Tíminn - 24.04.1966, Side 11
r
SUN!TOttM!UR 24. aprfl 1966
I HLJÓMLEÍKASAL
FÚSTBRÆÐUR
Karlakórinn Fóstbræður
heMnr 50 ára afmælishátíS sína
mn þessar mundir. Á Ijóðatón
leíkum, sem kórinn gekkst fyr
; ir í Austurbæj arhíói, komu
fram einsöngvarar kórsins auk
þýzkrar sópransöngkonu Sieg
linde Kahmann, sem flutti söng
lög eftir Hugo Wolf. Rödd söng
konunnar er há, vel þjálfuð og
jðifn sópran-rödd. Túlkun henn
ar á ljóðum Wolf bar vott um
mjög nærnan innri skilning á
Ijóði og lagi. f upphafi virtist
gæta þreytu hjá söngbonunni,
en það yfirvann hún er á leið
og í laginu „In dem Sehatten
meiner Locken“ sýndi hún
mjög gott vald á viðfangsefni
sínu. Henni var fagnað hjartan
lega og söng hún aukalag.
Af þrem einsöngvurum kórs
ins kom fyrstur fram Erling-
ur Vigfússon. Hann hefir dval
ið erlendis í vetur við söngnám
og má segja að í mörgu tilliti
hafi honum farið vel fram, þótt
margt sé ennþá í deiglunni. Ör-
yggi hans og túlkunarhæfileik
ar í vdssum verkum eru auðsæ
ir og ættu að geta orðið hon
um að liði með góðu aðhaldi
við námið. Af þrem verkum,
sem Erlingur flutti, fór hann
einkar smekklega með aríu eft
ir Paisello.
Það er ár og dagur síðan
lagaflokkur Jóns Þórarinssonar
„Of Love and Death“ hefir
heyrzt hér í konsertsal. Krist-
inn Hallsson túlkaði ljóðin af
raunhæfum en þó oft skáld-
legum skilnmgL Hann léði
þessu hugstæða tónaljóði
vængi, í orðsins dýpstu merk-
ingu. Það vekur furðu að
þetta verk skuli ekki heyrast
oftar því það gefur góðum túlk
anda margþætta möguleika. —
An die ferne Gellbte eftir
Beethoven flutti Sigurður
Bjömsson af nærgætni og
smekkvísi, þetta fínlega verk
var vægast sagt heillandi í
meðferð hans. Að lokum
sungu svo Sieglinde Kahmann
— Sigurveig Hjaltested, Sig
urður og Kristinn, Liebeslieder
valsa eftir Brahms. Var fer-
söngur þeirra lifandi og
skemmtilegur, því þótt valsam
ir risti ekki djúpt eru þeir
þrungnir lífsfjöri og léttúð.
Fjórhentur undirleikur þeirra
Guðrúnar Kristinsdóttur og
Ólafs Vignis Albertssonar var
vel samræmdur. — Undirleik
fyrir einsöngvarana önnuðust
Ragnar Bjömsson, sem lék und
ir hjá Erlingi, en Guðrún ann
aðist undirleik fyrir hina
söngvarana, á sinn örugga hátt
þótt í Beethoven yrði sjálfstæð
ið heldur mikið. Þessir ljóða
tónleikar voru í heild mjög
ánægjulegir og vel af hendi
leystir, enda hvert sæti skip
að í húsinu og listafólkinu
innilega fagnað.
í beinu framhaldi af ljóða-
tónleikunum hélt svo karlakór
inn Fóstbræður fyrsta afmælis
samsöng sinn þ. 17. apríl s. 1.
