Tíminn - 08.03.1966, Qupperneq 14
14
GfN- OG KLAUFAVEIKI
Framhald af bls. 1
„jarðýta látin grafa þau í
jörð niður.
Bráðlega vaknaði grunur
um, að veikin væri koenin
til átta annarra bæja, og
voru þeir þegar einangraðir
og öllum óviðkomandi bann
að að koma nálægt dýrun-
um. Gildir það bann í heilu
fylki á Skáni, og eins hefur
svo verið fyrirskipað, að öll
mjólk frá þessu svæði verði
sérlega vel gerilsneydd.
í dag var tekið til við að
bólusetja <S1 húsdýr á stóru
svæði umhverfis umræddan
sveitabæ í Norra Nöbbelöv
og varð að fá bóluefni lán
að frá Danm. Yfirvöldin
höfðu pantað bóluefni frá
Ítalíu, en það var ekki kom
ið, þegar veikin brauzt út.
Hafa yfirvöldin verið mjög
gagnrýnd fyrir slæmar
varnir gegn veikinni.
Norski landsdýralæknir-
inn skýrði frá því í dag, að
sá vírus, sem hór um ræð
ir, gæti farið milli landa
meg fuglum og eins með
þoku. Væri 100% vörn gegn
þvi, að veikin bærist frá
einu landi til annars, óhugs-
andi. Ýmsar varnaraðgerðir
hafa verið framkvæmdar í
Noregi í því skyni að koma
í veg fyrir, að veikin nái
þangað
BÚNAÐARÞING
Framhald af bls. 1.
veita og rækta í landinu, en má
ekki varpa frá sér til annarra
meira en orðið er.
Þá samþykkti Búnaðarþing að
fela stjórn Búnaðarfélags ís-
lands að athuga möguleika á því,
að koma á fót skrifstofu, er ann
ist hjúskaparmiðlun, með pað fyr-
ir augum, að leysa örðugleika bá,
sem nú eru á því að fá konur til
að taka að sér húsmóðurstöður úti
í strjálbýlinu.
Ólafur E. Stefánsson flutti er-
indi um kjötmat og verðlagningu
á úrvalskjöti og kálfum af holda
nautablendingi. Búnaðarþing
ályktaði að skora á landlbúhaðar-
ráðherra að láta endurskoða í sam
ráði við Framleiðsluráð landbún-
aðarins og Búnaðarfélag fslands,
ákvæði reglugerðar um kjötmat.
Búnaðarþing taldi sérstak-
lega nauðsynlegt að breytt verði
ákvæðum um flokkun nautakjöts,
þannig að sérstakir flokkar verði
fyrir kjöt af holdblendingi og
af kálfum, sem aldir hafa verið
á mjólk eingöngu. Þá kemur líka
til álita að hafa sérstakan flokk
fyrir úrvals dilkakjöt.
Búnaðarþing leggur áherzlu á,
að fundin verði leið til að merkja
kjötið þannig, að neytendur geti
séð á kjötinu sjálfu í hvaða gæða-
flokki það sé.
Gunnar Bjarnason flutti tillögu
til þingsályktunar um rannsóknir
á nýjum búgreinum. Búnaðarþing
beinir þess vegna til Búnaðar-
nefndarinnar að kanna og rann-
saka möguleika á nýjum og hag-
nýtum búgreinum. Gunnar Bjarna
son bendir á, að til greina komi
eldi á mink, ræktun Chinchilla,
kanínurækt og fleira. Einnig
mætti benda á aukna fiskirækt.
Þá er aukin holdanautarækt mál,
sem athugana þarf við. Einnig má
nefna aukna korn- og grænfóður-
rækt, er myndi styðja og styrkja
öryggi og afkomu þeirra búgreina,
sem nú eru aðallega stundaðar.
Gunnar Bjarnason flutti aðra
þingsályktunartillögu um aðgerðir
til að tryggja landbúnaðinum gott
og heilnæmt próteinfóður. í álykt
„Búnaðarþing ályktar að fela
stjórn Búnaðarfélags íslands að
beita sér fyrir því að eridurskoðuð
verði þegar á þessu ári lög um
eftirlit með framleiðslu og verzl-
un með fóðurvörur."
Greinargerðin drepur á það
helzta, sem gera þyrfti. Þar segir
m.a.:
í legin vantar ákvæði, sem ger-
ir framleiðanda fóðurblöndu skylt
að gefa upp til hvers kaupanda
hlutföll þeirra fóðurefna, sem not
uð eru í blönduna. Þetta atriði
er mikilvægt, þar sem nauðsýn-
legt er hverjum bónda að vita í
hve miklum mæli hann gefur
hverja fóðurtegund.
Á síðari árum hefur komið L
Ijós, að ákveðin íblöndunarefni til
rotvarna í síld getur myndað eitr-
að efnasamband við suðu sé það
ekki notað á réttan hátt.
