Tíminn - 05.06.1966, Side 9

Tíminn - 05.06.1966, Side 9
SUNNUDAGUR 5. júní 1966 TÍMINN VERÐIR LAGANNA af hafði hann átt heim í Þýzkalandi en ferðazt til Kanada og komið inn í Frakkland á sínu eigin vegabréfi, sem þá var gengið úr gildi. Hann kvaðst hafa komið til Parísar í maí og hitt þár Robert Million, mann sem hann hafði kynnzt í þýzku fangelsi. í júní hafði hann ásamt Million tekið á leigu villu með húsbúnaði, gagngert í því skyni að geyma þar fólk sem þeim tækist 'að ræna, þangað til lausnargjald hefði verið greitt. Hann nefndi einnig Jean nokkurn Blanc, annan samfanga frá Þýzkalandi, sem átti peninga og var tilleiðanlegur til að hjálpa Weidmann að stofna snyrtistofu. Hjákona Blancs, Colette Tricot, átti að veita því íyritræki forstöðu. Síðan hóf hann einhverja óhugnanlegustu játningu sem sakamálasagan kann frá að greina: „Ég drap Lesobre vegna þess að ég varð að ná í peninga. Ég leitaði á honum, en hann bar ekki á sér nema 5000 franka. Ég tók allt sem hann hafði meðferðis, bílinn, lyklana, sígarettukveikjarann og minnisbók hans. Nú fór Weidmann að vefjast tunga um tönn. Loks virtist villimennska og yfirgengileiki glæpa hans farið að fá á hann. — Yður mun hrylla við, tautaði hann. Sicot, sem alltaf var jafn rólegur og hygginn við rann- sókn mála, lagði til að hann skrifaði á blað nöfn' þeirra ' manna sem hann hafði drepið. — Nei, það er hryllilegt, svaraði fanginn, en þreif svo blýant og skrifaði: Jean de Koven. — Hvernig gerðist það? spurði Sicot hvasst. — Ég kyrkti hana. —Hvar er hún? — Undir þröskuldinum. Þið finnið hana. Ég vil ekki fara. ég vil ekki fara. Hann æpti og hrollur fór um hann. Við þessa játningu virtist samvizka hans vakna. Sicot ýtti á eftir. — Skýrið mér nú frá afbrotum yðar í þeirri röð, sem þau voru framin. Svarið var ekki í sem beztu sam- heng,i en lögreglunni tókst að koma þvi heim og saman. Weidman hitti hina fögru Jean de Koven fyrst í drykkju- stofu og bauð henni á skemmtigöngu. Hann fór með hana út á La Voulzie, þar sem þau reyktu um stund og spjölluðu Vi saman. Þegar hún sneri við honum baki, greip hann um kverkar henni og herti takið, þangað til hún gaf upp and- ann. f tösku hennar fann Weidmann 800 franka og 48 ferða- ávísanir á 10 dollara hverja. Þær seldi hann og falsaði und- irskriftina. Áður en yfirheyrslunni lauk hafði lögreglan fundið öm- urlegar líkamsleifar þessara ungu stúlku unair dyrahell- unni. Næsta fórnarlambið var Jean Couffry. Weidmann vissi að Couffry stundaði Iangferðir og bað hann að aka sér til Nissa um Orléans. Saman gekk um fargjaldið, þeir lögðu af stað og snæddu saman í Olivet. Skömmu eftir að lagt var af stað þaðan bað Weidmann bílstjórann að stanza á fáförnum vegarkafla. Hann skaut hann í hnakkann, hirti 1400 franka af líkinu, fleygði því út af veginum og ók í burt. í næsta mánuði lét Roger Leblond lífið, og þá notaði Weidmann glæpafélaga sinn, Million. Hann þóttist vera af- lögufær á fé, kallaði sig Pradier og kynnti Leblond fyrir Weidmann. Grunlaus ók Leblond böðlum sínum til La Voulzie, þar sem Million skaut hann í hnakkann. Þeir tóku 500 franka úr vös.um hans, komu líkinu fyrir í aftursæti hans eigin bíls og skildu hann eftir á afsíðis götu í N'euilly. Morðingjunum entist ránsféð ekki nema í fáar vikur, og í nóvember tóku þeir að svipast um eftir nýju fórnar- lambi til að myrða og ræna. Sidney Fritz Frommer, þýzkur kaupmaður sem Weidmann kannaðist við úr fangelsinu, varð svo óheppinn að veröa fyrir valinu, vegna þess að Weid- mann hélt að hann ætti eitthvert sparifé. Weidmann bauð Frommer að heimsækja sig 22. nóvem- ber. — Ég spjallaði við hann. sagði morðinginn við Marcel Sicot, sem hlustaði þolinmóður, — og þegar hann sneri baki að mér skaut ég hann í hnakkagrófina. Hann var ekki með nema 300 franka í vösunum, en ég hirti þá og gróf líkið í kjallaranum. Þessi játning var nógu hroðaleg, en verra tók þó við. Leynilöyogiumenn héldu stöðugt áfram leið í La Voulzie, og nú Undu þeir konunærföt merkt .með fangamarkinu „J.K.