Tíminn - 05.06.1966, Blaðsíða 6
TÍMINN
SUNNUDAGUR 5. júní 1966
Spjaliað við Harald Jóhannesson, lögregluþjón:
Við reynum í lengstu lög
að hafa uppi á eigendum
vitja þeirra án teljandi fyrir-
hafnar.
f kjallara hóssins að Borgar-
túni nr. 7 eru þessir óskila-
munir varðveittir, unz eigand-
inn hefur fyrir því að stinga
inn nefinu og spyrja itm þá,
og í kjallaramim að Borgar-
túni 7 kennir líka ýmissa grasa,
það sannreyndum við, er við
skruppum þangað í smaheim-
sókn og ræddum við Harald
Jóhannesson lögregluþjón, en
hann hefur haft yfirumsjón
með þessum óskilamunum um
margra ára skeið. Þama gaf
að líta ferðatöskur, ýmis full-
ar eða tómar, sjópoka, fullan
kassa af skinnhönzkum,
splumkunýja kvenskó úr dýr-
indis rúskinni og á nagla á
einum veggnum hékk gömul
iOg virðuleg stúdentshúfa, sem
•einhver góðglaður júhílant hef-
•ur eflaust tapað einhvers stað-
•ar í góðum félagsskap.
i — Þið komið nú eiginlega
•ekki á réttum tíma, segir Har-
•aldur, þegar hann er að sýna
•okkur dýrðina. — Við erum
•svo til nýbúnir að halda upp-
iboð, en fyrir þann tíma var
ihver krókur hér og kimi full-
iur af alls kyns hlutum. Við
•höldum uppboð árlega, og þau
•eru afar vinsael, þangað hópast
■múgur og margmenni og allir
tfara þaðan glaðir í bragði, þvi
<að þar er hægt að fá marga
■eigulega hluti fyrir hlægilega
.lítið verð. Það er ekki um
•mjög auðUgan garð að gresja
hjá okkur núna, því að mikið
hreinsaðist til á uppboðinu.
Við höfum orð á því, að
otokur finnist samt nægilega
mikið af dóti þarna, enda er
það orð að sönnu.
— Já, segir Haraldur. —
Þetta er furðu fljótt að saín
ast fyrir aftur, og sumir hlutir
ganga ekki út á þessum upp-
boðum, svo sem fatadrasl og
ýmislegt annað. Við setjum
hlutina heldur ekki á uppboð.
fyrr en þeir hafa verið hér i
ár, en hver hlutur er númer-
aður og bótoaður í þykkan doð-
rant, þar sem getið er um fund
arstað, og hvenær hluturinn
komst í okkar vörslu. Hafi rétt-
ur eigandi ekki vitjað hans þeg
ar árið er liðið, er hann oft-
ast látinn á uppboðið ef ekki
reynist noktour leið af hafa upp
á eigandanum. Sumir dýrmæt-
ir hlutir, sem geta haft per-
sónulegt verðmæti, svo sem
erfðagripir eru oft etoki látn-
ir á uppleið, við gleymum þá
hér í lengstu lög og reynum
að hafa uppi á eigendunum.
Svo safnast hér fyrir alls toon-
ar hlutir, sem ekkert hafa á
uppboð að gera, til að mynda
lyklakippur, en af þeim eigum
við fullan kassa, sumar hverjar
hafa verið hér í 10—12 ár.
— Fleygið þið aldrei neinu,
sem hingað berst?
— Jú, jú, ef það eru óþrif
af hlutunum fleygjum við þeim
þegar árið er liðið, það er
ekki hægt að halda endalaust
upp á allt það drasl, sem hér
safnast fyrir, en vitaskuld reyn
um við að koma hlutunum til
réttra eigenda, áður en við gríp
um til þess neyðarúrræðis að
henda þeim.
Nú opnar Haraldur stóran
skáp, og þar inni gefur að líta
reiðinnar ósköp af dýrindis
hlutum, meðal annars fjórar
myndavélar, sem ljósmyndar-
inn fullyrðir, að séu ekki af
verra taginu. Þarna er heilt
safn af peningaveskjum, og
tjáir Haraldur okkur, að þau
hafi öll að geyma persónuskil-
ríki og hann hafi sent eigend-
unum bréf til að láta vita af
þeim. Enda þótt háar peninga-
upphæðir séu í þeim sumum
hafi eigendurnir ekki hirt um
að vitja þeirra þrátt fyrir ítrek
uð tilmæli. Fyrr má nú vera
toæruleysið. Ein hilla skápsins
er full af gleraugum. Þegar við
spýrjum að því, hvort fólk hafi
almennt ekki áhuga á því að
finna aftur töpuð gleraugu,
kímir Haraldur. — Jú, segir
hann, fólk, sem tapar gleraug-
unum sínum kemur oft hingað
til að leita þeirra, en oft reyn-
Þarna ægir öllu saman, lyklakippum, gleraugum, perluglingri, og
jafnvel gefur að líta einstaka trúlofunarhring.
'’asBs
Haraldur Jóhannesson, lögreglu-
þjónn. Hann hefur haft umsjón
meS óskilamununum um langt
árabil.
ist erfitt að þekkja réttu gler-
augun úr þessum bing. Eg
man sérstaklega eftir eldra
manni, sem vitjaði hingað
týndra gleraugna. Hann leit
lauslega yfir safnið, tók svo
ein gleraugun, fullyrti að þetta
væru þau réttu og setti þau
á nefið. Þá stóð hann upp, þakk
aði fyrir sig og ætlaði að
ganga út, en hitti ekki á dyrn-
ar heldur getok beint á vegginn
Eg var fljótur að átta mig á
því, að gleraugun áttu heima
á öðru nefi.
í næstu skúffu er mikið af
skartgripum og meðal ann-
ars retoumst við á umkomulaus
an giftingarhring, sem liggur
í reiðuleysi innan um beygl-
uð armbönd og alls kyns gling
ur úr óekta perlum. Þetta er
ákaflega átakanleg sjón, eink-
Framhald á bls. 22.
Reiðhjól og þríhjól eru þama í tugatalf, sum þeirra virðast alveg ný, en eigendurnir hafa greinilega engan áhuga á að fá þu aftur.
Það kemur áreiðanlega fyrir
flesta einhvern tíma á lífsleið-
inni að tapa hinum og þessum
hlutum, svo sem peningaveski
úttroðnu af gimilegum seðlum,
nærsýnisgleraugum, hattkúf,
gulldjásni, hjólkopp eða ein-
um skó. í sumum tilvitoum er
tjónið alveg óbærilegt. Mað-
ur gengur snuðrandi um þá
staði, þar sem hluturinn gæti
hafa glatazt, og beri það eng-
an árangur, er sett áberandi
auglýsing í dagblöðin, þar sem
finnandi er beðinn að skila
s hlutnum tafarlaust til eiganda.
Stundum hrífur þetta, stundum
því miður ekki. í öðrum tilvik-
um er hinn glataði hlutur etotoi
það mikils virði, að það svari
kostnaði að auglýsa eftir hon-
um, og þá sættir maður sig
venjulegast við orðinn hlut.
En margir virðast gleyma því,
að hlutir, sem finnast úti á
víðavangi eru oftast fengnir
Rannsóknarlögreglunni til varð
veizlu, og þangað er hægt að