Tíminn - 08.03.1966, Side 9

Tíminn - 08.03.1966, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 8. man 1966. TÍMINN 9 Fréttir frá starfsemi Sameinuðu þjóðanna Alþjóðabankinn hefur lagt fram tillögu um nýja tegund tæknihjálpar. sem á að varna því að þróunin í vanþróuðu löndunum stöðvist vegna ófyrirsjáanlegra aft urkippa í útflutningi þeirra. Óstöðugleikinn i verðlagi á út- flutningsafurðum vanþróuðu land anna er alvarlegur tálmi áfram- haldandi og stöðugrar þróunar, að því er segir í skýrslu um rann- sókn sem bankinn lét gera nýlega. Þetta hefur leitt til þess,að bank inn leggur til, að alþjóðlegar stofnanir takist á hendur að leggja fram erlendan gjaldeyri, þegar vanda ber að höndum sam kvæmt fyrirfram gerðri áætlun. Rannsóknin var gerð að undir lagi Ráðstefnunnar um utanríkis viðskipti og þróunarmál. (UNCTAD). Hagfræðilegur ráðu nautur bankans, Irving J. Fried- man hefur nýlega lagt skýrsl- una fyrir stjórnarnefnd ráðstefn- unnar, sem setið hefur á rök- stólum í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna I New ork. Viðkvæmar þróunar- áætlanir — Það er alkunnugt, að þróun aráætlanir eru mjög viðkvæm- ar gagnvart ófyrirsjáanlegum breytingum í efnahagslífinu, sagði Friedman og vísaði til þess. að flest vanþróuðu löndin verða fyrir skyndilegum skakkaföllum vegna verðfalls á útflutningsafurðum sín um. — Meðan við unnum að rann sókninni, ræddum við ekki um nein úrræði, fyrr en við vorum fullkomlega'sannfærðir um, að vandamálið væri raunverulega al- varlegt, sagði hann ennfremur. Tillaga Alþjóðabankans er á þá leið, að komið verði á fót sér- stakri hjálparstofnun, - sem verð ur að vera alþjóðleg — og hún hafi síðan samráð við einstök van þróuð lönd, sem eru hjálparþurfi. og aðstoði þau við að ráða fram úr vandræðum, sem skapast af gjaldeyrisskorti. Friedman lagði þó áherzlu á, að aðstoðin við einstök, vanþróuð lönd stæði því aðeins til boða, að ófyrirsjáan- leg atvik hefðu valdið vandkvæð um. Víðtækar afleiðingar Verði þessari hjálparstarfsemi komið á, mun hún hafa í för með sér „heillavænlegar afleið- ingar, sem ná langt út fyrir lausn þess sérstaka vandamáls, sem um er að ræða.“ sagði Friedman. Löndin, sem hjálpina þiggja og hin alþjóðlega hjálparstofnun verða fyrirfram að koma sér sam an um ákveðin grundvallaratriði. Fyrst og fremst veltur mikið á því að samkomulag náist um það sem telja megi „hæfilegar líkur“ fyrir útflutningstekjum ákveðinn ára fjölda fram í tímann. Enn- /fremur er nauðsynlegt að koma sér niður á reglur um efnahags stefnuna á sama tímaskeiði, gera stefnuáætlun. Þegar því næst væri búið að rannsaka þær ráðstafanir, sem tiltekið land gæti sjálft gert til að leysa skyndilegan gjald- eyrisvanda, ætti hjálparstofnun- in að skuldbinda sig til að leggja fram til viðbótar þann erlenda gjaldeyri, sem nauðsynlegur teld ist til að tryggja áframhaldandi framkvæmd þróunaráætlunar- innar. — Þetta er nýjung, sagði Fried man, en hún er reist á reynslu okkar, og við höldum, að hún sé bæði raunhæf og framkvæmanleg. Meiri ábyrgð Skilyrði fyrir hjálpinni eiga að vera þau sömu og fyrir annarri fjárhagsaðstoð. Friedman