensku, og litla kirkjan, sem flutt var á sin- um tima frá Víöimýri I Skaga- firði, var nær full af gestum. — JBP — tökum frjálslyndra og vinstri manna, með öll- um ráðum. Bragi Jósepsson, varaformað- ur flokksfélagsins i Reykjavik, hélt fund með um 50 mönnum þar sem samþykkt var að bjóöa fram með Alþýðuflokknum i Reykjavik i þingkosningunum. Fundurinn á Hótel Esju hafði verið boðaður fyrir alllöngu, en meirihluti félagsstjórnar, 7 af 9, samþykktu að fresta honum. „Þeir tilkynntu frestunina meö hálfrar annarrar klukkustundar fyrirvara,” segir Bragi Jóseps- son i viðtali við Visi. „Meirihlut- inn stóð að frestuninni, en búið var að senda öllum félagsmönn- um tilkynningu um fundinn. Þeir frestuðu fundinum, af þvi að þeir vita, að meirihluti félagsmanna hér i Reykjavik er andvigur bræðslunni með Möðruvalla- hreyfingunni,” segir Bragi. - „Mér þótti þessi aðferð ótil- hlýðileg, og þvi tilkynnti ég i út- varpi, að fundurinn yrði haldinn, en þeir tilkynntu þá, að honum yröi frestað. Ég lét þá enn eina tilkynningu fara i útvarp um, að fundurinn yrði haldinn.” „A fundinum var kosin nefnd til að ræða við fulltrúa Alþýðu- flokksins um samvinnu i kosningunum. Meirihlutinn i stjórninni hefur enn ekki þorað að halda fund i félaginu, eftir aö samþykkt var i flokksstjórn að vinna með Möðruvallahreyfing- unni.” Útkoman verður liklega sú, að það fólk i Samtökunum, sem fylg- ir Braga, og þar með Hannibal og Birni Jónssyni, styður A-listann i þingkosningunum. Björn Jónsson hefur sagt sig úr Samtökunum, og hann verður i 3. sæti á A-list- anum i Reykjavik. Þar er Gylfi Þ. Gislason i 1. sæti og Egg- ert G. Þorsteinsson i 2. Þriðja sætiðmun tæpast færa Birni þing- mennsku. Miðað við úrslitin i Reykjavik i fyrradag fengi A-list- inn engan mann kjörinn i höfuð- borginni, en Alþýðuflokksmenn vonast til að fá fleiri atkvæði i þingkosningunum. „Liklega mun meirihluti félagsmanna i Samtökunum i Reykjavik ganga úr flokknum,” segir Bragi Jósepsson, sem vill vinna með Alþýðuflokknum. En formaður félagsins, Guð- mundur Bergsson, og meirihluti i stjórn þess vill vinna með Möðru- vallahreyfingunni og vinstri jafnaðarmönnum. „Kjördæmisráð Samtakanna i öllum kjördæmum landsins hafa samþykkt að bjóða fram i eigin nafni og vinna með Möðruvalla- hreyfingunni og vinstri jafnaðar- mönnum,” segir Halldór S. Magnússon, framkvæmdastjóri Samtakanna, i viðtali við Visi. Þannig hafa stuðningsmenn Hannibals og Björns orðið undir i öllum kjördæmisráðunum. —HH

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.