Stjómendur vom þeir Jón
Þórarinsson sem sá um mestan
hluta samsöngsins, en Ragnar
Bjömsson stjórnaði tveim
fyrstu lögunum. Hófst svo söng
urinn með hinu ágæta lagi Þór
arins Jónssonar „Ár vas alda“,
og því næst var „Fjallganga"
eftir Ragnar við ljóð Tómas
ar. Með þessu lagi færði höf.
framandi og hressandi and-
rúmsloft í konsertsalinn. Með
því að stykkja sundur textann
í smáar einingar sem svo aft
ur tengjast saman af lengri lín
um í ósviknum karlakórsanda,
fæst sérstæð heild. Stjórn
Ragnars var að vanda mynd
ug. — Aðalstjórn þessa sam-
söngs kom^ í hlut Jóns Þórar-
inssonar. Á efnisskránni var
margt ágætra karlakórsverka,
eftir Sigfús Einarsson — Sig-,
uxð Þórðarson og Pál ísólfs-
son, og þ. á. m. nýtt lag eftir
Gylfa Þ. Gíslason, „Ég leitaði
hlárra blóma“ við ljóð Tóm-
asar. Það er músik í þessu litla
lagi og var túlikun Erlings Vig-
fússonar á því ágæt. — Lag
Jóns Þórarinssonar „Langferð“
við texta Öm Amarson er hald
gott og vel samið karlakórslag
en ekki eins lifandi og margt
annað, sem Jón hefir gjört.
Á seinni hluta efnisskrár Fóst
bræðra vom verk eftir Erik
Bergmann, merkjuð og kröft-
ug — og Jarnefelt — Schu-
mann og Schuhert. Með ein-
söng í þeim fóm Sigurður
Björnsson og Kristinn Halls-
son. — Stjóm Jóns Þórarins-
sonar er var einheitt og á-
kveðin, en þó urðu bæði Schu
mann og Séhubert daufir og
litlausir í túlkun. — Við hljóð
færið var Carl Billich, og var
hann söngmönnum góð stoð.
Kórinn er í góðri þjálfun,
hefir mörgum úrvalskröftum á
að skipa. Fjöiþætt blæbrigði
hafa verið og em hans sterka
hlið. —
Sameinaðir sungu svo eldri
og yngri Fóstbræður fjögur
lög, undir stjóm beggja söng
stjóranna. Það var ánægjulegt
að sjá öll þau gamalkunnu and
lit, sem birtust á konsertpall-
inum. Um áratugi héldu þeir
sönglffi á lofti í þessum bæ.
Þá var þrengra um allt í þeim
sökum en nú og enginn of-
mataður á neinu hvað músík
snerti. Það var regluleg há-
tíðastemning í lofti þetta kveld
og hygg ég að margir hafi sakn
að að sjá ekki á konsertpalli
þann mann er byggði upp þenn
an kór — Jón Halldórsson.
Á þessu hálfrar aldar afmæli
sendi ég Jóni og eldri strákun
um, beztu óskir og staldra við
„Sefur sól hjá Ægi“, sem dæmi
um hve mikið má gera úr litlu.
Yn'gri mönnunum og þeirra
söngstjórum fylgja allar góðar
óskir á afmælinu um að þeir
megi vaxa með hverju vanda
sömu verkefni.
Unnur Arnórsdóttir.
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
Framhald af bls. 7
guðsins aukinn gróður, þannig
megi og þessar forarvilpur þjóð
lífsins tæmast, en lífsmagnið
breyta jafnvel aumasta aurn-
um í gróður og gróandi líf.
Vissulega þarf kraft til vetrar-
valda, en kriststrúin veit að
öflttm hins illa má breyta í
þjónustu hins góða. Sjálfsagt
er að fyrirgefa og blessa jafn-
vel þá, sem bölva og rægja. Og
aðeins sólskinið eyðir frosti og
skuggum. Því segir kristin
manneskja við komu vorsins
við réttláta sem rangláta, vonda
sem góða:
„Friður sé með yður.“
Árelíus Níelsson.
n
Pétur Eggerz ambassador, fasta
fulltrúi íslands hjá Evrópuraðinu,
afhenti hinn 24. marz s. I. fullgilding
arskjal varðandi Evrópusamþykkt
um einkaleyfi. Er ísland 15. ríkið.
sem fullgildir samþykktina, en hún
fjallar um form umsókna um einka
leyfi. Á myndinni, sem tekin var
við þetta tækifæri, eru dr. H. Gol-
song framkv.stj. lagadeildar Evrópu
ráðsins, Pétur Eggerz ámbassador
og dr. Peter Smithers, forstjóri Evr
ópuráðsins. (Ljósmynd: Evrópuráð
ið, Strassbourg).
