Vísir - 09.11.1974, Page 7

Vísir - 09.11.1974, Page 7
Vísir. Laugardagur 9. nóvember 1974. 7 cTVlenningarmál ★ ★ ★ Háskólabíó: Hin ríkjandi stétt (The Ruling Class) ★ ★ Stjörnubíó: Undirheimar New York (Shamus) Nó eiga þeir að vera í óreglunni Stjörnubíó: Undirheimar New York (Shamus) Leikstjóri: Buzz Kulik. Leikendur: Burt Reynolds, Dyan Cannon o. fl. Nú eiga þær at vera hreinasta hryggðar- mynd, löggurnar. Það er formúla dagsins. Skrifaðu kvikmynda- handrit samkvæmt þessari formúlu áttunda áratugarins, náðu i Burt Reynolds leikara áttunda ára- tugarins og útkoman verður nákvæmlega það, sem þú ætlaðir þér, dálagleg söluvara. Vi6 þekkjum lögreglumyndir fimmta áratugarins, sem sýnd- ar eru I sjónvarpinu. Sætur náungi meö hatt og bindi flækist I dularfulla morðgátu, kynnist dóttur eða systureinhvers leysir gátuna með hennar hjálp, vondi maðurinn i steininn og löggan kyssir stúlkuna sina undir lokin. Þegar við opnum sjónvörpin eftir 20 ár munum við sjá mynd eins og Shamus, löggumynd áttunda áratugarins. Grindin er sú sama og 1945. Nú kyssist fólkið bara i láréttri stöðu en ekki lóðréttri og þrir pelar af blóði eru ómissandi. I þessari mynd eru það ameriskir atvinnumenn, sem hrista mjög svo þokkalega dægradvöl fram úr ermunum. A frummálinu nefnist myndin Shamus, sem á götumállýzku þýðir einkaspæjari. Burt Reynolds leikur spæjarann MacCoy, vel út lit- andi lögreglumann, sem hefur lftið fyrir stafni. Þessa lögguræflatizku má rekja beint til myndarinnar French Connection, enda hafa nokkur atriði i þessari mynd verið tekin að láni þaðan. Sjáið til dæmis upphafið, er hryggðarmyndin MacCoy er að komast fram úr einn morgun- inn, illa haldinn af trésmiðum, sem eru að halda aðalfund I hausnum á honum. Nú eru þykkbólstruð hring- ekjurúm i glæsilegum húsa- kynnum ekki lengur i tizku, löggurnar i dag lúlla á uppbún- um billjardborðum. Reynolds fer mjög vel með hlutverkið sem hann á að leika. Ég held raunar að hann sé bara svona i raun og veru. Það er varla að almenningur beri kennsl á hann svona al- kiæddan. Hann hefur hlotið mun meiri frægð nakinn en i fötum, enda felur þessi fyrrverandi járnsmiður úr Gunsmoke og siglingakappi úr Deliverance ekkert af kynsprengjuútliti sinu. Undir lokin skilst hann svo við stúlkuna sina (Það er einn liðurinn i formúlunni, að nú verði allt að enda öfugt við það, Kvikmyndahúsin í dag: ★ ★ ★ ★ Nýja Bíó: The French Connection ★ ★ ★ Hóskólabíó: Hin ríkjandi stétt ★ ★ Stjörnubíó: Undirheimar New York Eftir að búið er að fá jarlinn ofan af guðadellunni tekur ekki betra við. Peter O’Toole sem jarlinn og Aiistair Sim sem biskup- inn. Burt Reynold er ekki f vandræðum með að snara kvenpeninginn. Það er hún Dyan Cannon, sem hlær þarna svo skemmtilega með honum. Hver er snarvitlaus? sem tiðkaðist ’45).Stúlkan er Dyan Cannon, ágætis manneskja, sem hlær svo skemmtilega. Þetta er lika ágætis mynd, hlægileg á köfl- um, blóðug á köflum, alveg eins og almenningur vill hafa myndirnar nú til dags. skýtur viða upp f myndinni, sem hjálpa til við að gera leikritið að kvikmvnd. Þar má nefna atriði, sem sýna hvernig Jack stigur inn i sinn eigin heim og loka- atriði i Lávarðadeildinni, þótt lengdin spilli þvi að visu mjög. Einna skemmtilegastur er leikur Arthur Lowe i hlutverki þjónsins Tucker, sem hlýtur hlut arfsins eftir gamla jarlinn. Peter O’Toole hverfur sjaldan af tjaldinu allan sýningartim- ann og er mjög skemmtilegur sem bæði guð almáttugur og Jack the Ripper. Jack, f jórtándi jarlinn af Gcmey, telur sig vera kvæntan sjálfri „Kamelfufrúnni”. Háskólabfó: Hin rikjandi stétt. (The Ruling Ciass) Leikstjóri: Peter Mcdak. Leikendur: Peter O’Toole, Carolyn Seymour, Arthur Lowe, Corai Browne o.fl. Hver er vitskertur og hver heilbrigður? Sú spurning er einmitt efni þessarar myndar. Er það ekki tiðarand- inn og umhverfi, sem sker úr þvi hverju sinni, hver er truflaður og hver ekki? Aðalsmaðurinn Jack, sem telur sig guð kærleikans, fær auðvitað samstundis vottað, að hann sé snarvitlaus. Að hann væri guð uppgötvaði hann, þegar hann bað til hans og komst að þeirri niðurstöðu, að hann væri einungis að tala við sjálfan sig. Þegar hann aftur á móti fær þá flugu, að hann sé enginn annar en kviðristarinn mikli, Jack the Ripper, fær hann viðurkenningu sem alheill og meira að segja sæti f lávarða- deildinni. Faðir Jacks var þrettándi jarlinn af Gurney. Enginn hafði neitt út á það að setja, þótt hann væri sérvitur og hefði það fyrir sitt uppáhaldstómstundagaman að klæða sig i fáranleg föt og hengja sig upp i fagurlega ofna snöru. Þetta hættulega tómstundagaman leiðir hann að lokum i dauðann. Þá eru hans nánustu auðvitað strax með alls kyns afsakanir vegna háttalags jarlsins. Hins vegar er hvergi minnzt á eðlilegustu skýringuna, einfaldlega þá, að karlinn sé alveg snarvitlaus. Þegar sonur hans tekur við, er aftur á móti enginn I vafa um að hann sé skritinn, þar sem hann gengur um og boðar mönnum kærleika. Aðstandendum hans til mikils léttis hittir hann fyrir annan enn skritnari náunga, sem einnig telur sig guð. Við þetta vikur kærleiksdellan burt og þess i stað sezt djöfullinn að. Það er ekkert við djöflinum amazt, allir eru meira og minna haldnir honum. Spurningin um heilbrigði eða bilun á að notast sem háð um brezka aðalinn. Háðið er þó alls ekki rikjandi I myndinni, til þess er hún of óheilsteypt. Auk þess eru islenzkir áhorfendir fæstir nógu vel að sér i siðavenjum brezkrar yfirstéttar til að geta þó notið til fullnustu þess háðs, sem fram kemur i myndinni. Það er öllu frekar að verið sé að gera at I kvikmyndum, sem gerðar hafa verið um glans- lifnað stéttarinnar. Þar má bæði nefna dansatriðin, söngva- atriðin og brúðkaupskossinn. Myndin er löng og það sem verra er, langdregin. Hún hefði á allan hátt orðið mun skarpari ef þéttar hefði verið skorið. Kvikmyndahandritið er gert eftir samnefndu leikriti Peter Barns og leikstjóri er Peter Medak. Skemmtilegum hugmyndum

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.