Tíminn - 08.03.1966, Page 2
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 8. marz 1966
Borgarbréf
Eymdarleg
frammístaða
Eyjólfur Konráð Jónsson, rit
stjóri Morgunblaðsins og
Styrmir Gunnarsson eru farn-
ir að sækja borgarstjórnarfundi.
Þetta sést á Staksteinum Morg-
unblaðsins síðastliðinn föstu-
dag. Eykon hefur allt í einu
uppgötvað borgarstj.fundi og
bendir lesendum á að þeir séu
opnir almenningi. En tilefnið
er ekki það að benda lesend-
um á, að borgarstjórnarmeiri-
hlutinn sé kominn í áróðurs-
skap, og þess vegna sé óhætt
að koma, heldur er áherzlan
lögð á það sem kallað er
„eymdarleg frammistaða" full-
trúa minnihlutafíokkanna í
borgarstjórn. Við skulum á
þessu stigi málsins ekki karpa
við Eykon um minnihlutann,
heldur benda honum á, að
hann er illa staðsettur þar sem
hann situr í blaðamannastúk-
unni. Þaðan sjást nefnilega
fart aðrir en fulltrúar minni-
hlutaflokkanna og svo borgar-
stjóri. Hins vegar mun honum
varla leyft að fara inn í sjálf-
an borgarstjómarsalinn og
skyggja fundinn frá hinni hlið-
inni, vegna þess að þá gæti
hann gengið af trúnni.
Þeir fá ekki
aS tala,
Þegar talað er um frelsi
rennur manni alltaf til rifja
hvernig farið er með borgar-
stjórnarmeirihlutann í Reykja-
vík. Fulltrúar íhaldsins eru
látnir stunda handaupprétting-
ar, eins og þegar vel tamdir
sirkusfílar eru látnir setjast á
bossann eftir kúnstarinnar
reglum. Þessar handaupprétt-
ingar gerast með þeim hætti,
að daginn fyrir borgarstjóm-
arfund, er fulltrúum íhaldsins
smalað saman á lokaðan fund
og þar er tuggið í þá eins og
barnaskólabörn, hvemig þeir
eigi að greiða atkvæði daginn
eftir. Þá er þeim sagt hverjir
af fulltrúunum eigi að tala. Svo
virðist sem forastuliðinu þyki
suimir fulltrúanna ekiki ýkja
góðir pappírar, því að á þessu
kjörtímabili hafa sumir þeirra
aldrei tekið til * máls, einfald-
lega vegna þess, að þeim hef-
ur verið stranglega bannað
það. Sá sem einna verst unir
þessu, hefur fengið að tala
tvisvar á þessum fjóram áram.
Einu sinni var svo að honum
sorfið, að hann æddi upp í
stólinn og flutti tvær tillögur.
Báðar þessar tillögur felldu
flokksmenn hans. Það var með-
al annars gert til að sýna öðr-
um fulltrúum, sem þama eru
hafðir í ræðubanni, að ekki
þýðir að deila við dómarann.
Hann Eykon litli ætti sem sagt
að sitja þannig á borgarstjóm-
arfundum að hann sjái sitt eig-
ið lið — sirkusfílana hans
Geirs.
Borgari.
NÝJUNGí SAFNADARSTARFI
GS-Isafirði.
Hið árlega samsæti, sem Kven-
félagið Hlíf ísaf. heldur fyrir aldr-
að fólk, fór fram s.l. sunnudag
og hófst kl. 6 e.h. með ávar,pi
formanris Hlífar, frú Ragnhildar
Helgadóttur. Sóknarpresturinn sr.
Sigurður Kristjánsson flutti ræðu.
Þá voru borð tekin burtu, og
hófust nú skemmtiatriði. Kór Hlíf
ar söng 10 lög undir stjórn frú
Guðrúnar Eyþórsdóttur. Tveir leik
þættir voru sýndir.
Fegurðarsamkeppnin, leikend-
Aðalfundur mið-
stjórnar Fram-
sóknarflokksins
hefst 11. marz
að Tjarnargötu 26 kl. 2 e-
h. Auk aðalmanna í mið-
stjórn er ætlazt til, að for-
menn kjördæmissamband-
anna og ritstjórar hinna
ýmsu fiokksblaða sitji fund
inn. Þeir aðalmenn í mið-
stjórn, sem ekki geta komið
því við að mæta á fundin
um, eru vinsamlega beðnir
að boða viðkomandi vara-
mann í sinn stað. Reiknað
er með að fundurinn standi
í 3 daga.