Hefur tilraunastöðin að Keldum
komizt að raun um, að fái sauðfé
________TÍMINN
síldarmjöl, sem hefur inni að halda
þetta eitur veldur það dauðá.
Engin lagaákvæði eru fyrir
hendi um notkun þessa íblöndunar
efnis. Þá hefur það og þráfald-
lega komið fyrir, að bændum hef-
ur verið selt síldar mjöl, sem hef-
ur ofhitnað við vinnslu (brunnið)
og misst að miklu leyti gildi sem
fóður.
Þessi dæmi sýna, svo að eigi
verður um villzt, að gildandi laga-
ákvæði í þessu efni, veita hvergi
nærri nóg aðhald.
Þá ályktaði Búnaðarþing að tela
stjórn Búnaðarfélags íslands að
kanna möguleika á hóptryggingu
á fólki, sem yinnur að landbúnaði.
Einnig ítrekaði Búnaðarþing
ályktun sína frá fyrra ári um að
hraðað verði alhliða endurskoðun
skólamálalöggjafar þjóðarinnar.
Þingið lagði sérstaka áherzlu á að
allir landsmenn geti átt jafna að-
stöðu til skólavistar, hvar sem þeir
búa.
SKIPSSTRAND
Framhald af bls. 1.
gott að segja um, hvort það tekst
úr því að ebki var hægt að taka
í hann núna.
— Þið voruð að koma inn með
afla?
— Já, við vorum með eitthvað
um 10 tonn.
— Hvað eru margir á bátnum?
— Sjö.
Sigurður hefur verið Skipstjóri
á Eyjabergi í þrjú ár. Eyja-
berg er um 100 lesta stálskip,
smíðað í A-Þýzkalandi 1959. Eig
andi þess er Sigurður Þórðarson
í Vestmannaeyjum.
Fyrir nokkrum árum strandaði
Helgi frá Veslmannaeyjum á
Faxaskeri og fórust þá nokkrir
menn.
MEIRI LÁN
Framhald af 1. síðu.
átak er unnt að gerá í þessum
efnum nema að koma upp sér-
stakri lanadeild og tryggja henni
starfsfé. Frumvarp Framsóknar-
manna um þetta boðar því þátta-
skil í þessu lífshagsmunamáli þjóð
arinnar.
VÖRUSKORTUR NYRÐRA
Framhald af 16. síðu.
um og á Höfðaströnd og mjög
þungfært í Húnavatnssýslum hef
ur ástandið verið stórum betra,
og Hoitavörðuheiði hefur að
mestu verið haldið opinni að und
anförnu en í nótt snjóaði talsvert
þar um slóðir og heiðin lokaðist.
Gert er ráð fyrir því, að hún
verði opnuð afitur á morgun og
síðan á að reyna að opna leiðina
inn í Skagafjörð.
FRAMSÓKNARVISTIN
Framhald af bls. 16.
ins, Tjarnargötu 26, í símum
16066 og 15564, en sala þeirra
hefst á mánudag. Fólk, sem
vill tryggja sér áframhaldandi
þátttöku í 5 kvölda keppninni,
er aminnt um að afla sér miða
hið allra fyrsta, þar sem marg
ir hafa orðið frá að hverfa und
anfari'ó.
ÍÞRO'TIR
ir, og þar sem þetta var í annað
sinn, sem þessum leikmanni var
vísað af velli, hljóðaði brottrekst-
urinn upp á 5 mínútur. Allt virt-
ist benda til þess, að ísland myndi
jafna, þegar Hörður skoraði 15:16,
og Rúmenar í greinilegri varnar-
stöðu. En of lítill tími var eftir
og Rúmenar héldu uppi töfum,
þar til dþmarinn flautaði af. Þann
ig lauk síðari hálfleik 8:4 fyrir
Rúmena.
í heild var þessi leikur vel leik-
inn af hálfu íslands. Gunnlaugur
fyrirliði naut sín ekki sem skyldi,
enda lihægt um vik, þar sem Rúm-
enar settu alltaf einn mann hon-
um til höfuðs En liðið var nú
öllu jafnara en áður — og ungu
mennirnir í þvi sýndu að mikils
má af þeim vænta. Var frammi-
staða Geirs og Hermanns mjög
góð. Bæði Karl og Guðjón voru
mun betri en í fyrri leiknum, þótt
Guðjón hafi átt nokkrar rangar
sendingar. Hörður gerði margt
gott. Nýliðinn Auðunn Óskarsson
var harður í vörninni. Síðast en
ekki sízt verður að geta þáttar
Þorsteins í markinu, sem var mjög
góður. Það var misráðið að skipta
Þorsteini út af um tíma í síðari
hálfleik. Mörk íslands: Gunnlaug-
ur 4 (2 víti), Hörður, Guðjón,
Karl, Hermann og Geir 2 hver og
Stefán Sandholt 1.
