Vísir - 08.10.1974, Page 6

Vísir - 08.10.1974, Page 6
6 Visir. Þriðjudagur. 8. október. 1974. VÍSIR Otgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulitrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsia: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson liaukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 Hnur Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 85 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Misráðin viðskipti Áður en viðreisnarstjórnin hóf göngu sina fyrir tæpum fimmtán árum, hafði lengi verið mikill skortur á erlendum gjaldeyri i bönkunum. Þetta olli þvi, að íslendingar höfðu ekki frjálst val um, hvaðan þeir keyptu vörur. Reynt var að beina viðskiptunum til svonefndra vöruskiptalanda, sem keyptu af okkur vörur i staðinn. Þetta var timabil mikilla viðskipta við Austur-Evrópu. Meðal annars var flutt inn tölu- vert af iðnaðarvörum, sem fljótt fengu á sig óorð. Menn kvörtuðu út af lélegum hráefnum i þessum vörum, lélegum frágangi og stuttum endingartima. Enda voru íslendingar mjög fegnir, þegar viðskiptin við aðra heimshluta voru gefin frjáls og almennilegar vörur streymdu inn i landið. Menn muna enn vel eftir blómaskeiði innflutnings iðnaðarvara frá Austur-Evrópu og hafa almennt litla trú á endurnýjun slikra viðskipta. Þess vegna vakti mikla athygli, þegar Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra vinstri- stjórnarinnar siðustu, lagði ofurkapp á, að tekið yrði tékknesku tilboði i ýmsan rafbúnað Lagar- fossvirkjunar. Reyndir menn réðu frá þvi, minnugir fyrri reynslu. En pólitikin varð ofan á og búnaðurinn var pantaður. Tengivirki áttu að afhendast i april i vor sem leið. Þau eru ekki komin enn og virðast ekki vera komin i framleiðslu enn. Þótt smiði þeirra verði hafin nú þegar, er ljóst, að minnsta kosti eins árs seinkun verður á afhendingu þessa mikilvæga útbúnaðar. Og á meðan er ekki unnt að setja i gang orkuverið við Lagarfoss. Þessi svik eru þegar orðin okkur gifurlega dýr. Sá kostnaður á eftir að margfaldast, þegar vetrarkuldarnir hefjast fyrir alvöru. Þá verður að skammta rafmagn á Austfjörðum og keyra á fullu allar oliuknúnar rafstöðvar lands- fjórðungsins. Rafmagnsskömmtunin sjálf mun valda miklu tjóni. Og enn meira tjón mun hljótast af þvi, að Austfirðingar þurfa að notast við rándýra oliu i stað ódýrs vatnsafls Lagarfoss. Þetta tjón nemur að minnsta kosti mörgum tugum milljóna króna. Úr þessu er nú orðið alvarlegt millirikjamál. Svo virðist hafa verið gengið frá samningunum við skjólstæðinga Magnúsar Kjartanssonar, að engra skaðabóta er að vænta úr þeirri átt. Sérstök viðskiptasendinefnd hefur reynt að fá Tékka til að standa við samninginn. Og núverandi iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen, hefur skrifað persónulega til iðnaðarráðherra Tékkóslóvakiu til að fá hann til að ganga i málið. Vænta menn, að þessi þrýstingur valdi þvi, að framleiðsla tækjanna fari nú að hefjast eftir dúk og disk. Við getum lært mikið af þessum óförum. Við eigum ekki að kaupa vandsmiðuð tæki og aðrar viðkvæmar vörur frá rikjum, sem við höfum slæma reynslu af. Við eigum að beina viðskiptum okkar að fyrirtækjum, sem keppa á frjálsum markaði og hafa hingað til látið okkur hafa vandaðar vörur. Við