lagði einnig áherzlu á, að hin nýja ráðagerð mundi leggja „þróunar löndunum enn þyn^ri ábyrgð á herðar“ að því er snerti fram- kvæmd þeirra á hinni fyrirfram ákveðnu efnahagsstefnu. Hjá þessu yrði ekki komizt, en hins vegar lagði hann áherzlu á, að kostirnir væru þyngri á metunum en agnúarnir í þessu tilviki. Síðast vék hann að kostnaðin um við hina nýju hjálparstarf- semi og gat þess, að bankinn hefði áætlað hann um 400 millj. dollara á ári. Mismunun kvenna for- boðin í yfirlýsingu SÞ. í aðalstöðvum Sameinuðu Þjóð anna í New York verður unnið að því fram í miðjan marzmánuð, að setja saman sérstaka yfirlýsingu Sameinuðu pjóðanna, sem bannar mismunun kvenna í þjóðfélaginu. Það er nefndin um stöðu kvenna, sem er að leggja síðustu hönd á frumvarp, sem síðar verð ur að hljóta samþykki Efnahags og félagsmálaráðuneytisins. Til hliðsjónar hefur nefndin skýrslu frá framkvæmdastjóra Samein uðu þjóðanna, þar sem hann bregð ur birtu yfir möguleikana á lang- drægri áætlun, sem stefni að því að bæta kjör kvenna í vanþróuð- um löndum. í skýrslunni^er lögð áherzla á að menn verði að gera sér ljóst, hvernig skilja beri hugtakið „fram farir í þágu kvenna.“ Það er ekki endilega víst. að áætlun sem mið uð er við þarfir kvenna leiði til betri þjóðfélagskjara fyrir þær. Það er mikilvægt, að langdræg áætlun leiði í reynd til þess, að stajSa þeirra í þjóðfélaginu batni. í skýrslu sinni leggur fram- kvæmdastjórinn til, að nefndin noti tækifærið til að efla og auka starfsemi sína árið 1968. sem nefnt verður Alþjóðlega mann- réttindaárið. Kvennanefndin, þar sem aðeins er einn norrænn fulltrúi, Finn inn Helvi L. Sipilá. á að fjalla um pólitísk, lagaleg og efnahags- leg réttindi kvenna, menntunar möguleika þeirra, og þá kosti, sem vinnandi mæður hafa til að fá barna sinna gætt á daginn. Námskeið um aðferðir til málmvinnslu Fulltrúar frá 28 vanþróuð- um löndum taka sem stendur (14. til 25. febrúar) þátt í nám- skeiði í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem fjallað er um nýjar aðferðir við málmvinnslu. Meðal fyrirlesara er Per Gudmar Kihlstedt, pró- fessor við tækniháskólann í Stokk- hólmi. Öll löndin, sem eiga fulltrúa á námskeiðinu, hafa vænlegt magn af óunnum málmum. en skortir vatnsmagnið, sem nauðsyn- legt er til að skilja málmana frá berginu. Hefðbundnar aðferð- ir við málmvinnslu útheimta mörg tonn af vatni á hvert tonn af málmi. Af því hefur leitt, að mörg vanþróuð lönd hafa ekki get að hagnýtt málmföng sín. Iðnaðarlöndin hafa hins ' vegar í æ ríkara mæli tekið upp nýjár aðferðir, þar sem beitt er loft- straumi ásamt elektrónum og geisl un. Þessar aðferðir eru ódýrari og geta orðið mjög mikilsverðar, einkanlega fyrir vanþróuðu lönd- in. Námskeiðið er þáttur í þeirri viðleitni Sameinuðu þjóðanna að hjálpa vanþróuðum löndum til að færa sér sem mest í nyt eigin náttúrlegar auðlindir. Tólf sér- fræðingar hafa verið fengnir til að kenna grundvallaratriði hinna ýmsu aðferða og gera áætlanir um framkvæmd þeirra og kostnað. Lán frá Asíubanka Þróunarbanki Asíu, sem fjögur Norðurlanda hafa lagt samtals fimm milljónir dollara til. á sam- kvæmt áætlun