Vísir - 28.05.1974, Síða 7

Vísir - 28.05.1974, Síða 7
Visir. Þriðjudagur 28. mai 1974. cTMenningarmál KAGNHEIÐUK BRYNJÓLFSDÓTTIR Frá miðilssambandi Guðrúnar Sigurðardóttur Seinni hluti Skuggsjá 1974. 308 bls. Miklum vonbrigðum hlýtur það fólk að hafa orðið fyrir sem i góðri trú, eða bara af einskærri forvitni, keypti i haust bókina um Ragnheiði Brynjólfs- dóttur. Ekki vegna þess að bókin reyndist engri nýrri ,,yfirskilvitlegri” vitneskju hafa að miðla um hið eldforna legorðs- mál i Skálholti. Þess var vitanlega ekki að vænta. En jafnvel hinum trú- gjarnasta lesanda hlýtur að hafa orðið það þungbært hversu illa samin og sögð, lang- dregin, mærðarfull og framúrskarandi leiðin- leg bókin reyndist vera. Nú er það auðvitað ekkert einsdæmi um andabók, að hún sé illa samin og ómerkileg, það má einmitt heita fast auðkenni hinnar fjölskipuðu bókagreinar hver jól. Og skinhelgi og mærð eru alveg föst tegundareinkenni þeirra eftir minum kunnugleikum af svona lögðum bókum. Það er beinlinis undravert að menn sem hafa jafn undarlegri og frásagnarverðri reynslu að miðla eins og miðlar og annað „dulrænt” fólk, af kynnum sinum af ,,öðrum heimi” og „lifinu eftir dauðann” og allskonar „huldum vættum”, að þeir skuli ekki vera þess umkomnir að láta þessa reynslu uppi með trúlegri, mark- verðari hætti en gerist i slikum bókum, og verður það vitaskuld ásamt mörgu öðru til að draga úr trú manns á sjálfa „reynslu” þeirra. Horft til Heklu Fyrri partur sögunnar um Ragnheiði Brynjólfsdóttur sem kom út i haust var fjarska mikil •bók að vöxtum, hátt á fjórða hundrað þéttletraðar blaðsiður. Hún sagði sögu Ragnheiðar frá þvi um það bil að ástir eru að takast með þeim Daða Halldórs syni og tram yfir barneign Ragnheiðar i Bræðratungu i febrúar 1662. Seinni partur verksins, litlu minni bók, heldur frásögninni áfram fram yfir andlát Ragnheiðar sjálfrar og segir sögu föður hennar, Brynjólfs biskups, allt til æviloka hans og með sérstakri áherslu á sögu Þórðar Daðasonar, dóttur- barns biskups. Þannig kemur efnisskipun „andasðgunnar” alveg heim við klassiska skáld- sögu um þetta saman söguefni, Skálholt eftir Guðmund Kamban. Skálholti lýkur með kafla um efri ár Daða Halldórssonar og sátt hans að lokum við örlög sin. Sögulokin verða i maí 1693, 18 árum eftir dauða biskups. Daði situr heima i Steinsholti og hefur um daginn verið að skrifa lýsingu á nýloknu Heklugosi. „Það gat kannski haft eitthvert verðmæti siðar, að þessi lýsing var til frá L hendi eins sjónarvottar. „Að verki loknu gengur hann út i fögru veðri, horfir til Heklu og upp rifjast fyrir honum norðurljósa- nótt i október 1675. Þá um daginn hafði hann komið i Skálholt i fyrsta sinn eftir lát biskups, og i fyrsta sinn komið að gröf Ragn- heiðar.og Þórðarsonar þeirra. A heimleiðinni þessa nótt vakna i hug hans fáeinar ljóðlinur, byrjar kvæði sem „fyrst löngu seinna varð að þvi sem hann vildi, lát- laus bautasteinn yfir Ragnheiði Brynjólfsdóttur”. Með þessu kvæði, sem raunverulega er til, Jómfrú Mariu Ærukrans, yrkir Daði sig i sátt við ævi sina i Skálholti Kambans. Burtséð frá tveimur köflum með andamærð að sögulokum lýkur einnig frásögn i andabók- inni um Ragnheiði Brynjólfs- dóttur með greinargerð um efri ár Daða Halldórssonar og hvernig hann yfirvinnur beiskju sina að ævilokum. Hann situr heima i Steinshoiti i mai 1693 og skrifar lýsingu sina á Heklugosi. „Hann vill að eitthvað sé