eigum ekki að taka neina áhættu i innflutningi iðnaðarvara frá Austur-Evrópu. Þar eru fyrirtækin rikisrekin og eru þvi langt frá þvi að vera næm fyrir þörfum markaðsins, hvort sem um er að ræða vörugæði, afhendingartima eða önnur atriði viðskiptanna. Einnig væri æskilegt, að opinber rannsókn yrði gerð á viðskiptunum við Tékka i sambandi við Lagarfossvirkjun. —JK Fallandi gengi Gaullista Það hefur jafnt og þétt hallað undan fæti hjá Gaullistum á síðasta hálfa árinu, og er svo komið fyrir þeim, að I staö þess að sitja i æðstu valdastólum og horfa á hina reyna að kllfa upp Olymposarfjall áhrifa og metorða, eru þeir sjálfir orðnir þátttakendur I klifrinu. — i stað þess að miða eitthvaö upp á við, hafa þeir heldur hrapað niöur krappan stiginn. Það er ekki lengra siðan en i april, að þeir voru eitt voldugasta stjórnmálaafl Evrópu. Nú liggur við, að þeir örvænti um, að þeir fái ekki stöðvað sig á skriðnum niður á við. Forystumenn UDR-flokksins, sem er flokkur Gaullista, hafa beðið i voninni um, að upp risi nýr leiðtogi til að tendra nýjan eld- móð, án þess að bólaði á nokkrum, sem gæti látið þann draum rætast. Nú leitast þeir við i örvæntingu sinni að móta stjórnmálahreyfingu sinni nýja stefnu og byggja upp fyrir fram- tiðina. Fyrri trú þeirra á mikilleik Frakklands og sjálfstæði þess i afstöðunni til umheimsins, sem naut sin svo vel undir handleiðslu de Gaulle hershöfðingja, þykir nú langt frá þvi nægja til þess að halda þessu stjórnmálaafli við á timum, þegar verðbólga og efna- hagsvandi eru efst á baugi. Baráttuhugur þeirra hefur farið smám saman dofnandi með hverjum ósigrinum á eftir öðrum i kosningum, þar sem frægir stjórnmálakappar þeirra hafa fallið i valinn. Uppreisnarhugur hinna yngri elur á sundrunginni innan flokksins og nagandi uggur um, að Valery Giscard d’Estaing forseti — sem er ekki Gaullisti — ætli sér að knésetja hann, bælir þá niður. Einn aðalstuðningsmanna de Gaulles hershöfðingja, Maurice Couve de Murville, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur I stuttu máli tekið saman, hvað amar að flokknum: ,,Sá tollur, sem tekinn var, þegar flokkurinn missti völdin, var ægilegur og gæti riðið honum að fullu. UDR er að hvarfa aftur til blákalds raunveru- leikans, sem er erfið reynsla.’’ Fráfall Pompidous forseta 2. april s.l. var alvarlegt áfall fyrir Gaullista. Það leiddi svo til dapurlegs ósigurs I forsetakosningunum, sem ýtti fram i sviðsljósið utan- garðsmanninum V. Giscard d’Estaing og hóf hann til valda, meðan UDR varð sjálfur meira utangátta. Við þvi var þó flokkurinn illa búinn eftir að hafa setið að völdum i 16 ár. Þrátt fyrir viðvaranir eldri félaganna i flokknum við þvi að lifa of mikið I fortiðinni, hversu glæst sem hún væri, þá hefur flokknum gengið ákaflega illa að hefja upp nýtt merki i stað gömlu slagorðanna frá gullaldartima de Gaulles og Pompidous forseta. Án nýrra markmiða eða stefnu — og þó þýðingarmest af öllu, án de Gaulles til að stjórna frá Elysee-höll — hafa Gaullistar ekki séð annan kost vænni en fylgja Giscard d’Estaing að málum. Sumir fulltrúa UDR hafa lýst yfir örvinglun sinni vegna þess, að stærsti stjórnmálaflokkur Frakklands (UDR hefur yfir að ráða 180 þingsætum af 490 I þjóð- þinginu) skuli verða að sækja til