Hjá Rúmenum var Jakob (2)
langbeztur. Hann var eins og list-
dansari á línunni og brauzt oft
fallega í gegn á miðjunni. Alls
skoraði Jakob 6 mörk, þar af
2 úr vítum. Gruia (4) var ekki
eins góður í þessum leik, enda
kunnu nú ísl. leikmennirnir betur
á hann. Hann skoraði 3 mörk,
Moser skoraði einnig 3 mörk og
sömuleiðis Costache.
Nilsson dæmdi þennan síðari
leik ekki af sömu nákvæmninni
og fyrri leikinn.
IÞROTTIR
því það var engu að tapa. En
landsliðsþjálfarinn sat hinn róleg-
asti og gerði ekkert meðan fólkið
á áhorfendapöllunum hrópaði
„inn á með landsliðið."
EJn landsliðsþjálfarinn var vissu
lega í erfiðri aðstöðu. Sannleikur-
inn var sá, að úthaldið hjá Gunn-
laugi, sem Rúmenar eltu allan
tímann, Herði, Hermanni og Guð-
jóni var á þrotum. En hins vegar
afsakar það ekkert skiptingarnar,
því vel hefði verið hægt að fyrir-
byggja, að allir þessir leikmenn
væru út af í einu með því að
skipta jafnara inn á. Og ekkert
getur afsakað það, að Þorsteini
skyldi lialdið fyrir utan.
En hvað um það, ekki er hægt
að skella allri skuldinni á lands-
liðsþjálfarann. Úthaldið hjá Rúm-
enum var miklu betra og þeir
voru betra liðið í síðari hálfleik,
en víst er, að ekki hefði sigur
þeirra þurft að vera eins stór og
raun varð á.
í fyrri hálfleik þessa leiks sýndi
ísl. liðið þann bezta leik, sem lið-
ið hefur sýnt í Laugardalshöllinni.
Fyrir ókunna hefði verið erfitt
að dæma um hvort liðið væri
heimsmeistari. Gunnlaugur Hjálm
arsson, fyrirliði, lék aðalhlutverk-
ið eins og svo oft áður, þrátt fyrir,
að Rúmenar settu mann honum til
höfuðs frá fyrstu mínútu. En ekk-
ert gat stöðvað Gunnlaug. Hann
hélt spilinu í gangi með rúmensk-
an leikmann á hælunum og skor-
aði þrjú mörk. Síðasta markið í
hálfleiknum, 9. markið, verður
áhorfendum ógleymanlegt, því
Gunnlaugur skoraði það með því
að skjóta aftur fyrir sig. Gagn-
stætt því, sem var í leiknum gegn
Pólverjum, var lítið um línuspil
hjá ísl. liðinu. Bæði var það, að
Rúmenar lokuðu miðjunni alger-
lega og nú vantaði Ingólf til að
senda inn á línu. Þess vegna var
meira treyst á langskot. Hörður
og Hermann skoruðu 2 mörk hvor
og Birgir 1. Hörður skoraði svo
eitt mark úr víti, en Karli mis-
tókst að skora úr öðru. ísl. liðið
hélt alltaf yfirhöndinni í f. hálf-
leik, komst mest 3 mörk yfir, 6:3,
7:4 og 8:5. Það var ekki fyrr en
á 7. mín. í síðari hálfleik, að Rúm-
enum tókst að jafna, 12:12, en ís-
land komst aftur yfir, 14:12. Eftir
það jöfnuðu heimsmeistararnir
stöðuna og náðu í fyrsta skipti
forustu 15:14 á 12. mín. Á síðustu
mínútum leiksins var allur leikur
ísl. liðsins í molum og á síðustu
12 mínútunum skorar það aðeins
1 mark meðan Rúmenar skora 7.
Beztu menn ísl. liðsins voru tví-
mælalaust Gunnlaugur og Hörður.
Ilermann átti dágóðan leik, en
var allt of lítið inn á. Karl og
Guðjón voru óheppnir í skotað-
gerðum, en héldu spilinu gang-
ÞRIÐJUDAGUR 8. marz 1966
andi. Birgir, Sigurður E., og Stef-
án Sandholt og Þórarinn voru all-
ir sterkir í vörninni, en £ fyrri
hálfleik lék liðið varnarleik af
beztu tegund. Stefán Jónsson,
Haukum, 12. maður í liðinu, skap-
aði sér ágæt færi, en misnotaði
þau. Þorsteinn Björnsson var í
markinu til að byrja með, stóð sig
ágætlega, en skipti út af um miðj-
an fyrri hálfleik. Hjalti varði
ágætlega í fyrri hálfleik og allt
fram í miðjan síðari hálfleik, en
ekkert eftir það.
