Tíminn - 28.05.1966, Side 10
22
TÍMINN
LAUGARDAGUR 21. maí 1968
Guðrún
Á fimmtud* fór fram jarðarför
CSiíðrúnar Ögmundsd., er dó 13.
þjn. Með Guðrúnu hverfur af vett
vangi lífsins ein af stærstu hetj-
um Strandasýslu ef litið er á lífs
aðstöðu alla. Ég veit, að Stranda
sýsla hefur og á margar og miklar
hetjur, og þar er ekki á kostnað
neinna þeirra sagt, þó ég efist um
að erfiðara lífshlutverk en Guð-
rúnar hefur engin þeirra leyst.
Guðrún var fædd á Stað í Hrúta
firði 12. júlí 1870 og ólst hún upp
hjá vandalausum að mestu. Ung
að árum kynntist hún ungum
manni, Hallgrími Jónss., og voru
þau heithundin. Eftir'stutta sam
veru yfirgaf Hallgrímur unnustu
sína, sem þá var þunguð af hans
völdum. Nú stóð Guðrún uppi með
al vandalausra og ástæður eins
og áður er sagt. Ofan á hin ósegj
anlega sáru vonbrigði og sorg
hinnar ungu væntanlegu móður,
hættust nú við áhyggjur af því að
ráða fram úr allsleysi og þeim
hörðu lífskjörkum, sem við blöstu.
I>etta haust var það starf Guð
rúnar, að standa yfir fé í hvaða
veðri sem var. Það er ekki ósenni
legt, að heit tár Guðrúnar hafi
þá fallið á freðna jörð. Á þeim
tímum, sem hér um ræðir, voru
ekki til oliukápur, gúmmístígvél,
eða annað til að verjast regni og
bleytuhríðum. Hlífðarföt voru þá
saumuð úr strigapokum og gefur
það augaleið, hvaða hlífð var í slík
um fatnaði. Fótabúnaðurinn í
mesta lagi skinnsokkar, sem oft
vildu leka.Þetta voru aðstajðurnar
sem hin unga væntanlega móðir
bjó við. Hvernig mynduð þið,
ungu mæður, horfa við slíkum skil
yrðum? En allir tírnar líða og
þeir erfiðu líka.
Sú stund rann upp, að Guðrún
fæddi sitt barn í sárri þjáningu,
án hjálpar læknis eða deyfilyfja.
Eftir hina mjög svo erfiðu fæð-
ingu hvíldi nú barnið, sem var
stúlka, við brjóst fnóður sinnar.
Hvíld, friður og hamingja ríkti
yfir móður og dóttur í litlu bað-
stofunni á Stóru-Hvalsá. Og þrátt
fyrir hin erfiðu lífskjör móður-
innar, var litla dóttirin hraust,
fríð og vel af Guði gerð í alla
staði.
Við skírnina hlaut dóttirin nafn
ið Hallfríður. Já, þrátt fyrir allt
bar hún nafn föður síns. En upp
af öllum okkar draumum verðum
við að vakna, hvort sem þeir eru
erfiðir eða ljúfir. Nú tók sú hugs
un hug Guðrúnar allan, að sjá
Fríðu, svo var nafn hennar stytt
venjulega, farborða, svo að hún
þyrfti ekki að líða neitt fyrir þá
fátækt og vöntun, sem hún sjálf
þekkti svo vel.
Á Stóru-Hvalsá hagar svo til,
að strax eftir að tún var slegið,
og taðan hirt, að engjaheyskapur
var þá byrjaður inn á Hvalsárdal,
sem liggur langt inn til fjalla. Þar
sem lengst er á Dalinn, að sækja,
er 2—2,30 tírna lestarferð. Og með
an heyskapur stendur yfir á Daln
um er legið við, sem svo var kall
að, fólkið, sem að heyvinnunni
vann, svaf í tjaldi og kom ekki
til bæjar nema á helgum. Vinnu
tíminn var frá kl. 6 að morgni til
kl. 10 að kvöldi.
