Vísir


Vísir - 28.05.1974, Qupperneq 8

Vísir - 28.05.1974, Qupperneq 8
Þaö var oft fjör 1 vltateig KR, þegar islandsmeistarar Keflavfkur sóttu sem mest I siðari hálfleiknum I 1. deildarleiknum á Laugardalsvelli á laugardag. Magnús Guðmundsson, markvörður KR, hafði þá mikið að gera og stóð vel fyrir sinu. Hér er hann ieldlinunni — missir boltann, en Grétar Magnússon, nr. 8, hafði sótt ólöglega að honum og aukaspyrna var dæmd. Á myndinni eru frá vinstri. Einar Gunnarsson, ÍBK, Ottó Guömundsson, KR, Grétar, ÍBK, Magnús, KR, Arni Steinsson, KR, Karl Hermannsson, ÍBK, Steinar Jóhannsson, ÍBK, Björn Pétursson, KR, og Arni Indriðason, KR. Ljósmynd Bjarnleifur. BRÉF FRÁ FJÓRUM LEIKMÖNNllM ÍBK: Misskilningur leiðréttur Fjórir af leikmönnum Keflavikurliðsins, þeir Þor- steinn Ólafsson, Ástráður Gunnarsson, Einar Gunnarsson og Karl Her- mannsson, hafa sent iþróttasiðu Visis eftirfar- andi athugasemd vegna frá- sagnar blaðsins af leik úr- valsliðs KSÍ og enska liðsins York á dögunum — eða öllu frekar þvi, sem þar var haft eftir tveimur af forustu- mönnum KSÍ. Með athuga- semdinni fylgdi afrit af Ársþing KKÍ Ársþing Körfuknattleikssambands íslands verður haldið laugardaginn 15. júni n.k. á Hótel Esju — en ekki Hóteí Loftleiðum eins og áður var auglýst. Stjórn KKÍ læknisvottorði til hvers leik- manns, sem tekur af öll tví- mæli um það, að ofan- greindir leikmenn gátu ekki tekið þátt i leiknum við York. Athugasemd þeirra f jórmenninganna er þannig: Háttvirtur h. sim. „Miðvikudaginn 22. mai siðastliðinn birtist á iþrótta- siðu Visis frásögn af viður- eign úrvalsliðs K.S.I. og enska liðsins York ásamt fréttarkorni, sem undir- rituðum þykir rétt að gera eftirfarandi athugasemd við. Hér er að vfsu um alvarlegt mál að ræða, en ekki á þeim grundvelli, sem lýst er i umræddri grein yðar,heldur vegna þess, að þau orð, sem „öðrum framámanni K.S.Í.” eru lögð i munn, eru dæmalaus vitleysa, sem engar sannar heimildir eru fyrir. (Það er e.t.v. þess vegna, sem nafn hans er ekki birt). Til þess að allir skilji hvað um er að ræða, þykir rétt að birta þau orð, sem við er átt, en „annar framámaður K.S.Í.” sagði: „Þetta er mjög alvar- legt mál. Gisli Torfason vissi ekki, að hann átti að vera „veikur” og mætti þvi til leiksins, en hann stundar nám hér i Reykjavik. Það er greinilegt, að Keflvikingar hafa þarna hundsað landsliðsnefnd.” Þá þykir einnig merkilegt, að Jens Sumarliðason, landsliðsnefndar- maður, sagði, að forföll okkar Kefl- vfkinga hafi komið sér og öðrum á óvart, og að orðið hafi að leita til annarra leikmanna á siðustu stundu. t fyrsta lagi ætti það ekki að teljast furðulegt, að leikmenn, sem hafá æft, og leikið á malarvöllum siðan I vetur, eigi við meiri- eða minniháttar meiðsli að striða. 