Tíminn - 24.04.1966, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
SUNNUDAGTJK 24. aprfl 1968
Myndirnar hér á opnunni voru teknar af SigriSi á hinu vlstlega heimiii hennar, BólstaðarhlíS 16 núna fyrir helgina.
(Tímamyndir GE)
^ Rætt við frú Sigríði Thorlacius
Eg vil starfa með þeim sem
farsælasta stefnu
Frú Sigríður Thorlacius skip
ar þriðja sætið á lista Fram-
sóknarflokksins við væntanleg-
ar borgarstjórnarkosningar —
baráttusætið. Flestum mun
þykja það sæti setið með sóma
og lesendum Tímans er frú
Sigríður að góðu kunn. Hún
annaðist um tíma þáttinn „Á
kvenpalli,“ en hefur auk þess
skrifað margar greinar og við-
tðl fyrir blaðið, sem öll hafa
verið í senn fróðleg og
skemmtileg. Frúin hefur að
auki fengizt við þýðingar, m.a.
þýtt margar barnalbækur, og
einnig séð um útvarpsþáttinn
„Við, sem heima sitjum.“ Hún
er gift Birgi Thorlacius ráðu-
neytisstjóra.
Lengi vel kom hún ekki ná-
lægt félagsmálum.
— Hefurðu lengi unnið úti
á við?
— Fyrst eftir að ég gifti mig
hélt ég áfram við skrifstofu-
störf. Þegar ég varð að hætta
því, dauðkveið ég fyrir, að ég
myndi ekki hafa nóg að starfa.
Mér skildist ekki strax hve mér
bauðst þá góður kostur, að
mega sjálf velja mér verkefni
eftir eigin löngun fyrst og
fremist Leið ekki á löngu þar
til vinnudagurinn var á ný full
áskipaður. Fyrir um það bil
tíu árum fór ég að skrifa fyrir
Tímann og réttast mun vera
að sú snerting, sem ég komst
í við menn og málefni I gegn-
um blaðamennskuna, hafi fyrst
og fremst orðið tilefni þátttöku
minnar í félagsmálum.
— Og það er nú einu sinni
svo, heldur frú Sigríður áfram,
að ef maður er byrjaður á
einu, þá er maður óðar en
varir flæktur í fleiri greinar
félagsmála en ætlunin var í
upphafi. Skömmu eftir að ég
fór að starfa í félagi Fram-
sóknarkvenna varð ég fulltrúi
þess í Bandalagi kvenna f
Reykjavík. í ritstjórn Húsfreyj
unnar, tímarits Kvenfélagasam
bands íslands hef ég verið um
skeið og er nú í stjórn K.í.
— Fleiri félagasamtökum
munt þú haf a afskipti af?
— Ég verð að segja, að þáð
félagsstarf, sem stendur einna
næst hjarta mínu, er starfið í
Styrktarfélagi vangefinna, en í
því félagi hef ég verið frá stofn
un þess. Þeir, sem örlögin leika
svo að varna þehn vitsmuna-’
þroska, eru flestum öðrum
fremur dæmdir á náð og misk-
un þjóðfélagsins, en þeir
gjalda áratuga vanræfcslu af
opinberri hálfu. Síðan Styrkt-
arfélagið hóf sína baráttu fyr-
ir bættum aðbúnaði þeirra hef-
ur verulega miðað í rétta átt,
en mikið er ógert enn. Lyfti-
stöng þeirra framfara er Styrkt
arsjóður vangefinna, sem fær
tekjur sínar af sölu öls og gos-
drykkja. Vona ég að alþingis-
menn sjái sóma sinn í að
vemda þann tekjustofn fram-
vegis eingöngu handa þessum
olnbogabörnum Iffsins.
Þægilegt ef hjón eru í sama
st j ómmálaflokkL
— Fórstu að starfa fyrir
Framsóknarflokkinn vegna
þess, að maðurinn þinn fylgdi
honum að málum?
— Ekki vil ég segja það.
