Vísir


Vísir - 28.05.1974, Qupperneq 2

Vísir - 28.05.1974, Qupperneq 2
2 Vísir. ÞriOjudagur 28. mai 1974. visissm: — Eruö þér fylgjandi eöa and- vigur þvi, aö herinn fari af landi brott á næstu tveim árum? Kristinn Sigfússon, bóndi: — Skiptir nokkru máli, hvort hann er eöa fer? Mér sýnist vera i lagi, þótt hann sé hérna áfram. Það er heldur ekki hægt aö kalla þetta her. Örlygur Benediktsson, járn- smiöur: — Ætli sé ekki bezt aö losna viö hann og vera frjáls i sinu landi. Þaö eru vist nógu margir innlendir aöilar tilbúnir til aö drottna yfir landinu, þó aö viö séum ekki lika aö hafa er- lenda aöila yfir okkur. Eirikur Tryggvason, rnúrari: — Ég hef ekki myndaö mér ákveöna skoöun I þvi máli. Annars er ég fylgjandi þjóðaratkvæöagreiöslu um máliö. Ef slik kosning yröi látin fara fram, mundi ég setjast niöur og hugleiða máliö. En á meðan ég fæ engu ráöið, lief ég áhyggjur af öörum hlutum en hersetunni.... Björn Þorláksson, framkvæmda- stjóri: — Ég er eindregiö fylgjandi aöild Islands aö NATO og á móti þvi, að herinn hverfi úr landinu. Varnir landsins mega ekki bila. Þorleifur Þór Jónsson, lands- prófsnemi: — Á meðan þeir borga nógu mikið, finnst mér þeir eigi aö fá aö vera áfram i landinu. Það er sjálfsagt aö hafa gott af þeim. Þab skiptir vist ekki svo miklu máli, hvort þeir eru hér eöa ekki. Jóhann Helgason, baövöröur: — — Ég er fylgjandi aöild Islands aö NATO, og á meöan við erum I þeim samtökum, verðum við aö láta þá um að ákveöa mikilvægi herstöðvarinnar hér. Við verðum aö leggja okkar af mörkum. Þaö verður ekki bæði sleppt og haldiö. Hins vegar hlýt ég — eins og aörir landsmenn — aö fagna þvi. ef svo friðvænlegt væri oröiö I heiminum, aö herinn gæti farið af landi brott. 107. skoðanakönnun Vísis: Eruð þér fylgjandi eða andvígur því, að varnarliðið fari úr landi á nœstu tveim árum? „Frekar óttast ég „Finnlandiseringu"" „Þetta eru viðsjálir timar. Ekki má fara óðs- lega í þessu viðkvæma máli." — „Hvaða vörn er i liðinu? Og líka mætti spyrja: „Hvaða /,trygg- ing" er varnarleysi gegn árás?" — //Ruglingurinn í ríkisstjórninni og Alþingi veldur þvi, að maður tek- ur ekki afstöðu, heldur biður einhvers, sem maður veit ekki, hvað er." — hann fari, en duga tvö ár til þess? Hvað eigum við að gera við þessa skræl- ingja?" — „Alltaf verið á móti hernum. Álít, að hann hafi verið svikinn inn á okkur. Aldrei var það mál lagt fyrir Alþingi". „Ég tel spurninguna vitlaust orðaða. Þetta er ekki varnarlið, heldur hernámslið. Það ver okkur ekki, ef tið árásar Radarstöövarnar á Keflavikurflugvelli eru mikilvægar, hvort sem menn vilja kalla þær eftirlitsstöövar eöa „njósnastöövar”. Jafnvel I til- lögum rikisstjórnarinnar var gert ráö fyrir, aö þessi starfsemi yröi áfram. „Mér þykir ekki ástæða til að láta herinn fara núna. Samt er engin ástæða til þess, að hann verði hér til eilifðar." — „Mér er alveg sama um varnarliðið, en ég er viss um, að það fer aldrei." — „Brottför hersins mundi skapa mjög mikið at- vinnuleysi hjá því fólki, sem hefur unnið á vell- inum." — „Ég vil ekki, að herinn fari, þvi að ég vil ekki eiga á hættu að fá eitthvað verra í staðinn." „Mér er svo nákvæmlega sama, hvort það er eða fer. Það angr- ar okkur ekkert á þessum kjálka" (Suðurnesja- maður). —„Ég er ekki hræddur við að annar her kæmi I staðinn. Frekar óttast ég „Finnlandiser- inguna"" (Að ísland yrði í svipaðri stöðu og Finn- land gagnvart Sovétríkj- um). — „Vil frekar, að kemur." — „Ég er and- vigur brottför sem stendur, en vil alls ekki, að herinn verði um alla framtið." — „Kannski gæti herinn ekki gert mikið, ef til kæmi. En við ættum að reyna að hafa eitthvað upp úr að lána land undir herstöðina." — „Herinn má ekki fara, fyrr en við getum sjálfir tekið við öllum rekstri á Keflavíkurflugvelli." — „Við eigum að vera í sem nánustu samstarfi við skyldar og tengdar þjóð- ir." Þetta eru nokkur dæmi um svör fólks við spurningunni. „Eruð þér fylgjandi eða