1 öðru lagi skal á það bent, að Bjarna Felixsyni, samstarfsmanni Jens f landsliðsnefnd, var tilkynnt um forföll okkar að kvöldi mánudagsins 20. maí, þ.e. kvöldið áður en leikurinn fór fram, þannig að varla er hægt að saka okkur um það, að velja varð nýja leikmenn i úrvalsliðið á siðustu stundu. í þriðja lagi telst það sjálfsögð tillitssemi, að þeim, sem leika eiga i úrvalsliði, sé tilkynnt um það, áður en liðið er birt i fjölmiðlum. Ef það hefði verið gert, þá er vafasamt, að forföll okkarhefðu komið Jens svona á óvart. Ef framámenn K.S.I. æt'a sér að starfa á þann hátt, sem hér vitnast, á komandi tlmum, þá geta þeir varla vænst þess, að stöður i islenska lands- liðinu i knattspyrnu verði eftirsóttar af leikmönnum islenskra félagsliða. Til þess að styðja mál okkar sendum við iþróttasiðu Visis hér með ljósrit af læknisvottorðum, sem við undirritaðir höfum aflað okkur, en þau hafa þegar verið send landsliðsnefnd K.S.I. til áréttingar vorum málstað. Að lokum viljum við leiðrétta þann grófa misskilning, sem orðið hefur á milli Bjarna Felixsonar og þjálfara I.B.K. George Smith, og kom fram i einu dagblaðanna i Rvik. Þar heldur Bjarni þvi fram, að George hafi boðað forföll fyrir Gisla Torfason, en Gisli hafi aftur á móti verið reiðubúinn að leika með úrvalsliðinu. Að sögn Georgs sjálfs sagði hann aðeins eftir- farandi um Gisla eftir að hafa boðað forföll undirritaðra: „Gisli er i Reykjavik, og þar af leiðandi veit ég ekkert um hann.” Þessari grein er vinsamlegast aétluð birting aðeins til þess, að þeir, sem fylgjast með knattspyrnumálum hér á landi, fái sannar fregnir af þvi, sem átti sér stað i umræddu tilviki, þvi ekki er vert að auka ringulreið fólks á þess- um timum hvirfilvinda á flestum miðum. Með kveðju, Þörstpnn Ólafsson, Astráður Gunnarsson Einar Gunnarsson, Karl Hermannsson. Brezkir EM- meistarar! . Brezkir hnefaleikamenn . ; urðu i gær Evrópumeistarar i \ . tveimur þyngdarflokkum i hnefa- • | leikum, þegar þeir kepptu við \ . franska hncfaleikamenn i Paris. I millivigt vann Kevin Finne- | . gan titilinn af Jean-Cloude • : Bouttier. Sigraði á stigum i 15 lot- ; • um og vann flestar loturnar. Hinn ■ ! nýi Evrópumeistarinn er Johnny ! • Stracey i weltervigt, scm sigraöi \ ! Roger Menterey á tæknilegu rot- ! 1 höggi i áttundu lotu, en keppni ■ ! þeirra átti að vera 15 lotur. ! Hola í Riöggi A sunnudagskvöldiö fór Kolbeinn Gislason, iðnskólakennari og félagi i Goifkiúbbi Ness, holu i höggi á velli GN á Seltjarnarnesi. Það var á 3. braut, sem er 155 metra iöng, sem Kolbeinn náði þessu „draumahöggi” allra golfara. Hann sló með kylfu númer 5 og var með golf- bolta af gerðinni Uniroyal og fær þvi a.m.k. eitt dúsin af samskonar boltum frá umboðinu hér. Þá veitir þetta högg honum inngöngu i félagsskap Ein- herja, þar sem helztu „snillingar” goifiþróttarinnar eru samankomnir, auk annarra ágætra hlunninda. Bjartsýnn á góð- an árangur í — segir Örn Eiðsson, formaður FRÍ - já, þetta verður oklcar bezta sumar um langt árabil Það er greinilega mikíll hugur i frjáIsiþrótta- mönnum okkar og kon- um. Ég er bjartsýnn á góðan árangur, já, ég er viss um að þetta verður okkar