forseta, sem oft og einatt hefur spottað þá. En þeir gera sér um leið ljóst, að styðji þeir ekki Giscard d’Estaing, þá mundi vinstri öflunum vaxa fiskur um hrygg, öngþveiti mundi leiða af og framkalla ótimabærar kosningar, þar sem Gaullistar ættu á hættu að biða mesta tapið. Jacques Chirac forsætisráð- herra heldur þvl fram, að ef þeir hegði sér að vilja forsetans, þá geti þeir gert sér vonir um að halda 150 þingsætum i næstu þingkosningum, sem ættu að verða 1978. — 1 þessu felst samt litil huggun fyrir tryggðarvini UDR. Þegar forsætisráðherra, sem er Gaullisti, segir þeim, að það beri að bjarga þvi, sem bjarga þvi, sem bjargað verði, I stað þess að blása I herlúður og berjast fyrir endurkomu. — Auk þess kastar það nokkrum skugga á Chirac, að hann þykir vera tryggari d’Estaing forseta en flokki sínum. Dvinandi fylgi Gaullista kom greinilega fram núna um helgina, þegar tveir frammámanna flokksins töpuðu þingsætum, sem áttu að heita alveg örugg. Tapið var óskaplegt áfall, þvi að þetta var I aukakosningum, sem engin þörf hefði verið fyrir, ef Gaullistar hefðu ekki viljað þær endilega sjálfir. — Að frönskum lögum tekur varaþingmaður flokksins sæti á þingi, þegar þing maður sezt i ráðherrastól eða tekur við lykilembætti I ráðuneyti. Þegar þessir vara- þingmenn draga sig i hlé, þarf að efna til aukakosninga i umdæminu. Þegar viðkomandi þingmaður hættir i ráðherra- embætti, tekur hann ekki sjálf- krafa þingsætið aftur, heldur verður að efna til kosninga. Jean-Philippe Lecat og Joseph Fontanet gegndu báöir lykil- Chirac forsætisráðherra gerir sér engar vonir um, að Gaullistar vinni i bráð aftur sitt fyrra fylgi. Hann leggur áherzlu á, að reynt vcrði að bjarga þeim þingsætum, sem bjargað verður. erhbættum i stjórninni áður og teljast meðal forystumanna flokksins. Það þurfti að koma þeim inn á þing aftur. Jafnframt hefði tryggur sigur verið góður plástur á kosningasár UDR. En þá snerist vopnið i höndunum á Gaullistum og i stað þess að fagna sigri, töpuðu þeir tveim einhverjum öruggustu kjördæmum sinum. Einn þeirra, sem vilja kenna þessar ófarir þvi, að flokkurinn hangi utan í Giscard d’Estaing, er Jean Charbonnel, fyrrum ráðherra fyrir Gaullista. „Það er ekki bara, að stefna forsetans sýnist á stundum ganga i þveröfuga átt við stefnu UDR, heldur er hún nánast f jandsamleg skoðunum hans,” . sagði Charbonnel i viðtali nýlega. Charbonnel hefur hvatt til þess, að UDR taki höndum saman við vinstrimenn, en það varð þá til þess, að frammámaður i flokknum, Michel Jobert, fyrrum utanrikisráðherra, sagði skilið við flokkinn til þess að stofna sinn eigin, „Lýðveldissinnaflokk”. . Ofan á þetta bætist svo, að nánast hefur alveg tekið fyrir inngöngu nýrra meðlima. Hefur heldur á meðan f jölgað úrsögnum úr flokknum, sem I voru um tima 200 þúsund félagsbundnir. Til mikils hrellis fyrir eldri félagana eru ungu mennirnir i flokknum byrjaðir viðræður við ungkommúnista um sameiningu þessara tveggja ungmenna- hreyfinga i stjórnmálum Frakk- lands. En það þykja öldungunum vera einskær svik við leiðarljósið mikla, de Gaulle. Stuöningur Gaullista við Valery Giscard d’Estaing forseta hefur ekki orðið til að afla þeim vinsælda meðal kjósenda.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.