“ Áður var fundið vegabréf með nafni Eugenie Keller, 37 óhamingjusöm, að eðlileg, ung kona nú á tímum vildi heldur vera lúbarin — tja, allt að því! — af einum manni, en að vera kysst af einhverjum öðrum. Henni fannst hún mundi deyja úr skömm ef hann kæmist að því. En hann var auðsjáanlega langt frá því, að geta sér þtað til — hún var viss um það. — Mér þykir það — mjög leitt, ef ég reyndi að drekkja ykkur líka, sagði hún furðulega veikri og mjórri röddu. Það fóru kippir um munnvik hans. — Yður er fyrirgefið — undir þessum kringumstæðum. En ég ætla ekki að biðjast afsökunar fjrrir að — slá yður utan undir. Hvað sem öðru líður, „augu þeirra mættust og þó augu hans væru brosandi og alveg jafn skörp og vanalega, hafði hún það á tilfinn- ingunni, að hann væri hálffeim- inn. — Ég þarf að bera fram af- sökun, sem reyndar kemur nokk- uð seint. — Afsökun? endurtók hún. — Ég var á leiðinni til að bera hana fram, þegar þér — beintíuð athygli minni að öðru. Sem betur fór, hafði mér verið sagt að þér væruð niðri við ána og ég var að slkyggnast um eftir yður. Hún hafði horft stöðugt i augu hans fram að þessu, en nú þorði hún það ekki lengur, og leit snöggt undan. — Ég — skil ekki, muldraði hún. — Ég hefði átt að biðja yður afsökunar, sagði hann hljóðiega, strax sama daginn og ungfrú St. Just varð fyrir óhappinu. Yfir- hjúkrunarkonan hefur sagt mér, að þór hafið yfirgefið sjúkling- inn þvert á móti vilja yðar þann dag. Þér sögðuð mér það og — ég hefði átt að taka skýringu yðar til greina. Ég skammaðí yður al- veg að óþörfu. Eg vona að þér viljið fyrirgefa mér. Hann rétti út hendina, með einu af þessum bros- um, sem eins og Judy sagði — „gerðu mann alveg að kleinu“. — — Eigum við að vera vinir aftur? Jill vissi varla hvað var að ger- ast og tók í hönd hans. — Já — auðvitað, heyrði hún sjálfa sig stama. — Ég — hún þagnaði og var meðvitandi um trausta, svala hendina sem hélt um hendi henn- ar sjálfr ar. Þetta var sú stytzta af öllum snertingum. Ef hún hefði ekki verið sjálf í svona miklu uppnámi, hefði hún ef til vill tekið eftir því að hann sleppti hendi hennar nokkuð snögglega. Andartaki síð- ar var hann staðinn á fætur, en í stað þess að hraða sér út eins og hann var vanur, stóð hann kyrr og horfði niður til hennar með óráðu augnaráði. Hún hefði eflaust fengið mikið áfall ef hún hefði getað lesið hug hans og séð, að honum datt skyndilega í hug hve ung hún leit út fyrir að vera — fáránlega ung, þar sem hún lá þarna með gullbrúnt hárið t lið um um andlitið og augun galop- in fyrir ofan dökkar holurnar und ir fagursköpuðum kinnbeinunum. Hún liktist ekkert ungu, duglegu hjúkrunarkonunni sem hann var vanur að sjá einkenisklædda og hafðd einu sinni séð fulla vanþókn unar. Einhvern veginn hafði mynd in af henni standandi andspænis honum í reiðilegri sjálfsvörn, sem sýndi, að hún var engin skaplaus gufa, festst í huga hans, og þar sem hann var furðulegur og óút- reiknanlegur maður, hafði hann munað þetta með einhverju, sem líktist velþóknun, einkum eftir að hann hafði talað við yfirhjúkrun arkonuna. En núna, þar sem hún lá þarna með náttjakkann bundinn undir hökunni, .virtist hún vera orðin ung o gá einhvern hátt giruileg stúlka. — Vitið þér, sagði hann skyndi lega, — ég get hegðað mer frá munalega illa. Qg gerði það — þarna uim daginn. — Ó, nei! hró.aði Jill upp yfir sig, áður en hún gat komið í veg fyrir það Þér hélduð. að é? væri sek — Hann leit stríðníslega a hana. — Eruð þér að bera fram afsak anir fyrir mína hönd? 1 — Nei, hún varð skyndtlega hugrökk og_ hljómaði aftui kurteis. — Ég myndi ekki dirfast að bera fram afsakanir fyrir yð ur, þó að ég viti, að þér þarfnizt þeirra stundum. Um leið og hún