J
ur Erna Hákonardóttir og Bjarni
Jónsson og Hjá lækni, leikendur
Guðrún Eyþórsdóttir og Ernir
Ingason, þá voru tvær skrautsýn-
ingar, Nú andar suðrið og Burni-
rótin. Nokkrar konur sýndu þjóð-
dansa undir stjórn Ásthildar Her-
mannsdóttur. Mesta athygli vakti
þjóðbúningasýning kvenna, allir
íslenzkir. Sýndu 10 konur þá og
var hinn elzti 200 ára, voru þeir
sýndir í tilefni afmælisins.
Allar veitingar voru mjög
rausnarlegar, voru þarna um 250
manns eldra fólk og skemmtikraft
ar. Gamla fólkið var ákaflega
ánægt, og naut þessarar skemmt-
unar af miklum innileik. Samsæt-
ið var haldið í Alþýðuhúsinu.
BB, Grafarnesi, þriðjudag.
Afli bátanna hér hefur glæðst
að undanförnu og komu þeir hing-
að með nokkurn afla í dag, 9—25
tonn. Mestan afla fékk Gnýfari,
SH 8.25 toun.
Veðurútlit er nú slæmt og má
búast við gæftaleysi á næstunni.
SJ-Patreksfirði, mánudag.
í gær kom til Patreksfjarðar
nýr og vandaður fiskibátur, Þrym-
ur B7, 197 brúttólestir, byggður
úr stáli hjá skipasmíðastöðinni
Stálvík við Arnarvog á Arnarnesi,
og er eigandi bátsins Hraðfrysti-
hús Patreksfjarðar h.f. Skipskom-
unni var fagnað með hátíðlegum
móttökum. Ásmundur B .Ólsen
oddviti bauð skipið velkomið með
ræðu og óskaði eigendum þess.
skipstjóra og skipshöfn til ham-
ingju. Síðan talaði Svavar Jóhanns
son stjórnarformaður Hraðfrysti-
húss Patreksfjarðar h.f., en að því
loknu bauð Bogi Þórðarson fram-
kvæmdastjóri félagsins fóiki að
skoða skipið, en það er mjög vand
að að öllum búnaði.
í reynsluferð reyndist ganghraði
skiptsins rúmar 11 mílur. Skip-
stjóri á Þrym er Hörður Jónsson,
skipið fer næstu daga á þorska-
netaveiðar.
STJAS, Vorsabæ, mánudag.
Ungmennafélag Biskupstungna
hélt árshátíð sína um síðustu helgi
og bauð til hátíðarinnar 40 mönn-
um úr Ungmennafélaginu Sam-
hygð. Áttu félögin þarna ágæta
samverustund meðan góðrar dag-
skrár var notið.
Fyrir skemmstu fór einnig fram
hæfnisglíma Héraðssambandsins
Skarphéðins, en hún fór fram í
félagsheimilinu Borg í Grímsnesi.
í glímunni tóku þátt 7 keppendur
frá 5 ungmennaíélögum.
Sigurvegari varð að þessu sinni
Þórir Sigurðsson, sem fékk 187
stig. Næstur honum varð Guðmund
ur Helgason frá ungmennafélag-
inu Hvöt með 177 stig og þriðji
varð Kjartan Helgason frá sama
félagi með 169 stig.
Sú nýjung verður tekin upp
í Nessókn, að unnendum söng-
listar verður gefinn kostur á, að
stofna blandaðan kór innan sóknar
innar, Safnaðarkór Nessóknar. Að-
almarkmið þessa kórs yrði að æfa
sönglög sér til ánægju og safn-
aðarstarfinu til eflingar.
Þessi safnaðarkór mun að sjálf
sögðu koma fram og flytja kór-
verk t.d. á kirkjukvöldum og við
hátiðamessur, þó ekki oftar en
svo, að kórfélögum finnist vel í
hóf stillt.
Þetta verður að öllu leyti sjálf
boðastarf og kemur ekki á nokk-
um hátt í staðinn fyrir skyldu-
störf kirkjukórsins. En meðlim
um hans er vitanlega líka gefinn
kostur á að gerast félagar í Safn
aðarkórnum.
