Vísir - 19.09.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 19.09.1974, Blaðsíða 3
Vtsir. Fimmtudagur 19. september 1974. 3 og Ölafur sonur hans i Laxalóni orönir næsta örvæntingarfullir. Tjarnirnar sem silungaræktin hefur verið i, hafa að engu orðið siðan Reykjavikurborg virkjaði uppsprettuna, sem vatnið er fengið úr. Og nú þarf að flytja regnbogasilunginn hið bráðasta þangað sem vatn er nóg og önnur aðstaða fyrir hendi til áframhaldandi ræktunar. En þar stendur hnifurinn ein- mitt i kúnni. A meðan rannsókn- um á regnbogasilungnum er ekki að fullu lokið, telur Fisksjúk- dómanefnd ekki óhætt að ílytja hann af staðnum. Skúli hefur keypt land, þar sem tryggt er, að nóg vatn sé til ræktunarinnar. Er það hluti af landi Þóroddsstaða i ölfusinu, en þann jarðarpart keypti .Skúli 1 fyrra með það fyrir augum aö flytja laxa- og silungarækt sina þangað. „Rannsóknarstöðin I Árósum i Danmörku hefur fengið send sýni reglulega siðan i októ- ber I fyrra og hefur enn ekki fundið neinar veirur i islenzka regnbogasilungnum”, sagði Páll yfirdýralæknir i viðtalinu við Vísi. „En á meðan rannsókn- unum er ekki að fullu lokið er ábyrgðarhluti að dreifa fiskinum meira, enda er vitað, að bændur I ölfusinu eru smeykir, þar sem þeir eru með dýrmætar veiðiár, sem þeir vilja vernda gegn öllu varhugaverðu. „En ég vil taka það fram, að það er ráðuneytið, sem gefur endanlegt svar við um leitan Skúla. Fisksjúkdómanefnd skilar aðeins sinu áliti i málinu. Ég er þvi ekki tilbúinn til þess á þessu stigi málsins, að segja fyrir um málalok”, sagði Páll. „Hin ýmsu lönd gera misjafn- lega strangar kröfur um heil- brigðisvottorð, sem eiga að fylgja hrognum, þegar þau eru flutt inn Ilandið”, útskýrði Páll. „Svíar og Norðmenn gera mjög strangar kröfur. Bretar sömuleiðis nú oröið, en svo á hinn bóginn Frakkar og Italir vægari kröfur. Bandarikjamenn eru harðastir allra og þangað er tæpast hægt að flytja fisk. Þeirra kröfur eru það strangar”. „Við erum eiginlega i sömu að- stöðu og þegar við fluttum inn minkinn. Margir álitu, að hann væri meinlaus, en timarnir leiddu annað í ljós.”, sagði Páll. „Rann- sóknir á fiski eru mjög ungar og þvl erfitt að geta sér til um áreiðanleik þeirra ennþá. Við skulum þó vona, að svo sé sem virðist að í Laxalóni sé ósýktur regnbogasilungur. Það væri okkur dýrmætt, þvl að ósýktan regnbogasilung hefur ekki tekizt Grétar Reynisson, starfsmaður við ræktunarstöðina að Laxalóni, heldur hér á tæplega þriggja ára regnbogasiiungi. að rækta upp annars staðar nema þáíFæreyjum, að því er ég bezt veit”, sagði Páll að lokum. —ÞJM Hér sprikia seiöi i lófa Grétars. 16 milljón oppelsínur Meira en 16 milljónir appelsfna hafa unnendur Tropicana safans i sig iátið frá því hann kom fyrst á markað hér — reyndar má bæta við 390 þúsund appelsfnum til við- bótar. Milijónasta fernan var einmitt send út I gærdag, og einhver heppinn kaupandi mun I dag eða á morgun kaupa fernu með „að- skotahlut”, — tilkynningu um að sá hinn sami sé 25 þúsund krónum rikari en áður, hann hafi keypt þessa milljónustu fernu. Myndin sýnir tilkynninguna, sem einhver heppinn kaupandi á eftir að hreppa. íslendingar svara ekki sendibréfum Eru tslendingar pennalötustu menn i heimi? Það hefur oft verið haft á orði, og i þann streng er tekið í nýútkomnu hefti Frjálsrar verzlunar. í grein um markaðsöflun er- lendis segir Ágúst Agústsson, sem er við nám I markaðsstarf- semi I Manitoba, frá dæma- lausri pennaleti Islendinga. Hann nefnir dæmi um, að það hafi tekið „eina af æðstu menn- ingarstofnunum Islands 11 mánuði að svara einu bréfi, eftir að rekið hafði verið á eftir þvi bæði með bréfum og simskeyt- um og slðast persónulega.” Ennfremur segisthann hafa hitt erlenda verzlunarmenn, sem aldrei hafi fengið svör