bezta sumar um langt árabil hvað árangur snertir, sagði örn Eiðs- son, formaður Frjáls- iþróttasambands Islands, þegar við ræddum við hann i morgun. Þið hafið tilkynnt þátttöku i Evrópukeppnina 1975, örn? — Já, við gerðum það — sjálfsagt er að vera með, og á föstudag- inn barst okkur tilkynning um riðla — Island er i riðli i Portú- gal i karlakeppninni, en i Júgó- slaviu i kvennakeppninni. Er þetta ekki dýrt fyrirtæki? Jú, það er auðvitað alltaf dýrt að vera með, en þetta er þó hag- stæðara en flest annað, þar sem i hlut þátttökuþjóða kemur viss upphæð af aðgangseyri. Þegar keppt var i Brussel og Kaup- mannahöfn i fyrra voru islenzku þátttakendurnir um 25, og ég reikna með að svipaður fjöldi héðan keppi næsta sumar. Þú sagðist vera bjartsýnn á árangur i sumar? Já, þeir Sigfús Jónsson og Ágúst Asgeirsson hafa stórbætt árangur sinn i keppni á Eng- landi. Eru miklu betri en áður. Bjarni Stefánsson verður mjög örn Eiösson góður og einnig Hreinn Hall- dórsson. Þá hefur Vilmundur Vilhjálmsson æft mjög vel — betur en flestir aðrir, en hefur ekki keppt ennþá, þar sem hann er i stúdentsprófi. En hann verður sterkur og Karl West er i mikilli framför. Tugþrautar- mennirnir æfa vel, þeir Stefán Hallgrimsson og Elias Sveins- son, og ég hef bjargfasta trú á þvi, að þrir fari yfir 7000 stig i tugþrautinni i sumar — kannski einn yfir 7500 stig. Margt framundan i sumar? Já, ýmislegt. Norðurlanda- bikarkeppni kvenna verður i Osló 25. júni og þar keppa isl. stúlkurnar. Ein i hverri grein og beztu frjálsiþróttakonur V- Þýzkalands taka einnig þátt i keppninni. Um sama leyti verða okkar beztu menn i keppnisför um Norðurlönd og fara jafnvel til Póllands. Norðurlandamót unglinga i tugþraut verður i Noregi i ágúst — þriggja landa keppni unglinga frá Sviþjóð, Noregi og Finnlandi einnig i ágúst, og þangað sendum við og Danir okkar beztu. Nú, Evrópumeistaramótið verður svo i Róm 1.-8. septem- ber og isl. þátttakendur þar verða 4-5. Þá verður tug- þrautarlandskeppni i Paris siðast i september og Island keppir þar við Frakkland og Bretland. Hér heima koma ýmsir frægir erlendir kappar á Reykjavikur- leikana 8.-9. júli og 5.-6. ágúst verður landskeppni við Ira á Laugardalsvelli. Það ætti að geta orðið hörkuskemmtileg viðureign — samkvæmt „pappirskeppni" þar sem mið- að er við árangur 1973 mundu írar sigra með tveggja stiga mun, lOOstigum gegn 98 stigum íslands. —hsim. Knattspyrnulið Argentínu, sem tekur þátt i úrslitakeppni heims- meistarakeppninnar i Vestur- Þýzkalandi i næsta mánuði, lék þriðja leik sinn í Evrópu á sunnu- dag og mætti þá hollenzka lands- liðinu. Argentinumenn sýndu grófan leik og féllu á sjálfs sins bragði, þvi Holland vann stórsigur 4-1, og voru tvö fyrstu mörk Hollands skoruö eftir aukaspyrnur. Hol- lenzka liðið sýndi stórgóðan leik með Cruyff i broddi fylkingar og má fastlega reikna með — eins og margir sérfræðingar spá — að það verði meðal efstu liða á HM. S Fyrsta mark