Fyrstu verulegu kynni mín af
stjórnmálum urðu þegar ég
var starfsmaður í Alþingi, byrj
aði þar röskleg tvítug. Ég kom
þangað ful lotningar fyrir þess
ari háu stofnun og taldi víst
að alþingismenn bæru af flest-
um mönnum öðrum um gáfur
og andlegt atgervi. Mér urðu
það mikil vonbrigði að komast
að því, að þeir voru venjuleg-
ir menn og að löggjafarstarfið
var hreint ekki eins háleitt og
mikilfenglegt og ég hafði bú-
izt við. Þá hét ég því að skipta
mér aldrei af stjórnmálum. En
svo liðu tímar og maður fór
að skapa sér sjálfstæðar skoðan
ir og var ekki ánægður með allt
í þjóðfélaginu, þóttist ekki sízt
sjá þess merki að ekki væri
ialltaf hugsað um lítilmagn-
ann. Og þá var ekki nema um
tvennt að velja, að sætta sig
þegjandi við ástandið elllegar
reyna að ganga til starfa með
þeim, sem farsælustu stefnuna
mótuðu og út frá þeim for-
sendum gebk ég í Framsókn-
arflokkinn. Auðvitað er það
notalegt að við hjónin lítum
sömu augum á stjórnmál eins
og flest önnur mál. En ekki
finnst mér að hjón þurfi endi-
lega að hafa sömu stjórnmála-
Skoðanir. Foreldrar mínir voru
alla tíða á öndverðum meiði
í stjórnmálum, en ekki spillti
það í neinu samkomulagi
þeirra. Annað mál er, að litlar
líkur eru til að ég hefði feng-
izt við blaðaskrif og félagsmála
vafstur, ef maðurinn minn
hefði ekki alltaf hvatt mig til
þess.
Konur þekkja annars konar
vandamál en karlmenn.
— Þú ert sýnilega þeirrar
sfcoðunar, að konur taki ekki
móta
nógan þátt í opinbeimm mál-
um.
— Já það er staðreyndjWað
margar gáfaðar og vel menht-
aðar konur sinna þeim síður
en skyldi, einmitt margar þær,
sem raunverulega hefðu þar
hvað mest til mála að leggja.
Nú er ég ekki að vanmeta
blessaða karlmennina, en kon-
ur hafa annars konar lífs-
reynslu en þeir, fást oft við
önnur störf og þekkja bezt
vandamál síns starfssviðs, sem
í engu er ómerkara en starfs-
svið karlmanna, auk þess sem
þær bera að sjálfsögðu jafn
mikla ábyrgð á mótun þjóðfé-
lagsins og þeir, þar sem þær
eru helmingur þjóðarinnar.
Veiztu það, að í 211 hreppum
voru við síðustu almennar kosn
ingar aðeins 6 konur í hrepps-
nefndum, í 13 kaupstöðum eru
aðeins 3 konur í bæjarstjórn
og hér í Reykjavík eru af fimm-
tán borgarfulltrúum aðeins
þrjár konur.
— Hver heldur þú að sé skýr
ingin á þessari tregðu kvenna
til að taka þátt í opinberum
störfum?
— Ég álít að þar fcomi eink-
um tvennt til. í fyrsta lagi
gömul hefð og í öðru lagi, hve
konur eru bundnar við heim-
ili sín. Flestar þeirra eiga erf-
iitt með að fara að heiman til
að taka virkan þátt í félags-
málum á vissu tímabili. Of
margar hugsa sem svo, að það
sé ástæðulaust að skipta sér
fremur af þessum málum nú
en tíðkazt hafi áður fyrr, en
það hlýtur að hraðbreytast.
Verksvið kvenna er að breyt-
ast. Fyrir einum manns-
aldri var það mikið verkefni
að vera húsfreyja — hvort held
ur var í sveit eða við sjó —
þegar algengt var að upp und-
ir tuttugu manns væru í heim-
ilL Það starf krafðist mikillar
vertoþekkingar skipulagsgáfu
og stjórnsemi, var sem sé ákaf
lega margháttað og þroskandi