þó til eftir sig”. Hann gengur út og horfir til Heklu og upp rifjast koma háns i Skálholt i október 1675, norðurljósanóttin á heim- leiðinni þaðan. Kamban: „Bak við norðurljósin sá hann mynd hennar, og slík skyldi hún stiga fram i kvæðinu hans, hulin prófönum augum”. Andinn: „Hann fer að hugsa um það, að einhvers staðar langt úti I tilver- unni sé Ragnheiður Brynjólfs- dóttir kvikandi létt eins og norðurljósin, skinandi fögur eins og geislar þeirra, sem hreyfast i ótal litbrigðum eftir himninum svo létt, en þó svo áhrifamiklir”. En það gerist fleira hina seinni nótt. Eins og vera ber i andabók kom andar til Daða Halldórs- sonar: „Ragnheiður Brynjólfs- dóttirhvitklædd,Þórður Daðason og meistari Brynjólfur i fullum skrúða”, og segja honum að vera góðum, gleyma fornum mis- gerðum og sætta sig við örlög sin. Daði tekur þetta ráð: „Það eru þau, drottinn minn og guð minn. Bara að ég gæti reist henni Ragnheiði minnisvarða. Ég ætla að reyna að fara inn og fara að sofa og vita, hvort mig dreymir ekki áfram um hana og Þórð og meistara Brynjólf. Kannski ég geti þá ort kvæði um Ragnheiði og þau öll, sem verður minnisvarði þeirra og minn. Hver veit? Vit og óvit 1 haust þegar fyrri hluti bókar þessarar kom út var miklu mold- virði þyrlað upp bæði i blöðum og útvarpi út af tilkomu hennar. Hún átti vist að vera samin eða sögð fyrir „að handan”, að einhverju verulegu leyti leikin af sögu- fólkinu sjálfu i gegnum „miðilinn”. Nú skal ég engar brigður bera á það að bókin sé samin i einhvers konar óviti. En engum sem bókin les getur blandast hugur um það að hér er um að ræða venjubundna sögu- lega skáldsögu, eða öllu heldur uppkast slikrar sögu, einkar frumstæða að allri sinni gerð. Uppkastsbragurinn á bókinni er glöggur þegar á upphafi hennar, þeirri dæmalausu ringul- reið sem er á efni nokkurra fyrstu kaflanna meðan höfundur er að koma sér niður á það hvernig segja skuli söguna. t 8da kafla kemur loks til reglulegur sögu- maður, og er hann nafngreindur, Þórður Jónsson i Hitardal, samtiðarmaður og vinur Brynjótfs biskups. Hefst þá um leið hin nána efnisliking við Skál- holt þegar fastari skipan en áður er komin á frásögn andabókar- innar. Sögusögn er til um það að Brynjólfur biskup hafi á ungum aldri fellt hug til Kristinar, systur Þórðar beðið hennar og brugðist henni af ótta við holdsveiki i ætt hennar, og er þess getið I Skál- holti, en að öðru leyti koma þau systkin litt við sögu Kambans. Torfhildur Hólm gerði sér hins- vegar allmikinn mat úr þessu ástarefni i sögu sinni um Brynjólf biskup, og andabókin sömuleiðis. Frá Torfhildi koma a.m.k. tvö óbreytt efnisatriði upp i „anda- bókinni”, bónorð Brynjólfs I Hitardal og fráhvarf frá þvi jafn- harðan, og svo fundur þeirra Kristinar nokkrumárumsiðar i brúðkaupi biskups og Margrétar Halldórsdóttur norður i landi. Vinnubrögð fyrir handan I umsögn um fyrri hluta bókar- innar hér i blaðinu i haust voru rakin nokkur tilfallandi dæmi um hina nánu og ýtarlegu likingu sem er með andabókinni og Skálholti Kambans. Ekki er nóg með að sögufólk og fjölmörg efnisatriði og atvik frásögunnar séu endur- tekin í andabókinni og efnis- skipun sé i öllum meginatriðum hliðstæð við Skálholt heldur gengur einnig orðalag Kambans þráfaldlega aftur i frásögn „andanna að handan”. Þetta dæmasafn væri vandalaust að auka i stórum stil, ef maður nennti. Ur seinni parti verksins nefni ég bara af handahófi frásögn af heimsókn Helgu i Bræðratungu og viðræðum þeirra biskups skömmu eftir barnsburð Ragn- heiðar, komu biskups að Stórólfs- hvoli, á yfirreið sumarið á eftir og viðræðum við mæðgin þar, Katrinu og Gisla, út af heitorði þeirra Ragnheiðar, frásögn af þvi hvernig Hallgrimur Pétursson i Saurbæ verður þess áskynja að hann er holdsveikur orðinn, brúðkaupsveislu sem Þórður litli Daðason situr i Bræðratungu.