Vísir - 01.10.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 01.10.1974, Blaðsíða 5
Vísir. Þriöjudagur 1. október 1974. REUTER AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón: BB/GP Ford svaror þinginu um náðun Nixons Myndin er tekin viö tækifæri, þegar Ford undirritaöi náöun handa Nixon, sem diælzt hefur iiia fyrir, og sér Ford sig nú neyddan til þess aö gera þinginu grein fyrir þessari stjórnarathöfn sinni. Gerald Ford, Bandarikjafor- seti, hefur ákveöiö aö koma fyrir þingnefnd og svara þar spurningum um ástæöurnar aö baki þeirrar umdeildu ákvöröun- ar aö náða Itichard Nixon, fyrr- um forseta, og afhenda honum Watergate-spólurnar til umráöa og eignar. WiIIiam Hungate, þingmaöur Demókrataflokksins, fór fram á þaö, að forsetinn kæmi fyrir nefndina. En Hungate er formað- ur nefndar fulltrúadeildarinnar um sakamál. Ford forseti verður þriöji Bandarikjaforsetinn, sem kemur i þingiö til að svara spurningum sem vitni, á meðan hann situr I embætti. Starfsmenn Hvita húss- ins hafa gefið til kynna, að forset- inn muni ganga á fund nefndar- innar innan 10 daga. Hungate sagði, að hann vildi fá vitneskju um það, hvort það hafi ráöið þvi, að Ford náðaði Nixon, að hann vissi um andlega og likamlega heilsu forsetans fyrr- verandi. Hungate vill einnig, að skýrt sé frá þætti Alexanders Haig hershöfðingja, sem verið hefur hægri hönd bæði Nixons og Fords, i náðun Nixons. Ford forseti hefur margitrek- að, að hann hafi veitt Nixon náðun 8. sept s.l. i þvi skyni að bæta ástandið meðal þjóðarinnar en ekki vegna ástæðna, sem snertu Nixon sjálfan. Hungate segist vilja fá að vita um þá skilmála, sem gilda um umráð Nixons yfir Watergate- spólunum úr Hvita húsinu. Spól- Líf fœrist í brezku kosninga- baráttuna Svo virðistsem líf sé aö færast I kosningabaráttuna í Bretlandi, sem farið hefur hægt af staö. Leiðtogar þriggja stærstu flokk- anna hafa nú hellt sér út i hat- rammar deilur um þaö, hversu viötækir efnahagsöröugleikar landsins eru og hvaö sé til ráöa til aö halda þeim I skefjum. Mest er breytingin orðin á Ed- ward Heath, leiðtoga Ihalds- flokksins, að sögn Reuter-frétta- stofunnar. 1 fyrstu viku kosninga- baráttunnar, en kosið verður 10. október, hélt Heath sig við venju- bundnar atkvæðaveiðar. En á blaðamannafundi sinum i gær hóf hann nýja sókn og gaf til kynna, aö hann myndi sýna verkalýðs- félögunum i tvo heimana, ef hann næði meirihluta á þingi. Jeremy Thorpe, leiðtogi Frjáls- lynda flokksins, sakaði rikis- stjórnina um að fela staðreyndir um verðbólguna og reyna að gera sem minnst úr þvi, hve ástandið er alvarlegt. Harold Wilson forsætisráð- herra sagði, að stjórnarandstað- an drægi upp ranga mynd af efna- hagsástandinu og stuðlaði að Thorpe leiötogi frjálslyndra (meökonu sinni Marion) hélt á dögunum fyrsta blaöamanna- fund þeirra i þessari kosninga- hríö. Heath á kosningafundi ihalds- manna, en meö honum er William Whitelaw. meiri efnahagsóreiðu með svart- sýnis-tali sinu. Alls munu 2. 192 frambjóðendur keppa um 635 þingsæti I kosning- unum. Frambjóðendur hafa aldrei verið svo margir I Bret- landi. SAMTÖK OLÍURÍKJA HAFNA FUNDARBOÐI Tvenn stærstu samtök oliu- fra mlciöslulandanna höfnuöu boöi um aö senda fulltrúa til ár- legs fundar Alþjóöagjaldeyris- sjóösins og Aiþjóöabankans, sem hófst í gær i Washington. Að þvi er öruggar heimildir herma var bæði OAPEC, sérstök- um samtökum Arabarikjanna og einnig OPEC stærri samtökum oliuframleiðslurlkjanna boðiö að senda fulltrúa á framangreindan fund. Aldrei fyrr i 30 ára sögu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Alþjóðabankans hafa slik boð verið send út. Það var skýrt frá þvi, að sam- tökin hefðu hafnað boðinu I þann mund, sem fundurinn i Washing- ton hófst i gær og Ford Banda- rikjaforseti og Masayoshi Ohira, fjármálaráðherra Japans, gengu urnar á að eyðileggja eftir 5 ár eða fyrr, ef Nixon andast innan þess tima. Larry Speakes, fulltrúi Fords, sagði, að forsetinn hefði ákveðið að svara sjálfur spurningum þingnefndarinnar en ekki senda sérlegan fulltrúa sinn, þvi að hann einn beri ábyrgð á náðun- inni og viti bezt um aðdraganda hennar. Hinir tveir forsetarnir sem komið hafa fyrir þingnefnd