Vísir - 17.08.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Laugardagur 17. ágúst 197«.
Blöndunarvélin rauk
i
Blöndunarvél Sverris
sem legið hefur að-
gerðarlaus
í 13 mónuði flutt upp
ó Kjalarnes
,,Hún rauk I gang eins og
skot”, sagöi Sverrir Runólfsson
um blöndunar- og vegalagning-
arvél sina, er hann vitjaöi henn-
ar inn í vöruport Eimskipa-
félagsins i morgun.
Vélin haföi legiö þar aögerð-
arlaus i 13 mánuöi, þegar hún
loksins var leyst út seinni hlut-
ann i dag og flutt upp á Kjalar-
nes, þar sem vegaframkvæmdir
Sverris standa sem hæst.
Þar er nú allt tilbúið til að
taka á móti henni, og hefst hún
aö likindum handa strax viö
komuna upp á Kjalarnes.
Þaö hlakkaði i Sverri þegar
hann frétti um gjaldeyrishöftin
og varð þess visari, aö ekki
heföi mátt tæpara standa meö
að losa vélina út.
„Þarna sjáiö þið enn einu
sinni, aö guð er mér góöur,”
sagði Sverrir og hló.
Sverrir hefur áætlað að ljúka
vegaframkvæmdunum i þess-
um mánuði, þótt ekki sé honum
skylt að skila honum fyrr en um
áramót. Nú er bara aö biða i
hálfan mánuðog sjá, hvort þessi
mest umtalaði vegur landsins
verður kominn i gagnið á rétt-
um tima..
— JB.
Þarna leggur blöndunarvélin fræga af staöupp á Kjalarnes selnnlpartinn 1 gær. Ljósm. Bj.Bj.
gang
Hrikalegt óstand í efnahagsmálum:
Staða innlánsstofnananna
verznar um 4,3 milljarða
G jaldeyris varasjóöurinn i
dag samsvarar ekki oröiö nema
um 3 vikna innfiutningi, og er
hann á sifeildri niöurieiö. Þegar
bezt lét i fyrra, samsvaraði
sjóöurinn 4 mánaöa innflutn-
ingi.
A fyrstu sjö mánuðum ársins
hefurstaða sjóösins versnað um
63% eða 4562 milljónir og er
hann i dag 2664 milljónir, sem
samsvarar þeirri upphæð, sem
eytt er erlendis á um það bil
þrem vikum eins og áður sagði.
Þessar tölur eru fengnar, þeg-
ar reiknað er á genginu eins og
það var i júlilok.
Seðlar og mynt i umferð hjá
almenning hefur vaxið um 541
milljónir á sama tima, en i fyrra
var aukningin 267 milljónir.
Samtals eru nú i höndum al-
mennings 3134 milljónir.
Staöa rikissjóðs versnaði um
1561 millj. á fyrstu 7 mánuðum
ársins en versnaði á sama tima i
fyrra um 1145 milljónir. Staða
innlánsstofnana gagnvart
Seðlabankanum, þ.e. banka og
sparisjóða, hefur versnaö um
3.660 milljónir en batnaði á
fyrstu 7 mánuðunum i fyrra um
675 milljónir. Staðan hefur
þannig i raun og veru versnað
um hvorki meira né minna en
4300 milljónir.
Blaðið leitaði svara hjá
bönkunum um þennan gifurlega
mun. Hjá Otvegsbankanum
tjáöi Armann Jakobsson blaö-
inu, að vissulega hefði staðan
versnað mjög.
,,Ég álit, að viö reynum að
halda aftur af útlánum eins oe
við mögulega getum. Stærsti
hlutinn i þessari versnandi
stöðu nú eru afurðarlán vegna
óselds fiskimjöls og fiskblokka,
sem bindur geysimikið fé. í ööru
lagi hefur orðið mikiö útstreymi
á fé úr bönkunum þ.e. að innlán
hafa ekki aukizt I neinu sam-
ræmi viö veröbólguna. Hér er
ekki um að ræöa neinn peninga-
austur i útgerðina, heldur eru
það þessir tveir þættir, sem ég
nefndi áöan, sem eru stærstu
liðirnir i versnandi stöðu”. — JB
og flughátíðin
fer fram
um helgina
Nú lofa veðurguðir
bót og betrun, og eftir
öllu að dæma ætti flug-
hátiðin að geta farið
fram með pompi og
pragt i dag og á
morgun. Spáð er ágætu
veðri. örlitið getur
þykknað upp á sunnu-
dag, en ekki alvarlega.
Flughátiðin fer fram á Sand-
skeiði, en henni var frestað um
siðustu helgi vegna veðurs. Ský
voru þá of lágt á lofti til þess að
hægt væri að framkvæma það,
sem undirbúiö var.
Flughátiðin hófst I morgun, þó
að mest veröi um að vera á
morgun, sunnudag. 1 morgun
var flugkeppni, en eftir hádegi I
dag veröur lendingakeppni. Það
veröur um klukkan 3 en um
klukkan 1.30 hefst fallhlifar-
stökk.
A morgun er svo mest um að
vera. Þá ætlar maður frá Isa-
firöi að stökkva ofan af Vifil-
felli, — 500 metra. Hann stekkur
i eins konar flugdreka, sem
hann hengir utan á sig.
Sýnt verður módelflug, nauð-
lendingar, svifflug, fallhlifar-
stökk, og liklega gefst mönnum
kostur á að sjá Ómar Ragnars-
son gera smá fluggrin. Þá er
áætlaö, að áætlunarvélar fljúgi
yfir svæðið i lokin.
Hátiðin hefst um klukkan 2 á
sunnudaginn. Þá má geta þess,
að sætaferðir verða frá
Umferðarmiðstöðinni báða dag-
ana frá klukkan 1.30 e.h. —EA
Hefndargjöf
fyrír
frystihúsin:
GÓÐ
VEIÐI
TOG-
BÁTA
FYRIR
VESTAN
,,Aflinn hjá tog-
bátunum er alveg
ágætur, og færa-
bátarnir gera það lika
nokkuð gott”, var
blaðinu tjáð, er það
hafði samband við
ísafjörð i gær.
Sömu sögu er lika að segja
frá ólafsvik, þegar Visir hafði
samband þangað. Þar var afli
togbáta með ágætu móti.
Dragnótin gerði það misjafnt,
en skakið gekk sæmilega.
Þessi ágæti afli er mikil
hefndargjöf fyrir frystihúsin,
þar sem mjög er orðið erfitt
viða að taka á móti fiski til
frystingar. Þar að auki er viða
mikill hluti af bátaflotanum i
höfn vegna rekstrarörðug-
leika og geta þvi ekki tekið
þátt i veiðunum.
Þeir, sem ekki eru þegar
hættir að taka á móti fiski til
frystingar, hafa gripið til
söltunar til að treina frysti-
rvmið og sjá hvað setur.
—JB