Það lá því óhjákvæmilega fyrir
að Guðrún yrði að skilja við litlu
Fríðu sína bæði dag og nótt. En
það gat hún ekki hugsað sér. Hún
bað því húsbónda sinn, að lofa
sér að sofa heima hjá barninu
sínu, og lofaði jafnframt að vera
komin jafnsnemma til vinnu og
þeir, sem lægju við. Og hún bað
hann ennfremur um að lána sér
Kinnu til að ríða þessa leið kvölds
og morgna. Þetta varð að samn-
ingum þeirra á milli. Ekki er mér
Ögmundsdóttir
frá Kollsá
kunnugt um, að Guðrún þyrfti að
vinna sérstaklega fyrir láninu á
Kinnu.
Ég verð að minnast dálítið á
Kinnu, hún var reiðhross Guðrún
ar um mörg ár, og svo samofin
minningum mínum um Guðrúnu,
að þær verða ekki aðskildar á
myndunum er hugur minn geymir.
Kinna var snjóhvít með svartan
vinstri vangann og hringeygð á
vinstra auga. Ætt hennar var frá
Reykhólum og ég held, að hún
hafi verið þriðji liður frá Lárusar
Brúnku. Hún var smávaxin, sívöl
og finbyggð, snögghærð og sel-
hærð. Annáluð var hún fyrir vilja
flýti og þol- og var oft á það reynt.
Á hverju kvöldi, já, jafnvel fram
an frá Feykishólum var hún Guð
rúnu heim til Fríðu sinnar á al
gerlega ótrúlega stuttum tíma. Að
dáun mín sem barns, er ósegjan-
leg, er ég sá Guðrúnu koma ríð-
andi á Kinnu niður með Hvalsá og
steinarnir loguðu undan hóf-
um hennar í kvöldhúminu. Ég
hlustaði og horfði hrifinn og hug
fanginn, er hún geystist áfram.
Þarna var á ferð mesta reiðkona
óg hlaupadýr Strandasýslu.
Meðan heyjað var á Feykishól-
um eða Dalnum, þá var það starf
Guðrúnar að fara á milli, sem svo
var nefnt er heyið var flutt heim.
Og það var nú ekki nein smá lest
sem Guðrún fór með, 10 til 12
hross undir reiðing. Ekki var það
óvenjulegt, að sili eða tagþ slitn
aði á þessari leið. Þá þurfti að
hafa hröð handtök við að bæta slit
ið og koma sátunni á klakk, lest
in hélt áfram og hrossin höfðu
það til að leggjast og velta af sér
böggunum. Á þessum ferðum reið
Guðrún alltaf Kinnu, sem áreiðan
lega var bezta hrossið til slíkra
ferða og reyndar allra ferða. Ef
tafir höfðu orðið á heimleiðinni,
þá varð að vinna það upp á baka
leið, er hronsin gengu laus. Til
aðstoðar við rekstur hross-
anna hafði Guðrún hund, sem
hún nefndi Krumma, og sá hann
um að hrossin héldu götu. Þegar
svo bar undir, að hraða þurfti ferð
inni, þá sá maður, að það steig
létt upp Hvarfið, Valshrygg og Ás
ana og Kinna með knapann sinn
fylgdi fast eftir.
Ein af hinum mörgu góðu minn
ingum minum um Guðrúnu Ög-
mundsdóttur er þessi: Einu sinni
er ég var að fara á milli úr svo
kölluðum Lækjum, með þrjú hross
undir reiðingi og gekk með, en til
baka reið ég á reiðing, sem svo
var nefnt. Þegar ég kem niður
með Hvalsá, sé ég að Stóru-Hvals
árfólk er við heyskap nærri ánni.
Guðrún er þar ein við rakstur og
rakar af kappi, að venju, og sýn
ast mér jafna þrjár tuggur á lofti.
Svo var nú rakað í þá daga. En
svo sé ég að Guðrún leggur frá sér
hrífuna og hleypur niður að ánni,
fer úr sokkunum og veður yfir
ána og hleypur í einum spretti
upp hallann i veg fyrir mig. Hún
heilsar mér vingjarnlega að venju
og stingur kandísmola í lófa
minn. Ég vissi, að þetta var sykur
skammturinn hennar þann dag og
að nú varð hún að drekka sitt
kaffi sykurlaust. Hún gaf bitann
frá munni sér. Já, svona stór var
hún í sinni fátækt.