til að svara spurningum eru George Washington og Abraham Lincoln. Woodrow Wilson svaraði fyrir- spurnum þingnefndar, en hann gaf skýrslu sina i Hvita húsinu en fór ekki i þinghúsið til þess. Vinstrí sinnar dönsuðu á götum Lissabon Þúsundir hrópandi og syngj- andi vinstri sinna þustu út á göt- ur Lissabon i gærkvöldi til aö fagna afsögn Antonio de Spinola forseta og bjóöa velkominn Fracisco da Costa Gomes hers- höföingja, sem tekur viö for- setaembætti. Spinola,. sem var of ihalds samur að skapi byltingarafla hersins, varaði við þvi, að fram- undan væri stjórnleysi og glund- roði i Portúgal. En eftirmaður hans kallaði á sameiningu þjóðarinnar, reglu og vinnusemi, sem hann sagöi undirstöðu þess að unnt væri að viðhalda frelsi og lýðræði. Vart hafði liðið klukkustund frá þvi Spinola sagði af sér en nánir stuðningsmenn hans stóðu uppi atvinnulausir. — Forsætis- ráðherrann tilkynnti, að skipað- >ir yrðu nýir menn I embætti varnarmálaráðherra og upp- lýsingamálaráðherra i stað þeirra Miguel og Osorio, sem voru stuðningsmenn Spinola. — iveir háttsettir yfirmenn i hernum fóru samtimis á eftir- laun. Vinstrimenn fóru ekki dult með það, að þeir teldu afsögn Spinola mikinn sigur fyrir þá yf- ir „hinum þögla meirihluta”, sem Spinola hafði höiðað til sem sinna stuðningsmanna. — Höfðu hægri menn boðað til útifundar um helgina I Lissabon og var búizt við miklum mannsöfnuði á þann fund, jafnt borgarbúa sem utan af landi, en vinstrisinnaðir öfgamenn hótuðu blóðsút- hellingum Fjórar nœtur á valdi skœruliðanna Gisiarnir sjö i sendiráöi Venezuela i Santo Domingo i Dominikanska lýöveldinu vöröu sinni fjóröu nótt I prlsund skæru- liöanna á höröu gólfinu. — Skæru- liöarnir og yfirvöld héldu upp- teknum hætti, reyna aö þegja hvort annaö i hel, og ræöa ekki skilmálana fyrir þvi aö sleppa föngunum. En fangarnir fengu I fyrsta skipti eitthvað almennilegt i svanginn I gær, siðan skæru- liðarnir lögðu undir sig sendiráðið á föstudaginn. Hugo Polanco erkibiskup flutti þeim matinn, læknislyf og bréf frá ættingjum, vatn til þvottar og hreinlætistæki handa konunum, sern eru þrjár á valdi skæruliöanna. — Skæru- liðarnir þvertóku fyrir, að leyfa að dýnur yrðu sendar inn. fram fyrir skjöldu og hvöttu til alþjóðlegrar samstöðu til að koma i veg fyrir efnáhagskreppu vegna slhækkandi oliuverðs. Fulltrúar oliuframleiðslurikja, sem eru i OAPEC og OPEC sátu fundina I Washington. Hins vegar vakti það athygli, að fjármála- ráðherrar Kuwait, Saudi-Arabiu, Oman og Venezuela voru ekki á setningarfundinum. Bankastjóri Alþjóöabankans, McNamara, lét svo ummælt á fundinum I gær, aö olfurlkin heföu látiö meira af höndum rakna til bágstaddra I þróunar- löndunum heidur en iönaöarþjóöirnar á Vesturlönd- um. Þessi mynd er úr Bankura á Indlandi. Það hafði veriö haldið, að gislarnir væru sex, en erkibiskup- inn fann sendil ambassadorsins á valdi skæruliðanna. Um hann hafði ekki veriö vitaö fyrr. I fyrstu hafði veriö ásetningur yfirvalda að semja við skæru- liðana, sem kröföust 1 milljón dala lausnargjalds af Banda- rikjastjórn fyrir forstöðukonu upplýsingaþjónustu USA i Santo Domingo, og ennfremur lausnar 37 pólitiskra fanga úr domini- könskum fangelsum. En frá þvi hefur greinilega verið horfið, þvi aö ekkert hefur verið við skæru- liöana rætt um samninga I hart- nær 2 sólahringa. Möltubúar fó barnsmeðlög Dom Mintoff, forsætisráðherra Möltu, kunngerði i gærkvöldi mikil umskipti i stjórn sinni, og samtimist þvi geröi hann kunnugt, aö Möltu heföi verið tryggt 5 milljón dollara vaxtalaust lán frá Saudi-Arabiu. Gat þvi forsætisráðherra fært Möltubúum þau ánægjulegu tiðindi, að gassöluverð, raforku- verð og oliuverð mundi lækka. — Þakkaði hann þetta rausnarskap Saudi Arabiu — /*þeir þurfa að greiða lánið upp á 20 árum) og auknu geymslurými fyrir oliu, sem Bretar hefðu byggt upp, og siðast 1170 milljónum króna, sem bandariskt oliufyrirtæki hefði greitt fyrir oliuvinnsluréttindi á Möltu. Auk þessa gat Mintoff skýrt frá þvi, að I fyrsta skipti i sögu Möltu yrðu teknar upp greiðslur fjöl- skyldubóta og barnsmeðlaga. Þrir nýir ráðherrar koma i stjórn Mintoffs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.