Hollands skoraði Neeskens eftir 30 min. eftir aö Perfumo hafði brotið af sér. Rétt á eftir skoraði Rensebrink með skalla eftir aukaspyrnu Cruyff. Wolff minnkaði muninn i 2-1 fyrir Argentinu, en Holland lét það ekki á sig fá. Skoraði tvö siðustu mörkin I leiknum og voru Strink og Haan þar að verki. i fyrri leikjum sinum i Evrópu vann Agentina Frakkland 1-0, en gerði jafntefli við England 2-2. Heimsmeistararnir frá Braziliu i knattspyrnunni eru nú komnir i æfingabúðir i Vestur-Þýzkalandi, þar sem þeir undirbúa sig fyrir HM-keppnina. Þeim liður engan veginn vel þar — er hrottalega kalt, sem kannski er skiljanlegt hjá mönnum, sem sjaldan eða aldrei sjá snjó. Það hefur nefni- lega snjóað á þá i æfingabúðun- um, sem eru nokkuð hátt uppi i fjöllum Þýzkalands. Bogi Þorsteinsson á FÍBA þinginu í Beirút: Samdi um yfir 30 lands- leiki í körfuknattleiknum „Ég held að mér hafi orðið vel ágengt hvað varðar samninga á landsieikjum i þessari ferð, en þar fyrir utan fékk ég upplýsing- ar um ýmislegt, sem á eflaust eft- ir að koma okkur körfuknattleiks- mönnum að góðum notum á ýms- an hátt. Þetta sagði Bogi Þorsteinsson fyrrverandi formaður Körfu- knattleikssambands Islands i við- tali við blaðið i morgun, en hann sat í slðustu viku fund Evrópu- og Miðjarðarhafsdeildar alþjóða körfuknattleikssambandsins FIBA, sem haldin var i Beirút i Libanon. „Það má sjálfsagt deila um hvað mikil skemmtun er i þvl að sitja svona fundi. Þessi stóð yfir i fjóra daga og var talað frá klukk- an 8 á morgnana til 10 á kvöldin. En það var margt anzi fróðlegt, sem þarna kom fram, sérstak- lega fyrir okkur, sem ekki höfum sótt þessi þing s.l. fimm ár. Fyrir utan þingstörfin var mikið samið um landsleiki og önnur samskipti milli þjóða. Ég samdi um fjölmarga leiki fyrir hönd KKI og spanna þeir yfir timabilið allt til 1977. I fyrsta lagi var samið um leiki við Skotland, Wales og England, sem fara fram 20. ágúst til 3. sept. einhversstaðar á Bretlandi. Þann 6. október kemur eitt liðanna hingað og leikur hér 2 leiki. I byrjun nóvember verða leiknir 2 leikir við Luxemborg i Luxemborg og i janúar á næsta ári keppir Island i fjögurra landa keppni I Danmörku, þar sem auk þeirra og heimamanna verða Vestur-Þýzkaland og Skotland eða Luxemborg. Á heimleiðinni verður svo komið við i Osló og leiknir tveir leikir við Norðmenn. Þann 12. mai tekur landsliðið þátt I Evrópukeppninni, en þar eru 20 lið, sem keppa i tveim riðl- um. Þessi keppni fer öll fram i Vest- ur-Þýzkalandi. Siðar á árinu verður leikið aftur við Luxem- borg, og um haustið koma tvö af brezku liðunum hingað til að endurgjalda heimsókn okkar. I janúar 1976 hefur okkur aftur verið boðið að taka þátt i keppn- inni i Danmörku, en ekki er vitað hvaða þjóðir verða þar auk okkar og Dana. Þá fer Polar Cup keppn- in fram i Kaupmannahöfn um páskana og verðum við að sjálf- sögðu með þar. I mai fer svo fram undankeppni fyrir Olympiuleikana i Kanada. Verður leikið i