Mér er það vel ljóst, að þessi
saga fær ekki núna þann hljóm
grunn, sem henni ber. Nú er það
mjög til efs, að börn myndu
þiggja kandísmola, þótt hann væri
boðinn. En það voru aðrir tímar
1908 en nú. En ég gleymi ekki
henni Guðrúnu, er hún kom hlaup
andj frá rakstrinum og gaf mér
sykurskammtinn sinn.
Svo að unga fólkið geti
skyggnzt inn í liðnu árin, og skil
ið þau lífskjör, sem fólkið þá bjó
við, vil ég segja þetta: Þrátt fyrir
það, að Guðrún var þekkt fyrir
sérstakan dugnað, þá hafði hún í
kaup þessi fyrstu ár, sem hún var
með Fríðu sína á Stóru-Hvalsá,
mat fyrir þær báðar og einar kr.
30 — þrjátíu krónur — þrátt fyr
ir hinn langa vinnutíma, sem áð-
ur er getið. Það var því takmark
að, sem verja mátti til fatnaðar. Á
þessum árum vann Guðrún oft
hjá nágrannakonum sínum við
hreingerningar og önnur erfiðis-
verk, er hún átti frídag. Þetta létu
húsbændur hennar óátalið, enda
stóð ekki upp á Guðrúnú' hvað
vinnu snerti, hversu mikið, sem
lagði á sig þessa daga, sem hún
réði sér sjálf.
Snemma kom það í ljós, að
Fríða var gáfuð, enda_ af greind
um foreldrum komin. Ég tel Guð
rúnu mikið vel greinda konuf- og
áhugi hennar eftir að íæra var nér
stakur. En á þeim tímum var slíkt
ekki auðsótt og allra sízt fyrir
vandalaus börn. En þrátt fyrir öll
höft og bönn tókst Guðrúnu að
læra ýmislegt. Hún náði að læra
að skrifa góða rithönd, og all-
mikið í reikningi eftir mati þess,
tíma, og ekki var að tvíla skiln-
ing hennar á tölum.
Guðrúnu var það vel ljóst, hve
mikið var í húfi, að Fríða hennar
fengi að menntast, sjálf var hún
búin að reyna, hver sárt það var
að fara á mis við það að mestu.
En kjark og bjartsýni þurfti til
að eygja að slíkt væri fært fyrir
konu, er lifði við slík lífsskilyrði
og Guðrún. En þrátt fyrir alla erf
iðleika og fátækt þá fór Fríða' í
Kennaraskólann og lauk það-
an prófi með ágætis einkunn.
Þetta, sem hér hefur verið sagt
frá eru æskuár Guðrúnar. Eg læt
hverjum þeim, sem þessar línur
lesa, meta þau og vega.
Meðan Guðrún var á Stóru-Hvals
á, kynntist hún manni, sem þar
var henni samtíða. Iíann hét Guð-
mundur og var Guðmundsson og
giftust þau á StórujHvalsá. Guð-
rún eignaðist non með manni sín-
um og var hann skírður Bergur
Haraldur. En ekki varð sambúðin
löng því Guðmundur dó, er Har-
aldur sonur þeirra var sjö ára.
Enn stóð Guðrún ein nppi með
soninn, eftir langa, erfiða og dýra
legu mannsins. Þá var ekki til
sjúkrasamlag eða önnur samhjálp
til að létta undir með mönnum.
er veikindi og dauðsföll báru að
höndum.
En nú var Gpðrún þroskuð kona
Hfsreynd og búin að sigrast á svo
mörgum erfiðleikum lifsins, og
enn sama hetjan. Erfið verkefni
lágu framundan. sem hún varð
strax að snúa sér að og leysa.
Hún þurfti að vinna af sér skuld-
ir, sem mynduðust i veikindum
og jarðarför mannsins hennar. En
það skal tekið fram að nú voru
lífskjörin betri en er Fríða fædd-
ist og ólst upp. Nokkru eftir að
að Guðmundur dó fluttist Guð-
rún með Barald son sinn að Kollsá
í Hrútafirði til þeirra hjónanna
Herdísar Einarsdóttur og Daníels
Tómassonar og þar dvaldi hún
þar til hún flutti hingað til borg-
arinnar og þá til sonar síns og
tengdadóttur Valdísar Þorkelsdótt
ur frá Kollsá.