Þið, eldri og yngri, konur og
menn, sem viljið gerast stofn-
endur að Safnaðarkór Nessóknar,
gerið vart við ykkur í síma kirkj-
unnar 16783 hvem virkan dag frá
kl. 5 til 7 síðdegis eða komið til
viðtals við organista kirkjunnar
á miðvikudags- og fimmtudags
kvöldum frá kl. 8 til 10.
Fjárhagsáætlun
Húsavíkurbæjar
Bæjarstjóm Húsavíkur sam-
þykkti á fundi sínum 2. marz
1966:
Niðurstöður fjárhagsáætlunar
bæjarsjóðs á greiðsluyfirliti er
16.940.000, sem er hækkun 14%
frá 1965. Útsvör eru áætluð kr.
9.373.000 og hækka um 18%. Að
stöðugjöld eru áætluð kr.
2.650.000.00 og hækka um 15%.
Aðrar tekjur hækka um 18%.
Rekstursgjöld eru áætluð kr.
13.365.000 og hækka um kr. 2.521.
000.00. Þar af er hækkun til verk-
legra framkvæmda og eignaaukn-
inga 7.6 milljónir. Helztu gjalda-
liðir eru sem hér segir:
Félagsmál og tryggingar kr.
3.417. þús. Skólar og menningar-
mál kl. 2.212 þús. Götur og ræsi og
skipulagsmál kr. 3.571 þúsund.
Heilbrigðis og hreinlætismál kr.
1.080 þús. Afborganir lána og
vextir kr. 1.993 þús. Eignaaukn-
ingar kr. 1.993 þús.
Á sama fundi voru einnig af-
greiddar fjárhagsáætlanir bæjar-
fyrirtækja og eru ráðgerðar verk-
legar framkvæmdir á vegum þeirra
fyrir kr. 5.7 millj. Alls eru verk-
legar framkvæmdir á vegum bæj-
arsjóðs og fyrirtækja 1966 áætlað-
ar 13.3 milljónir.
IISTI UPPSTILLINGARNEFNDAR
SIGRAÐI í TRÉSMIÐAKOSNINGUNUIW
EJ-Reykjavík, mánudag.
A-listinn, — listi uppstillinga
nefndar — sigraði í stjórnar-
kosningunum í Trésmíðafélagi
Reykjavíkur um helgina. Fékk A-
listinn 319 atkvæði en B-listinn
183 atkvæði.
Á kjörskrá voru að þessu sinni
640, en atkvæði greiddu 508. Eins
og áður segir, fékk A-listinn 319
atkvæði en B-listinn 183, og er
mismunurinn því 136 atkvæði.
Árið 1964 — en þá var síðast
stjórnarkjör í Trésmíðafélaginu
—• voru 629 á kjörskrá, og þar
af greiddu 539 atkvæði. Þá fékk
A-listinn 316 atkvæði en B-listinn
216 atkvæði. Hefur meirihluti A-
listans því aukizt úr 100 atkvæð-
um í 136 atkvæði frá síðustu
st j órnarkosningum.
Stjórn Trésmíðafélagsins skipa
því eftirtaldir menn: — Jón
Snorri Þorleifsson, formaður,
Benedikt Davíðsson, varaformað
ur, Sigurjón Pétursson, ritari,
Páll R. Magnússon, vararitari og
Magnús Guðlaugsson, gjaldkeri.
{Kynning á amerisk-
nm bókmenntum
Næstkomandi miðvikudags-
kvöld kl. 20,45 verður kynningar
: kvöld á amerískum bókmennt-
um og listum á vegum Upplýs
ingaþjónsutu Bandaríkjanna hér.
Kynningarkvöld þetta er annað
í röðinni, og mun dr. Ralph L.
Curry, prófessor, sendikennari í
amerískum bókmenntum við Há-
skóla íslands á vegum Ful-
bright-stofnunarinnar flytja fyrir
lestur um „American IIumor“,
með skýringum af segul-
bandi. Ennfremur verður sýnd
hálfrar klukkustundar kvikmynd
um pólitískar skop- og ádeilu-
myndir í Bandaríkjunum, er nefn
ist „Them Down Pictures."
Listkynning þessi fer fram í
ameríska bókasafninu í Bænda-
höllinni, Hagatorgi 1.
Kvöldvaka Norræna
félagsins.