að hefja starfsemi sína á hausti komanda, í Manilla á Filippseyjum. Samanlagt stofn fé hans verður 983,08 milljónir, og á að skipta því niður í 10,000 dollara lán eða skammta. Helm- ingur þeirra verður greiddur í áföngum, en um hinn helming inn, ca. 500 milljónir dollara, er ætlunin að sótt verði eftir þörfum einstakra landa. Af hinu innlagða stofnfé á helm ingurinn að vera gull eða gjald gengur gjaldeyrir. Bankinn hefur einnig heimild til að setja upp sérstaka sjóði. sé það talið ráðlegt* Á fyrstu fimm árum mun bankinn eingöngu veita „hörð lán“. Þá er sá möguleiki fyrir hendi, að taka allt að tíu af hundr aði stofnfjárins og setja í sérstak an sjóð, sem undir sérstökum kringumstæðum getur veitt lán með mjög hagkvæmum kjör- um. Alls eiga nú 31 land aðild að bankanum, þeirra á meðal 19 Asíuríki. Hann tekur tii starfa jafnskjótt og stofnskrá hans hefur verið undirrituð af ekki færri en 15 löndum, sem eiga að minnsta kosti samtals 65 af hundraði höf- uðstólsins. EFNAHAGSMÁL Bretar snúa sér aftur að Cvrópu Bretland, sem nú er önnum kafið við að reyna að bæta og straumlínugera efnahagslíf sitt, er farið að gjóta augunum við og við að nýju til Efnahags- bandalags Evrópu, EBE. En ekki er líklegt að Bret- land, eftir að hafa einu sinni verið vísað á bug rétt fyrir framan altarið, taki til við að biðla EBE að nýju, fyrr en nokkur vissa er fyrir því, að Bretar séu einlæglega velkomn ir í bandalagið. Síðustu mánuðina hetur vissulega ýmislegt verið sagt innan EBE, sem bendir til þess að Bretland sé nú velkomið i bandalagið. f byrjun febrúar hófu stjórnmálamenn báoum megin Ermasunds að gefa út vinsamlegar yfirlýsingar um málið. Utanríkisráðherra Bretlands, Michael Stewart, sagði t.d., að þróunin hefði gert það að verk um, að auðveldara yrði að full- nægja ýmsum skilyrðum stjórn ar Verkamannaflokksins fyrir inngöngu í EBE. Og sagt er, að Charles de Gaulle, forseti, hafi á fundi í París, sagt, að hann fagnaði þeirri skoðun, að Bretland væri nú betur undir það búið að ganga í Efnahagsbandalagið en fyrir þrem árum síðan. Erhard, forsætisráðherra Vestur-Þýzka- lands, sagði, að Þjóðverjar hefðu alltaf stutt inngöngu Bretlands í EBE.. Þeir brezku embættismenn, sem hafa þegar staðið í ein- um samningum við EBE i Briissel, taka á þessari nýju stefnu með mikilli varúð. Þeir hafa áður séð góðar vonir verða að engu. Þeir óttast, að sú vinátta, sem virðist fyrst og fremst koma frá Gaullistum í Frakk- landi, gæti verið þáttur í bar- áttu frönsku stjórnarinnar við hin EBE-ríkin innan bandalags ins. En samt sem áður er breyt- ing að þróast meðal þeirra Breta, sem áður voru harðir á móti inngöngu Bretlands í EBE. Þeir virðast nú styðja einhvers konar aðild að EBE. einhvern tíma. Þessi breyting virðist eink- um hafa átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar, þar sem margir yngri ráðherranna, og sumir hinna eldri og valda- meiri, eru sífellt að sýna meiri skilning á nauðsyn þess, að Bretland tengist nánar megin- landi Evrópu. Einn embættis- maður skýrði þetta mjög ein- faldlega og hreinskilnislega: — „Rikisstjórn er góður kennari." Tvö atriði virðast