Eftir að Guðrún kom hingað
vann hún við hreingerningar í
tveimur verzlunum. Oft minntist
Guðrún á það við mig hvað þessi
vina væri vel borguð. ,,Já, ef ég
hgfði fengið svona borgun fyrir
mína vinnu, meðan ég var og hét,
þá hefði ég ekki átt erfitt með
að komast áfram. Já — þvílíkur
munur.“ Þá blessaði hún og móð-
ir mín oft þá menn, sem mest og
bezt börðust fyrir elli og örorku-
tryggingum, sem þær og aðrir
nutu svo góðs af. Meðan Guðrún
vann við hreingerningar varð hún
fyrir því óhappi að verða fyrír bif-
reið. Og þó hún væri nú orðin
háöldruð þá náði hún sér undar-
lega fljótt og gat tekið upp störf
sín aftur. Efniviður í Guðrúnu og
bygging öll hlýtur að hafa verið
sérstaklega góð, að hún skyldi ná
sér svo fljótt og vel. En sjaldan
er ein báran stök, stendur þar,
og svo varð það, að Guðrún varð
aftur fyrir bifreið og nú slasaðist
hún alvarlega. Við þetta slys hlaut
hún höfuðkúpubrot og marðist
mikið á öxl og læri. Eftir þetta
slys náði hún sér aldrei. Það sótti
verkur að brotinu og vanlíðan.
Guðrún bar allan sársauka vel og
kvartaði helzt ekki. En merkilegt
var það, að strax eftir slysið hafði
hún fulla rænu og þekkti þá, sem
komu til hénnar, aldrei óráð eða
meðvitundarleysi. Eftir þetta
eyddi hún tímanum við ullarvinnu
og prjóna. „En það gaf nú minna
í hönd en hreingerningarnar,“
sagði hún stundum við mig.
Eins og áður er sagt átti hún
alltaf heima hjá Haraldi syni sín-
um og Valdísi tengdadóttur sinni.
Já, hjá þeim átti hún hlýtt og
elskulegt heimili til síðasta dags.
Og þar á heimilinu var lengsta
tímann augasteinninn hennar,
nafna hennar og sonardóttir. Þeg-
ar Guðrún missti Fríðu sína, þá
kom nafna hennar fram við hana
af svo mikilvægum skilningi og ást
og fyllti upp í eyðuna, þerraði tár
in af vöngum ömmu og kyssti
kjark og þrek í svip hennar, sem
nú fyrst gaf eftir. Skammt frá
Fornhaga 22 átti Guðrún aðra
nöfnu, sem hún tók að sér, sem
lítið barn og breiddi sig yfir hana
af miklum kærleika, ást og fyrir-
bænum. Þessi nafna hennar þakk-
ar henni nú, er hún hverfur burtu
frá okkur, allt sem hún hefur fyr-
ir hana gert í verki, hugsun og
bæn. Og hún biður Guð að blessa
minningu nöfnu sinnar, og hún
sé varðveitt í hjarta sínu.
Minningin um Guðrúnu Ög-
mundsdóttur mun geymast í huga
mínum og sál og ef lífið heldur
áfram þá vona ég að sambandið
milli okkar slitni ekki en berist
milli okkar með hinum þráðlausu
skeytum hugans.
Ég enda þessar línur með ljóði
eftir Kristján Jónsson, fjallaskáld
sem Guðrún hélt mjög upp á.
Þú sæla heimsins svalalind
Ó, silfurskæra tár,
er allri svalar ýtakind
og ótal lækna sár.
Æ, hverf þú ei af auga mér
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber
þótt blæði hjartans sár.
Mér himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn. er ég græt,
en drottinn telur tárin mín
ég trúi og huggast læt.
Brandur Búason.
ÍÞRÓTTIR
Framhald af bls. 13.
vin Baldvinsson virðist kunna bet-
ur við sig á grasinu en mölinni,
а. m.k. gekk honum nú betur að
skora en í Rvíkurmótinu. í vörn-
inni var Jóhannes Atlason skárst-
.un en var þó fullseinn stundum.