Norræna félagið í Reykjavík
; efnir til skemmtifundar í Þjóð-
leikhúskjallaranum fimmtudaginn
10. marz n.k. kl. 20.30 Sigurður
Bjarnason ritstjóri, formaður Nor-
ræna félagsins, flytur ávarp.
Gunnar Granberg, sendiherra
Svía, ftytur stutt erindi. Heimir
og Jóna3 syngja þjóðlög og leika
undir á gítar. Sýndar verða lit-
skuggamyndir frá norrænu starfi,
og að lokum verður stiginn dans.
Aðgangur er ókeypis fyrir fé-
lagsmenn og gesti þeirra. Félags-
menn eru hvattir til að fjölmenna
og taka með sér gesti.
Jón Grétar SigurSsson,
héraSsdómslöomaSur.
Laugavegí 28B II. hæS
sími 18783.
Brotizt inn í
mannlaust hús
KT-Reykjavík, mánudag.
Aðfaranótt laugardags sl. var
brotizt inn í mannlaust hús í
Flugugróf 26 í Blesugróf, og stol-
ið þaðan 12 fermetra teppi. Hús-
ið var mannlaust vegna viðgerða,
sem verið var að framkvæma á
þvi. Engin merki hafa fund-
izt eftir þjófinn.
Á laugardagskvöld kom víða til
slagsmála hér í bæ og var það
aðallega kringum veitingahús bæj
arins.
Fyrir utan Þórskaffi varð mað-
ur fyrir árás annars og hlaut
áverka á brjósti. Fyrir utan Röð-
ul hlaut maður einn höfuðhögg
og rotaðist. Meðan hann lá í
rotinu var rænt af honum veski
með 1200 krónum. Á Nýja Stúd-
entagarðinum sparkaði piltur
einn í garðprófast, er vísa átti
hinum fyrrnefnda út. Þá urðu
áflog fyrir utan veitingahús
ið Glaumbæ og manni veittur
áverki á andliti.
Flestir árásarmannanna náð-
ust og voru fluttir í fanga-
geymslu.
Fjárhagsáætlun
Akraness
Á fundi bæjarstjórnar Akraness
25. febrúar s.l. var samþykkt fjár-
hagsáætlun Akraneskaupstaðar f.vr
ir árið 1966.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætlun-
ar bæjarsjóðs eru kr. 32.3 millj.,
en voru s.l. ár kr. 28.7 millj. og
hafa því hækkað um 12.6%.
Helztu tekjuliðir áætlunarinnar
eru þessir:
Útsvör kr. 20.5 millj., í fyrra
kr. 17.9 millj. Framlag jöfnunar-
sjóðs 5.1 millj.., í fyrra 4.5 millj
Aðstöðugjöld kr. 3.8 millj., í fyrra
kr. 3.4 millj. Fasteignaskattur kr
2.0 millj., í fyrra 2.0 mjllj.
Útsvarsupphæðin hækkar nú um
14.5%^ frá í fyrra en þá stóð hún
í stað frá árinu áður.
Helztu rekstrargjöld bæjarsjóðs
eru:
Lýðtryggingar og framfærsla kr.
7.472 þúsund. Menntamál kr.
4.354 þús. Stjórn kaupstaðarins
kr. 1.788 þús. Þrifnaður kr. 1.080
þús. Löggæzla kr. 939 þús. Skipu-
lagsmál kr. 650 þús.
Til framkvæmda er áætlað:
Til varanlegrar gatnagerðar kr.
2.3 millj., sjúkrahúss kr. 2.0 millj.,
íþróttahúss kr. 2.0 millj., Akra-
neshafnar kr 1.3 millj., bókasafns
kr. 1.0 millj. auk smærri liða.
Til viðbótar þessum framlögum
koma mótframlög ríkissjóðs og
lántökur svo heildarframkvæmdir
eru ráðgerðar meiri, þannig er t.d.
gert ráð fyrir framkvæmdum við
Akraneshöfn fyrir a.m.k. 8 millj.
kr. Tekjur Akraneshafnar eru áætl
aðar kr. 4.4 millj. og Vatns-
veita Akraness kr. 1.7 millj.
Á fundinum var einnig sam-
þykkt ýtarleg framkvæmdaáætlun
fyrir árið 1966, þar sem nánar er
ákveðið hvernig verja skuli fram
kvæmdafénu í einstökum atriðum.
Frá Bæjarskrifstofu Akraness.