Tíminn - 24.04.1966, Side 3

Tíminn - 24.04.1966, Side 3
SUNNUDAGUR 24. apríl 1966 TÍMINN 3 í SPEGLITÍMANS ★ Irena von Fúrsteniberg er nú farin að feta í fótspor annarr- ar prinsessu hvað kvikmynda- leik snertir, því hún eins og Soraya fyrrum keisarafrú í ír- an er nú farin að reyna hæfni sína í kvikmyndaleik. Fyrsta hlutverkið, sem hún fær er í kvikmyndinni The Matdhless og hefst taka myndarinnar snemma í næsta mánuði. Franskir blaðamenn veittu tvenn verðlaun fyrir skemmstu. Voru það sítróna og appelsína, sem þeir veita leikurum fyrir samvinnu við blaðamenn og fá þeir leikarar sítrónu, sem ekki hafa þótt samvinnuþýðir við blaðamenn. Að þessu sinni voru það þau Carlo Ponti og Sophia Loren, sem fengu sítr- ónuna fyrir það að hafa skotið blaðamönnum ref fyrir rass í ★ Jacqueline Kennedy hefur farið þess á leit við bandaríska þingið að lækkuð verði árleg ekkjulaun, sem hún hefur feng ið síðan maður hennar var myrtur og nema rúmum tveim milljónum íslenzkra króna. Þingið veitt frú Kennedy þessa árlegu upphæð til þess að hún gæti ráðið til sín einkaritara til þess m.a. að svara hinum fjölmörgu bréfum, sem hún fékk. Frú Kennedy hefur nú með aðstoð mágs síns, Edward Kennedys öldungadeildarþing- manns tilkynnt að þessum bréf um hafi fækkað og að önnur útlát í sambandi við stöðu hennar sem forsetaekjja hafi minnkað talsvert. Stakk frú Kennedy upp á því, að upphæð in yrði lækkuð niður í rúmar 1300 þús. krónur, en sérstakri nefnd, sem fjallaði um málið kom saman um að hún fengi um 1500 þús. ★ Haile Selassie keisari Eþíóp íu er tilbeðinn og tignaður eins og lifandi guð á Jamaica. Til- biðjendur eru þúsundir síð- hærðra svartskeggja, sem til- heyra Ras-Tafari trúarflokkn- um. ' Trúarflok'kurinn var til 1920 þegar predikarinn Marcus Gar- vey flutti samtrúarmönnum þennan boðskap: Þegar svartur konungur verður krýndur, snú ið þá andlitum ykkar til Afríku og bíðið frelsisins. Þegar svo Ras Tafari Makon- sambandi við giftingu þeirra. Appelsínuna fengu þau Brig- itte Bardot og er nú af sem áður var því oft hefur hún ver- ið blaðamönnum erfið viður- eignar, Robert Hirsch og Anna Karina. Hér á myndinni sést Anna Karina gæða sér á einni appelsínu, sem hún fékk á sjúkrabeðið því hún lá í in- flúensu, þegar verðlaunin vour veitt. en var krýndur keisari og fékk nafnið Haile Selassie I fór guðs dýrkunin á keisaranum að þró ast og síðan hefur trúarflokk- urinn vaxið og er haldið, að í honum sé 10.000—15.000 manns. Þeir líta á keisarann sem hinn guðdómlega leiðtoga svarta kynstofnsins og æðsta ósk þeirra er að flytja til Eþíópíu, sem þeir álíta vera hið raunverulega heimili þeivra. ★ Ævintýri H.C. Andersen hafa nú verið þýdd á persnesku og er það engin önnur en Farah Diha eiginkona keisarans af Persíu, sem það hefur gert. Hefur nýlega verið gefin út í Persíu lítil bók með Litlu haf- meyjuna og er hún með teikn- ingum eftir keisarafrúna. Farah Diba, sem nú á von á þriðja barni sínu hefur oft lesið ævintýrin fyrir börnin sín tvö, Reza krónprins, sem er 5 ára og Farahnes, sem er 3 ára, og urðu ævintýri H.C. Andersen fljótt vinsæl meðal barnanna en Farah þýddi æv intýrin fyrir þau úr ensku. ★ Dómari nokkur í London kvað fyrir skemmstu upp dóm, sem bannar fyrrverandi kokki í Kensington Palace að segja frá því, hvað hann upplifði á þeim þrem árum, sem hann var kokkur hjá Margréti prins- essu og Snowdon lávarði. Michael Caine, hetjan úr kvik myndinni The Ipcress file, sem var sýnd í Háskólabíói fyrir skemmstu, er talinn eiga mikla framMð fyrir sér í kvik- myndaheiminum. Caine er nú 33 ára og er nú kominn til Hollywood til þess að leika í kvikmynd ásamt Shirley Mc- Laine. Lætur hann svo ummælt um bandarískar konur: — Það getur verið að bandaríska kon- an sé fallegust í heimi, en bjóddu henni ekki á nætur- klúbb! Klukkan 11 fer hún nefnilega heim að sofa — til þess að geta verið jafn falleg og áður næsta dag á eftir. Með- al þeirra, sem Caine hefur mest boðið út eru Nancy Sinatra og Natalia Wood. ★ Luci Baines Johnson, yngri dóttir forseta Bandaríkjanna, sem gengur í hjónaband í ágúst næstkomandi, fékk tvo hamstra í afmælisgjöf á 18 ára afmælisdag sinn. Boris og Natscha voru þeir nefndir og urðu brátt allra uppáhald í Hvíta húsinu. Allt gekk í friði og spekt þangað til Natscha tók sig til og ól 18 hamstra. Luci vildi eiga þá alla, en þá sagði Lady Bird mamma blákalt nei og Luci varð að gefa alla hamstrana. Hér á myndinni sjáum við leikarann Lee Marvin, sem hlaut Oscarsverðlaunin í síð- ustu viku fyrir leik sinn í kvik- myndinni Cat Ballou. Myndin er tekin af honum, þar sem Það verður alltaf að finna upp á eimhverju nýju í hinum eilífu njósnamyndum, sem mestra vinsælda njóta þiissa mánuðina. Joe Levine heitir maður nokkur, sem er að hefja töku kvikmyndar, sem á að hljóta nafnið „Njósnarinn með kalda trýnið“, og x þess- ari kvikmynd verður njósnar- inn gáfaður og vel upp alinn hundur. Aðalhlutverkið en ekki titilhluitverkið leikur Lawrence Harvey. Hann á sjálf ur hund, sem heitir Jola og hann hringir til hans á hverj um degi, þegar hann er i kvik myndaverinu, því að ef hann gerir það ekki, fæst Jola ekki til að borða. ★ Sophia Loren kom allræki- lega á óvart fyrir skemmstu, þegar hún kom á frumsýningu í Róm ásamt móður sinni, Ro- mulda Villani og vonx þær báð ar klæddar nákvæmlega eins kjólum. Voru það mistök? Nei, alls ebki. Sophia og móðir henn ar voru nefnilega að halda há- tíðlegan smáatburð, sem gerð- ist fyrir 15 árum síðan, en þá var Sophia Loren óþekkt fá- tæk stúlka frá Mílanó og lofaði móður sinni þvi, að yrði faún einhvern tímann rík, skyldi móðir hennar alltaf njóta þeirra auðæfa með henni. hann slappar af á flugvelli með an hann bíður eftir að stíga um borð í flugvél, sem á að flytja hann til London, þar sem hann vinnur nú. W V

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.