andvigur þvi, að varnarlið fari úr landi á tveimur árum?” — Skoðanakönnunin var gerð fyrir rúmum mánuði. Rikisstjórnin hafði sameinazt um tillögu á þá lund, að varnarlið yrði á brott á svo sem tveimur ár- um. Auk þess virtust tillögur stjórnarinnar ekki vera neinir úr- Niðurstöður skoðana- könnunarinnar urðu þessar: Fylgjandi brottfðr 69 eða 31,4% Andvígir 115 eða 52,3% Óákveðnir 36 eða 16,3% Ef aðeins eru teknir þeir, sem afstöðu tóku, eru niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi brottför 37,5% Andvígir 62,5% slitakostir gagnvart Bandarikja-i mönnum. Þjóðviljinn gaf i skyn, að þetta væru úrslitakostir og yrði varnarsamningnum sagt upp og herinn rekinn, ef Bandarikja menn gengju ekki að þessu. En þá ruku þeir upp samdægurs, Hannibal, Björn og Magnús Torfi, og mótmæltu með yfirlýsingu, að svona væri i pottinn búið. Þetta væru aðeins tillögur stjórnarinn- ar gagnvart Bandarikjamönnum, og höfnuðu þeir þeim, yrði haldið áfram að semja eitthvað likt þvi og gerist i kjarasamningum, þar sem launþegar setja fram kröfur og semja svo um eitthvað minna. Auðvitað er erfitt að vita, hvernig málið fer og óvist um meirihluta á Alþingi fyrir brottför hersins. Þingkosningar verða innan skamms og liklega verður næsta stjórn eitthvað öðruvisi i laginu en þessi. En okkur þótti rétt að spyrja i þetta sinn um af- stöðu almennings til hugmynd- anna um brottför varnarliðsins á næstu tveimur árum. Hreinn meirihluti reyndist and- vigur brottför þess á þessum tima. Um 52% voru andvigir, um 31% fylgjandi og um 16% óákveðnir. Af þeim, sem tóku afstöðu, voru 62,5% andvigir brottför og 37,5% fylgjandi brottför á tveimur ár- um. Spurningin um varnarliðið hef- ur svo mjög verið i brennidepli hér, alit frá þvi að það kom hér fyrst á land, að Visir hefur talið rökrétt að gera alls sex sinnum könnun á afstöðu almennings til málsins. Samanburður á niður- stöðum þessara kannana, allt frá september 1968, til þessa dags, leiðir i ljós, að tiltölulega litlar breytingar verða á viðhorfum manna til málsins. Iðulega hefur útkoman orðið nokkuð svipuð og nú. 63:37, 67:33, 68:32 urðu úr- slitin i könnununum 1968, 1971 og 1972. I könnun i júli 1970 var hins vegar mjótt á munum. Þá voru 55% andvigir brottför og 45% fylgjandi, af þeim sem tóku afstöðu. 1 október siðastliðnum munaði einnig tiltölulega litlu. Þá voru rúmlega 56% andvigir brott- för ,,á kjörtimabilinu” og tæplega 44% fylgjandi brottför á þeim tima. Spurningin hefur alla tið verið orðuð nokkuð svipað. Spurt hefur veriö, hvort varnarliðið ætti að fara nú, á kjörtimabilinu, og nú siöast á næstu tveimur árum. Niöurstöður fyrri kannana Vísis um varnarliöiö: í september 1968: Fylgjandi brottför 33% Andvigir 57% Óákveðnir 10% Af þeim, sem afstöðu tóku: Fylgjandi brottför 37% Andvigir 63%^ 1 júli 1970: Fylgjandi brottför 33% Andvigir 40% Óákveðnir 27% Af þeim, sem afstöðu tóku: Fylgjandi brottför 45% Andvigir 55% í október 1971: Fylgjandi brottför 26.5% Andvigir 53,0% Óákveðnir 20,5% Af þeim, sem afstöðu tóku: Fylgjandi brottför 33% Andvigir 67% I desember 1972: Fylgjandi brottför 28% Andvigir 60% Óákveðnir 12% Af þeim, sem afstöðu tóku: Fylgjandi brottför 32% Andvigir 68% 1 október 1973: Fylgjandi brottför 38,2% Andvigir 68% 1 október 1973: Fylgjandi brottför 38,2% Andvigir 49,1% Óákveðnir 12,7% Af þeim, sem afstöðu tóku: Fylgjandi brottför 43,75% Andvigir 56,25% Við höfum talið, að gera mætti ráð fyrir um 5% frávikum i sima- könnunum, sem þessum, en það breytir þvi ekki, að mjög veruleg- ur meirihluti þeirra, sem taka af- stöðu til spurningarinnar, eru andvigir þvi, að liðið fari næstu tvö árin. Eins og alltaf hefur verið, eru konur frekar andvigar brottför varnarliðsins en karlar. Þó er nú verulegur meirihluti karla einnig andvigur brottför þess. Litill munur er nú á viðhorfum úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu. -HH.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.