Rúmenska liðið lék skemmtileg
an handknattleik, en virtist eiga
í miklum erfiðleikum með að út-
færa leikaðferðir, nema á síðustu
mínútunuim. Beztir voru Gruia (4)
Jakob (2) og Moser (3), sem var
„heilinn" í spilinu.
Mörkin: fsland: Hörður 7 (8
víti), Gunnlaugur 5, Hermann 2,
Birgir, Karl og Sig. E. 1 hver.
Rúmenía: Gruia 8, Moser og Jak-
ob 5 hvor, Hnat 2, Gatu, Cost-
ache og Othela 1 hver.
Norski dómarinn Nilsson dæmdi
leikinn vel.
GETSÖKUM ANZAÐ . . .
Framhald af bis. 8.
en svo er með allt uppeldi. Það er
lí'ka ðhætt að varpa nokkurri
byrði á framtíðina, því að auður
hennar byggist á batnandi kyn-
slóðum. Því meira, sem hún gef
ur, þess ríkari verður hún, en
hún lokar sér fyrir þeim, sem eru
hirðuiausir um hátterni sitt.
Við eigum svo mörg óunnin
störf á okkar víðfeðma landi, að
æskufólk kaupstaðanna á skilið
að fá að sannreyna, að til er
stærri grund en sést út um bíl-
gluggana Skipuleg vinna á veg-
um kaupstaða og annarra byggða
laga ætti að geta tengt hugi fólks
ins við heimahagana. Þar sem
allt þarf að vera á spani, er gott
að láta vélar tilreiða jörðina, en
fyrst og fremst er manneskjan
hennar barn, og moldug hönd er
blessun þess reits, er hún snerti.
Friðrik Þorvaldsson.
EFNAHAGSMÁL
FramhaJd af 9. síðu.
aukningar viðskipta, sem
EFTA hefur nú örfað.
Austurríki vonast til þess að
hafa undirritað samning um
aukaaðild að EBE fyrir næstu
áramót. Þar sem bandalagið
hefur krafizt þess, að Austur-
ríki taki upp sömu tolla gegn
þriðja ríki og þau ríki, sem
hafa fulla aðild að EBE, leiðir
það af sjálfu sér, að Austur-
ríki verður að segja sig úr
EFTA.
Franskur embættismaður heí
ur látið þá skoðun í ljós. að
ef Bretland gangi 1 EBE, og
taki með sér a.m.k. Danmörku
og Noreg, og hugsanlega
Spán, þá verði þetta stækkaða
Efnahagsbandalag mjög líkt
hinni upphaflegu OEEC-stofn-
un, og muni einkum snúa sér
að frjálsri verzlun innan banda
lagsins, sameiginlegum ytri
tolli og sameiginlegri stefnu í
landbúnaðarmálum. — „í slíku
bandalagi kæmi meirihlutavald
ekki til greina,“ sagði hann.
„Meirihlutavaldið er nú úr sög-
unni.“
Margir telja, að þetta sé ósk-
hyggja, þrátt fyrir þá stað-
reynd, að andstaða Frakka
gegn meirihlutavaldi var eitt
þeirra atriða, sem orsakaði
EBE-deiluna á síðasta ári. Þýð-
ingarmeiri er skoðun embættis-
mannsins á framtíðarstefnunni,
sem lætur pólitísk mál liggja
milli hluta. Ef pólitísk málefni
verða gerð „útlæg", þá verður
innganga í Efnahagsbandalag-
ið mun auðveldari, ekki aðeins
fyrir Bretland, heldur mörg
önnur Evrópuríki.
Öll réttindi áskilin,
THE Financial Times.
ÞAKKARÁVÖRP
Þakka innilega .auðsýnda vinsemd og hlýhug á sjö-
tugsafmæli mínu 25. 2. 1966.
KarL Þórhallsson.
Innilegar þakkir færum vi3 öllum þeim, fjær og nær, er auðsvndu
okkur samúð og vinarhug vlð andlát og jarðarför eiginmanns míns,
bróður, föður, tengdaföður og afa
Theódórs Kristjárissonar
Blönduósi.
Stefania Guðmundsdóttir,
Ragnhildur Kristjánsdóttir, börn,
tengdabörn og barnabörn.
Hjartans þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur vinarhug og
samúð vlð andlát systur okkar og frænku
Ingibjargar Eldjárn
og veittu ómetanlega hjálp í sjúkralegu hennar og við útförina.
Sesselja Eldjárn
Þórarinn Eldjárn,
og frændsystkinin.
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug
við fráfall og jarðarför
Páls Eyjólfssonar
bifrelðarstjóra, Þórsgötu 20 B
Sérstakar þakkir færum við vinnufélögum hans á Hreyfli fyrir
stórkostiegar gjafir og hjáipsemi.
Sigríður Elnarsdóttir og dætur.