Það er einkar fróðlegt um vinnubrögð „andanna” að skoða hvernig efnisatriði úr Skálholti ganga aftur, breytt eða óbreytt, i þessum og fjölmörgum öðrum frásögnum, bæði efni sem að einhverju leyti byggist á sögu- legum staðreyndum og annað sem augljóslega er skáldskapur Kambans. Uppistaða efnisins er öll frá Kamban komin. En auðvitað er ekki nóg að endurtaka i andabók- inni þvi sem næst óbreytt efni Skálholts. Hitt er meginreglan að frásagnarefni Kambans eru aukin og afbökuð, væmd, slæfð og afskræmd i þessum meðförum. Andabókin aðhyllist að visu i meginatriðum hina sálfræðilegu skýringu Kambans á harmleik þeirra feðgina, Ragnheiðar og Brynjólfs, að þau séu svo lik hvort öðru, búi bæði að sama stóra, sterka, stolta vilja, þau brotna frekar, en bugast. Hinsvegar likar „öndunum” afleitlega harð- neskja biskups við dóttur sina og Daða og er mikið i mun að milda og bliðka lýsingu hans og semja sátt að lokum, handan grafar ef ekki hérna megin. Af þessu leiðir þá þversögn að beinlinis allt sögufólkið er sifellt að jagast i biskupi, skamma hann og ógna honum út af meðferðinni á dóttur hans, og á hver húsgangsauli og niðursetningur greiðan gang að biskupi til að lesa honum pistilinn i þessu efni. Hann játar jafnan að allt sé rétt sem þau segja, undir- lagður af iðrun og hugarangri, en breytir þó, vegna staðreynda sögunnar, af óbreyttri harðleikni, bæði við Ragnheiði og Daða og hans fólk. Á banabeð sinum i Skálholti segir Ragnheiður Brynjólfsdóttir eftirminnileg orð I kveðjuskyni við Helgu frænku sina i Bræðra- tungu: „Þér eruð min móðir”, segir hún við Helgu — I áheyrn sinnar veiklyndu móður. 1 anda- bókinni er mikil aðdáun á Helgu, eins og vonlegt er eftir lýsingu hennar i Skálholti, og er þess þrá- getið að hún sé „stór kona” eins og andarnir jafnan komast að orði. En ekki dugir að iáta Ragn- heiði tala svona upp i eyrun á biskupsfrúnni, móður sinni. Þess i stað koma ummælin fyrir heima hjá Helgu I Bræðratungu, svona: „Þú hefðir átt að vera móðir min, Helga frænka. Ég er ekki að vanþakka mina móður, hún er blið og góð, en hún á ekki þann styrkleika sem þú átt. Hún hlýðir alltaf boðum föður mins, og margt væri öðruvisi, ef hún hefði einhverju ráðið, en hún ræður engu”. Þórður Daðason er i Skálholti haldinn þeim veikleika að hann pissar stundum undir á nóttunni. Biskup kemst að þessu og leggur stranga refsingu á drenginn til að venja hann af þessum ósið. En um nóttina á eftir vitjar Þórður litli afa sins til að fyrirgefa honum þessa misgerð. Þetta er aðeins eitt af mörgum viðvikum sem gera þessa barnlýsingu hugnæma i Skálholti. 