sleppti orðinu, velti hún því fyrir sér, hvort hún væri búin að tapa vitinu, og seinna vissi hún aldrei, hvernig hún fór að því að horfa í augu hans og halda áfram að brosa. Andartak kom hrukka milli augna hans, síðan hló hann. Þér eruð hugrökk kona! Við höfurn kannski gott af því stundum að sjá sjálf okkur eins og aðrir sjá okkur. En hvað sem öðru líður, vissuð þér frá upphafi, að ég er „erfiður maður" ekki satt’ Hún hikaðí. — Ekki svo erfið ur, að þér viljið ekki lofa mér að þakka yður fyrir það, sem þér gerðuð. Vegna þess, að þér björg uðuð lífi mínu, vitið þér. í þetta skipti var hrukkan milli augna hans greinileg. — Þér get ið aldrei imyndað yður, sagði hann, hve óskaplega erfiður ég mun verða, er þér minnizt á það aftur. Verið svo góð að gleyma því — og gerið ekki úlfalda úr mý- flugu. Eg verð að fara núna. Þér verðið að vera kyrr. þar sem þér eruð, þangað til á fimmtudag. Eg hef þegar taiað við vfirhjúkrunar konuna, um það sem mér finnst að eigi að gera við yður. 2] Hjartað í henni stöðvaðist. Hvað átti hann eiginlega við? — En herra Carrington, vein aði hún. Vere var kominn að dyrunum og sneri sér óþolinmóðlega við. — Já. — Má, ég ekki fara aftur til sjúklings míns — á fimmtudag? spurði hún full örvæntingar. Henni til mikils léttis brosti hann lítillega. — Þér eruð afar áikyeðin. — En ungfrú St. Just er að fara á föstudaginn. — Það er rétt. Jæja, allt í lagi, ef yfirhjúkrunarkonan leyfir þat þá getið þér sinnt skyldustörfun. yðar þennan dag. Hann gekk út og lokaði hurð- inni, án þess að bíða eftir svari. Það var eitthvað hræðilega ákveðið í hljóðinu. Jill settist upp og bar hendurnar upp að gagn- augunum. Hvað æglaði Vere Carrington að gera við líf hennar? — Ég hef talað við yfirhjúkrunarkonuna um það sem mér finnst að eigi að gera við yður. En framtíð hennar hafði ekkert með hann að gera! . . . Og þá mundi hún. Ef hún hefði vitað það áður, hversu mikið, sem hún reyndi að neita því, að líf hennar tilheyrði honum, þá hafði hún rétt til að finnast það gera það núna, og hann hafði hvort sem er alltaf tekið það sem sjálf sagðan hlut, að orð hans væru lög. Hún reyndi að gera sér upp reiði ef hann heldur að hann geti farið með mig eins og tusbu, þá hefur hánn rangt fyrir sér, jafnvel þótt ÚTVARPIÐ Sunnudagur 5. júní 8.30 Létt morgunlög 8.55 Frétt ir 9.10 Morguntónleikar. 11.00 Messa í safnaðarheimili Lang- jholtssafn- [aðar. Prestur Séra Árelíus Níelsson 12.15 Hádegisútvarp 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Sunnudagslögin. 17.30 Barna- tími. 18-30 Frægir söngvarar. 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veð urfregnir 19.30 Fréttir 20.00 Gestir í útvai'pssal: Dénes Zig mondy og Annelise Nissen leika saman á fiðlu og píanó. 20.20 Kennslusjónvarp Guð- bjartur Gunnarsson flytur er- indi. 20.50 Einsöngur í útvarps sal: Adele Addison sópransöng kona syngur 21.10 ..Hvíta- sunnunótt", smásaga eftir Bjart mar Guðmundsson. Andrés Björnsson les. 21-35 „Spartak- us“ ballettmúsík eftir Aram Khatsjatúrjan. 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.10 Danslög 23. 30. Dagskrárlok Mánudagur 6. júni 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Við vinnuna 15.00 Miðdegisútvarp 16.30 Síð 'degisútvarp 18.00 Á óperusviði 18.45 Tilkynningar 19.20 Frétt ir 20.00 Um daginn og veginn Sigvaldi Hjálmarsson ritstjóri talar 20.20 „Þér tandnemar, hetjur af konungakyni" Gömlu lögin sungin og leikin. 20.35 Kallað til bæna í Bakú Fyrsta frásögn Gunnars Bergmanns úr blaðamannaför til Sovétríkj- anna —■ og viðeigandi tónlist 21.35 Sænsk tónlist. 21.30 Út- varpssagan: Hvað sagði tröllið?* Höf flytur (101 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.15 Hljóm plötusafnið í umsjá Gunnars Gunnarssonar 23.05 Að tafli Sveinn Kristinsson flytur skák þátt. 23.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.