einkum hafa valdið þessari skoðana- breytingu: a. Ljóst hefur orðið síðustu 15 mánuðina, að Samveldið, sem margir innan Verkamanna- flokksins trúðu mjög á, er á góðri leið með að rifna. b. Það hefur einnig orðið jafn ljóst, að Sex-veldin (EBE) eru allt annað en sam- mála um framtíðarstefnu bandalagsins og hvernig það eigi að þróast. Fyrir aðeins þrem árum síðan greiddi de Gaulle forseti atkvæði gegn brezkri aðild, í dag er afstaða Frakka og hagsmunir líkari aðstöðu Bretlands en hinna EBE-ríkjanna fimm. En þótt andstæðurnar hafi minnkað, er talið að litlir mögu leikar séu á, að Bretland fái aðild að EBE alveg á næstunni. Bent er á, að Framkvæmda- nefnd bandalagsins hafi það mikið af ógerðum verkefnum, sem safnazt hafa saman vegna stöðnunarinnar í EBE undan- farna sjö mánuði, að óhugsan- legt sé, að hún geti tekið fyr- ir umsóknir um aðild frá öðr- um ríkjum fyrr en eftir a.m.k. eitt ár. En það eru, samt sem áður, önnur ríki, sem einnig hafa áhuga á aðild að EBE. Umsókn írlands um aðild hefur verið til umræðu um nokkurt skeið, og stjóm landsins vill ganga inn í bandalagið í síðasta lagi árið 1970. Nú er verið að ræða um, hvort Spánn geti fengið aukaaðild að bandalaginu. Ef Bretland legði að nýju fram umsókn um aðild, myndi sú umsókn örugglega, að því er talið er, verða til þess, að Nor- egur og Danmörk myndu sækja um aðild. En EBE-deilan, sem var loks „leyst“ í lok janúar s.l. þýðir, að Efnahagsbandalagið verður aldrei það sama og áður. Hin EBE-ríkin fimm eru ekki leng- ur hrædd við að standa upp í hárinu á Frakklandi, að því er menn telja í London. Og vax- andi efnahagsleg þýðing Vestur þýzkalands, ásamt hvarfi Aden- hauers af stjórnmálasviðinu, hefur skapað nýtt hlutverk fyr- ir það land. Þessi atriði, ásamt mótspyrnu ítala og Hollendinga gegn skoð unum og afstöðu Frakka, hafa, að því er talið er, haft mikið að segja við mótun hinnar nýju vinsemdar de Gaulles við Bretland. En Bretland vill fá tryggingu fyrir því, að þessi vinsemd sé einlæg, að ekki sé um að ræða, að de Gaulle noti Bretland sem peð í tafli sínu við hin EBE-ríkin, áður en það leitar eftir aðild. í viðræðunum um aðild íyr- ir þrem árum síðan, voru helztu vandamál Breta landbúnaðar- málin, Samveldið, Fríverzlunar- bandalag Evrópu (EFTA), ákvörðun utanríkisstefnunnar og sjálfstæði þjóðþingsins. Landbúnaðarmálin eru nú hlutur, sem hægt er að semja um. Hugsanlega fellur spurn- ingin um sjálfstæði og mótun utanríkisstefnu í sama flokk. Og í dag er Samveldið talin mun minni hindruð en áður, ekki sízt, þar sem sum Sam- veldislöndin, t.d. Nígería, hafa tekið upp beina samninga við framkvæmdanefndina. En EFTA er mikið vanda- mál. Aðild Bretlands að EBE myndi, að því er sagt er í London, „svo til örugglega þýða endalok EFTA.“ Ef Bret- and sameinast EBE, ásamt Nor egi og Svíþjóð, munu hin EFTA-ríkin, Portúgal, Svíþjóð, Sviss og Finnland, verða ein eftir. Þetta, segja ráðamenn, myndi verða mjög alvarlegur atburður, vegna hinnar miklu Framhald á 14. siðu. / i t • 7 'UsUé' f f f: f- ( fi <\ <*f (7 í ' (< (< '< •■' r ' ' ' ■ ' \

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.