1 andabókinni hendir vitaskuld hið sama óhapp. En ekki dugir að fara að flengja blessað barnið. Biskup hættir við, drifur sig út i kirkju með drenginn, biður guð að fyrirgefa sér með knjáfalli og táraflóði. Að skaffa nóg Það kann að hafa vafist fyrir einhverjum áhugamanni um Ragnheiði og Daða af hverju þau taki bara ekki saman og fari að búa i trássi við biskup úr þvi þau elskast þessi ósköp. Guðmundur Kamban gefur á þessu þá einföldu og augljósu skýringu að þeim væri hvergi á landinu vært i óþökk biskups og kirkjunnar þótt þau vildu freista þess. Einnig þetta efni hefur vakist upp fyrir handan. Þótt þetta mál sé orðið langt get ég ekki stillt mig um áð tilfæra dásamleg ummæli Daða Halidórssonar i andabókinni þar sem hann skýrir þetta mál fyr.ir Helgu Magnúsdóttur: „Ég get aldrei veitt Ragnheiði það sem ég þarf að veita henni. Ég get aldrei skaffað henni eins og hún þarf. Hún er biskupsdóttir, skilur þú það ekki, kona? Hún hefur haft allt til ails, getað klæðst eins og best klædda kona landsins. Hún hefur haft allsnægtir. Hún veit ekki hvað fátækter. Hvernig á ég að standa við einhverjar rústir með hana klædda i strigakjól? Mér finnst það eins og fordæming á sjáifan mig og hana, hvort sem þú trúir mér eða ekki og heldur, að það sé heigulsháttur eða aumingja- skapur. Nei, matróna Helga, það get ég ekki. Heldur tek ég örlögum minum og hennar. Það verður að ráðast. Ég veit að hún giftist aldrei”. t einu mikilsverðu efni vikur þó andabókin frá skilningi Guðm- undar Kambans á söguefni sinu. Kamban lét þau Ragnheiði og Daða i fyrsta sinn hafa samfarir nóttina eftir eiðinn, og kemur það heim við eðlilegan meðgöngutima að barn þeirra komi undir um það leyti. t hinni nýju sögu er eiður Ragnheiðar á hinn bóginn meinsæri. Ekki nóg með að þau Daði hafi áður haft samræði heldur veit Ragnheiður þegar hún sver, að sögn andanna, að hún er barnshafandi. En ekki gefur sagan neina skynsamlega skýringu á þvi hvers vegna i ósköpunum hún sver eiðinn við svo búið, þegar meinsærið hlýtur að verða uppvist á fárra vikna fresti. Þegar að þvi kemur að biskup fer að grafast fyrir þetta efni, sem á öllu riður hvort hann eigi að fyrirgefa dóttur sinni, þykir hins vegar rétt að viðhafa óbreytta skýringu Kambans i bokmenntir EFTIR ÓLAF JÓNSSON Skálholti — yfirheyrslu biskups yfir gæslukonu Ragnheiðar, Steinunni Finnsdóttur, um nóttina eftir eiðtökuna. Skömm og skaði Nóg er nú komið, og'meira en nóg. En þrátt fyrir allt sitt óstand er bókin um Ragnheiði Brynjólfs dóttur merkileg bók, enda ástæða þess að hér er svo ýtarlega út i hana farið. Hún hefur vitanlega enga vitneskju fram að færa um barneignir i Skálholti forðum tið, afdrif Ragnheiðar og Daða, sögu Brynjólfs biskups, né nein önnur þvilik efni. En sé ráð fyrir þvi gert að bókin sé samin og útgefin „i góðri trú”, allir „grandvarir” sem að henni standa, hlýtur það að vera sálfræðingum merkilegt úrlausnarefni að grafast fyrir um það hvernig i ósköpunum verkið er tilkomið, hvernig gerst hafi sú ummyndun hins sögulega frá sagnarefnis og skáldsögu Guðmundar Kambans sem hér getur að lita. Og bókin lætur uppi annað enn mikilsverðara sál- fræðilegt og menningariegt úr- lausnarefni. Hvort sem hún er til orðin „sjálfrátt” eða „ósjálfrátt" er þaö vitað mál að hún er samin og gefin út i trausti útbreiddrar hjátrúar i landinu, en i skjóli hennar dafnar meðal annars all- stór og arðvænlegur bóka- markaður um þessi og þvilik „fræði". Það er að visu vonandi að nú hafi einu sinni gengið svo langt að mönnum ofbjóði og hneyksli það sem bók þessi hefur valdið verði öllum aðstandendum þess bæði til skammar og skaða. Ef ekki —- þá er bókin harla ófrýnilegur vitnisburður um alþýðlegan bók- menntasmekk og trúarlif i landinu um þessar mundir.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.