J* Leósson í framvarðarstöðu
stóð fyrir sínu.
í Vals-liðinu var Ingvar Elísson
atkvæðamestur til að byrja með,
en hann skoraðj 2 fyrstu mörk
Vals. Annars lók Vals-liðið prýði-
lega og gaf úrvalsliðinu lítið eftir.
Hermann var eitthvað miður sín
og var ekki eins afgerandi og í
síðasta leik.
Mörkin féllu þannig, að úrvals-
liðið skoraði 1:0, Baldvin, en Ingv
ar jafnaði úr aukaspyrnu, 1:1. Um
miðjan hálfleik náði Ingvar for-
ystu fyrir Val, 2:1, með föstu skoti
eftir að hafa fengið að leika óáreitt
ur upp að’ marki. Rétt fyrir hlé
jafnaði Eyleifur fyrir úrvalið, 2:2,
með skoti af stuttu færi.
Snemma í síðari hálfleik skor-
aði Guðjón Guðm. 3:2 fyrir úr-
valið viðstöðulaust með föstu skoti
eftir að knötturinn hafði hrokikið
í stöng og út eftir skot Baldvins.
Guðjón skoraði svo 4:2 skömmu
síðar, en þá fékk hann sendingu
inn í eyðu, sem opnaðist á vallar-
helmingi Vals. Guðjón nýtti tæki-
færið vel. Valsmenn komust aftur
á blað eftir þetta, og skoraði Her-
mann úr vítaspyrnu. Hallkell mark
vörður var.ði, en missti boltann
aftur út til Hermanns. Á 21. mín.
jafnaðist leikurinn, þegar Jóhann-
es skoraði sjálfsmark, 4:4. Vals-
menn höfðu svo gott tækifæri til
að ,ná forustu, en úrvalið bjargaði
tvisvar á línu. Á 32. mín. skoraði
Eyleifur 5:4 og 6:4 rétt á eftir.
Síðasta markið var greinilegt rang
stöðumark. Fleiri urðu mörkin
ekki.
Eins og fyrr segir, var um
skemmtilegan leik að ræða, spenn
andi og vel leikinn. Knattspyrnu-
áhorfendur þurfa ekki að kvarta
ef þeir fá fleiri slíka leiki í sum-
ar.
Magnús Pétursson dæmdi leik-
inn vel.
ÍÞRÓTTIR
gegn íslandsmeisturum KR á föstu
dagskvöld — og þriðji og síðasti
leikur liðsins verður gegn úrvals-
liði landsliðsnefndar mánudaginn
б. júní.
ÍÞRÓTTIR *
heimamenn gegn Keflavík
— og í Rvík mætir Þrótt-
ur Akureyringum. Hefjast
báðir leikirnir kl. 16. Á
þriðjudag leika svo KR og
Valur á Laugardalsvelli kl.
20.30.
Sjaldan hefur ríkt eins
mikil óvissa um styrkleika-
mun liða í 1. deild í upp-
hafi móts eins og nú. Kem-
ur þaðjm.a. til af því, að
íslandsmeistarar síðasta
árs, KR-ingar, hafa verið
slakir í Rvíkurmótinu. Bæði
Akranes og Keflavík hafa
átt misgóða leiki, en hafa
sótt í sig veðrið, að undan-
förnu. Valsmenn hafa sýnt
góð tilþrif og nýliðarnir í
deildinni, Þróttarar, komu
á óvart með sigri í Rvíkur-
mótinu. Akureyrar-liðið er
eitt stórt spurningarmerki,
því enn þá hefur það ekki
leikið gegn innlendum lið-
um í ár.
ÍÞRÓTTIR
s.I. vetur, en ekki nutu sund-
kennslu geta nú, endurgjalds-
laust, sótt þessi. námskeið, sem
standa yfir í 20 daga.
Þátttökugjald fyrir aðra er kr.
150.00 og greiðist við innritun.
Námskeiðin hefjast miðvikudag-
inn 1. júní en innritun fer fram
á viðkomandi sundstöðum þriðju-
daginn 31. maí kl. 10—12 f.h. og
2—4 e.h.