Edinborg i Skot- landi og tilkynnti ég þátttöku Is- lands I þessari keppni. Lengra var ekki haldið með beina samninga, en tilboð og ýmisleg önnur boð komu til tals, þar á meðal verkefni fyrir kvennalandslið, en bæði Skotar og Englendingar sýndu áhuga á samskiptum á þvi sviði”. —klp— Brezkt met í kúluvarpi Lögregluþjónninn i Peter- brough, Geoff Capes, setti i gær nýtt brczkt met i kúluvarpi á leik- vanginum i Crystal Palace I Lundúnum — varpaði 20.90 metra og það, sem kannski meira var um vert fyrir áhorfendur og hann sjálfan — Capes sigraði sjálfan heimsmethafann A1 Feuerbach, Bandarikjunum, i keppninni. 1 siðustu viku varpaði Capes 20.81 metra á sama leikvangi, en Feuerbach sigraði þá með 21.12 metrum. Það snjóar á Brazza í Vestur-Þýzkalandi I Á sunnudaginn lék liðið sinn fyrsta æfingaleik —■ við Kaisers- lautern — og þó það sigraði með 3- 2 á leikvellinum i Ludvigshafen sýndi það litið þannig, að fræði- menn, sem sáu leikinn, telja ekki miklar likur á þvi, að Brözzunum takist að verja titil sinn. Áhorf- endur voru 40 þúsund og hrifust einkum af Revilino, sem skoraði tvö af mörkunum. En greinilegt var á leik liðsins, að „stjörnurn- ar” frá Mexikó 1970 vantaði — þá Pele, Gerson, Tostao og fyrirlið- ann Carlos Alberto. Þjálfari liðsins, Mario Zagallo, sagðist þó ánægður með leik liðs- ins — hann sagði leikmenn hafa forðast alla óþarfa árekstra til að koma i veg fyrir meiðsli. Það tókst þó ekki. Einn þekktasti maður liðsins Clodoaldo tognaði og einnig bakvörðurinn Ze Maria. Þeir munu ekki leika gegn Strass- burg i Frakklandi i kvöld — jafn- vel talið að Clodoaldo missi fyrstu leikina á HM. Sóknarleikur Brazzanna var olt skemmtilegur en geigvænlegar villur i vörninni. Valdomiro kom inn á i stað Jair- zinho — skoraði mark og átti þátt i hinum. Hann kom virkilega á óvart i leiknum. 3. júni leikur Brazilia i Basel. Meðal þeirra, sem sáu leikinn I Ludvigshafen, voru Helmut Schön og Ferrucio Valcaregui, landsliðsþjálfarar V- Þýzkalands og Italiu. Tíunda heimsmet Melnik! Faina Melnik, oiympfu- meistarinn i kringlukasti kvenna, setti I gær, mánu- dag, nýtt heimsmet i kringlukasti og er það i ti- unda sinn, sem hún bætir heimsmetið I greininni. Mel- nik kastaði I gær 69.90 metra á móti 1 Prag I Tékkóslóvakiu og er það 42 sentimetrum lengra en eldra heimsmetið, sem hún setti I Edinborg i fyrrasumar. A móti i Leningrad á laugar- dag kastaði hún 69.02 metra og var þá greinilegt, að stór- afrekin voru á næsta leiti. Melnik — tiunda heimsmetið. Allir þeir niu knattspyrnuvellir I Vestur-Þýzkalandi, sem notaðir verða í sambandi við heimsmeistara- keppnina Inæsta mánuði, hafa verið endurbyggðir að miklu leyti —og komið Inýtizkulegt form. Myndin hér að ofan er frá leikvellinum i Frankfurt — tekin I febrúar, þegar Júgóslavar sigruðu Spán 1-0 I auka- leik og tryggðu sér þar með rétt I úrslitakeppnina. Verður Holland stórveldi ó HM?

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.