NEYZLURANNSÓKN
Framhald af bls. 1.
ÞAKKARAVÖRP
næði, en 30% í leiguhúsnæði og
svo er um fleira, þar sem sam-
ræmingar þarf að leita. Þá virð
ist sem gert sé ráð fyrir því að
bflar séu orðin mjög almenn eign,
því blaðið hefur heyrt, að benzín-
kostnaður hafi m.a. verið tekinn
með í þennan útreikning. Þetta
atriði var ekki borið undir Torfa.
Eins og fyrr segir liggja ekki
fyrir endanlegar tölur um neyzlu-
kostnaðinn í dag, eins og hann
hefur komið fram á búreikningum
þessara hundrað fjölskyldna. Að-
spurður sagði Torfi, að búreikn-
ingur hverrar fjölskyldu fyrir sig
af þessum hundrað færi langt yf-
ir tvö hundruð þúsund krónur, og
ætti það að gefa nokkra hug-
mynd um, hver hækkunin verður
á grundveilinum.
Þótt blaðið hefði ekki fengið
staðfest hver grundvöllurinn
verður, er ekki ólíklegt að hann
muni verða í kringum 250 þúsund
krónur.
Sífórsti
fíugslysi
EJ-Reykjavík, laugardag.
Brezka útvarpið skýrði frá því
í dag, að 81 maður hefði farist
í flugslysi í Bandaríkjunum, aðal-
llega bandarískir hermenn. 17
björguðust, en þeir munu allir al-
varlega slasaðir.
Slys þetta varð í Oklahoma í
Bandaríkjunum. Flugvél þessi,
Lockhead Electra, hafði innan-
borðs 92 hermenn, aðallega nýliða,
og sex manna áhöfn, samtals 98
manns. Flugvélin var að lenda.
Flaug hún of hátt í lendingunni
og hrapaði fyrir utan flugbraut-
ina..
17 menn björguðust úr flug-
vélabrakinu, en flestir þeirra eru
alvarlega særðir.
Börnum, tengdabörnum, barnabörnum og yllum öðr-
um vinum mínum þakka ég hjartanlega gjafir, blóm
og skeyti, sem mér var gefið á sjötugs afmæli mínu 21.
apríl. Kærleikur og góðvild í minn garð, sem ég fann
að fyigdi þessum gjöfum, er mér ógleymanlegt vega-
nesti á ókomnum árum.
Guðbergur Davíðsson.
Faðir minn og bróðir okkar
Haraldur Guðmundsson
yfirmaður tæknideildar Ríkisútvarpsins, Snorrabraut 46,
sem andaðist 18. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju
daginn 26. apríl kl. 10,30.
Athöfninni verður útvarpað.
Dóttir og systkini hins látna.
Útför móður okkar og ömmu,
Guðlaugar Einarsdótfur
fer fram þrlðjudaginn 26. þ. m. og hefst með húskveðju að heimitl
hennar Galtarholti kl. 2. Jarðsett verður að Leirá.
Börn, tengdadóttir og barnabörn.
Faðir okkar,
Símon Daníel Pétursson
frá Vatnskoti, Þingvallasveit,
verður jarðsunginn frá Kapellunni f 'Fossvogi, miðvikudaginn 27.
aprfl kl. 13,30.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á Blindraheimilið
Hamrahlíð 17.
Börn hins látna.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar
för, *
Markúsar Guðbrandssonar
Spágilsstöðum, Dalasýslu,
Salbjörg Halldórsdóttir, börn,
tengdabörn, barnabörn og systkini
hins látna.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd og kveðjur við andlát og
jarðarför mannsins míns,
Einars Jónssonar
frá Ferstiklu
Elín Jakobsdóttir, Syðri-Reykjum.