við bréf- um slnum til Islands. Hann segir lika frá þýzkum verzlunarmanni, sem var um- boösmaður fyrir islenzkt fyrir- tæki. Honum hafði gengið vel að selja vöruna og hún likað vel. En bréfum til Islands fékk hann aldrei svarað, hvort heldur hann skrifaði á ensku eða þýzku, og umboðslaunin varð hann að afskrifa eftir þá rauna- sögu, að pantanir hans voru ýmist ekki afgreiddar, komu of seint eða voru rangt afgreiddar. óhætt mun að fullyrða, að þessi dæmi séu ekki einsdæmi, og segja mætti margar svipaðar sögur, ekki aðeins þar sem um er að ræða erlendar bréfaskrift- ir, heldur eru mörg dæmi þess, að innlendir aðilar hafi ekki fengiö svör við bréflegum fyrir- spurnum til innlendra aðila — eða þá of seint. — SH HARÐFISKUR OG RJÓMAPÖNNUKÖKUR Í ÁSTRALÍU Fréttir hafa okkur borizt frá Vestur-Ástrallu, nánar tiltekið frá Perth, þar sem búa rétt inn- an við 25 íslenzkar fjölskyldur. Islendingar þar gerðu sér daga- mun I tilefni af 17. júni og 1100 ára afmæli þjóðarinnar ekki siður en við hér heima á Fróni. Gunnar Sigurðsson frá Akra- nesi, sem búsettur er i Perth, átti stóran þátt i þvi, að sett var upp sýning á ýmsum islenzkum munum I anddyri eins stærsta banka borgarinnar, iðnaðar- bankans R & I. Þann 29. júni komu yfir 70 manns i hóf, sem haldið var i þessu tilefni og var m.a. kalt hangikjöt og harðfiskur frá Is- landi á boðstólum ásamt rjóma- pönnukökum. Þó að Aströlunum geðjaðist ekki beint að lyktinni af haröfisknum þá smökkuðu þeir þó á honum og Is- lendingarnir fengu þvi meira af þessu sælgæti okkar. Nú er vorið að koma hjá þeim þarna niður i Ástraliu, þegar haustið byrjar hjá okkur uppi á jarðkúlunni. Herma fréttir frá Perth, að veturinn hafi verið góður, ekki mikið um rigningar, sem þýöir, að það hafi veriö fyrirtaks sumarveður hjá þeim i vetur á islenzkan mælikvaröa og þó nokkuö heitara en yfirleitt gerist á sumrin hér. Dýrtiöin er nokkuð mikil i Astralíu og allir vilja fá hærra kaup ekki siður þar en hér þó að ekki sé llkt þvi eins mikil verð- bólga og á íslandi. —EVI — Gunnar Sigurðsson sýnir Aströlum ýmsa muni frá tslandi. LÆGSTLAUNAÐIR VERÐA HÍFÐIR UPP Þeir sem taka laun á biiinu frá 50-53 þúsund fá allir 54 þúsund i laun, ef áætlunin um láglauna- uppbætur verður að veruleika. I samningaviðræðum rikis- stjórnarinnar og ASI hefur nú verið lögð fram tillaga um, að laun sem nú eru 50 þús. eða lægri veröi bætt með 4 þús. krónum, 51 þús með 3 þús. kr., 52 þús. með 2 þús. kr., og 53 þús með 1 þús. kr. Hærri laun fái ekki bætur. Þá hefur einnig verið um það rætt, að ef visitalan verði komin fram úr ákveðnu, gefnu marki hinn 1. marz 1975, verði þessi ákvæði tekin til endurskoðunar með visitölubætur fyrir augum. I sjónvarpsviðtali við Björn Jónsson, forseta ASI, kom fram að ekki hefur verið gert ráð fyrir, að tilsvarandi bætur fengjust á eftir- og næturvinnu i sömu töxt- um, en ASl setti mjög á oddinn, að svo yrði. Einnig kom fram, að rikisstjórnin hefur fallizt á, að samkomulag þetta gilti aðeins i 8 mánuöi en ekki 12, eins og áður hafði verið. Umsamin laukahækkun, sem koma á til framkvæmda 1. des. n.k., 3%, veröur ekki skert. Samninganefndir rikisstjórnar- innar og ASI hófu fund kl. 9.30 i morgur., og er búizt við bráða- birgðalögum innan fárra daga. - SH. 72 VORU MEÐ BERKLA Sjúklingar með virka berkla- veiki voru á slðasta ári 12 I Reykjavik, eða 5 færri en 1972. Þrátt fyrir mikið eftirlit og strangar ráðstafanir hefur ekki tekizt að útrýma berklum að fullu, en tala virkra tilfella hef- ur siðastliðin 10 ár verið frá 65 árið 1964 niður i 12 1973. Sjúklingar, sem reynast hafa virka berkla eru þegar sendir á hæli og fá ekki að fara út á milli manna fyrr en berklarnir eru ekki lengur virkir. — SH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.